Þjóðviljinn - 17.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.04.1943, Blaðsíða 4
I þJÓÐVILJINN DREKAKYN & Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unn. Barnaspítali. Kvenfélagið Hring- urinn hefur fjársöfnun á morgun til ágóða fyrir barnaspítala þann, sem félagið er að safna fyrir. — Börn, sem vilja selja merki, komi í Miðbæjar- barnaskólann kl. 9Vs í fyrramálið. Leikfélag Reykjavíkur hefur tvær sýningar á morgun. Kl. 3 verður sýn- ing á Fagurt er á fjöllum, en kl. 8 annað kvöld verður sýning á Orðinu. Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir skíðaferð upp á Hellisheiði næstk. sunnudagsmorgun. Lagt á stað kl. 9 frá Austurvelli. Farmiðar seldir hjá L. H. Múller á laugardaginn kl. 10— 5, til félagsmanna, en 5—6 til utan- félagsmanna, ef óselt er. Útvarpið í dag: 20.20 Leikrit: „Niels Ebbesen“ eftir Kaj Munk (Haraldur Björns- son, Þorsteinn Ö. Stephensen, Þóra Borg-Einarsson, Lárus Pálsson, Brynjólfur Jóhannes- son, Jón Sigurðsson, Regína Þórðardóttir, Ævar R. Kvar- an, Friðfinnur Guðjónsson, Klemens Jónsson, Nína Sveins dóttir, Jón Haraldsson. NÝJA BlÓ ,Gðg og Gobfec' i hernaðí (Great Guns) Fjörug gamanmynd með STAN LAUREL og OLIVER HARDY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Flokkurinn SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJA- VÍKUR heldur fund n.k. mánudag í baðstofu iðnaðarmanna. Áríðandi að félagar sæki fundinn vel. ■Þ TJARNABBÍÓ Pósfíerd: (Stagecoach) Amerískur sjónleikur, frá gresjunum í Arizona. CLAIRE TREVOR JOHN WAYNE JOHN CARRADINE LOUISE PLATT. Fréttamynd: Þýzki herinn gefst upp við Stalíngrad. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. SÍÐASTA SINN Kl. 3—6 Framhaldssýning. Smámyndir „FAGURT ER Á FJÖLLUM“ Sýning á morgun kl. 3. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. ORÐIÐ Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. Harðar loftárásír á megín- landsvígstöðvar fasísta Sprengjuflugvélar Bandamanna gerðu í gær og fyrrinótt harðar árásir á stöðvar fasista á meginlandinu. Bandarískar sprengjuflugvélar gerðu dagárás á Ostende, Brest og Lorient. Brezkar orustuflugvélar fylgdu sprengjuflug- vélunum. Fjórar sprengjuflugvélar og tvær orustuflugvélar fór- ust. Margar orustuflugvélar Þjóðverja voru skotnar niður í bar- dögunum. Höfundur níðgreinar- innar um íslenzka fiskimenn ákærður fyrir landráð Málshöfðun hefur verið fyrirskipuð gegn Andreas Godfredsen, sem skrifaði níð- greinina í „The Fishing News“. Er hann ákærður fyrir brot á þeim kafla hegningarlag- anna, sem fjallar um landráð. Hann hefur nú játaö að hafa sent grein sína til birt- ingar, en áður hafði hann neitað því. Hann hefur undanfarið dvalið til rannsókna hjá dr. Helga Tómassyni á Kleppi. Skömmtunarseðla- málið verður æ víðtækara I fyrradag var Guðmundur Guðmundsson, starfsmaður Reykjavíkurbæjar, tekinn fast ur vegna sykurseð i a - föls unar- iraifins. Hafði hann nokkrum sinn- um unnið sem aðstoðarmað- ur í úthlutunarskrifstofunni og þá afhent Adolf Bergssyni skömmtunarseðla. Guðmundur þessi vann að innheimtu útsvara fyrir bæ- inn og var þá aðstoðarmaður Adolfs Bergssonar. Hann vax starfsmaður slökkviliðsins þegar hann var tekinn fastur. Seðlafölstmarmáliö virðist verða umfangsmeira eftir því sem þáð er í-amnsakaö lengur og er búizt viö áð það taki langan tíma enn, áður en öll kmi verða komin til grafar. Brezkar sprengjuflugvélai' gerðu í fyrrihótt víðtækar loftárásir á herstöðvar í Norð- 2 flugumenn drepnir Framh. af 1. síöu. erfiðustu baráttunni við heri Hitlers, tóku þessir menn aftur upp fjandskap sinn við Sovét- ríkin og skoruðu m. a. á sovét- hermenn að hætta að berjast og semja frið við Þýzkaland." Þessir pólsku flugumenn, sem sannir voru að því að hjálpa fas- ismanum sem kúgar þeirra eig- in þjóð svo ægilega, fengu mak- leg málagjöld. En nú endurtekur sig sama sagan og 1937. Strax og einhverjum banditt- um, sem láta hatur sitt á Sovét- 'ríkjunum, leiða sig til þjónustu við fasismann, er hengt, öskra Sovéthatararnir um allan heim og það vantar þá ekki skræk- 3000 norskir stúdentar Eignaraukaskatt Framh. af 1. síðu. og veltur allt á Framsókn hvort þær ná fram að ganga. En lygaóhróður Tímans held- ur vafalaust áfram samt, — og um leið er svo Jónas frá Hriflu byrjaður að semja við Ólaf Thors bak við tjöldin. róma rödd Alþýðublaðsins í þann kór. Annars er eðlilega ekki að vænta af blaði, sem op- inberlega óskar nazistahernum sigurs og Sovétríkjunum tortím- ingar. Það er ekki að undra þótt þá svíði, þegar bandittum þeim, sem framkvæma fjandskapar- stefnu þeirra við sósíalismann, er sjálfum tortímt. vestur-Þýzkalandi, Hollandi og Frakklandi. Allar árásarflug- vélarnar komu aftur, en þrjár þýzkar orustuflugvélar voru skotnar niður. Þýzku yfirvöldin hafa fyrii’- skipað brottflutning íbúanna frá Cherbourg og Dieppe. mútmæla starfsemi nazistastúdenta Þrjú þúsund stúdentar við Oslóháskóla hafa mótmælt starfsemi stúdentasambands Kvislinga. Eftir Pearl Buck þetta gat verið mesta lífshætta, en nú fannst honum það leikur einn. Hann sat þarna tímum saman þennan dag og lézt vera að hlusta á kassann, hann var strax búinn að læra að fara með hann, en sat sem fastast. Loks var Vú Líen kallaður frá. Mér þykir verra að skilja þig eftir, sagði Vú Líen í því hann fór. Það er bannað í lögum óvinanna, að nokkur Kín- verji hlusti á slíkt, og mér er það óhætt vegna þess eins, að ég lifi innan þessara veggja. En komist nokkur að því, að þú ert hér einn að hlusta, get ég komizt í bölvun. Lofaðu mér bara að hlusta á þetta til enda, sem verið er að segja, og svo skal ég fara, sagði karlinn. Vú Líen leyfði honum það, og fór sína leið. En hann var ekki fyrr horfinn út úr dyrunum, en karl- inn losaði um vírana sem héngu við kassann og setti hann undir hinn víða kufl sinn, festi vírana við belti sér og gekk út eins rólegur og hann hafði komið inn. Allir voru farnir að kannast við karlinn, og fékk hann að fara ferða sinna óáreittur. Honum var ljóst, að hann mundi aldrei þora að láta Vú Líen sjá framan í sig, en honum var sama. Nú gat hann aflað sér nógra peninga til þess sem hugur hans girntist. En nú varð hann að hafa einhvern hjálparmann í borg- inni, og hver gat það orðið? Ekki gat hann farið heim , með kassann, því hann varð að halda áfram að telja konu i sinni trú um að hnn væri á sífelldu ferðalagi til borgar- • innar í því skyni að hitta Vú Líen, og hún mátti ekki vita ; hve mikla peninga hann fengi. Engan þekkti hann, hvað ; átti hann að gera? En hinn undarlegi heili hans fann einn- ! ig ráð við því, honum kom í hug gula stúlkan, sem seldi I honum ópíum. Hún var ágjörn í peninga og hann gat miðl- ! að henni einhverju af því sem honum áskotnaðist. Hann ! ætlaði ekki að kenna henni að fara með kassann, en borga ! henni fyrir að geyma hann. Hann fór því á vana staðinn, og þegar hún laut yfir hann til að kveikja í pípunni, sagði hann lágri röddu: Langar þig til að vinna þér inn meiri peninga en þú færð nú? Hvernig get ég það? spurði hún varfærnislega. Vantar þig konu? Nei, nei, — ég á konu og það er mér meir en nóg, flýtti hann sér áð segja. Hvað þá? spurði hún. Lofaðu mér að reykja svolítið, sagði hann, bara til að fróa mér, en ekki svo mikið að ég sofni, og farðu með mig þangað sem enginn heyrir til okkar og ég skal segja þér það. Það gerði hún, og þegar hann vaknaði til fulls, var hann í herbergi sem hann hafði aldrei komið í áður; fátæklegu herbergi með fjalarúmi, borðræfli og tveimur bekkjum. Barnadagurinn Framh. af 1. síðu. þar flutt ávörp, upplestur og söngur. Sólskin Ritið Sólskin, jólagjafabók barnamia, verður selt á mið- vikudaginn. Flytur það áö þessu sinni 9 sögur, frumsamd ar og þýddar. Tryggvi Magn- ússon hefur gert teikningar. Ritið verður selt aðeins þenna eina dag. Verö kr. 5.00. Barnadagsblaðið Laugardaginn fyrir páska verður Barnadagsblaðið selt — og aðeins þann dag. Ritið er 20 síður. M. a. á Tómas Guömundsson kvæöi í blað- inu. — Verður það afgi'eitt í öllum barnaskólunum. Merkjasala Á annan í páskum verður merkjasala félagsins. Enn- fremur verður þá flutt ávarp í útvarpið. Bamaskemmtanir Á þriðja í páskum verða skemmtanir í mörgum sam- komuhúsum bæjarins og verð- ur síðar sagt frá fyrirkomu- lagi þeirra. Þá ræddu þeir ennfremm' nokkuð um aðra staxfsemi Sumargjafar, einkmn lögðu þei’r áherzlu á að koma þyrfti upp vöggustofu fyrir ungbörn. Ennfremur að félagið þyrfti •að koma upp starfsstöð í Austurbænum. Félagið hefm á undan- förnum ánim unnið gott og þarft verk, en starfsemi þess kostar mikiö fé, en eigi þarf að efast um að Reykvíkingar bregöast vel við á „bamadag- inn“, sem aö þessu sinni nær yfir nokkra daga, og styrki félagiö. ■<~X~X~X~X~X~X~X~X*'X~X~X~X~! AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVTLJANUM »*►♦*• **♦•*♦♦*< ♦**♦*» ♦% *t**t»*I*»I*»I* *!• ♦t**t**I**t*«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.