Þjóðviljinn - 18.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.04.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Helgidag.slæknir: Pétur H. J. Ja- kobsson, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvördur er í Laugavegsapó- teki. Frá leikkvöldum Menntaskólans. Næsta sýning á Fardegi eftir H. Hertz verður í Iðnó n.k. miðvikudag kl. 8 s.d. Stúdentar frá 1928 eru beðnir að mæta mánudagskvöld hinn 18. þ. m. kl. 8V2 í Menntaskólanum. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum kl. 3 í dag og Cfrðið kl. 8 í kvöld. Útvarpið í dag: 10.00 Morguntónleikar (plötur); Sálumessa eftir Fauré. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Garðar Svavarsson). Ferming- armessa. • 15.25 Útvarp úr Gamla bíó: Tónfilm an „Fantasía"; fræg tónvgrk, leikin undir stjórn Stokowskis. 18.40 Barnatími (R. Jóh. og Gunn- þórunn Halldórsdóttir). 20.35 Erindi: Samtíð Jesú frá Naza- ret (séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur). 21.00 Hljómplötur: Conserto grossi eftir Vivaldi. 21.15 Upplpepstur: Um meistara Jón og úr „Jónsbók". (V. Þ. G.). NÝJA BÍÓ ■l EÞ TJARNARBlÓ og öofeke4 Fomar ásfir i hernadi (Eternally Yours). (Great Guns) Amerískur sjónleikur Fjörug gamanmynd með Lorelta Young STAN LAUREL og David Niven OLIVER HARDY Sýnd kl. 5—7—9 Aukamynd: Churchill og Roosevelt í Casablanca. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Kl. 2,30 og 3,30: Smámyndir Bamasýning kl. 3 auglVsið Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 fyrir hádegi. ÞJÓÐVILJANUM „FAGURT ER Á FJÖLLUM“ Sýning: í dag kl. 3 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 í dag. Réfftir ORÐIÐ Framh. af 1. síðu. við nýjum áskrifendum á afgr. Þjóðviljans, Austurstrœti 12, simi 2184. Heftið byrjar á inngangsgrein eftir ritstjórann, er hann nefnir: „Sigurhorfur“. Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur ritar grein um styrjöldina, rekur gang hennar í aðaldráttum og ræðir framtíðarhorfurnar. Brynj ólfur Bjarnason alþingismaður á þarna ýtarlega grein um með- ferð dýrtíðarmálanna á Alþingi og tilraunir þær er gerðar hafa verið til að kbma á samstarfi vinstri flokkanna. Af skáldskap flytur heftið sögu eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson: „Listin að komast áfram í heim- inum“, og upphaf framhalds- sögu eftir hinn heimsfræga franska rithöfund André Mal- raux. Einar Olgeirsson ritar um bók Sigurðar Nordals, „íslenzk menning“, en Ásgeir Blöndal Magnússon og Sigurður Guð- mundsson um nýjar erlendar bækur um sósíalisma og þjóð- félagsmál. Heftið endar á „Neistum“, en það var jafnan vinsæll þáttur í Rétti áður fyrr, en hefur . fallið niður seinni r ) arin. œssssæsKssssa&Ba 14 kar. gullhringar með ekta steinum^ fyrir dömur og herra, handunnir — vandaðir, fjölbreytt úrval. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. C8SJS MjKlkÍMtv mmn Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. AÐALSTEINN SIGMUNDSSON DRUKKNAR Framh. af 1. síðu. Auk þess gengdi hann mörg- um öðrum störfum. Hann átti sæti í stjórn Sambands ung- mennafélaganna 1930—1938. Var ritstjóri Skinfaxa 1930— 1940. Átti sæti í stjórn Sam- bands ísl. barnakennara frá 1934 og var kjörinn formaður þess á s.l. hausti. Hann átti sæti í milliþinganefnd þeirri er undir- bjó núverandi íþróttalög og var í íþróttanefnd ríkisins frá því hún var stofnuð 1940. Aðalsteinn lét æskulýðs- og uppeldismál mjög til sín taka, m. a. frumsamdi hann og þýddi allmargar bækur fyrir unglinga. Á s. 1. ári komu út 2 slíkar frumsamdar bækur eftir hann og 1 þýdd. Hann var einn ágætasti æskulýðsleiðtogi þessa lands, hinn hæfasti og vinsælasjti kennari. Hann var mikill vinur nemenda sinna og lét sér mjög annt um hag þeirra. Styrkti hann marga unga menn til „Friðarsókn“ væntan- leg af hálfu Hitlers? Þýzka stjórnin hefur skipað einn hinn reyndasta diplómat Þjóðverja sendiherra við páfa- stólinn. Vekur þetta athygli, og er tal- ið að skipun þessi muni standa í sambandi við „friðarsókn“, sem Hitler ætli sér að hefja fyr- ir milligöngu páfa. Annar kunnur þýzkur dipló- mat af gamla skólanum hefur verið skipaður sendiherra í Madrid. náms, sem verið höfðu nem- endur hans. Með fráfalli hans hafa upp- eldismál og æskulýður þessa lands beðið tjón, sem vart verð- ur bætt. Ilaður drukknar af l.v. Sigríði f fyrrakvöld vildi einnig það slys til, að Friðjón Helgason frá Ólafsvík tók út af línuveiðaran- um Sigríði og drukknaði hann. — Annar maður slasaðist. Atburður þessi gerðist um sexleytið í fyrradag í Miðnessjó. Brotsjórinn sem tók manninn út braut beituskýlið og sópaði mestu af veiðarfærunum í sjó- inn. — Lík Friðjóns náðist ekki. Maðurinn sem slasaðist var fluttur til Keflavíkur. Meiðsli hans voru ekki alvarleg. 1.-maí-nefndarfundur 1. maí-nefnd fulltrúaráðs verk lýðsfélaganna í Reykjavík held ur annan fund sinn í dag kl. 4V2 s.d. í skrifstofu Alþýðusam bands íslands. Ríkisstjóri staðfestir iög Á ríkisráðsfundi, er haldinn var miðvikudagiim 14. apríl, að loknum þingslitum, voru staðfest öll þau lög sem af- greidd hafa verið frá Alþingi og ekki hafa verið! staðfest áðtu', 15 talsins. En áður hafa verið staðfest 44 lög, af þeim 59 lögum sem Alþingi hefur afgreitt. 600 flugvélar fóku þáff í árásinnf Brezkar sprengjuflugvélasveitir gerðu í fyrrinótt mestu loftárás, sem gerð liefur verið á árinu á Skodahergagnasmiðj- urnar í Pilsen, Tékkolovakíu, og þýzku iðnaðarborgirnar Mann- heim og Ludwigshafen. Sex hundruð sprengjuflugvélar tóku þátt í árásum þessum, og sprengjum sem vógu samtals hálfa aðra milljón kg. var varpað niður. Glaða tunglsljós var, og er talið að tjón af árásunum hafi orðið gífurlegt. Fimmtíu og fimm brezku flug vélanna fórust, enda var vörn- in mjög hörð. Skodahergagnaverksmiðjurn- ar tékknesku eru mestu her- gagnaverksmiðjur sem fasistar ráða yfir, að Kruppsmiðjunum í Essen einum undanskildum. Þar er framleitt óhemju mikið af þungum hergögnum, og er það talið á við mikinn sigur á vígvelli, ef tekizt hefur að trufla til muna framleiðslu þeirra. Göringhringurinn hefur nú umráð með Skodaverksmiðjun- um, og vinna þar að staðaldri 30 þúsund verkamenn að her- gagnaframleiðslu Mannheim og Ludwigshafen eru miklar iðnaðarmiðstöðvar, og er framleiðsla þeirra mjög mikilvæg frá hernaðarsjónar- miði. Ludwigshafen er ein mesta miðstöð þýzka efnaiðn- aðarins. Bandarískar sprengjuflugvél- ar gerðu í gær dagárás á Brem- en. EIGNARAUKASKATTSFRUMVARPIÐ verður aldrei að fullu hagnýtt til almenningsþarfa nema með þjóðnýtingu hinna stóru fyrir- tækja 10—20 milljónir króna er aðeins lítill hluti stríðsgróðans, sem runnið hefur til stórlax- anna á íslandi, — en það mun vafalaust kosta hin hörðustu á- tök að koma þessu fram, eins og vænta má. Auðmennirnir eru ekki vanir að láta sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Skráning verðbréfa — breyting á fjármálapólitík Landsbankans Svo er mælt fyrir í frumvarp- inu að sett skuli með reglugerð ákvæði til tryggingar réttum framtölum, svo sem með nafn- skráningu verðbréfa. Verðbréf hafa verið eftirsótt undanfarið, m. a. vegna þess hve auðvelt var með þeim að komast hjá skattgreiðslu. Nafnskráning verðbréfa, einkum t. d. veðdeild arbréfa, myndi að líkindum hafa þau áhrif að gera erfiðara í svipinn að selja ný verðbréf. Það væri því óhjákvæmileg af- leiðing af svona ákvörðunum að tryggja yrði það að Lands- bankinn keypti sjálfur mikið af veðdeildarbréfum til þess að halda uppi verði á þeim og tryggja sölu þeirra. En því hef- ur farið fjarri að það væri gert á undanförnum árum, en hins- vegar ætti ekki að skorta fjár- magn til slíkrar starfsemi nú, ef viljinn er fyrir hendi hjá stjórn bankans til slíks.„ Og slíkan vilja þarf að skapa. Er Framsókn að undirbúa að svíkja? Það hefur vakið nokkurn ýmugust og efasemdir um heil- indi Framsóknar í þessu máli að annarsvegar er Jónas frá Hriflu nú tekinn að tala mikið við Ólaf Thors og hinsvegar linnir Tíminn ekki látum með níð og róg um Sósíalistaflokk- inn. Er þetta Hriflublað með sífeldar lygasögur um að Ssós- íalistaflokkurinn sé í þjónustu stríðsgróðavaldsins(!!) o. s. frv. og verður ekki séð að annar sé tilgangurinn með þvættingi þess um, en að ætla að afsaka kom- andi svik sín gagnvart bænda- alþýðu landsins með því að „verklýðsflokkarnir“ hefðu svik ið og samið við stríðsgróðavald- ið, ef Framsókn ekki gerði það! Verkalýðurinn krefst þess nú sem fyrr, að stríðsgróðinn sé tek inn í almenningsþarfir og mun fylgja kröfum sínum fast eftir. Hann mun hinsvegar um leið vera á verði gagnvart þeim flokki, sem hann áður — í skatt- frelsismálunum, gerðardómslög unum o. fl. o. fl. — hefur reynt að því að ganga í lið með auð- valdinu í landinu, þegar mest ríður á. Rannsókn skattamála Til þess að tryggja betra eftir- lit með skattframtölunum, er lagt til í frumvarpi, sem þeir Eysteinn Jónsson, St. Jóh. Stef- ánsson og Sigfús Sigurhjartar- son flytja saman, að landinu sé skipt í fjögur rannsóknarum- dæmi skattamála og settur rann sóknardómari í skattamálum í hvert þeirra. Verður nánar sagt frá því frumvarpi síðar. Erum feaflpcndur að notuðum bílaslöngum, eink- um svörtum. Nokkrar gúmmínkápur fyrir- liggjandi. Gúmmífatagerðin Vopni. Aðalstræti 16.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.