Þjóðviljinn - 29.04.1943, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 29.04.1943, Qupperneq 2
ÞJÓÐ VILJINN Fimmtudagnr, 29. apríl 1943. 2 - Lýðhvðt (Látið Björnstjerne Björnson og Matthías Joch- umson eggja yður til þátttöku 1. maí með þessum tveim vísum úr „Lýðhvöt“ sinni): „Vér mörgu, vér smáu, vér vinnum þetta verk, Og vilji’ ei hinir skilja, þá fram með týgin sterk! Það byrjaði sem blærinn, er bylgjum slær á rein, En brýzt nú fram sem stormur svo hrykktir í grein. Og rokviðrið nálgast fyrr en nokkur veit af, En nákalt og rjúkandi kveður við haf: Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim, Eins hátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim.“ hMhl H lltnuui liussuoi limeHailllai lalaada alalaar mai- inoarslðð m iðalataia Slmandssai Kvatp frá Ungtnennafélagi Islands Með hinu sviplega fráfalli Aðalsteins Sigmundssonar kenn- ara hafa ungmennafélögin misst hinn fómfúsasta forvígismann, sem fyrir þau hefur starfað og kennarastéttin einn af sínum merkustu brautryðjendum. Ungmennafélag tslands hefur ákveðið að stofna sjóð til minningar um Aðalstein Sigmundsson. Markmið hans á að vera að stuðla að menntun elnilegra manna, er sýnt hafa áhuga og þroska til félagslegra starfa innan Umf. Sainbandsþing U. M. F. í. í vor setur reglugerð um sjóðinn. Aðalsteinn Sigmundsson gerðist athafnasamur félagsmaður í fyrsta ungmennafélaginu á landinu, Umf. Akureyrar, á ung- lingsaldri og vann ungmennafélögunum allt sem hann mátti ti! síðustu stundar. Efling þeirra var eitt af hjartfólgnustu áhuga- málum hans og hefur enginn einstakur maður unnið jafn lengi fyrir ungmennafélögin af mikilli fórnfýsi og einlægni sem Að- alsteinn. Þá sýndi hann óvenjulega mikla umhyggju fyrir efni- legiun nemendum sínum, er höfðu erfiða aðstöðu til náms og stuðlaði að framlialdsnámi margra þeirra með ýmsum hætti Við vitum því ekki neitt, sem er í betra samræmi við lífsstarf hans og áhugamál, en stofnun sjóðs, er hefur þann höfuð tilgang; að koma fátækum, en efnilegum félagssinnyðum mönnum til aukins þroska og menntunar. Ungmennafélag fslands leggur 2000.00 kr. fram og heitir á ungmennafélög um Iand allt og hina mörgu nemendur og vini Aðalsteins að auka við þessa upphæð, til þess að varðveita minningu hans á þann hátt, sem er í mestu samræmi við Iífs- starf hans og við þykjumst vissir um að hafi verið honum mest að skapi. Dagblöðin í Reykjavík og Tíminn veita nú þegar og fyrst um sinn viðtökum gjöfum í minningarsjóðinn gegn sérstökum minningarspjöldum um Aðalstein Sigmundsson. Síðar verða gefin út minningarspjöld þar sem öllum verður gefinn kostur á að gefa gjafir í sjóðinn til minnjngar látnum ástvinum sínum og styrkja með því framangreinda starfsemi. í stjóm Ungmennafélags íslands. Eiríkur J. Eiríksson. Daníel Ágústínusson. Halldór Sigurðsson. Þórður Kolbeinsson % F. 8. ágúst 1888. — D. 13. apríl 1943. Nú er hér enduð lífs þíns leið. Lúhrn til hvíldar gekkstu, því ekki var leiðin alltaf greið »g upphefð hér litla fékkstu. Af trúmennsku og dyggð þú vannst þín verk; oft viljinn var þróttinum stærri, því athafnaþráin var öflug og sterk og ótal verkefni nærri. í starfinu gaf þér styrk og þrótt sú sterka trú sem þú áttir því hugur þinn átti af gæðum gnótt þú gladdir þá, sem þú máttir. En oftast voru þín efni smá, svo oft var af litlu af taka. En þú vildir öllum lið þitt ljá og launa ei væntir til baka. Þó færir þú víða um fjarlæg lönd, sem forðum þig ungan dreymdi, þú fannst þó til baka að feðranna strönd hún fegurstu vonirnar geymdi. Nú hrekst þú ei lengur Hm lífsins dröfn, í lífinu mörg var raunin. Nú fley þitt er komið af hafi í höfn þar hlýtur þú formannslaunin. í blaði yðar, herra ritstjóri, Þjóð- viljanum nr. 92, fimmtudaginn 22. apríl s.l., segir: „Framsókn hefur skýlaust svikið loforð Hermanns Jónassonar, gefið í flokksins nafni um að afgreiða á þessu þingi frumvarpið um eigna- aukaskatt.“ „Þessu þingi“ er enn ekki lokið, heldur frestað þangað til síðar í um- ar. En ég geri ráð fyrir að „á þeSsu þingi“ eigi að skilja svo: Á þessu þingi — áður en því var frestað. Ella væri klausan meiningarlaus. — En sé fullyrðing þessi þannig skil- in, er hún tvímælalaust röng. í lok síðasta þings áttu fulltrúar frá Al- þýðuflokknum og Sósíalistaflokkn- um tal við mig og Eystein Jónsson um að flytja á þingi því, er nú hefur verið frestað, frumvarp um eigna- aukaskatt. Við svöruðum því einu, að við mundum ræða það við flokk okk'ar. — í Framsóknarflokknum var síðar samþykkt að verða við þessu. Flokkurinn fól Eysteini Jóns- syni og Skúla Guðmundssyni að til- kynna Alþýðuflokknum og Sósíal- istaflokknum þetta og óska jafn- framt eftir, að þeir flyttu með Fram- sóknarflokknum frumvarp, sem að- allega var um afnám varasjóðs- hlunninda hinna stærri stórgróðafé- laga. — Einum eða tveim dögum síðar en þetta gerðist, samþykkti Framsókn- arflokkurinn, að ég eða Bemharð Stefánsson, skyldi verða meðflutn- ingsmaður að frumvarpinu um eigna aukaskatt. Eftir samkomulagi við Bernharð Stefánsson, varð niðurstað an sú, að ég yrði flutningsmaðurinn og tilkynnti Eysteinn Jónsson það til Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokks- ins. Eftir að tillaga kom fram um þing frestun, ræddu fulltrúar frá Alþýðu- flokkríum og Sósíalistaflokknum 1 við mig og spurðust fyrir um það, hvort afstaða Framsóknarflokksins til frumvarpsins um eignaaukaskatt mundi eigi haldast óbreytt þió að málið yrði ekki afgreitt fyrr en eft- ir þingfrestun. Eg svaraði því, að þingfrestunin breytti að sjálfsögðu engu í afstöðu flokksins til málsins. Það er því svo gjörsamlega til- hæfulaust, herra ritstjóri, að ég hafi gefið loforð fyrir hönd Framsókn- arflokksins í þessu máli, að ég var ekki einu sinni sá fulltrúi, sem flokk ur minn kaus' til að semja um flutn- ing málsins við Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn, heldur voru það Skúli Guðmundsson og Eysteinn Jónsson, og það voru þeir, sem ræddu þessi mál við Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn. — Að lokum skal það tekið fram, að mér er það kunnugt, að hvorki Ey- steinn Jónsson né Skúli Guðmunds son hafa gefið um það nokkurt lof- orð, að umrætt mál yrði afgreitt fyr- ir þingfrestun, enda skiptir það ekki máli fyrir afgreiðslu þess. Þetta vænti ég, herra ritstjóri, að þér séuð reiðubúnir til að birta i blaði yðar og þakka fyrirfram birt- inguna. Reykjavík 27. apríl 1943. Hermann Jónasson. Afhugasemd Það var fastmælum bundið milli fulltrúa Framsóknarflokks ins, Sósíalistaflokksins og Al- þýðuflokkisns að afgreiða frum- varpið um eignaaukaskatt ó- breytt, nema að svo miklu leyti sem samkomulag yrði milli allra aðila um breytingar. Það var ennfremur ákveðið að hraða af- greiðslu málsins svo sem kost- ur væri og gerð áætlun um hvað ' langan tíma það myndi taka. Það var gengið út frá að af- greiðsla þess þyrfti ekki að taka lengri tíma en hálfan mánuð. Enginn minntist á þingfrestun. Engum kom til hugar að væna annan um að hann hefði í huga að eiga hlut að því að þingi yrði frestað áður en málið yrði af- greitt. Fulltrúar allra flokkanna virtust telja fullvíst að frum- varpið yrði orðið að lögum inn- an hálfs mánaðar. Ekki munu fulltrúar Fram- sóknar neita þessum staðreynd- um. Verður því ekki séð hvern- ig þeir fara að neita því, að rétt sé hermt, að það hafi verið fast- mælum bundið milli flokkanna að afgreiða málið óbreytt áður en þingi yrði frestað. Hitt er svo annað mál, að þó að Þjóðviljinn nefndi nafn Her- manns Jónassonar dettur engum í hug að halda því fram að hann einn sé ábyrgur fyrir því að flokkur hans brást í þessu máli. Hermann var aðeins nefnd ur vegna þess að hann var flutn ingsmaður frumvarpsins í um- boði flokk'sins. . GLERBELTI í mörgnum litum nýkomin Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími1035 I. O. G. T. St. Mínerva nr. 172. Fundur í kvöld kl. 8,30. 1. Kosning embættismanna. 2. Kosning fulltrúa á umdæm- isstúkuþing. 3. Sumarfagnaður: Kaffi- drykkja, upplestur o. fl. Æ.T. Arás á bílstjóra í íyninótt réðust amerískír hermenn á íslenzkan bifreið- arstjóra og stálu af honum 200 kr. Lögreglunni var tilkynnt í fyrrinótt frá slysastofunni, að þar væri islenzkur bifreiðar- stjóri, sem orðið hefði fyrir árás hermanna. ' Bifreiðarstjóri þessi ók her- mönnunum suður Hafnar- fjarðarVeg. Fyrir sunnan Víf-. ilstaöavegamótin réðust þeir á hann og rændu af honum 200 krónum. N.-Múlasýsla gefur her- bergi i Nýja stúdenta- garðinn Sýslunefnd Norður Múla- sýslu hefur á nýafstöðh.um fundi samþykkt aö gefa kr. 10.000, — andviröi eins her- bergis — til nýja Stúdenta- garðsins. DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. OOOOOOOOOOOOOOOOO: Ásg. Jónsson. KAXJPIÐ ÞJÓÐVILJANN TILKYNNING frá Loffvarnanefnd Æfing fyrir hverfaslökkviliðin verður haldin á íþróttavell- inum fimmtudaginn 29. apríl kl. 20.30, ef veður leyfir. Meðlimir úr hverfunum 1—10 eru áminntir um að mæta. LOFTVARNANEFND. Eftir 1. maí verður skrifstofum vorum lokað kl. 5 síðdegis, nema laugardaga, verður þá lokað kl. 12 á hádegi sumarmán- uðina. Eímskípafélag Islands

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.