Þjóðviljinn - 15.04.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 15.04.1943, Page 1
Alþingi verffur sett í dag kL 1,15. 8. árgangur. Fimmtudagur 15. apríl 194S. 86. tölublaS. Enska sfórbladíd Daíly Tclegraph birffr afhyglísverða greín um þýzhu hermannaflufníngana yfír saenskf land Mi ætl Hermaimaflutningur Þjóðverja yfir Svíþjóð virðast vekja sívaxandi athygli meðal hinna frjálsu þjóða. Utanríkismálaritstjóri enska blaðsins „Daily Telegraph“ birti í gær athyglisverðar upplýsingar um þessa hermanna- flutninga, sem blaðið telur að séu í stærri stíl en heimilað er í hinu opinberlega samkomulagi um leyfisferðir hermanna. Segir blaðið, að meðal Bandamanna sé mikil ánægja með því að þýzku hermannaflutningarnir yfir Svíþjóð hafi nú verið teknir til rannsóknar af sænsku ríkisstjórninni. „Eg hef áreiðanlegar heimiid- ir fyrir því“, segir ritstjórinn, „að þýzku járnbrautarflutning- arnir um Svíþjóð eru tvíþættir. Annar þátturinn er flutning- arnir frá Noregi yfir Storlien, — sem liggur álíka norðarlega og Þrándheimúr, Svíþjóðarmeg- in landamæranna —, til Narvik. Hinn þátturinn eru flutning- arnir um Storlien til Finnlands. Talið er að flutningamir til Narvik frá sumri 1940 til sum- ars 1942, hafi numið 500 jám- brautarlestum, með 7000—8000 vöruflutningavögnum, og enn- fremur hafi verið fluttir 40 þús- imd þýzkir hermenn og liðsfor- ingjar, og hefur þurft til þess 1000 farþegavagna. Þessar tölur svara hér um bil til tveggjafótgönguliðsherfylkja með öllum útbúnaði. Til baka þessa leið hefur aðeins verið að ræða um smávægilega flutn- inga. Ekki er hægt að áætla með neinni vissu þyngd þeirra hern- aðarnauðsynja, sem fluttar hafa verið þessi tvö fyrstu ár, en í vöruflutningnum hafa ver- ið margs konar vopn og her- birgðir, allt frá þungum fall- byssum til hljóðfæra.“ Hðfundalaun til skðlda ng listamanna Samkvæmt ákvörðun Menntamálaráðs fékk Ritliöfundafé- lag íslands 62800.00 kr. til ráðstöfunar handa skáldum og rit- höfundum á þessu ári. Var af félaginu kosin þriggja manna nefnd, Barði Gðmundsson, Kristinn E. Andrésson og Magnús Ásgeirsson til að úthluta upphæðinni. Eftir ákvörðun þeirra hljóta þessir rithöfundar og skáld höfundalaun, sem hér segir: 5000 kr.: Halldór Kiljan Laxness. 3600 kr.: Davíð Stefánsson, Guðmundur G. Hagalín Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson, Tómas Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson. 3000 kr.: Guðmundur Friðjónsson, Guðmundur Kamban, Jóhannes úr Kötlum. Magnús Ásgeirsson. 2400 kr.: Steinn Steinarr. 1800 kr.: Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Daníelsson, Jakob Thorarensen, Ólafur Jóh. Sigurðsson. 1500 kr.: Theodór Friðriksson, Þórunn Magnúsdóttir. 1000 kr.: Elínborg Lárusdóttir, Guðfinna Jónsd. frá Hömrum, Guðmundur Ingi Kristjánss., Gunnar BWediktsson, Jón Magnússon, Kristín Sigfúsdóttir, Unnur Bjarklind. 800 kr.: Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, Sigurður Helgason. 500 kr.: Guðmundur Frímann, Halldór Helgason, Jón úr Vör, Jón Þorsteinsson, Arnarvatni, Sigurður Jónsson, Arnarvatni, Stefán Jónsson. Sovétsöfnuninn Sir Walter Citrine, aðalrit- ara Verkamannasambandsins brezka, hafa nú verið send 1000 sterlingspund til viðbót- ar því fé. sem áður hefur ver- ið sent. Hafa honum þá alls verið send 3 þús. sterlingspund er safnazt hafa hér á Islandi, en eins og kunnugt er hefur sir Walter Citrine tekið að sér að kaupa hjúkrunarvörur fyrir íslenzku sovétsöfnunina og senda þær til Sovétríkj- anna. „Þaá eru kommúnistarnir, sem hafa beztu skipulagninguna“, segir sænskur blaðamað- ur, nýkominn frá Vichy. Franska blaðið „La Marseillaise“ sem gefið er út í London birti 21. marz eftirfarandi fréttaskeyti frá Stokkhólmi, með fyrirsögninni: „Hlutlaus frásögn af andstöðu Frakka gegn Þjóð- verjum.“ ,4 augum Frakka er de Gaulle hershöfðingi ímynd franskr- ar andstöðu erlendis“, segir frú Rathsmann, fréttaritari „Göte- borgs Handels och Sjöfartstidning“ í Vichy, en hún er nýkom- in til heimalands síns eftir að hafa verið rekin úr landi í Frakk- landi af Laval-stjóminni. Hinn sænski fréttaritari heldur áfram: „Yfirleitt er svo reiknað að 95 af hundraði hverju meðal frönsku þjóðarinnar sé fylgjandi de Gaulle. Þetta þýðir ekki það, að 95 af hundraði meðal Frakka fylgi einum flokki, heldur einungis, að þeir em and-þýzkir, því að orðið „gaullisme“ er orðið samnafn á and- stöðuhreyfingunni gegn innrásarhemiun. Aðalfundur Æsku- lýðsfylkingarinnar Aðalfundur Æskulýðsfylk- ingarinnar, félags ungra sósí- alista, var haldinn í gærkvöld í kaupþingssalnum. Fundurinn hófst meó því, aö' Gestur Þorgrímsson las upp þýdda smásögu. Þá flutti foi-maður, Stefán Magnússon, skýrslu félags- 5 ramh. á 4. síðu. „Það eru kommúnistarnir, sem hafa beztu skipulagning- una, því að þeir voru líka fyrir ítrlðið eini flokkurinn, sem hafði nokkurn reglulegan aga. Allt þar til fyrir fáum mánuð- um síðan, starfaði þessi flokkur út af fyrir sig, án þess að hafa nokkurt opinbert samband við aðra hópa andstöðuhreyfingar- innar. Hinir, sem kalla sig „Combat“ (barátta), „Libération“ frelsun) og „Franc Tireur“ (frankverska skyttan) hafa vaxið af sjálfu sér meðal föðurlandsvina í bæjum og þorpum. Segja má, að lengst af hafi það verið ókunnugir menn, sem byggt hafa upp þessa þrjá hópa hinnar skipulögðu andstöðu. Sókn bandamanna í Tiinís heldutr óslítíð áfram Harðar árásir á herstöðvar á Ítalíu. Bandamannaherirnir í Túnis halda áfram sókninni gegn stöðvum fasistaherjanna sem búið hafa inn sig í norðaustur- horni landsins. Sveitir úr 8. brezka hernum hafa tekið bæinn Enfidaville og eiga í bardögum við baksveitir fasistaherjanna norður af þeim bæ. ur Bandamönnum orðið vel ágengt og nálgast nú bæinn Nateur. Rommel kom Franskar hersveitir hafa tekið hæö eina 20 km. suður af bænmn Pont du Tahs. Er hún talin hafa mikla hern- aðarþýðingu þar sem þaöan sé auðvelt til sóknar noröur sléttuna er liggur allt til Tún- isborgar, sem er í 65 km. fjar- lægð. Á nyrztu vígstöðvunum hef- Á höfundalaun þessi kemur grunnkaupshækkun og síðan verðlagsuppbót samkvæmt vísi- tölu. í fyrradag til ítalíu og ræddi þar við þýzka og ítalska hershöfðingja. í gær hélt hann ferðinni áfram áleíðis til Þýzkalands. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu í fyrrinótt árás á flota- höfnina Spezía, með miMum árangri. Bandarískar sprengju flugvélar réðust á flughafnir fasista á Sikiley og eyðilögðti 73 flugvélar á jöx-ou. Þeir sameinast allir um nafn de Gaulle’s herhöfðingja og þeir eru allstaðar kallaðir „gaullist- arnir‘‘. Lengi hafa hóparnir „Com- bat“, „Libération“ og Franc Tireur“ starfað hver í sínu lagi. Hver hópur hafði sín blöð, sem gengu leynilega mann frá manni og hvorki stjórninni né þýzku yfirvöldunum tókst að hindra prentun né útbýtingn þeirra. Fyrir nokkrum mánuð- um síðan tóku þessir hópar upp samband sín á milli, svo og við hóp kommúnistanna. Allir ósk- uðu þess, að kommúnistarnir væru með, en þeir voru í fyrstu mjög varkárir og vildu ekki taka á sig skuldbindingar gagn- vart hinum hópunum. En síðan Grenier fór að tala í brezka út- varpið, hefur öllum í Frakk- landi skilizt, að samkomulag hafi náðst. Samvinnan við kommúnista er byggð á ítarlegri, sameigin- legri stefnuskrá og eru þrjú að- aðalatriði hennar þessi: Endur- reisn lýðveldisins, gagnger end- urskipulagning atvinnulífsins og refsing allra Frakka, sem af frjálsum vilja hafa haft sam- vinnu við fjandmennina.“ Hinn sænski blaðamaður seg- ir ennfremur: „Lengi hafa átt sér stað stöð- ug skemmdarverk og fjölmarg- ar árásir hafa vei’ið gerðar á Þjóðvei'jana — miklu fleiri en látið hefur verið uppi — en yf- leitt hafa þau ekki verið þess eðlis, að þau vektu gremju vald- hafanna þýzku. Það er erfitt, að gera sér fulla grein fyrir slíkum atburðum. En svo mikið er víst, að andstaðan hefur verið skipu- lögð eftir föstum reglum fyrir löngu, svo að strax og til bar- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.