Þjóðviljinn - 21.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.04.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvikudagur 21. apríl 1943 91. tölublað. heiíap Uinof pesiun í dae! framsóknarflokkurínn æffar að hlaupasf frá afgreíðsfu skaffamáfanna' láfa varasjódshlunníndín haldasf og snaufa heím Ætla borgarailokkarnir að slá afgreiðslu stjórnar- skrármálsins á frest, þegar lýðveldisstjórnarskráin er að fullu undirbúin og afhent stjórninni? Sósíalistaf lokkurinn vill af greiða skatamálin og stjórn- arskrána á næstu 2—3 vikum og fresta síðan þingi. í gær var lögð fram á Alþingi svohljóðandi tillaga til þings- ályktunar: „Tillaga til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fund- um Alþingis samkvæmt 19. gr. stjórnarskrárinnar. Frá f orsætisráðherra. Sameinað Alþingi ályktar að veita samþykki sitt til þess, að fundum Alþingis verði frestað frá 20. apríl 1943 þar til síðar á árinu, þó eigi lengur en til 1. sept. s. á. Greinargerð: Sýnt þykir, að fjárlög fyrir 1944 verði eigi afgreidd á Al- þingi fyrr, en á síðari hluta þessa árs, og þykir því rétt að leita samþykkis þingsins til þess, að fundum þess verði frestað svo ;sem í tillögunni segir". Þessi þingsályktunartillaga verður til umræðu í dag. Er þeg- ar auðséð af Tímanum að Framsóknarflokkurinn muni standa með henni og almennt er talið, að Sjálfstæðisflokkurinn geri það líka. Með því að samþykkja þingfrestun nú er Framsóknarflokk- urinn að hlaupa frá öllu því, sem hann Iofaði hátíðlega fyrir nokkrum dögum síðan að gera í skattamálunum, því að ef þingi er frestað í dag, þá er auðvitað útilokað að ætla að taka héðan af með skatti það fé, sem auðfélögin annars fá að leggja í vara- sjóði af tekjum sínum 1942. Og hvað eignaaukningaskattinn snertir er líka hættuleg frestun, ekki aðeins vegna líkindanna til þess að Framsókn svíki í því máli líka, heidur og vegna hins, að sum ákvæði frumvarpsins verða í reyndinni hálfeyðilögð með því að láta langan tíma líða frá því frumvarpi kemur fram, þar til það er samþykkt (t. d. ákvæðin um skráningu verðbréfa). stjórnarskrármAlið En það eru ekki aðeins skattamálin, sem þingið væri þann- ig að hlaupast frá, ef það ákvæði að fara heim í dag. Það mál, sem ætti að vera eitt stærsta mál þings og þjóðar, bíður líka afgreiðslu á þessu þingi. Það er lýðveldisstjórnarskráin. „Frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveld- isins ísland" er nú fullbúið af hálfu stjórnarskrárnefndarinn- ar og þyrfti að afgreiðast á þingi áður en því er frestað og sam- þykkjast af þjóðinni í sumar. Sósíalistaflokkurinn hefur boðið hinum þingflokkunum samstarf um skjóta afgreiðslu þessa mikla máls og samstarf að því að fá samþykkt þess við þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. En nú lítur út fyrir, að allir flokkarnir þrír ætli að hlaupast frá þessu stórmáli þjóðarinnar og láta reka á reiðanum hvenær frá því verði gengið til fulls. Sósíalistaflokkurinn tekur af- stöðu á móti þessari þingsálykt unartillögu. Hann vill láta af- greiða skattamálin og stjórnar- skrármálið á næstu 2—3 vikum og fresta síðan þingi til hausts- ins, þó þannig, að það sé í hönd- um þingsins sjálfs, hvenær það kemur saman á ný. Það hafa engir kvartað eins mikið yfir því og þjóðstjórnar- flokkarnir gömlu, hve síðasta þing hafi verið afkastalítíð. — Nú er tækifærið til þess að af- kasta miklu á skömmum tíma á þessu þingi, — samþykkja lýð veldisstjórnarskrá og hin merki- legustu nýmæli í skattalögum. —Ætla þessir flokkar þá að hlaupast á brott? Enginn hefur talað eins há- vært og Framsókn um nauðsyn tafarlausra skattaálagninga á stríðsgróðann. — Nú er tækifær ið til þeirra. — Þá ætlar Fram- sókn að hlaupa af hólmi! Sjálfstæðisflokkurinn gekk til kosninga síðasta ár undir kjör- orðinu: .ísland lýðveldi 1942. — Ætlar hann nú ekki einu sinni að vilja beita sér fyrir því með Sósíalistaflokknum að sam- þykkja lýðveldisstjórnarskrá fyrir ísland sumarið 1943? Jón Eyþórsson fer úr útvarpsráði og en$ínn saknar hans Jón Eyþórsson móðgaðist af því, að vera ekki skipaður formaður útvarpsráðs og sendi kennslumálaráðherra uppsögn sína á starfinu, a. m. k. fyrst um sinn. Skrifaði hann allmikið mál í Tímann í gær, sem hefur e. t. v. átt að skoðast sem. greinargerð fyrir ,brotthlaupi' hans úr útvarpsráði. — En það saknar hans enginn. Sóískín" ft Sumargjafabók barn~ anna selt „Sólskin" 1943 verður á götunum í dag. Barnavinafélagið Sumargjöf hefur nú í 14 ár gefið Sólskin — sumargjafabók barnanna — út á sumardaginn fyrsta. Hefur ritið verið mjög vin- sælt og eftirsótt af börnun- um. í „Sólskini" þessa árs, sem er 64 bls., eru 9 sögur, frum- samdar og þýddar og enn- fremur nokkur ljóðarerindi. Þessar sögur eru frumsamd- ar: Reikningur og skautaferðir, eftir Jakob Jónsson frá Hrauni; Lítill „köttur", eftir Jón N. Jónasson; Viötækiö og síminn, eftir Huldú og Rjúp- an eftir Gunnar Sigurðsson. Þá eru sögur er þýtt hafa ísak Jónsson, Sigurður Helga- son og Friðrik Hallgrímsson. Tryggvi Magnússon hefur prýtt heftið með .nokkxumí teikníngum. Sigurður Helgason sá um útgáfuna. Kaupið Sólskin í dag og gefið börnunum í sumargjöf. Það reynir á kappana, sem hæst hafa talað í þessum mál- um, þegar á hólminn kemur í dag. Við skulum sjá hvað þeir gera. Kvisling og Hitler hittast. Xvisling og Terboven, þýzki landstjórinn í Noregi, hafa far- ið á fund Hitlers, og segir í til- kynningu um fundinn að full- komin eining hafi ríkt um nauð- syn baráttunnar gegn bolsé- vismanuffl- SOSIALISTAFLOKK- URINN KREFST ÚT- VARPSUMRÆÐNA UM MNGFRESTUNINA Sósíalistaflokkurinn hef- ur krafizt útvarpsumræðna um þingsályktunartillögu þá, sem rætt er um á öðr- um stað hér í blaðinu. Munu útvarpsumræður um þingfrestunina fara fram á Alþingi í dag M. iy». Talíd ad úrslífaátðkín um Túnís séu ad hef jasL « Brefar og Tyrbír semja Áttundi brezki herinn hóf seint í fyrrakvöld sókn með árás- um á aðalvamarlínu fasistaherjanna við Enfidaville í Túnis. Hófst árásin með harðri stórskotahríð og áhlaupum öflugs fótgönguliðs. Tókst Bretum að ryðja sér braut inn á varnar- svæði fasísta, en miklir bardagar halda áfram, Flugher Bandamanna í Túnls hafði undirbúið sóknina með hörðum árásum á herstöðvar Þjóðyerja og Itala víð Enfidaville og flughafnir, sem enn eru á valdi þeirra í Túnis. Er talið liklegt að með sókn þessari sé hlnn sigursæh her þeirra Montgomerys og Alex- anders að hefja úrslitaorust- urnar um Túnis, og þar meö síðustu yfirráð fasistaherj- anna á megmlandi Afríku. Viöræður hershöfðingja Breta í Egyptalandi, Maitland Wilsons og tyrkneska herfor- ingja ráðsins hafa styrkt gruninn um fyrirhugaða inn- rás á Balkanskaga. Maitland- Wilson er kominn til Kairo og hefur lýst yfir því, að fullt samkomulag hafi ríkt á fund- inum við tyrknesku herfor- mgjana. Himir atMiF sæilaníei I Einipu i náíini Mi segir ívan Majskí, seodiherra Sovétríkj- aona í Loodoo Miklir atburðir eru væntanlegir víðsvegar í Evrópu í ná- inni framtíð, sagði ívan Majskí, sendiherra Sovétríkjanna í London, í ræðu sem hann f lutti í gær. Næstu sex—sjö mánuðirnir verða mjög þýðingarmiklir fyr- ir gang styrjaldarinnar, sagði sendiherrann. Þjóðverjar væru meir og meir að komast í varnaraðstöðu. Þeir töluðu nú sýknt og heilagt um varnarvirki sín, og segðust öruggir innan þeirra. En það er nákvæmlega sama hugarfarið og kom Frökkum í koll, Maginothug- arfarið. Það hefur sýnt sig í þessari styrjöld að varn;artf virkjalínur hafa ekki þau úr- shtaáhrif sem álitið var áðUr fyrr. Majski lauk miklu lofsorði á bi-ezka sjómenn. Þakkaöi hann sjómönnum og sjólíðum Breta þá mikilvægu hjálp, er þeir höfðu veitt meö sigling- unum til norðurhafna Sovét- ríkjanna, er hefðu átt mik- inn þátt í þeim breytingum er undanfarið hefðu orðið á austurvígstöðvunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.