Þjóðviljinn - 28.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.04.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvikudagur 28. apríl .1943 93. tölublað Tvö ár í gær voru liðin 2 ár frá því ritstjórar Þjóðviljans voru tekn ir fastir og fluttir sem herfang- ar til Bretlands. Adalásfasdan afsfada pólsku sfjórnarínnar ffl árðóurs Göbbels gegn Sovéfríkjunum Sovétstjórnin hefur slitið stjórnmálasambandi við pólsku stjómina í London, að því er tilkynnt var í fregn frá Moskva í fyrradag. Aðalástæðan er afstaða pólsku stjórnarinnar til máls, sem undanfarnar vikur liefur verið aðalatriðið í áróðri Göbbels gegn Sovétríkjunum, þar sem Rússaí eru bornir þeim sökum að hafa myrt 12000 pólska liðsforingja, er nazistar þykjast hafa fundið á stað einum í Smolenskhéraði. Þegar er þýzka útvarpið flutti þessa áróðurssögu, lýsti sov- étstjórnin hana tilhæfulausa og uppspuna frá rótum. Pólska stjórnin í London fór þess hins vegar á leit við Rauða krossinn að rannsaka málið. í hinni opinberu yfirlýsingu sov- étstjórnarinnar segir að pólska stjórnin hafi gert þessa ráðstöf- un án þess að ræða málið við sovétstjórnarvöld og haft að engu yfirlýsingar þeirra. Rann- sókn sé óframkvæmanleg með- an héraðið er á valdi nazista, og sé pólska stjórnin með þessu að ganga erinda Göbbels. Undanfarnar vikúr hafa hátt- settir menn pólsku stjórnarinn- Nyrzt sæka fram bandarísk- ar hersveitir og 1. brezki herinn. Eru hersveitir Bandamanna að- eins 20 km. fá Mateur og 15 km. frá Tebourba. Franskar hersveit Bretar og Rússar gera harðar loftárás- ir á Þýzkaland Bretar gerðu eina mestu loft- árás styrjaldarinnar á þýzku iðnaðarborgina Duisburg í fyrri nótt. Var 1350 tonnum sprengna varpað á borgina í þriggja stund arf jórðunga árás. Er talið að gíf- urlegt tjón hafi orðið í árás þess ari. ar hvað eftir annað látið hafa eftir sér ummæli, er borið hafa vott um fjandskap í garð Sov- étríkjanna, og í pólskum blöð- um í Bretlandi hefur verið hald ið uppi áróðri gegn þessu banda- lagsríki Pólverja. Pólska stjórnin sat á löngum fundum í gær og ræddi forsætis- ráðherrann, Sikorski herhöfð- ingi við Churchill og Eden. Eng- in opinber yflrlýsing hefur ver- ið gefin um afstöðu brezku eða bandarísku stjórnarinnar til málsins. ir hafa sótt fram til úthverfa bæjarins Pont du Fahs. Norður af Enfidaville sækjr 8. brezki herinn fram, þrátt fyr- ir harðvítuga vörn fasistaherj- anna. Sprengjuflugvélar Banda- manna í Norður-Afríku halda uppi stöðugum árásum á flug- stöðvar fasista í Túnis og á ítal- íu. Seytján brezku flugvélanna fórust í árásinni. Rússneskar sprengjuflugvéiar gerðu um helgina mikla árás á járnbrautarbæinn Insterburg 1 Austur-Prússlandi. Tvö hundr- uð sprengjuflugvélar vörpuðu þungum sprengjum og eld- sprengjum yfir bæinn í tvo klukkutíma. Bærinn var mjög mikilvæg samgöngumiðstöð. Óli smaladrengur og Lítill og' Trítill. Öli smaladrengur verður sýndur í Iðnó kl. 5 í dag. Þýzk flugvél skotin niður yfir Reykjanes- skaga Síðastliðinn laugardag skutu amerískar orustuflug- vélar niður þýzka flugvél yfir Reykjanesskaga. Rétt fyrir kl. 2 e. h. á laug- ardaginn voru gefin loftvarna merki en kl. tæplega 2Vz voru gefin merki um að hætt- an væri liðin hjá. Eigi er vitað hve margar þýzkar flugvélar vóru þar á ferð, en þess hefur áður ver- ið getið af hálfu herstjórnar- innar að hættumerki yröu eigi gefin ef árásarflugvélarn- ar væru færri en þrjár. Harðír bardagar í Kákasus Engar mikilvægar breytingar hafa orðið á austurvígstöðvun- um síðustu sólarhrmgana, en bardagar halda áfram á Kúban- vígstöðvunum í Kákasus. Stórskotalið rauða hersins er mjög athafnasamt og heldur uppi látlausri fallbyssuskothríð á helztu stöðvarnar í varnarbelti því er Þjóðverjar hafa komið sér upp í Vestur-Kákasus. ¥örn fasísfaherjanna mjög hörð Á Túnisvígstöðvunum hefur hernaðarafstaðan ekki breytzt mikið undanfarna sólarhringa, og segir í brezkum fregnum að vöm fasistaherjanna hafi aldrei verið öflugri. Sókn bandamannaherjanna heldur óslitið áfram, þó hægt fari. Norskir sjómenn, sem hér eru staddir, hafa farið fram á það að vera þátttakendur í 1. maí-hátíðahöldum fulltrúaráðs- ins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Hefur verið orðið við þeirri sjálfsögðu ósk þeirra og munu þeir ganga fylktu liði með Sjómannafélagi Reykjavíkur, undir norskum fána og norsku kröfuspjaldi. Á morgun verða blöðin beðin fyrir ávarp frá öllum félög- unum, sem að 1. maíhátíðahöldunum standa. Nýí brezkí sendíherrann tal» ar víð blaðamenn E. H. G. Stepherd sendiherra. Hr E. H. G. Shepherd, hinn nýi sendiherna Breta á ís- landi, átti í gær tal við full- trúa útvarps og blaða. Bauð hann þá velkomna til samstarfs með stuttri’ yfirlýs- ingu, þar sem hann lýsti því hve vel samstarf sitt hefði gengið við blaðamenn annars- staðar og lét jafnframt í ljósi ánægju sína yfir viðtökunum hér frá hálfu ríkisstjóra og utanríkismálaráðherra og kvaö sér segja vel um aö vinna að því aö halda vinsam legu starfi milli íslands og brezka heimsveldisins í þágu gagnkvæmra hagsmuna beggja. i Shepherd sendiherra var útnefndur sendiherra á ís- landi 28. nóv. s. 1. og útnefn- ing hans tilkynnt ríkisstjóra 21. jan. Hingað til lands kom sendiherrann 17. apríl og hafði oröið þessi dráttur á hingaökomunni' sökum hinna erfiðu samgangna. Sendiherrann sagði blaða- mönnum nokkuð frá dvöl sinni í Danzig og Amsterdam á vegum brezku utanríkis- þjónustunnar. Slapp fjöl- skylda hans út úr Danzig nóttina áður en Þjóðverjar réðust inn í Pólland og sjálf- ur var hann í Amsterdam 12. okt. 1939 til 14. maí 1940, og upplifði fall Hollands, flótta- mannastrauminn og allt það. sem þá gerðist. Áður en sendiherrann kom Framh. á 4. síðu. Maður blður bana I bílslysí Rétt fyrir kl. 3 í fyrradag varð Halldór Ketill Sigurðs- son, til heimilis á Reynimel 59, fyrir herbifreið á Hverfis- götunni, með þeim afleiðing- um að hann lézt í Landsspít- alanum rúmri klukkustund síðar. Atvikaðist þetta þannig að Halldór fór með vörubifi'eið Framh. á 4. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.