Þjóðviljinn - 30.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.04.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 30. apríl 1943. 95. tölublað Hátíðahöld verklýðsfélaganna og B. S. R. B. 1. maí. KrOfagangan mun hefjast laust eftir hádegi og verða gengnar þessar götur: Vonarstræti, Suðurgata, Túngata, Garðastræti, Öldugata, Ægisgata, Vesturgata, Hafnarstræti, Hverfisgata, Frakka- stígur, Skólavörðustígur, Bankastræti. Að kröfugöngunni lokinni verður útifundur við Bakarabrekku. Þar flytja ræður: Guðgeir Jónsson, Sigurjón Á. Ölafsson, Sigurður Guðnason, Lárus Sigiirbjörnsson, Jóhanna Egils- dóttir, Snorri Jónsson, Guðjón B. Baldvinsson, Guðjón Benediktsson, Björn Bjarnason. Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitin „Svanur" munu leika í kröfugöngunni, en Lúðrasveit Reykjavíkur á útifundinum. Deild norskra sjómanna mun taka þátt í göngunni með norska fánann og áletrað spjald. Þá mun ef til vill verða skipulögð sérstök fánaborg í göngunni með fánum helztu bandamannaþjóða. 1. maí verða seld merki um land allt í tilefni af deginum. Ennfremur verður „Vinnan", tímarit Alþýðusambands ís- lands, seld 1. maí, mjög vandað .tölublað, tvöfallt. Skemmtanir verða haldnar í Iðnó og Alþýðuhúsinu um kvöldið. !!l ¦¦ \í 1. ífl Stíórnmálaflokkaraír hafa engín hátídahold Þann 17. apríl síðastliðinn' sendi 1. maí-nefnd verklýðs- félaganna eftirfarandi bréf til stjórnmálaflókkanna: „Eins og yöur mun vera kunnugt, hafa verklýössam- tök íslands haldið 1. maí há- tíSlegan um tuttugu ára skeið og þar meS helgað sér og málefnum launþeganna þennan dag. Meðan verklyðsfélögin voru sundruð, hinn síSasta áxatug, voru þau aS vísu ekki ein um hátíðahöld 1. maí, heldur stóSu og ýmsir stjórnmálá- flokkar aS -sérstökum hátíSa- höldum. Nú er hinsvegar svo málum komiS, aS fuilkomin sMpulagsleg eining hefur náðst innan verklýðssamtak- anna. Hefur Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykja- vík fyrir nokkru hafið undir- húning að hátíðahöldum launþega í Reykjavfk 11 maí n. k., og hefur Bandalag starfsmanna, ríkis og bæja á- kveðið að taka einnig þátt í þeim hátíðahöldum. Sökum þess. að launþega- samtökin eru hér sameigin- lega aS verki og skipulagsleg eining verklýSsfélaganna er orðin aS veruleika, álítum vér, aS grundvöllur sá, er stjórn- málaflokkar hafa undanfarið álitiS réttlæta sérstök hátíSa- höld sín 1. maí, sé ekki leng- ur fyrir hendi. Með tilvísun til þessa, vilj- um vér hér meS eindregiS fara þess á leit viS ySur, fyr- ir hönd 1. maí-nefndar Full- trúaráSs verklýSsfélaganna og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, að flokkur ySar efni ekki til neinna 1. maí- hátíSa- halda 1. maí n. k., heldur stuSla aS því, aS hátíðahöld launþeganna megi verSa sem almennust. Ennfremur leyf- um vér oss aS fara þess á leit viS ySur, ,að þér stuðliö að því, að flokkur yðar eða flokksfélög stofni ekki til neinnar sérstakrar blaðaút- gáfu í sambandi við 1. mai. Vér væntum svars yðar hið fyrsta. Samhljóöa bréf hefur verið sent öðrum stjórnmálaflokk- um. Virðingarfyllst (Undirskrif tir). Sjálfstæðisflokkurinn svair- aði þessu bréfi þann 24. apríl og fer svar hans hér á eftir: „Við höfum móttekiö bréf yðar dags. 17. þ. m. varS- andi hátíSahöld 1. maí næst- komandi. SjálfstæSisfélögin í Reykja- vík hafa á undanförnum ár- um, í samræmi viS stefnu SjálfstæSisflokksins, barizt fyrir því, aS stéttasamtök verkalýSsins væru óháS póli- nilp toaðapaðieip í a Rússneskatr sprengftiflugvélar gera harða loffárás á Kðnígsbcrg í opiriberum tilkynningum frá Moskva segir að lítið sé um hernaðaraðgerðir á austurvígstöðvunum, en báðir hernaðarað- ilar búa sig undir stórkostleg átök. Blað rauða hersins lét svo um mælt í gær, að núverandi aðgerðarleysi á austurvígstöðv- unum væri aðeins „lognið á undan ofsaveðri". Talsmaður þýzku herstjórnarinnar sagði í gærkvöld, að Rússar hefðu byrjað árásir í stórum stíl á Kúbanvígstöðvun- um, báðu megin við bæinn Krimskaja. Um aðgerðir þessar hefur ekki verið getið í sovétfregnum. Öflugar sveitir rússneskra sprengjuflugvéla réðust í fyrri- nótt á borgina Köningsberg í Austur-Prússlandi. Urðu miklar sprengingar í borginni og miklir eldar komu upp. Sögðu flugmennirnir að eldarnir hefðu sézt í 100 km. fjarlægð. Flugskilyrði voru afleit, en aðeins ein af rússnesku sprengju flugvélunum fórst. Þetta er í fimmta sinn þennan mánuð sem Rússar gera loftárás á Köningsberg, sem er mikilvæg hafnarborg og iðnaðarmiðstöð. Lintvinoff, sendiherra Sovét- ríkjanna í Washington er í þann veginn aðl leggja af stað til Moskva, til að gefa stjórn sinni skýrslu. Majskí, sendiherra Sovétríkj- anna í London, ræddi í gær við brezka utanríkisráðherrann, Ed- en. Er það fyrsta viðræða þeirra frá því að Sovétríkin slitu stjórn málasambandi . við Sikorski- stjórnina í London. i tískum flokkum. ASalkrafa SjálfstæSismanna í þessu til- liti var að fá útrýmt þvi póli- tíska misrétti, sem ríkti inn- an Alþýðusambands íslands; og skipulagsbundin tengsl Al- þýSusambandsins og AlþýSu- flokksins rofin. AS formi til hefur þessari meginkröfu nú fengizt framfylgt. ViS erum því sammála því, sem fram kemur í bréfi ySar, aS grund- völlur sá, er aS undanförnu hefur réttlætt sérstök hátíSa- höld SjálfstæSisfl. 1. maí, séu aS þessu leyti ekki leng- ur fyrir hendi. AS vísu eru. þrátt fyrir þetta, enn ýmsar menjar hins pólitíska misrétt- is \ skipulagi einstakra - stétt- arfélaga, 'en þess ætti að mega, vænta, aS stefnan, sem sigrað'i innan allsherjarsam- takanna, Alþýðusambandsins. ryðji sér almennt til rúms innan félaganna. SjálfstæSisfélögin i Reykja- vík, hafa, meS' hliðsjón af framangreíndu, ákveðið að efna ekki til sérstakra hátiSa- halda aS þessu sinni. En viS viS væntum þess þá einni'g, og skírskotum í því sambandi til bréfs y^ar, að þau hátíða- höld 1. maí, sem Fullarúaráð verklýðsfélaganna og Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja gangast fyrir, beri á Framh. á 4. síðu. Mannerheim í Sviss. Finnski fasistahershöfðinginn Mannerheim, er kominn til Sviss, sér til heilsubótar, að því tilkynnt er í útvarpsfregn frá Finnlandi. Heræfingar í Kýpras Bretar hafa byrjað miklar her æfingar á eynni Kýprus, austast í Miðjarðarhafi. Segir í tilkynningunni að þetta séu stórfenglegustu her- æfingar, sem haldnar hafa ver- ið á þessum slóðum, og tekur flugher og sjóliðar þátt í þeim auk landhers. Hæg sókn Banda- ntðnna í Túnis Sókn Bandamanna heldur á- fram á öllum vígstöðvunum í Túnis, en er mjög hæg. Hafa ehgar mikilvægar breytingar orðið síðustu sólarhringana, en fasistaherirnir eiga stöðugt örð- ugra um vörn eftir því sem her- sveitir Bandamanna þrengja að herstöðvum þeirra. Sprengjuflugvélar Banda- manna hafa gert harðar árásir á stöðvar á Sikiley og Suður- ítalíu, þar á meðal borgirnar Messina og Napoli. „Veizlan á Sólhaugunr' Verður leikin 17. maí Frú Gerd Grieg hefur á hen leiksQórnina J Norska leikkonan Gerd Grieg er komin til íslands aftur. í gær áttu blaðamenn viðtal við leikkonuna á héimili frú Soffíu Guðlaugs,dóttur og Hjörleifs Hjörleifssoiiar, þar sem skýrt var frá þeirri fyrirætlun að leika „Veizluna á Sólhaug- um" eftir Ibsen, undir stjórn frú Gerd Grieg. — Lét frú Grieg í Ijós ánægju sína yfir því að vera aftiir komin til íslands. — Verður frumsýning leiksins 17. maí. Leikurinn verður sýndur á vegum Norræna félagsíns. Skýrðd Guðiaiugur Rósinkranz frá því að þáttur úr Gösta Berlings Saga hefði veriS leik- inn á skemmtifundi félagsins, og sá frú Soffía GuSlaugs- dóttir um þá sýningu. Tókst sýningin mjóg vel og var þá rætt um aS æskilegt væri aS sýna fleiri norræn leikrit. Var þá rætt um aS frú Soffía tæki aS sér leikstjórn á „Veizlunni á Sólhaugxun". en hún vildi, ef þess væri kostur, að frú Grieg tæki að sér leikstjórnina og- hefði á hendi aðalhlutverkið. Norska stjórnin tók þessu mjög vinsamlega og veitti frú Grieg leyfi til að koma hing- að qg auk þess var Ferdinand Finne, nafnfrægum búninga- teiknara kgl. norska leikhúss- ins í Osló, gefið sjö vikna leyfi til að teikna búninga og sjá um útbúnað leiksviðsins. Frú Soffía Guölaugdóttir tók það fram að hún hefði gert sitt bezta til að fá frú Giieg til að' leika hlutverk Margrétar, en þaö var ekki að því komandi. Þessir leikendur leika í leikritinu: Valdimar Helgason Framhald á 4. síðu. X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.