Þjóðviljinn - 20.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.04.1943, Blaðsíða 4
JOÐVILJINN Opbopglnnl Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Útvarpið í dag: 13,30 Útvarp frá Alþingi. 1. umræða um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1944. Framsöguræða fjármálaráð- herra. 20.20 Kvöldvaka Barnavinafélagsins „Sumargjöf": a) Ávarp formanns, ísaks Jóns sonar. b) Telpnakór syngur, undir stjórn Jóns ísleifssonar. c) María Hallgrímsdóttir lækn ir: Ræða. d) Tríó leikur (Drengir úr Ton listarskólanum). e) Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi: Upplestur. f) Einsöngur: Guðmundur Jónsson. g) séra Bjarni Jónsson vigslu- biskup: Ræða. h) Einsöngur: frú Steinunn Sigurðardóttir. i) Kveðjuorð: frú Aðalbjörg Sigurðafdóttir. Hringið í síma 2 18 4 (afgreiðslu Þjóðviljans) ef þið viljið gerast áskrifendur að tíma ritinu og þið fáið nýja lieftið sent í pósti. Árgangurinn kostar aðeins 10 krónur. Aþýðublaðsklfkan Framh. af 3. »íðu. 1 nkisstjórn. Hann lét á því tímabili samþykkja — með sinum atkvæðum — kaup- kúgunarlög gagnvart verka- lýðsfélö^unum, — tollahækk- anir á alþýðu, — skattfrelsi fyrir auðmenn, — skerðingu þeirra réttinda, sem í alþýðu- tryggingunum fólust, og minnkandi framlag til þeirra. Sósíalistaflokkurinn hefur 2 síðustu mánuði, án þess þó að sitja í ríkisstjórn, feng- ið því áorkað: að kaupkúg- unarlög eru EKKI sett gegn verkalýðnum (sem Alþýðu- blaðið var þó til í að setja). — að skattar eru lagðir á hátekjumenn og það til þess að greiða m. a. 3 milljónir króna í alþýðutryggingarnar (sem Alþýðublaöið hafði aldr- ei krafizt í þessu sambandi né dottið í hug að hægt væri að fá!) AlþýÖ'ublaðinu er svo bezt aö þegja, ef þaö vill ekki fá fleiri — enn óþægilegri upp- ’ýsingar fyrir þaö. NÝJA BÍÓ ,Gðg og Gokfee' í hernaði (Great Guns) Fjörug gamanmynd með ■ STAN LAUREL og OLIVER HARDY Aukamynd: Churchill og Roosevelt í Casablanca. Sýnd kl. 5—7—9 ► TJARNABBÍÓ 4 Fornar ásfír (Eternally Yours). Amerískur sjónleikur Loretta Young David Niven Sýnd kl. 5—7—9 LEIKKVOLD MENNTASKÓLANS 1943 Fardagur eftir HENRIK HERTZ 3. sýning leiksins verður annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó milli kl. 4 og 6 í dag og eftir kl. 1 á morgun, ef eithvað verður óselt. Stol ð útskornum kassa með spari- sjóðsbókum Um miöjan dag s. 1. laug- ardag var stoliö úr húsi einu hér í bænum litlum útskorn- um trékassa, er Stefán Eiríks- son haföi gert. í kassanum voru geymdar sparisjóösbækur og peningar. Shniarífl í ifiiui I! Um kl. 6,30 s. I. laugardags- kvöld var lögreglan kvödd að Hótel Borg, vegna óspekta er þar ættu sér stað. Amerískur lögregluþjómi liafði tekið íslending þar fastan fyrir leynivínsölu. Fóru þeir báðir á lögreglu- stöðina og gáfu skýrslu. Ameríski lögregluþjónninn skýrði þannig frá, að hann hefði keypt ákavítisflösku af íslend- ingi þessum á kr. 175.00, en þeg- ar hann sýndi honum lögreglu- merki sitt og ætlaði að taka hann fastan, ýtti íslendingurinn honum frá sér. Skaut lögreglu- þjónninn 2—3 aðvörunarskotum meðan hann elti íslendinginn og náði honum fyrir utan Hótel Borg. íslendingurinn skýrði þannig frá, að annar íslendingur hefði beðið sig að selja amerískum hermanni vínflösku og kom þeim saman um að selja hana á kr. 175. Þegar hernjaðurinn ætl- aði að taka hann fastan kvaðst hann hafa ýtt við honum og hlaupið af stað, en hinn íslend- ingurinn og hermaðurinn elt sig og hefði hermaðurinn skotið á eftir sér. Skotin urðu hinsvegar engum að meini. Málið er í rannsókn. Kvíslíngarnír við Alþýðubladið Framhald af 2. síðu. arvargarnir, vinir þess, fái ekki aö „starfa“, og' veröur hamstola viö tilhugsuniha um áðí rauða hernum takist aö losa Eystrasaltslöndin og önn- ur sambandsríki Sovétlýöveld- anna undan áþján nazismans og koma þar á sósíalisma á ný! 7. Alþýöublaöiö & Co. heimta a'ö Bandaríkin fari í stríð viö Sovétríkin, til þess áö gera þaö, sem nazistum ekki tókst: AÖ uppræta sósía- lismann þar. Getur fasisminn og aftur- haldið í heiminum kosiö sér öllu dyggari þjóna viö stefnu þess en slíka, sem láta leið- ast svona markvíst af Sovét- hatrinu, brennimarki hvers fasista, hvaö' sem hann svo kallar sig? Lik fínnsl í höfnínni Síðastliðið laugardagskvöld fannst karlmannslík í höfninni skammt austan við Ægisgarð. Reyndist það vera lík Ólafs Magnússonar úr Vestmannaeyj- um. Ólafur Magnússon hvarf 10. jan. s. 1. Hafði hann þá sofið nokkrar nætur um borð í 1. v. Sæfara, þar sem hann hafði hvergi húsaskjól. Síðast þegar til hans spurðist hafði hann verið ölvaður og er ætlað að hann muni hafa fallið í sjóinn, þegar hann ætlaði um borð í Sæfarann, sém lá við Ægisgarð- inn utan á nokkrum skipum. ‘*4M‘***«*,tM»**!44«***M»* ****** ^♦♦'♦♦J**J**J*****J* AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM KIMtM*M!M*M'M*M*M*M,»**»M5MJ**»M»Mt*****tM»M**^MWM*M**< DREKAKYN Eftir Pearl Buck En það var hreinlegt og í litla glugganum var bambus- fuglabúr og í því lítill gulur fugl. Söngur fuglsins var það fyrsta sem hann heyrði er hann kom til sjálfs sín. Snöggv- ast hélt hann að tístið kæmi úr kassanum, en er hann þreifaði niður um kviðinn fann hann til kassans undir kufli sínum. Þá glaðvaknaði hann og granna stúlkan stóð yfir hon- um og var að hrista hann. Vaknaðu! Vaknaðu! kallaði hún. Það er komið langt fram yfir miðnætti. Hann spurði hvar hann væri staddur, og hún sagði að þetta væri herbergi sitt og væri inn af ópíumholunni þar sem hún vann. Hann dró nú kassann fram og sagði henni ætlun sína. Hún hlustaði með athygli og varð brátt ljóst að þetta gat gengið. Þetta er ekki svo vitlaust hjá þér, gamli bókaormur, sagði hún, og heppin var ég að þú skyldir koma til mín. Þú getur haft kassann hér í herberginu, hér er öllu óhætt, hingað kemur enginn nema ég komi með hann. Karlinn var nú alv.eg klár í kollinum, og hann setti kass- ann í samband við ljósaleiðsluna, og sneri hnöppunum þangað til rödd heyrðist: „Hér eru fréttir frá frjálsa landinu“, sagði röddin, og hélt áfram að segja frá sprengjuárásum óvinanna og hvern ig fólkið fælist í jarðhýsum, en svo sagði röddin: „En við erum ekki einir. Nú er svo komið að einnig í hinum miklu borgum Vesturlanda þarf fólk að flýja í jarðhýsi, og sömu ovinirnir ofsækja okkur alla. Við niun- um ekki gefast upp......“ Karlinn heyrði einkennilegt hljóð. Hann leit upp og sá að granna stúlkan hélt báðum höndum að hálsi sér, eins og hún ætlaði að kæfa sig. Hann lokaði fyrir röddina og hrópaði: Hvað gengur að þér? Veita þeir enn viðnám? sagði hún lágri röddu. Eg hélt að allir væru hættir að verjast. Allt sem k'assinn segir er satt, sagði karlinn stoltur. Þá erum við vel stödd, sagði stúlkan, því röddin segir það sem menn þrá að heyra. I nokkra daga sagði karlinn konu sinni ótal lygar. Hann sagði að Vú Líen vildi að hann kæmi að nóttu til, og fyrst hann kom með helmingi meiri peninga en vant var og sagði að það væri vegna þess að hann færi þessar næturferðir, trúði hún því. En frá þeim degi að karlinn fékk hendur fullar fjár, var hann glataður. Hann reykti ekki framar ópíumdreggjar, en fór til fínni staða þar sem honum var fengið svarta efnið ósvikið, og nú dreymdi hann slíka drauma að hann hafði aldrei þekkt slíkt. Að því kom brátt að hann hætti að fara heim, einn dagur leið eftir annan, og loks hætti hann alveg að hugsa til heimferðar. Því skyldi ég nokkru sinni fara heim? hugsaði hann. Því skyldi ég lifa við sífellt ófrelsi og skammir þegar ég get verið frjáls? | Hann furðaði sig á því að honum skyldi ekki hafa dott- ið þetta í hug fyrr, en upp frá þessum degi fór hann ekki heim, en hélt sig í borginni, svaf alla daga en fór á fætur á kvöldin og flutti fréttirnar sem hann heyrði úr kassan- um, en enginn vissi hver hahn var, ekki einu sinni granna stúlkan, því hann sagði engum nafn sitt; fyrir henni var hann bara gamli ópíumkarlinn, sem átti kassann. Hann sá aldrei neinn sem hann þekkti, og loks varð hann alveg frjáls. Þannig varð þessi maður, þó þýðingarlítill væri, verk- ' færi himinsins. Það voru ekki nema fáar raddir í borg- ; inni, sem komust að utan til fólksins. En fréttirnar úr kass- ; anum bárust frá manni til manns. Kjörorð barst meðal i manna í borginni. Það var: Verjumst! Verjumst við? spurði i einn. Við verjumst, svaraði hinn. Og mönnum óx kjarkur ; dag frá degi. I Menn vissu svo lítið hvað gerðist, því allar fregnir voru I bannaðar, allt sem fréttist barst í hvíslingum frá manni ; til manns. Þegar tveir menn hittust var fyrsta spurning- ; in: Verst her okkar enn í frjálsa landinu? Er enn von til ! þess að landið verði frjálst? * • Það leið því ekki á löngu áður en það sem karlinn sagði • fréttist víða, þó menn vissu ekki að fréttirnar væru frá ; honum komnar. | Af þorpsfélögum Ling Tans var það Lao Er sem fyrstur ; heyrði fréttlrnar, af því hann hafði tekið sér það starf ! að vera milligöngumaður fjallabúa og þeirra sem vörðust w & & $ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.