Þjóðviljinn - 15.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.04.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐV LJINN Fimmtudagur 15. apríl 1943. óskast á afgreiðslu Þjóðviljans. Uppl. á afgr., Austurstr. 12, sími 2184. TILKYNNING frá Víðskípfarádi Viðskiptaráðið hefur ákveðið að afla upplýsinga frá verzlunum, iðnfyrirtækjum og öðrum innflytjend- um um innflutning og kaup í heildsölu s.l. 5 ár á vör- um í eftirtöldum vöruflokkum: 1. Vefnaðarvörur, fatnaður og tilh. smávörur. 2. Verkfæri, vogir og búsáhöld. 3. Rafmagnsvörur. 4. Hreinlætisvörur. 5. Skófatnaður. 6. Pappír, pappi, pappírsvörur og ritföng. 7. Byggingarefni. Upplýsingar þessar skulu gefnar á þar til gerðum skýrsluformum, er Viðskiptaráðið lætur í té. Skýrsl- urnar verða því aðeins teknar til greina að þær séu staðfestar og sundurliðaðar á þann hátt er skýrslu- formið segir til um og að þeim sé skilað til skrifstofu ráðsins eigi síðar en 25. apríl n.k., ef aðili er búsettur í Reykjavík, Akranesi, Hafnarfirði eða Gullbringu- og Kjósarsýslu, ella eigi síðar en 10. maí n.k. Ef ekki reynist unnt að fá skýrslurnar staðfestar af réttum aðila innan tiltekins tíma, skulu tekin afrit af þeim og afritunum skilað í hendur þess endurskoð- anda er tekið hefur að sér staðfestingu þeirra, um leið og frumriti skýrslnanna, þar sem geta skal nafns end- urskoðanda, er skilað til Viðskiptaráðs. Afritin, með árituðu vottorði endurskoðanda skulu send Viðskipta- ráði fyrir 15. ágúst n.k. Afhending þessara skýrsluforma stendur nú yfir. Þeir aðilar, sem ekki hafa þegar fengið þau, eða kann að vanta sum eintök þeirra, en telja sig koma til greina við reglulega úthlutun leyfa fyrir vörum í framan- greindum-vöruflokkum, eru beðnir að gera skrifstofu ráðsins aðvart sem fyrst. Verzlanir, iðnfyrirtæki og aðrir innflytjendur, sem ekki hafa sent ráðinu hér um ræddar skýrslur innan hins fastsetta tíma, geta ekki búizt við að koma til greina framvegis við reglulega úthlutun leyfa fyrir vörum í þeim vöruflokkum er að framan greinir. VIÐSKIPTARÁÐIÐ. H 4PPDRÆTT1 FÉLAGS ÍSLENZKRA MYNDLISTAMANNA. Drætti happdrættisins er frestað til 14. júni 1943. Happdrættismiðar fást í anddyri Sýningarskálans, Bóka- verzlun Sigf. Eymundsen og Tóbaksverzluninni London. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Afturhald og frjálslyndi. Það er eftirtektarverð barátta sem háð er um þessar mundir út af forn- ritunum. Þar er sem sé um að ræða átök milli hins svartasta afturhalds í menningarmálum annarsvegar og frjálslyndis hinsvegar. Öllum frjálslyndum mönnum er Ijóst, að íslendingasögurnar eru menningarfjársjóður, sem alþýða manna þarf að eiga greiðan aðgang að. Það er því ekki aðeins sjálfsagt að gefa þær út með nútíma stafsetn- ingu í stað þess, að halda fast við stafsetningu þá, sem Daninn Wimm- er bjó til á síðustu öld, heldur ber að gefa út barnaútgáfur, með völd- um köflum úr íslendingasögunum, og ber þá auðvitað að hagræða þeim sv.o að við barna hæfi verði. Þá ætti og að hvetja listamenn- ina til að sækja þangað yrkisefni. tzmxmímttnmním I.O.G.T. St. Mínerva nr. 172 heldur skemmtun í Góðtempl- arahúsinu fimmtudaginn 15. apríl 1943 og hefst kl. 9 stund- víslega. Skemmtiskrá: 1. Skemmtunin sett. 2. Kvikmynd. 3. Einsöngur. 4. Upplestur (gamansaga). 5. Dans. Allir templarar með gesti vel- komnir. — Aðgöngumiðar af- hentir á sama stað kl. 8—9 eftir hádegi. Æ .T. Málarar og myndhöggvarar geta sótt þangð ótæmandi efni, tónskáld og ljóðskáld einnig. Naumast getur kjörnara efni í söngleika en íslend- ingasögur, mundi slíkur búningur þeirra mjög stuðla að því að þær nytu þeirrar hylli alþjóðar, sem æskileg er. Gegn þessari stefnu berst aftur- haldið, undir forystu Jónasar frá Hriflu. Hans stefna er að banna að gefa íslendingasögur út í öðrum bún ingi, en þeim sem Wimmer hinn danski valdi þeim, en það þýðir, að sögurnar falla fyrr en varir í gleymsku, þær hætta að vera al- mennings eign. Það voru þessar tvær stefnur, sem háðu hólmgöngu á Al- þingi þegar rætt var um Njálumálið. Frjálslyndum eykst fylgi. Þegar forustumaður afturhaldsins, Jónas Jónsson, hóf baráttu sína fyr- ir að fela íslendingasögumar fyrir þjóðinni, stóð svo vel á, að Finna- galdur geisaði í landinu og tókst honum því að hafa nær alla þing- menn að ginningarfíflum og fékk þá til að setja bann við að íslendinga- sögumar yrðu prentaðar með nú- tíma stafsetningu, en nú eru fylk- ingar afturhaldsins farnar að ryðl- ast, það kom greinilega fram í um- ræðum og atkvæðagreiðslum um Njálumálið. Aðalmálsvari afturhalcte ins í því máli, Helgi Jónasson, fyrri þingmaður Rangvellinga, lýsti því yfir, að hann hefði ekkert á móti að íslendingasögurnar væru prentaðar með nútíma stafsetningu, ef þeim væri ekki breytt áð öðru leyti. Það kom og í Ijós við atkvæðagreiðslu, að þrír, af fimm þingmönnum Al- þýðuflokksins í neðri deild, greiddu atkvæði með sósíalistum í þessu máli, sömuleiðis tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Áður hafa sós- íalistar ætíð staðið einir í þessu máli á Alþingi. Sólheimar. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 nnnnnnnnnnzm DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. nmmnnnnnnnn 14 kar. gullhringar með ekta steinum, fyrir dömur og herra, handunnir — vandaðir, fjölbreytt úrval. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. nnnmmatmtœnzi Herra ritstjóri! Hannes á Hominu birtir í Alþýðu blaðinu hinn 6. þ. m. bréf frá ,.Hjón- um“ um grein þá, sem Þjóðviljinn flutti nýlega um bama- og fávita- heimilið Sólheimar í Grímsnesi. I í grein Þjóðviljans var sagt frá | mjög þrálátum orðrómi, sem gengi í I bænum um ágalla á rekstri þessa « hælis. Var þar um svo alvarlegar á- sakanir að ræða, að furðu sætir, að fyrstu opinberu undirtektirnar, sem þær fá, skuli ganga í þá átt, að slæva ábyrgð þeirra, sem strax hefðu átt að láta málið til sín taka. Með því er þeim einum greiði gerr, sem að vanrækslunni standa, en hvorki hælinu, ef það er vammlaust, né börnunum, ef einhver fótur er fyrir ásökununum. Það er almennt talið með verstu verkum, að fara illa með börn, hvort heldur það er gert með athöfnum eða viðurgerningi. Vilja fáir til þess vita, að einu bami líði illa, hvað þá heldur mörgum saman, án þess að reyna að rétta þeim hjálparhönd. Það er því ekki að furða, þótt þeir, sem vilja drepa á dreif orðrómi um varhugaverðan aðbúnað tuga barna á einu heimili vilji ekki 'láta nafns síns getið, þó að dulnefnið „Hjón“ sé furðu ósmekklegt í því sambandi, jafnvel þó um barnlaus hjón væri að ræða. Mundi flestum þykja lík- legra, að slíkum aðila bæri fremur i máli sem þessu, að krefjast að það yrði tafarlaust upplýst, svo að sá að- .ilinn, sem órétti væri beittur, fengi strax fulla rétting mála sinna. Greinarhöf. Alþ.bl. telur, að fá- vitaheimilið að Sólheimum standi „nokkuð frá“ aðalbarnaheimilinu. f Þjóðviljagreininni er fjarlægðin nánar til tekin, þ. e. 50—60 metrar. Ætla má að fávitunum sé ekki alltaf haldið innan dyra og því síður heilbrigðu bömunum. Er því mjög ósennilegt, að fávitana beri ekki stundum fyrir augu heilbrigðu bam- anna, þó að væntanlega sé ekki um beinar samvirtir að ræða. Eg hef heyrt þess ge; \ að einhverntíma hafi sú furðulega uppástunga komið fram, að byggja mikinn garð milli heimilanna til þess að byrgja fávit- ana frá heiTvita börnunum. Af því mundi leiða, að fleirf eða færri af heilvita börnunum freistuðust til þess að hnýsast eftir því sem væri hinumegin við garðinn, eftir þeim leiðum, sem færar reyndust og mundu afleiðingar þess jafnvel geta orðið margfallt óheillavænlegri en núverandi fyrirkomulag. Til þess að fyrirbyggja slíkar eft- irgrennslanir yrði að reka heilvita heimilið með algerum fangelsisaga. Og hver vill beita sér fyrir því, að á íslandi sé rekið harnaheimili með slíku sniði? Návist fávitahælisins að Sólheim- um við heilvitaheimilið er ódæði, sem ekki má viðgangast lengur en orðið er. „Hjónin“ hans Hannesár telja ekk ert athugavert við það, þó að böm- in á Sólheimum fái lítið kjötmeti og bera fyrir sig Jónas lækni Kristjáns- son og skoðanabræður hans. Það er nú svo. Fullveðja fólk er auðvitað sjálfrátt um það, hvaða trúarbrögð það aðhyllist. En það á enginn ein- staklingur í landinu að fá að vera sjálfráður um það, að gera trúar- bragðalegar tilraunir á fjölda mun- aðarlausra bama. Sé það gert á Sólheimum, þá er vissulega full ástæða til þess að taka nú þegar í taumana. Ekki get ég fallizt á þá skoðun „hjónanna", að það sé nokkur fóm fyrir stúlku, sem „er fjölhæf og vel menntuð", að starfrækja heimili fyr- ir heilvita börn, sem greitt er fullt meðlag með. Eg mundi þvert á móti telja það mjög eftirsóknarvert ævi- starf fyrir stúlku, sem hefur kynnzt börnum og kann að umgangast þau, og því skil ég mætavel, að forstöðu- konu Sólheima sé óljúft að leysa upp heilvitaheimilið. En um það má hún ekki hafa sjálfdæmi. Annaðhvort verður fávitahælið að víkja frá Sól- heimum eða heilvitaheimilið. Að þessu sinni skal ég ekki fjöl- yrða meira um þetta mál. Eg þykist sjá af bréfi „hjónanna", að frásögn Þjóðviljans hafi ekki komið flatt upp á þau. Það staðfestir það aðeins, að orðrómurinn um Sólheima er allt of almennur til þess að hann verði þagaður í hel. En hann verður að kveðast niður á þann eina hátt, sem samboðinn er siðaðri þjóð. Það verð ur tafarlaust að fá úr því skorið, hvort aðbúnaði og viðurgerningi barnanna á Sólheimum er ábóta- vant og ef svo reynist, þá að bæta strax fyrir það, að svo miklu leyti, sem unnt er. Hinsvegar verður forstöðukona heimilisins að fá fulla uppreisn, ef sakirnar eru ekki á rökum bvggðar. Érum við ekki sammálá um þetta, Hannes minn? Þú lézt ekkert álit uppi á málinu frá eigin brjósti. Lof- aðu mér nú að heyra þína skoðun. Með þökk fyrir birtinguna. A. B. Dómur fyrír folsun ■» I Nýlega kvað' sakadómari upp dóm. 1 máli réttvísinnar gegn Olafi Ólafssyni fomsala. Hann hafði gefið út og selt 24 tékka, samtals um 5000 kr. sem innstæöa var eigi til fyr- ir. Hann var dæmdur í eins árs fangelsi og sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi og auk þess til aö greiða tékkana. — Hann hefur verið dæmdur áður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.