Þjóðviljinn - 03.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.05.1943, Blaðsíða 1
Fjölmentiasta ktröftsganga, sem sézt hefur í Reykjavík Fyrsta-maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Bandalags starfsmmna ríkis og baéja voru hin fjölmennustu sem sézt hafa hér í Reykjavík. Þrátt fyrir óheppilegt veður fylkti alþýða og launþegar Reykjavíkur sér þúsundum saman út á götuna undir merki og kröfur verklýðssamtakanna. Aldrei hefur reykvisk alþýða sýnt betur mátt sinn og vilja til þess að vernda þá sigra sem unnizt hafa og fylkja liði til að vinna nýja sigra. — Deild úr norska sjómannasambandinu tók þátt í kröfu- göngunni undir norskum fána og norsku kröfuspjaldi. Um kl. 1 e. h. hyrjaði fólkið að saí'nast saman við Iðnó ogy skipa sér í gönguna undir fánum verk- lýðsfélaganna. Um kl. 1 hófst gangan. Fremst voru bornir íslenzkur og rauður fáni, þar næst borði með áletrun inni: Öreigar allra landa sam- einizt! — Þá kom lúðrasveitin, íslenzkur og rauður fániogborði með áletruninni: Lifi Alþýðu- samband íslands, og þar næst verklýðsfélögin undir fánum sín um: Dagsbrún, Sjómannafélagið og með því fylking norskra sjó- manna, ev báru spjald er á var letrað: I kamp for et frit Norge. Þá kom Verkakvennafélagið Framsókn, Iðja, Járniðnaðar- mannafélagið, Múrarafélagið og hin ýmsu félög hvert af öðru. Gengið var um þessar götur: Vonarstræti, Suðurgötu, Tún- götu, Garðastræti, Öldugötu, Vesturgötu, Hafnarstræti, Hverf isgötu, Frakkastíg, Skólavörðu- stíg og Bankastræti. Öllum ber saman um að þetta hafi verið Inagstærsta kröfu- ganga, sem sézt hefur hér í Reykjavík og er áætlað að 5—:6 þús. manns hafi verið í göng- unni þegar hún fór niður Skóla- vörðustíginn. Fjöldi rauðra og íslenzkra fána voru bornir í göngunni, asamt kröfuspjöldum. Auk þeirra, sem áður er getið má nefna þessar kröfur: Lifi banda- lag þjóðanna í baráttunni gegn fasismanum; Verndum sjálf- stæði íslands; Verndum8stunda vinnudaginn; Aldrei aftur at- Framh. á 4. síðu. beianig isiei níiu snlfli a Hæffumerkí verdur ekkí gefíð nema ism raunverulega árásarhæffu sé ad ræða — Fólk er ámínnf um að vera sem mínnsf á ferlí medan á æfíng- unní sfendur Agnar Kofoed Hansen kvaddi bláðamenh á fund sinn í gær og skýrði þehn frá því, að á morgun yrði haldin loftvarnaæfing hér í bænum með öðru sniði en verið hefur til þessa. Verður æfing þessi boðuð á ákveðnum tíma, sem er kl. 21 og á að standa til kl. 22,30. Fer hún fram með þeim ó- venjulega hætti, að hættumerki verður ekki gefið og í æfing- unni taka aðeins þátt loftvarna- sveitirnar, en ekki allir borgar- arnir, eins og verið hefur til þessa. Verði hættumerki gefið á þeim tíma, sem æfingin stend- ur yfir, þá vetður um raunveru- lega árásarhœttu að ræða og ber þá öllum að haga sér samkvæmt því. Æfing þessi fer fram í sam- vinnu við setuliðið og munu setu liðsmenn afhenda mönnum úr Framhald á 4. síðu lissirnlD sandi lil Rllniði Ríkisstjórnin féllst á kröfur Alþýðusambandsins um samn- inga um kaup í vegavinnu og annarri vinnu. Varð því ekkert af því að t|l verkf alls kæmi, en það átti að hefjast í gær, ef samningar hefðu ekki tekizt fyrir þann tíma. Það var krafa Alþýöusam- bandsins, að unnlð yröi í vegavinnu samkvæmt núgild- andi samningum verklýðsfé- lags innan sömu sýslu, sem næst er þeim stað sem unnið er á, og féllst ríkisstjórnin á þá kröfu. Kaffitímar eru hinir sömu og verið hafa, ennfremur önn- ur hlunnindi, svo sem ókeyp- is matreiösla og flutningar o. þ. h. Unnið var að því síðari hlutai dagsins í gær, að skipta landinu niður í kaupgjalds- svæði. Verður nánar skýrt frá þessu máli í Þjóðviljanurn á morgun. Mjólkurverð 1,40 kr. kjöt 5,20 BúnaðarfélagiO hindrar ráigerða verðlækkun Mjólkurverð hefur nú verið ákveðið 1,40 kr. lítir og kjöt- verð 5,20 kr. kílóið í heild- sölu, en 5,90 kr. í smásölu, Heimilt var að lækka verð á mjólk niður í 1,30 kr. og heild- söluverð á kjöti niður í 4,80 kr., að fengnu samþykki Bún- aðarfélags íslands. Því var lýst yfir á Alþingi, að vissa væri fyrir að samþykki Bún- aðarfélagsins fengist og mundi verðið því lækka niður í þess- ar upphæðir. Búnaöarfélagið hefur þann- ig hindrað að* mjólkurverð lækki ofan í 1,30 kr. og kjöt verð ofan í 4,80 kr. Þessi framkoma Búnaðarfélagsins hlýtur að vekja hina mestu furðu, pegar tekið er tillit til áöur gefinna yfirlýsinga á þingi, og þess að lækkun þessi átti að verða bændum að kostnaðarlausu. Hér virðist því vera beinlínis um það að ræða, að ráðamenn Búnaðar- félagsins vilja koma i veg fyr- ir verulega verðlækkun á þess- um neyzluvörurn, hvað sem það kostar. Bandarík^amenn faka Mafeur \ Bandarískur her tók í gær bæinn Mateur í Norður-Tún- is, en sá bær er aðeins 32 km. frá hafnarborginni Biz- erta. Franskar hersveitir sem sækja fram í nyrztu strand- héruðunum, eru aðeins 25 km. frá Bizerta. Tod efla Pfíd ái sllh sbíd ddMDd Russa FiQa iHecDDi as fulln Stalín fer lofsamlegum orðum um Siernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna, í dagskipun sinni 1. maí Þýzki herinn hefur fengið mikið högg og þungt af vetrarsókn rauða hersins, segir í dagskipun, sem Stalín gaf rauða hernum 1. maí. ' „Tvö eða þrjú slík högg mundu ríða Hitlershernum að fullu, og þau munu greidd miskunnarlaust. Stalin rekur í dagskipun þessari gang hernaðaraðgerðanna síðustu mánuðina og leggur áherzlu á hina vaxandi erfiðleika Þjóðverja. Hann lofar mjög frammistöðu Bandamannaherjanna í Norður-Afríku og loftárásirnar á Þýzkaland, og lýsir því yfir, að Sovétríkin og bandamenn þeirra muni berjast einhuga þar til Hitler-Þýzkaland hefur verið knúð til skilyrðislausrar upp- gjafar. „Dagskipun Stalins 1. maí er ekki einungis, líkt og allar dagskipanir hans frá striðs- byrjun, mjög þýðingarmikil stefnuyfirlýsing", segir stjórn- málaritstjóri enska blaðsins- „Observer". „Dagskipunin hlýtur einn- ig að teljast ágætur pólitísk- ur sigur fyrit Bandamanna- þjóðirnar. Hún hefur gert að engu bollaleggingar um á- greining milli Breta og Bandaríkjamanna annarsveg- ar og Rússa hinsvegar um hernaðarreksturinn. Hún ger- ír að engu þær vonir, sem Hitler kynni að hafa gert sér um að reka fleyg milli þjóða Bandamanna og sérfrið í vestri eða; austri. Slíkar vonir, sem samkvæmt sænskri fregn • voru þegar orðnar að „hvislherferð" um væntanlegan sérfriö við Rússa voru einkanlega rökstuddar með fjarveru Rússa á Casa- Framh. á 4. síðu. Arás á norskan sjómann Aðfaranótt s. 1. laugardags var ráðist á norskan sjómann hér í bænum. Skýrði hann frá því, að hann hefði verið í bíl með íslenzkum karlmanni, ame- rískum sjóliða og tveimur ís- lenzkum stúlkum. í miðbænum staðnæmdist bifreiðin og fóru allir karl- mennirnir út úr bifreiðinni. Réðust þá ameríski sjóliðinn og , íslendingurinn á hann. börðu hann og rændu af hon- um armbandsúri'. Var sjómaöurinn illa úteik- inn. Fötin rifin og efri góm- ur (falskur) brotinn. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.