Þjóðviljinn - 28.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.04.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JÓÐ VILJINN Miðvikudagur 28. apríl 1943. Tón lis tarfélagiÖ Vegna fjölda áskorána verður Jóhannesarpassían flutt n.k. föstudag kl. 7 e. h. í Fríkirkjunni SÍÐASTA SINN Aðgöngumiðar seldir hjá Sigfúsi Eymundsen, Hljóð- færahúsinu og Sigríði Helgadótur. Unglingar og fullorðnir óskast til að selja merki 1. maí. Fólk gefi sig fram næstu daga í skrifstofu Iðju í Al- þýðuhúsinu milli kl. 5 og 7. % ■ \ Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík. DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, (OOOOOOOOOOOOOOOOO MUNIÐ Kaffisöluna Hvað hefur pú gert? „í dögun dró úr áhlaupum Þjóðverjanna á Stalíngrad, en Rússarnir, sem vörðust í úthverfunum, vissu að það myndu aðeins líða nokkrar mínútur, þangað til hinar vægðarlausu árásir nazistanna hæfust að nýju. Sextán Sovétverðir, einir á hæð, sem var einskonar lykill að cinni að- algötunni til borgarinnar, urðu að ákveða sig tafarlaust. Skotfæri þeirra voru þrotin. Af handsprengjum var orðið fátt. Foringi þeirra var að deyja af höfuðsárum. Áttu þeir að gefast upp? Áttu þeir að halda und- an til höfuðstöðva hálfri mílu austar? Eða áttu þeir að veita mótspyrnu? Þegar sólin kom upp, komu tólf þýzkir skriðdrekar skríðandi til hæðarinnar. Þeir voru — án þess að verða nokkurs varir — að kom- ast á það skrið að geta þotið upp hæðina og fengið þannig ágætis að- stöðu til þess að bruna niður aðalgötuna hinu megin. En rétt þegar fyrstu fjórir skriðdrekarnir voru að komast upp á háhæðina, þjóta fjór- ir verðir úr „svöluhreiðrunum“ sínum, með handsprengjur og hendast fyrir skriðdrekana út í opinn dauðann. Allir skriðdrekarnir fjórir stóðu samstundis í Ijósum loga. Hinir átta skriðdrekamir snéru við til þess að skipuleggja næstu árás. í þeirri árás fylgdu hinir verðirnir fordæmi hinna fyrstu fjögurra. — Nýr rússneskur liðstyrkur kom nógu snemma til þess að heyra af vörum hins deyjandi foringja, hvað menn hans höfðu gert. „Þeir munu lifa að eilífu“, hvíslaði hann, um leið og augu hans lokuðust í hinzta sinn Það voru menn eins og þessir, sem björguðu Stalíngrad." Þannig segist Walter Graebner frá í Life, einhverju aftur- haldssamasta tímariti Ameríku. Orðið „hetjur“ er daglega á vörum oss, er vér lesum eða heyrum um afrek rauðu hermannanna. En hvað gerum vér til þess að sýna í verki hvers vér met- um fórnfýsi þeirra og hetjuskap? Sovétsöfnunin segir til um það. Ert þú búinn að gera þitt? Hafnarstræti KAUPIÐ BIRBBABKÖNNUN Samkvæmt heimild í lögum nr. 59. 7. maí 1940, um breyting á lögum nr. 37, 12. júní 1939, hefur viðskiptamálaráðuneytið ákveðið að birgðakönnun skuli fara fram 30. apríi n.k. um allt land á ýmsum vörum sem nauðsynlegar eru til atvinnureksturs og framleiðslu í landinu. Birgðaskýrslueyðublöð yfir þær vörur sem um er að ræða, hafa verið send öllum lögreglu stjórum eða umboðsmönnum þeirra og þeim hverjum í sínu umdæmi • falið að afhenda þau þeim aðilum sem með vörurnar verzla, eða af öðrum ástæðum hafa þær með höndum. Eigi síðar en 4. maí n.k. skulu eyðublöðin útfyllt send viðkomandi lögreglustjóra eða tunboðsmönnum hans. í Reykjavík hafa birgðaskýrslueyðublöðin verið send hlutaðeigandi aðilum í póstiogskulu þau afhent útfyllt til skömmtunarskrifstofu rikisins innan þess frests, er að framan se?ir. Birgðakönnunin nær til eftirtaldra vörutegunda: Mais og maismjöl Vírkaðlar Vatnsleiðslupípur Kartöflumjöl Salt Rafmagnsrör Sagogrjón Smumingsolíur Rafstrengir og raftaugar Hænsnafóður Kol Miðstöðvarofnar Ger og gerduft Sement Ljósaperur Síldarkrydd / Rúðugler Síldartunnur Smjörlíkisolíur Stangajám Efni í síldartunnur Manillahampur Steypustyrktarjára Kjöttunnur Sisalhampur Þakpappi Efni 1 kjöttunnur Netjagam Asbestplötur Blaðapappír Segldúkur Trjáviður Umbúðapappír Strigi (Hessian) Þakjám Prentpappír Kaðlar Saumnr Sólaleður Fiskönglar Gaddavír Jám- og stálplötur Ef einhver aðili, sem verzlar með ofangreindar vörur, eða hefur þær undir hendi af öðr- um ástæðum, hefur ekki fengið birgðaskýrslueyðublöð send, ber honum að snúa sér til srkif- stofu viðskiptaráðs er lætur honum þau í té Vídskípfamálaráðuaeytíð 16 AUGLÝSIÐ _ í ÞJÓÐVILJANUM ÞJÓÐVILIANN soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. Agerskov látinn laus Agerskov, skipstjóri brezka strokutogarans, var Iátinn laus í fyrradag. Brezka sendisveitin ábyrg- ist nærveru hans, þegar mál hans verður tekið fyrir í hæstarétti. Drenguy verður fyrtr bífreíd Á páskadaginn varð dreng- ur á 6. ári, Jón Skapti Einars- son, til heimilis að Njálsgötu 72, fyrir áætlunarbifreið á Barónsstíg. Varö drengurinn undir bíln um, marðist nokkuð og fékk taugaáfall. — Bifreiðastjór- inn varð drengsins ekki var fyrr en hann hljóp út á göt- una milli bifreiða er þar stóöu og fram fyrir bifreið hans. 14 kar. gullh ringar með ekta steinum^ fyrir dömur og herra, handunnir — vandaðir, fjölbreytt úrval. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. OOOOÓO<XXXXXXXXXX> Áskriftarsimi Þjóðviljans er 2184 jk>oo»oooooooo Forseti Alþýðusambansíns Gudgeír Jónsson, fimmfugur Guðgeir Jónsson Guðgeir Jónsson átti fimm- tugsafmæli á páskadaginn. Það þarf ekki að kynna af- mælisbarnið fyrir lesendum Þjóðviljans, þeim er öllum kunnugt, að það skipar nú forsæti í voldugustu og þýð- ingarmestu samtökum þjóð- arinnar — Alþýðusamband- inu. — Ekki hefur það full- nægt kröfum þeirra manna sem vilja fela Guðgeiri for- ustustörf, aö' setja hanjr 1 þennan virðulega og vanda- sama sess, honum hefur og verið fahn forusta á fleiri sviðiun, hann er formaður í stéttarfélagi sínu — Bókbind- arafélaginu — hann skipar forsæti í Umdæmisstúkunni nr. 1, og gegnir fleiri trúnað- arstörfum á sviði félagsmála sem ekki skulu hér upp tal- in. Það ræður af líkum að maöur, sem svo er eftirsótt- ur til forustustarfa þegar 50 ár eru liðin af æviínni, muni hyorki vera viðvaningur né liðléttingur á sviði félagsmál- anna. Enda er það sannast mála um Guðgeir Jónsson, að hann hefur allt frá æsku starfað af dugnaði og dreng- skap í fjölda félaga er barizt hafa fyrir framförum, auk- inni menningu og bættum þjóðfélagsháttum, Verkalýðs- samtökin, Góðtemplarareglan og sjúkrasamlagshreyfingin hafa verið hans kjörsvið þó víöar hafi hann starfað. Fæddur er Guögeir að Digranesi í Seltjarnames- hreppi 25. apríl 1883. Faðir hans var Jón Magnússon bóndi, en móöir hans var Ás- björg Þorláksdóttir. Þegar Guðgeir var 4 ára dó faðir hans, hann fluttist þá til móð urafa síns, Þorláks Guð- mimdssonar alþingismanns í Fífuhvammi og ólst þar upp- Ungur að aldri hóf hann bók- bandsnám hér í bæ og hefur stundaö þá iðn síðan. Hann. er nú verkstjóri í bókbandí Ríkisprentsmiðjunnar Guten- berg. Þjóðviljinn sendir Guðgeiri hugheilar árnaöaróskir í til- efni af afmælinu, treystandJ því að hans njóti lengi við í forustusveit verklýðshreyfing- arinnar og Góðtemplara og Framhald á 4. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.