Þjóðviljinn - 20.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.04.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 20. apríl 1943 90. tölublað. ap niflup f usum saman á leifl tii Sihileular Sföðugar loffávásír á flughafnír Þjódverja og Ifala í Tunís, á Síkíley og Sardíníu I Maður slasast fíl bana í Sfálsmíðjunní Féll úr 9 mefra hæð nídur á sfeíngólf Það slys vildi til í Stálsmiðjunni í gærmorgun kl. 8,15, að Vilhjálmur Bessi Ólafsson verkamaður, til heimilis að Efri- Brekku við Brekkustig, féll niður um þak smiðjunnar og beið bana. Jóhann Sæmiiísdsson félagsmálaráðherra segir af sér Jóhann Sæmundsson félags- málaráðherra hefur nú sagt af sér ráðherrastörfum. Forsætisráðherra mun gegna störf um hans f yrst um sinn. Taldi hann ástæðuna fyrir afsögn sinni vera þá, að hann sætti sig ekki við af greiðslu dýr tíðarfrumvarpsins. * Er þar með farinn úr ríkis- stjórninni sá maðurinn, sem helzt mátti einhvers góðs af vænta. Þjóðólfur kom útí gær Halldór Jónasson er rit- stjóri hans. — Ræður Árni frá Múla sig á „annað skip"? Þjóðólfur kom út í gær og er Halldór Jónasson ritstjóri. Virð- ist Árni frá Múla því hafa orðið undir í valdabaráttunni innan Þjóðveldisflokksins. Er Þjóðólfur nú prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Talið er að Árni frá Múla reyni að ráða sig á „annað skip", fari svo að hann gefi út annað blað, verður sjálfsagt fróðlegt að lesa lýsingar beggja aðila á „kærleiksheimili" Þjóðveldis- flokksins. — „Flokkurinn", sem ætlaði að afnema alla flokka, hefur nú þegar fætt af sér tvö flokksbrot. Nál Jóns ívarssonar rannsakað ðð nýju Dómsmálaráðherra Iiefur falið Valdimar Stefánssyni fulltrúa, að hefja nýja rann- sókn í máli Jóns ívarssonar. en eins og áSur hefur verið frá sagt, vísaði hæstiréttur því heim í hérað til nýrrar rneðferðar. . Brezkar orustuf lugvélar á könnunarf lugi úti f yrir Túnisströnd um urðu í fyrradag varar við stóra sveit þýzkra flutningaflug- véla með vernd orustuflugvéla, er voru á leið til Sikileyjar, Brezku flugvélarnar lögðu þegar til orustu og tókst að skjóta niður 74 flugvélar, þar af 58 flutningaflugvélar. Tíu þýzkar flutningaflugvélar voru skotnar niður yfir Túnis í öðrum loftorustum í gær. Vilhjálmur, sem var 15 ára piltur, hafði undanfarið unnið í Stálsmiðjunni sem aðstoðar- verkamaður. Nokkrar rúður í þakgluggum hússins voru brotnar og ein þak- platan — en þær eru allar úr asbest — var brotin. í gærmorg- Fremur lítið er. barizt á víg- stöðvunum í Túnis, en báðir aðilar búa sig undir úrslitaor- ustur í náinni framtíð. Helzt er barizt á nyrztu víg- stöðvunum, þar sem fyrsti brezki herinn hefur bætt að- stöðu sína. Flugherir beggja aðila eru hinsvegar mjög athafnasamir. Brezkar og bandarískar flugvél- ar halda uppi stöðugum árásum á flugvelli fasistaherjanna í Túnis, Sikiley og Sardíniu. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu í fyrrinótt árás á ítölsku flotahöfnina Spezia, frá bæki- stöðvum í Bretlandir Var lítið um loftvarnir af hálfu ítala, og komu allar flugvélarnar nema ein heim aftur til Bretlands. Tveír menn slasast í gærmorgun um kl. 8 urðu tveir menn, þeir Jón Rögnvalds son og Pétur Hansson, fyrir er- lendum bíl í Tryggvagötunni og meiddust báðir nokkuð. Lentu þeir á milli bílsins og húsveggs. Jón Rögnvaldsson rifbrotnaði,. en Pétur Hansson marðist á síðu og læri. Hazisfap neuOa HorOmenn í sló Norskír verkamenn sendir tíl Þýzkalands Þýzku nazistayfirvöldin i Noregi hafa fyrirskipað þving- unarvinnu í stórum stíl, og hafa þær aðfarir vakið gífurlega reiði í Noregi. Síðustu tíu sólarhringa hafa stórhópar Norðmanna verið send- ir frá Osló nbrður til nyrztu héraða landsins, og er þeirra gætt á leiðunum af þýzkum herverði. Norska stjórnin hefur fengið fregnir af að norskir verkamenn hafi verið fluttir til Þýzka- lands. Menn eru kvaddir til vinnunn- ar með nokkurra daga fyrirvara þegar bezt lætur, en oft með símskeyti. Sem dæmi má nefna, að mörg hundruð æskumanna í Aker við Osló fengu hraðskeyti 6. apríl, eftir kl. 9 um kvöldið, með fyrirskipun um að mæta um morguninn eftir kl. 10. Það eru aðallega skrifstofu- menn, verzlunarmenn, banka- menn og menntamenn, sem kvaddir eru t'il þvingunarvinn- unnar, en nú er einnig farið að senda verkamönnum kvaðningu. Margir blaðamenn hafa einnig verið teknir. Þeir sem kvaðningu fá eiga Noregssöfnun Rithöfundafélsgsins 16 þúsund 325,00 kr. Noregssöfnun Rithöfundafélagsins nemur nú 16 þús. 325,00 kr. — Fé það, er félagið safnar, rennur til hjálpar Norðmönnum nú þegar. Daginn sem þrjú ár voru liðin frá 'því Þjóðverjar gerðu inn- rásina í Noreg, beitti félagið sér fyrir fjársöfnun til Norðmanna1. Hafa félaginu borizt eftirtaldar upphæðir: Mál og menning gaf ................................ 500,00 kr. Safnað hjá K.R.O.N............................. 275,00 — Afhent Morgunblaðinu ............................ 930,00 — Afhent Dagsbrún .................................... 520,00 — Afhent Víkingsprenti ................................ 50,00 — Þar áður höfðu safnazt ............................ 14 000,00 — að hafa með sér vinnuföt, stíg- vél, mataráhöld og helzt ullar- teppi, en sem kunnugt er heimt- uðu þýzku yfirvöldin, að Norð- menn afhentu ullarteppi sín til afnota fyrir þýzku hermennina. - Erlendis hafa þessar aðferðir nazista í Noregi vakið mikla at- hygli, ekki sízt í Svíþjóð. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir: Harðir hardaoar í li Samtals 16 325,00 kr. un fól verkstjórinn Ásmundi Jóhannsyni að gera við þetta og fékk honum piltinn til aðstoðar. Ásmundur byrjaði síðan á verkinu og var að skrapa kýtti þegar pilturinn kallaði til hans að ekkert væri fyrir sig að gera hér og svaraði Ásmundur því, að hann gæti ekkert hjálpað sér. Fór pilturinn þá til verkstjór- ans, sem sagði honum að fara að lengja stiga, en pilturinn hafði samt sem áður ekki gert það, heldur farið upp á þak hússins um lúgu sem er á austurenda þess og gengið vestur eftir því unz hann kom á brotnu plötuna. Féll hann þá niður á gólfið, sem er steingólf. Var það 9 metra fall. Verkamenn voru að vinna þar niðri og hlupu honum til aðstoð- ar. Var hann þá meðvitundar- laus og blóð r,ann úr vitum hans. Var hann þegar fluttur á •Landakotsspítalann og lézt hann þar skömmu síðar. Þjóðveríar missa 6000 menn á þremur dögum í miðnæturtilkynningunni frá Moskva segir, að engar mikilvægar breytingar hafi orðið á austurvígstöðvunum síðastliðinn sólarhring. Bardagar .halda úi'rani í Kúbanhéraðinu í Kákasus, og . gerðu Þjóðverjar í gær' hörð gagnáhlaup, en Rússar hrundu þeim. Þýzki herinn hefur beöið mikiö tjón á þessum vígstööv- um. Hafa 6000 Þjóöverjar fall- iö í bardögum, þrjá síðustu sólarhringana. Þjáðin heimtar eignar- aukaskattinn tafariaust! Er Jónas að reyna að forða stríðsgróðavaldinu? Frumvarpið um eignar- aukaskattinn hefur spurst vel fyrir hjá alþýðu manna. Hún vill tafarlausa af- greiðslu þess máls. En heyrst hefur að Jón- as frá Hriflu vinni nú að þvi öllum árum, að fá þing- inu frestað strax, til þess að reyna ^ að forða auð- monnunum frá þessari skattaálagningu. Ætlar Framsókn að strika yfir stóru orðin? Sendiherra Þjúðverja á Balkan kvaddir heim Sendiherra Þjóðverja í An- kara, von Papen, er lagður af stað til Berlín. Hafa allir sendiherrar Þjóðverja í Balk- anríkjunum verið kallaðir heim til að gefa stjórn sinni skýrslu. Ferðir þeirra eru settar i samband við ótta Þjóðverja um innrás á Balkan, og einn- ig viðræður Sir Henry Mai«> lanid-Wilson við tyrkneska herforingjaráðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.