Þjóðviljinn - 29.04.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.04.1943, Qupperneq 1
8. árgangur. Fimmtudagur 29. apríl 1943. 94. tölubiað inn lll lanbBDa leiklaulkir ii allrar aiMOe 0 1. maí — sameiginlegur baráttudagur laun- þega allra landa — er í nánd. Þann dag minnast þeir hinna miklu fórna, sem færðar hafa verið af þeirra hálfu í baráttunni fyr- ir réttindum þeirra, frelsi og framtíð. Þann dag minnast þeir þess, að bræðralags- hugsjón verkalýðsins er sá mikli aflgjafi, sem ger- ir samtök þeirra máttug og ósigrandi. 1. maí leggja íslenzkir launþegar niður vinnu til þess að sýna samtakamátt stéttarinnar með fundahöldum og kröfugöngum og bera fram kröf- ur sínar um atvinnu, réttlæti, frelsi og öryggi um alla framtíð. LAUNÞEGAR REYKJAVÍKUR. I tuttugu ár hefur verkalýður bæjarins fylkt sér út á göturnar 1. maí, og ár frá ári hafa fylking- ar hans vaxið. En aldrei fyrr hefur slík eining ríkt í röðum launþeganna sem nú, enda nauðsyn slíkr- ar einingar aldrei verið brýnni. Launþegastéttin hefur til þessa ætíð átt undir högg að sækja um launakjör sín, atvinnu og marg- vísleg réttindi. Launþegar til lands og sjávar hafa því verið afskiptasta stétt þjóðfélagsins, borið þyngstar byrðarnar og skarðastan hlut frá borði. i. maí verður þessi fjölmennasta stétt landsins að sýna volduga einingu í baráttunni fyrir hags- munum sínum og rétti. Hún verður að sýna, að hún sé nógu einhuga og sterk til þess að taka for- ystu í hagsmuna- og frelsisbaráttu alþýðunnar til sjávar og sveita og skapa það bandalag allra al- þýðusamtaka, sem getur framkvæmt vilja fólks- ins. — Þess vegna skorum við undirrituð á ykkur að gera 1 • mai næstkomandi að máttugum einingar- degi reykvískrar alþýðu. LAUNÞEGAR REYKJAVÍKUR. Allir í kröfugöngu launþegasamtakanna 1. maí. Eflist bræðralag alþýðunnar í öllum löndum. Eflist frelsisbarátta þjóðanna gegn fasismanum. Eflist eining íslenzkrar alþýðu í baráttunni fyrir atvinnu, frelsi og öruggri framtíð. Sköpum bandalag íslenzkra alþýðusamtaka til sjávar og sveita. Launþegar Reykjavíkur, sameinizt 1. maí. Reykjavík 28. apríl 1943. 1. maí-nefnd Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík: Björn Bjarnason. Myndin sýnir stærsta stykkið úr þýzku flugvélinni, sem skotin var niður yfir Reykja- nesi s. 1. laugardag. — Myndina tók U. S. Army Signal Corps. Sæmundur E. Ólafsson. Snorri Jónsson. Jóhanna Egilsdóttir. Eðvarð Sigurðsson. Stjóm Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík: Eggert Þorbjarnarson. Björn Bjarnason. Sigurður Ólafsson. Þorsteinn Pétursson. Ólafur H. Guðmundsson. F. h. stjómar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: Sigurður Thorlacius, formaður. Lárus Sigurbjörnss., varform., Guðjón B. Baldvinss., ritari. Stjóm Verkamannafélagsins „Dagsbrún“: Sigurður Guðnason, formaður. Helgi Guðmundsson. Hannes Stephensen. Eðvarð Sigurðs- son. Emil Tómasson. Framh. á 4. síðu. Mar oi laoMiaini Mana ðrddor UHoB leoi SoidtrlKlRiin Bandamenn svara sundrungatilraunum nazista með því að fyikja sér þéttara saman Helztu blöð Bretlands og Bandaríkjanna taka mjög aðra afstöðu til áróðursfregna Göbbels en pólska stjórnin tók, og leiddi til þess að sovétstjórnin sleit stjórnmálasambandi við Sikorskistjómina í London. Enska stórblaði'ð ,,Times“ bendir á mótsagnir þær og fjarstæður er fram hafa kom- ið í fregnum Göbbels um morð pólsku liösforingjanna, og segir að fregn þessi hafi verið búin til, ekki einungs til þess að spilla sambúð Rússa og Pólverja, heldur til þess Framh. á 4. síðu. Hinningarathðfn um Aðalstein Sigmunds- son fer fram í dag Athöfn til minningar um Aðalstein Sigmimdsson, fer fram í dag og hefst hún með bæn í Austurbæjarskólanum kl. 3 e. h. og fer síðan fram í fríkirkjunni. Lík Aöalsteins verður síð- an flutt norður með Esju og verður jarðsett á æskustöðv- um Aðíalsteins, í. Aðaldal. Aðalsteinn heitinn dmkkn- aði af Sæbjörgu á leið til Reykjavíkur 16. þ. m., eins og kunnugt er. Aöalsteinn var fæddur 10. júlí 1897 aö Árbót í AÖaldal og bjuggu foreldrar hans þar. Hann lagði fyrst stand á prentiðn, en 1919 lauk hann kennaraprófi og upp frá því helgaði hann uppeldis- og æskulýðsmálum alla krafta sína og vann þar ómetanlegt starf. Ungmennafélag íslands hef- ur ákveðið að stofna sjóð til minningar um Aöalstein, en hann var einn af fórnfúsustu brautryðjendum ungmennaíé- laganna. Sjóöur þessi á að Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.