Þjóðviljinn - 22.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.04.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JÓÐVILJINN Sfr6I lud'B ZZ Jng-gpn^uiun^ TILKYNNING fíl almennín$s Með tilvísun til tilkynningar, dags. í dag, um hámarksverð og hámarksálagningu á vinnu klaeðskeraverkstæða, hraðsaumastofa og saumastofa, vill Viðskiptaráðið taka fram, að það væntir góðrar samvinnu við almenn- ing um eftirlit með því, að þessum ákvæðum sé fylgt. Sérstök áherzla er lögð á það, að í viðskiptum við þá aðila, sem hér eiga hlut að máli, gangi menn ríkt eftir því að fá reikninga og að gengið sé þannig frá þeim sem skylt er, þ. e. a. s. að þar sé tilgreint verð efnis, „til- leggs“ og saumalauna. Mundi það auðvelda mjög framkvæmd eftirlitsins eins og gert er ráð fyrir að því verði hagað. Þá vill Viðskiptaráðið einmitt í þessu sambandi ítreka fyrri tilmæli sín til neytenda um að gera skrifstofu verðlagsstjóra aðvart, ef telja má, að brotið sé í bága við gildandi verðlagsákvæði. Reykjavík, 20. apríl 1943. í umboði Viðskiptaráðs .... VERÐLAGSSTJÓRINN TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur sett eftirfarandi hámarksverð og hámarks- álagningu á vinnu klæðskeraverkstæða, hraðsaumastofa og kjóla- saumastofa, og hámarksverð á kvenhatta. I. Klœðskeraverkstœði og hraðsaumastofur: A) Fyrir saumaskap á öllum tegundum karlmannafatnaðar er klæðskerum í Reykjavík heimilt að reikna greidd vinnulaim sam- kvæmt gildandi samningum milli Félags ísl. iðnrekenda og Skjald- borgar, ásamt sniðmeistaralaunum og viðbót vegna breytinga, hvort tveggja samkvæmt nánari ákvörðun verðlagsstjóra, að við- bættri 22% álagningu. Þó má sú launaupphæð, er álagning miðast við, ekki vera hærri en 262 kr., ef um er að ræða venjuleg ein- hneppt föt, en 270 kr. ef um er að ræða venjuleg tvíhneppt föt. AIls mega saumalaun ekki nema meiru en 320 kr. fyrir einhneppt föt og 330 kr_ fyrir tvíhneppt. Fyrir saumaskap á drögtum og kvenkápum er klæðskerum í Reykjavík heimilt að reikna greidd vinnulaun samkvæmt gild- andi samningi milli Félags ísl. iðnrekenda og Skjaldborgar f. h. Bjargar, ásamt sniðmeistaralaunum og viðbót vegna breytinga, hvort tveggja samkvæmt nánari ákvörðun verðlagsstjóra að við- bættri 22% álagningu. Þó má sú launaupphæð, sem álagning mið- ast við, ekki vera hærri en 165 kr., ef um er að ræða dragt, en 150 kr. ef um er að ræða kvenkápu Fyrir algenga skinnavinnu á kven- kápu má auk þess reikna 20 kr. Alls mega saumalaun fyrir dragt ekki vera hærri en 202 kr. og fyrir kvenkápu ekki hærri en 183 kr., nema fyrir kápu með skinnavinnu, þá hæst 203 kr. Klæðskerum utan Reykjavíkur er bannað að hækka saumalaun frá því sem nú er. Þar sem þau eru hærri, skulu þau lækka niður í það, er að ofan segir um venjuleg einhneppt og tvíhneppt föf, og saumalaun á öðrum tegundum fatnaðar lækka til samræmis við það. B) Fyrir saumaskap á öllum tegundum karlmannafatnaðar er hraðsaumastofum í Reykjavík heimilt að reikna greidd vinnulaun samkvæmt gildandi samningi milli Félags ísl. iðnrekenda og Skjald- borgar, ásamt sniðmeistarlaunum og viðbót vegna breytinga, hvort tveggja samkvæmt nánari ákvörðun verðlagsstjóra, að við- bættri 27% álagningu. Þó má sú launaupphæð, sem álagning mið- ast við ekki vera hærri en'216 kr. fyrir venjulegan alfatnað. Alls mega saumalaun fyrir venjulegan alfatnað ekki vera hærri en 275 kr. Hraðsaumastofum utan Reykjavíkur er bannað að hækka sauma- laun frá því sem nú er, nema með leyfi Viðskiptaráðs, en þau mega þó aldrei vera hærri en að ofan greinir um venjulegan al- fatnað. C) Öllum klæðskerum og hraðsaumastofum hvar sem er á land- inu, er skylt að hengja upp skrá um saumalaun á sérhverri tegund fatnaðar, og skal hún vera staðfest af verðlagsstjóra eða trúnaðar- manni hans. II' Kjólasaumastofur: Saumalaun á kvenfatnaði, bæði þeim, sem framleiddur er til sölu af eigin birgðum (lager) og saumaður er eftir máli, skulu vera sem hér segir: 1. Dag- og kvöldkjólar, sléttir allt að .......kr. 50,00— 2. „ „ með mismunandi mikilli eða dýrri handavinnu ..... — 40,00— 80,00 3.. Samkvæmiskjólar, sléttir allt að .......... — 75,00 4. „ „ með mismunandi mikilli eða dýrri handavinnu...... — 60,00—120,00 5. Blússur, allt að............................ — 30,00 6. Pils, slétt, allt að ....................... — 25,00 7. „ felld, allt að ......................... — 20,00— 35,00 8. Dragtir, allt að ........................... — 165,00 9. Kvenkápur án skinnavinnu, allt að .......... — 150,00 10. „ með algengri skinnavinnu, allt að...... — 170,00 lilpi- II miiiainipn1 til sölu á laugardag og næstu daga. Takmarkaðar birgðir Verðið lágt. Einnig nokkrar kvenkáp- ur og frakkar óseldir. VERZLUNIN BALDURSGÖTU 9 Auk þess er heimilt að reikna venjulegt tillegg. Naið eftirlit verður haft með því af hálfu verðlagseftirlitsins, að þau saumalaun, sem hin einstöku verkstæði taka, skiptist þannig á verðflokka undir hámarksverði að sennilegt og eðlilegt megi telj- ast, þegar hliðsjón er höfð af því, hve mikil og vönduð vinna er innt af hendi. Saumaverkstæði, sem óska að sauma kvenfatnað, sem vegna mikillar eða dýrrar handavinnu krefst hærri saumalauna en að ofan greinir, þurfa að fá til þess sérstákt leyfi verðlagsstjóra. Slíkt leyfi verður því aðeins veitt, að saumaverkstæði uppfylli ákveðin skilyrði, og að það taki á sig sérstakt bókhald, er gerir verðlags- eftirlitinu kleift að fylgjast með því, hver aukakostnaður fellur á við saumaskap á einstökum flíkum. Umsóknir hér að lútandi skulu sendar verðlagsstjóra fyrir 1. maí næstkomandi, ásamt nákvæmum upplýsingum um starfsemina síðastliðið ár, um það hvort sérstök fagþekking sé fyrir hendi eða ekki og um annað, sem máli skiptir. Álagning á efni skal fara eftir gildandi ákvæðum um hámarks- álagningu á vefnaðarvörum_ Kaupi saumastofa efni af heildsala, er henni aðeins heimilt að bæta við heimilaðri smásöluálagningu, en kaupi hún efni af smásala, má engri álagningu við bæta. Verkstæði, sem sauma ofangreindar fatnaðartegundir til sölu af eigin birgðum (lager), skuli festa verðmiða við sérhverja flík, og tilgreina þar söluverð efnis og tilleggs, hvors fyrir sig, svo og saumalaun. rsr nn^i:n Aðvörun Að gefnu tilefni er fólk hér- með alvarlega áminnt um að skoða hverskonar hylki, sem kunna að koma upp í veiðar- færum, finnast fljótandi í sjó eða rekin á land sem lífshættu- leg og má því ekki setja í þau dráttartaugar eða snerta á ann- an hátt. Ber að tilkynna fund slíkra hylkja eins fljótt og við verður komið til næsta yfir- valds eða skrifstofu vorrar. 111. Hattasaumastofur: Verð á fullgerðum kvenhöttum, þar með talið skraut, má ekki vera hærra en hér segir: 1. Hattar úr ullarfilti ................................... kr. 45,00 2. „ „ hálf-hárfilti ................................. — 61,00 3. „ „ hárfilti ...................................... — 85,00 4. „ „ velour ........................................ — 89,00 Verð hattanna skal jafnan tilgreint á viðfestum miða. Þar sem verð kann að hafa verið lægra en að ofan greinir, má það ekki hækka nema með leyfi Viðskiptaráðsins. Bannað er að rýra gæði hatta frá því, sem verið hefur. IV. Sameiginleg fyrirmœli til klœðskera, hraðsaumastofa og kjóla- saumastofa: A) Klæðskerum, hraðsaumastofum og kjólasaumastofum er skylt að afhenda sérhverjum viðskiptamanni reikning, þar sem tilgreind séYegund efnis, söluverð þess og tilleggs, hvors fyrir sig, svo og saumalaun. Þessir aðilar skulu halda eftir afriti af öllum reikn- ingum til viðskiptamanna, og séu þau lögð fyrir trúnaðarmenn verðlagseftirlitsins, þegar þeir koma til eftirlits. B) Verð sérhverrar tegundar efnis, sem haft er á boðstólum, skal tilgreint á viðfestum miða. C) Smásöluverð fatnaðar, sem saumaður er af þeim aðilum, sem tilkynning þessi snertir, má aldrei vera hærri en heimilt er sam- kvæmt ofangreindum reglum_ ^egar verkstæði selur öðru fyrir- tæki, verða aðilarnir því að koma sér saman um skiptingu á þeirri álagningu, sem er innifalin í heimiluðu útsöluverði. Þegar verk- stæði læt'ur annan aðila selja gegn umboðslaunum fatnað, er það hefur saumað, verður það að greiða þau af heimiluðu útsöluverði. Þeim verkstæðum, er kunna að taka lægri saumalaun en heim- ilt er samkvæmt ofangreindum reglum, er bannað að hækka þau, nema með leyfi Viðskiptaráðsins. V. Ofangreindar reglur ná til allra fyrirliggjandi birgða þann dag, sem reglumar koma til framkvæmda, svo og til þeirra vinnu, sem ólokið er við þennan sama dag. Ef vafi leikur á því, hvernig skilja beri einstök atriði þessarar tilkynningar, skulu hlutaðeigendur leita upplýsinga hjá skrifstofu verðlagsstjóra, áður en saumalaun eða verð er ákveðið. Að því er snertir klæðskeraverkstæði, hraðsaumastofur og hatta- saumastofur, ganga ákvæði tilkynningar þessarar í gildi 1. maí næst- komandi, en að því er snertir kjólasaumastofur 7. maí. Reykjavík 20. apríl 1943. VERÐLAGSST J ÓRINN Hvít undirföt Hvítir sokkar Hvítir hanzkar og hvít blóm. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 14 kar. gullhringar með ekta steinurrg fyrir dömur og herra, handunnir — vandaðir, fjölbreytt úrval. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. 000<XXKK>00000<XXX> DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf fisalan Hafnarstræti 1 6. íe*oooooooooooooooo MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.