Þjóðviljinn - 22.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.04.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. ¥1LJIN N "¦* Fimmtudagur 22. apríl 1943 92. tölublað. sumar! Míkíð tjón í Sleltín, Rostock, Berlín og Tílsít Sprengjuflugvélar Bandamanna, með bækistöðvar í Bretlandi og Sovétríkjunum, gerðu í fyrrinótt ákafar loftárásir á þýzkar hernaðarstöðvar. Bezkar sprengjuflugvélar gerðu geysiharða árás á Stettin, og réðust einnig á Bostock, Berlín og fjölda bæja í Norðvestur Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Kússneskar sprengjuflugvélar gerðu harða árás á bæinn Tilsit, sem er við landamæri Austur-Prússlands og Litháen. Stettin er mikilvægasta hafnarborg Þjóðverja við Eystrasalt, og fer um hana rnikið af flutningum til norð- urhluta aiusturvígstöðvanna. Árásin hófst um kl. 1 í fyrri nótt, og stóð ekki nema í 40 Barnabiaðið Barnadagsblaðið verður að þessu sinni ekki selt í dag sumardaginn fyrsta, eins og að undanförnu, heldur á laug- ardaginn kemux. Blaðið er hið læsilegasta. Það hefst á kvæði eftir Tómas Guðmundsson, er hann nefnir: Þrjú ljóð og einn lít- ill fugl. Þá er ávarp frá for- manni Sumargjafar, ísak Jónssyni kennara. — Annað efni er: Liljan og ljósið eftir sr. Bjama Jónsson; Hvað á ég að verða? eftir tflfar Þórð- arson lækni; Bréf til for- manns Sumargjafar eftir Vil- hjálm S. Vilhjálmsson blaða- mann; Bömin og dýrin eftir sr. Jón Thorarensen; Bamið er lífið og framtíðin eftir Rakel P. Þorleifsson ljósmóð- ir; Börnin á stríðstímum eftir Guðrúnu G. Stephensen kenn- ara; Börnin og skógræktih eftir frú Unnur Bjarklind skáldlν Tímarnir breytast eftir dr. Brodda Jóhannesson. Þá er tennfremur heildaryf- irlit yfir starfsemi Sumargjaf- ar 1942 og ennfremur dag- skrá Barnadagsins. Sólskin seldist óvenju vel SÓLSKIN, sumargjafabók barnanna seldist í gær fyr- ir 12700,00 kr., að því er ísak Jónsson sagði Þjóð- viljanum í gærkvöld. í fyrra nam sala þess 8400,00 kr. svo árangur mínútur, en á þeim tíma var varpað niður 150 tveggja- tonna sprengjum, öðrum þung um ) sprengjum hundruðum saman, og eldsprengjum í tug þúsundatali. Tuttugu og fimm mínútum eftir að árásin hófst, var árás- arsvæðið eitt eldhaf, og er talið að skemmdir hafi' orðið mjög miklar. Nokkru síðar réðust aðrar sveitir brezkra sprengjuflug- véla á Rostock, sem einni'g er mikilvæg Eystrasaltshöfn, 130 km. frá Stettin. Árásin var gerð í glaða tungsljósi og sáu flugmenn- írnir greinilega aðalmörkin Heinkelverksmiðjurnar og ílugvöllmn, sem er nokkuð utan viö borgina, og töldu sig hafa hitt vel. Brezkar Mosquitoflugvélar gerðu árásina á Berlín. voru þær komnar inn yfir borg- ina og búnar að varpa fyrstu sprengjunum, er tekið var að skjóta af loftvarnabyssum borgarinnar. Árásirnar á Norðvestur- Þýzkaland, Holland, Belgíu og Frakkland beindust einkum að samgönguleiðum og stöðv- um. Látleusir bardagar í Kúbanhéraði Hetfst verkfall ( opin- berri vinnu 5. mai? Alþýðusamband íslands hefur undanfarið gert til- raunir til þess að komast að samningum um kaup verkamanna í opinberri vinnu, svo sem vegagerð og brúargerð. Hefur það tvisvar skrif- að ríkisstjórninni, 12. marz og 17. apr. s. 1., en hefur enn ekkert svar borizt frá ríkisstjórninni. Á fundi sínum í fyrradag samþykkti stjórn Alþýðu- sambandsins að hef ja verk fall 5. maí næstkomandi í í umræddri vinnu, verði þá ekki komnir á samningar. Vonandi sér ríkisstjórnin sóma sinn í því að semja við Alþýðusambandið, svo eigi þurf i að koma til verk- falls. Sókn Breta íTún- is heldur áfram Brezki áttundi herinn, hef- ur náð öllum þeim stöðvum á Enfidavillevígstöðvunum í Túnis, sem fyrirhugað var að taka í fyrstu sóknarlotu, segir í brezkri fregn í gærkvöldi. Samþykkt Dagsbrúnar: 1. laí Mínníst Sovétsöfnunarínnar 1. maí Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fund í fyrrakvöld. Á fundinum voru samþykktar í einu hljóði eftirfarandi til- lögur: v laginu Dagsbrún, haldinn 20. apríl '43, skorar á alla meff>- limi félagsins, að gera 1. maí að voldugum einingardegi allra launþega. Jafnframt skor ar fundurinn á verkamenn. að taka sem almennastan þátt í hátíðahöldunum 1. maí. og öllu því er lýtur að undirbún- ingi þeirra og framkvæmd". „Fundur haldinn í verka- mannafélagmu Dagsbrún 20. apríl 1943, beinir þeim tilmæl- um til verkamanna, að þeir minnist 1. maí sem alþjóða- hátíðisdags verkalýðsins, með því sérstaklega, að gefa sem svari hálfum daglaunum til Rauða kross Sovétríkjanna". „Fundur í verkamannafé- Uppsátur. — Finnur Jónsson. Photo by U. S. Army Signal Corps. Nú er hver síðastur að sjá sýningu myndlistarmanna í Sýningar- skálanum. Henni verður lokað á annan í páskum. Alþíngí hefur veríd frestað Það verður kvatt til funda ekki síðar en 1. sep. Bauði herinn hefur hrund- ið öllum gagnárásum Þjóð- verja á Kúbanvígstöðvunum í Kákasus, og bætt stöðu sína etir harða bardaga. Annarsstaöar á austurvíg- stöðvunum er víðast hvar að- eins um viðureignir könnun- arflokka að ræða. Á nokkrum stöðvum heyja stórskotalið hemaðaraðila „einvígi", eihs og það er nefnt ef haldið er uppi fallbyssuskothríð á tak- mörkuðu svæði, án þess að aðrar deildir hersins berjist þar jafnframt; Hlls n iú salnazf 112 tís. k. AUs hafa nú safnazt til Bauða kross Sovétríkjanna 112 þús- und krónur. Á eftirtöldum stöðum hafa safnazt þessar upphæðir: Reykjavík.................................................... kr. 72 465,93 Akureyri ........................................................ — 12 000,00 Vestmannaeyjar ........................................ — 9 000,00 Siglufjörður............................................... — 4 000,00 Borgarnes ................................................ — 3 000,00 ísafjörður ................................................. — 2 700,00 Sauðárkrókur ............................................ — 1319,00 Akranes................................................... — 1000,00 Neskaupstaður ......................................... — 1000,00 Glæsibæjarhreppur ................................ — 697,00 Svalbarðsströnd........................................ — 580,00 Eyrarbakki ............................................ — 424,00 Hvanneyri ................................................ — 213,00 Bæjarhreppur ............................................ — 305,00 Grindavík ............................................. — 115,00 Kvenfélag Kirkjubæjarhr., V.-Skaftaf. — 300,00 Hólmavík ................................................ — 727,00 Tillaga ríkisstjórnarinnar um frestun Alþingis var samþykkt í gær, með atkvæðum Framsókn ar og Sjálfstæðismanna, gegn atkvæðum sósíalista og sumra Alþýðuflokksmanna. — Harald- ur Guðmundsson bar fram breyt ingartillögu um að þinginu skyldi frestað frá 15. maí. Þessi tillaga var feld með at- kvæðum Framsóknar og Sjálf- stæðismanna gegn atkvæðum sósíalista og Alþýðuflokks- manna. Þingmenn sósíalista báru fram tillógu um að heimila stjórninni ekki, að gefa út bráðabirgðalög meðan þingi er frestað, nema hún fengi til þess samþykki þingflokkanna eða fulltrúa þeirra. Sósíalistar einir greiddu henni atkvæði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.