Þjóðviljinn - 30.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.04.1943, Blaðsíða 4
Næturlæknir er í Læknavarð- stöðinni í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Ferðafélag íslands æskir góðra Ijósmynda úr Rangárvalla sýslu, svo sem af landslagi, nátt úrufyrirbrigðum, bæjum, sögu- stöðum o. s. frv. Félagið greiðir 10 kr. þóknun fyrir hverja mynd, sem tekin verður í ljós- myndasafn þetta. Aukaþóknun verður greidd fyrir birtingar- leyfi ef til kemur. Myndirnar sendist sem allra fyrst til Þor- steins Jósepssonar blaðamanns c/o dagblaðið Vísir. Myndir, sem ekki verða fyrir vali verða end- ursendar. Frá verkakvennafél. Fram- sókn. Það skal tekið fram, að samkv. samningi félagsins við atvinnurekendur verður ekkert unnið 1. maí nema um matar- framreiðslu sé að r'æða og þó ekki nema til hádegis og borgað verði helgidagakaup. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Orðið í kvöld kl. 8. Aðgöngu- miðasalan er opin frá kl. 2 í dag Gunnar Gunnarsson segir sig úr undafélaginu Gunnar Gunnarsson, rithöf- undur, að Skriðuklaustri, hefur tilkynnt stjóm Rithöfundafé- lagsins að hann segði sig ór Rit- höfundafélaginu. Ástæður fyrir úrsögninni hef- ur hann engar tilgreint, svo eigi verður að svo komnu máli sagt um hvað veldur. • NÝJA BÍÓ 4ÉBi WP TJAENAEtóÓ Evuglettur Brúfiur með eftiukrölu (It Started with Eve). (The- Bride Came Ció.D.) DEANNE DURBIN Amerísfcur gamanleiloar. CHARLES LAUGHTON JAMES CAGNEY ROBERT CUMMINGS. BETTE DAVIS Kl. 5, 7 og 9. Kl. 5, 7 og 9. J 1. ■V- ■ ,Áv'Á Leikfélag Reykjavíkur ORÐIÐ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Tónlistarfélagið Jóhannesarpassían verður flutt í Fríkirkjunni kl. 7 í kvöld. SÍÐASTA SINN Nokkrir aðgöngumiðar til sölu hjá Eymundsen„ Hljóð- færahúsinu og Sigríði Helgadóttur. Kveðjuathöf n Lík Adalsfeins Sigmundssonar fluff norður með Esju Kveðjuathöfn fór fram í gær í Austurbæjarskólanum og Fríkirkjunni, þegar lík Að alsteins Sigmundssonar kenn- ara var flutt um borð í Esju. Árásir Alþýðublaðsins. Framhald af 2. síðu. honum hafði verið vikið úr starfi hjá útvarpinu, fyrir æmar sakir. Lögmál Alþýðu- blaðsins er því: Geri'st þú sekur í starfi, þá skal þér að launum falin æðsta stjórn þess sama starfs. Það er ekki furða þó að Alþýðublaðsmönnunum veröi hverft við þegar heiðarlegir og ■ dugandi menn eins og Steinþór Guðmundsson, eru valdir til trúnaðarstarfa. 1. maí hátíðahöldin. Framh. af 1. síðu. engan hátt flokks-pólltískan lit. Virðingarfyllst (Undirskrift) “ Sósíalistaflokkurinn svaráöi þann 23. apríl á þessa leið: „Vegna bréfs yðar um há- tíðahöld verklýðsfélaganna 1. maí, vill Sósíalistaflokkurinn taka fram, að hann boöar að sjálfsögðu ekki til neinna sérstakra hátíöahalda þann dag. Virðingarfyllst (Undirskrift) “ Alþýðuflokkurinn hefur svarað munnlega, að hann efni ekki til neinna hátíða- halda. Hófst hún í kennslustofu Aðalsteins f Austurbæjarskól- anum. Þar flutti Siguröur Thorlacíus skólastjóri' kveðju frá samstarfsmönnum hans. Ríkharður Jónsson flutti kvæöi og séra Jakob Jónsson flutti bæn. Út úr skólanum báru kist- una, nemendur Aðalsteins, svo nefndir „Færeyjafarar“, en yf- ir leikvöllinn bar stjóm íþróttasambands íslands kist- una, en kennarar Austurbæj- arskólans út af skólalóöinni. Var kistan síðan flutt í Fríkirkjuna. Inn í kirkjima báru kistuna ungmennafélag- ar. Séra Eiríkur J. Eiríksson að Núpi flutti ræðuna í kirkj- unni. Ennfremur talaö’i Sam- úel Davidsson , færeyskur blaðamaður og skipstjóri, sem hér er staddur, nokkur orð í kirkjunni. Út úr kirkjunni bar stjóm Sambands ísl. barnakennara. Skátar stóðu heiðursvörö í kirkjunni og gengn síðan 1 fylkingu á undan kistunni til skips. Nokkurn hluta leiðarinnar til skips báru kistuna mötu- nautar Aðalsteins á Gimli, en síðasta spölinn vinir hans. Mikill mannfjöldi var viö- staddur kveðjuathöfnina. Líkið veröur flutt norður í Aðaldal og jarðsett að Grenj- laðarstöðum. Þeir Þóröur Páls- son, fóstursonur Aöalsteins og Ingimar Jóhannesson, ritari Sambands ísl. barnakennara fylgja líkinu norður. ❖ Samhand ísl. barnakenn- ara og Stéttarfél. barnakenn- ara í Rvík hafa ákveðiö að gefa 500 kr. hvort, samt. 1000 kr. í Menningarsjóð kennara til minningar um Aðalstein Sigmundsson. Áhugamenn 1. maí. Allir þeir áhugamenn, karl- ar og konur, sem vildu taka að sér einhver störf í sam- bandi við daginn, mæti í ski’ifstofu Dagsbrúnar kl. 8.30 í kvöld. 1. maínefndin. Avarpið til reykvískrar al- þýðu. Auk þeirra, sem frá var skýrt í gær, skrifaði undir á- varpiö til reykvískrar alþýðu stjórn Sveinafélags húsgagna- smiða, Ólafur H. Guðmunds- son formaður, Ágúst Péturs- son, Halldór Þorsteinsson, Jón Þoi’valdsson og Helgi Jónsson. DREKAKYN Eftir Pearl Bnck 38? hvort legið væri á hleri, en þegar þar var enginn kom hann aftur og hagði Lao Er hvíslandi röddu allan sannleikann um það hvernig frændinn og kona hans hefðu verið augu hans og eyru í þorpinu, og að dag einn hefði karlinn kom- ið og séð útlenda kassann og stolið honum. Eg hef einnig eyru hér í borginni, sagði Vú Líen bros- andi, og er þau höfðu hlustað nokkra hríð, fundu þau karl- inn, — og fiann sagði Lao Er hvar frændann væri að fínna og hvað hann hefðist að. Lao Er gat ekki annað en dáðst að byggindum þessa manns, sem hafði komizt það hátt hjá óvinunum að þeir treystu honum fyllilega, en þó var hann þeim óháður og hafði njósnara sína um allt. Eg hélt að þú værir á móti okkur, sagði hann, Vú Líen,. og um eitt skeið vildi ég þig feigan. Eg er ekki á móti neinum, sagði Vú Líen og brosti sínu mílda brosi. Ertu þá með okkur? spurði Lao Er. Að svo miklu leyti sem það er skynsamlegt á slíkum tímum, sagði Vú Líen. Og hann sagði Lao Er hvar hann gæti fundið gamla frændann og bætti við: Um þetta leyti dags er hann sjálf- sagt í'ópíumsdái. Farðu seint til Pílviðarkrárinnar, þar er hann að hitta, í innri herbergjunum. Hann bað Lao Er að doka við meðan hann næði í konu sína og börn, og Lao Er sá systur sína, sem nú hafði eign- azt þriðja barnið, svolitla feita stúlku, og þau voru öll svo feit og sælleg að Lao Er ætlaði ekki að trúa sínum. eigin augum. Líður þér eins vel og mér sýnist? spurði hann systur sína, og hún hlö og sagði það vera. Svo varð hún ajvarleg og sagðist vilja óska að hún fengi annað slagið að sjá for- eldra sína, til þess að hún væri fyllilega ánægð. En þú, sagði Lao Er við Vú Líen/ert þú ánægur? Vú Líen svaraði því aðeins þessu: Hver er sá í heimi að hann sé fyllilega ánægður? og brosti hæverskubrosi. Og börnin mösuðu, annaðhvert orð á útlenzku, en hitt á móðurmálinu. Þegar Lao Er hafði skoðað þau öll fói hann, og furðaði sig á að einnig þessi börn voru náskyld honum. Hann fór ekki beint til Pílviðarkrárinnar, því hann vildi hafa föður sinn með sér, og fór því heim, eftir fáförnum vegum sem hann þekkti. Þegar heim kom sagði hann föð- ur sínum einum hvað Vú Líen hefði sagt og Ling Tan fannst hann hefði aldrei heyrt svo furðulega sögu. En þegar hann heyrði að gamli frændinn og kona hans hefði verið njósnarar fyrir Vú Líen, varð hann þungt hugsi og þögull og íhugaði langa stund hvað sú fregn gat boðað, hvað Vú Líen mundi vita mikið og hvort hann mundi nota sér vitneskjuna. Hann spurði son sinn margra spurninga, og Lao Er gat ekki svarað öðru en þessu: Hvort maðurinn er einlægur eða falskur get ég ekki sagt. Vera má að hann sé engum trúr nema sjálfum sér. Ef það er svo, er okkur óhætt, því hann segir þá ekki óvin- unum of mikið, til þess að hann hafi allt sitt á þurru ef þeir verða hraktir burt einn góðan veðurdag. En veit hann um jarðhýsið okkar? spurði Ling Tan. Hver veit, svaraði sonur hans, það er óvarlegt að spyrja hann um slíkt. Viti hann það, hefur hann líf okkar í höndum sér, sagði Ling Tan, og hann formælti konu frændans; hann langaði til að ná í hana, taka fyrir kverkar henni og neyða hana „Veizlan á Sólhaugum“ Framh. af 1. síðu. leikur Bengt Gautason, höfð- ingja á Sólhaugum; Soffía Guðlaugsdóttir: Margré'ti konu hans; Edda Kvaran: Signýu systur hennar; Gestur Páls- son: Guðmund Alfsson, frænda þeirra; Hjörleifur Hjörleifsson: Knút Gæsling konungsfulltrúa; Ævar Kvar- an: Eirík frá Hegg, vin hans; Óiafur Magnússon frá Mos- felli: 1. húskarl; Hermann Guðmundsson: 2. húskarl; Jón Árnason: gest; Siguröur Magnússon: sendiboða kon- ungs og Olga Hjartardóttir leikur þernú. Auk þess er fjöldi aukapersóna. Leikurinn gerist á Sólhaug- um á 14. öld. Jakob Jóh. Smári hefur þýtt leikritið nema kvæðin, þau eru þýdd af Gesti (Guöm. Björnssyni). Páll Isólfsson hefur samið lögin. Lárus Ingólfsson málað leiktjöldin, Ásta Norömann hefur samiö dansana og Rannveig Sölvadóttir sér um búningana eftir teikningu F. Finne. Ágóðinn af sýningunni 17. maí rennur allur til Noregs- söfnunarinnar. Frú Grieg gat sér svo góö- an orðstír fyrir leik simi hér síðast, að allir Islendingar munu nú fagna því, að hún er komin hingaö til landsins aftui' til aö styðja íslenzka leiklist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.