Þjóðviljinn - 03.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.05.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JÓÐ VILJINN Þriðjudagur 3. maí 1943 \ Hitaveltan Trésmiði og verkamenn vantar nú strax í Hitaveitu- yinnuna. Skráning kl. 11 til 12 daglega. Miðstræti 12, skrifstofan. Höjgaard & Schultz, A’/S. Æfing fyrir hverfaslökkviliðin verður haldin á íþróttavellinum þriðjudaginn 4. maí 1943. Meðlimir sveitana 10—20 gjöri svo vel og mæti kl. 20.15 og úr hverfunum 20—30 kl. 21. 30—40 kl. 21.30. Menn eru áminntir um, að mæta stundvíslega. LOFT V ARN ANEFND. Loftvarnaæfíng Loftvarnanefnd Reykjavíkur hefur ákveðið að halda loftvarnaæfingu miðvikudaginn 5. maí n. k., kl. 21.00 til 22.30. Æfing þessi er einungis fyrir loftvarnasveit- irnar og er þeim skylt að mæta á bækistöðvum sínum. Engin hljóðmerki verða gefin, svo hættumerki sem kynni að vera gefið á þessum tíma táknar því raun- verulega hættu. Þótt almenningi sé ekki ætlað að taka þátt í þessari æfingu, væri æskilegt að fólk væri sem minnst á ferli meðan æfingin stendur. f LOFTVARNANEFND. FLoti bandaríkja norður-ameríku er reiðubúinn að taka á móti leigutilboð- um frá eigendum eða umboðsmönnum skipa af ýmsum stærðum, af þeirri stærð, er að neð- an greinir. Leigutilboðin skulu miðast við ákveðnar vikulegar greiðslur, aukagreiðslur né breytingar á vísitölu greiðast ekki, fyrir tímabil upp á eitt ár, sem byrjar 1. júlí 1943. Ríkisstjórn Bandaríkja Norður Ameríku áskilur sér rétt til þess að taka hverju/tilboðanna sem er, eða hafna öilum. Tilboðin séu óháð því hvert farið er eða hvað flutt er. Eigendur leggja til áhafnir skipanna. Skipin verða að vera ábyrgst sjófær. Eigendur taka að sér alla áhættu og greiða allan kostnað af rekstri skip- anna. Skipin verða að vera tryggð. Reykjavík: Eitt yfir 200 brútto smálestir tvö 150 til 200 brútto smálestir. fimm. 100 til 150 brútto smálestir. þrjú 75 til 100 brútto smálestir. eitt 30 til 40 brútto smálestir. tvö 20 til 30 brútto smálestir. eitt 10 til 20 brútto smálestir. eitt undir 10 brúttúsmálestir. Akureyri: Eitt 100 til 150 brútto smálestir. eitt 75 til 100 brútto smálestir. eitt 50 til 75 brútto smálestir. eitt 30 til 40 brútto smálestir. Búðareyri: Eitt 50 til 75 brútto smálestir. eitt 10 til 20 brútto smálestir. Reykjaskóli: Eitt undir 10 brútto smálestir. Seyðisfjörður: Eitt 50 til 75 brútto smálestir. eitt 30 til 40 brútto smálestir. eitt 10 til 20 brútto smálestir. Vcí ykkur þér hræsnarar l IMIM. Hnini rislra in- öita oi rfttslrar unbOtaslM raar, Iripar li rðtlaelar aiMar Einhver viðurstyggilegasta hræsni, sem lengi hefur sézt á prenti er það sem Hrifluunginn Þórarinn Þórarinsson lét frá sér fara á hátíðis degi verkalýðsins 1. maí. Þann dag dirfist þessi piltsnáði, nýkominn fra því að taka þátt í því með öðrumt Framsóknarlýð, að svíkja alþýðu þessa lands um róttækar umbætur, róttækar aðgerðir gegn stríðsgróða- valdinu og virkilega umbótastjórn, að koma fram fyrir fólkið til að hvísla því að því með Hriflubros á vör, að nú skuli það bara heimta „róttæka umbótastjórn“ og „róttæk- ar aðgerðir" og það skuli fá það, ef það bara beygi kné fyrir Hriflulið- inu, en yfirgefi Sósíalistaflokkinn. Það er þörf á að taka snáða sem þessa svo í gegn fyrir hræsni sína að þeir verði sér opinberlega til skammar. Sósíalistaflokkurinnn bauð Fram- sóknarflokknum samvinnu á síðasta þingi um róttækar umbætur, til að framkvæma á því þingi. í fjóra mánuði sátu fulltrúar Sósí- alistaflokksins á fundum með fuíl- trúum Framsóknar. Samvinna. fékkst ekki um eitt einasta mál. — Svona var viljinn til að framkvæma „rót- tækar umbætur“ í þessum herbúð- um. — Og nú eru þessir hræsnarar sendir fram í Tímanum, til þess að þvaðra um „róttækar umbætur“ við verkalýðinn, sem Framsóknarflokk- urinn aðeins vill kúga!! Sósíalistaflokkurinn bauð jafn- framt Framsóknarflokknum að at- huga um möguleika á samstarfi um róttæka umbótastjórn í landinu. í fjóra mánuði var nefnd frá báðum aðiljum að rannsaka það mál. — ÞAÐ KOM ÞÁ í LJÓS AÐ FRAM- SÓKN GERÐI KAUPLÆKKUN HJÁ VERKAMÖNNUM AÐ SKIL- YRÐI FYRIR ALLRI SAMVINNU! Það kom ennfremur í Ijós að Fram- sókn gerði það að skilyrði fyrir þátt- töku í slíkri stjórn að ekki væru framkvæmdar róttækar umbætur á framfærslulöggjöfinni. Það kom i ljós að hver einasta umbót verka- lýðnum til handa átti að seljast, — og seljast okurverði, — og mátti alls ekki vera róttæk! Þessir Framsóknarprangarar ótt- uðust auðsjáanlega ekkert eins mik- ið og róttæka umbótastjórn. Og til þess að ekki væri hægt að villast um vilja þeirra endurkusu þeir 1 miðjum samningunum Jónas frá Hriflu sem formann sinn! Og svo koma þessar persónur og þvaðra um „róttækar umbætur" undir vernd Jónasar frá Hriflu og „róttæka um- bótastjórn“ til þess að koma á kaup- lækkun. Það sem þessar persónur eru að reyna að gera er að spilla fyrir því að samvinna takist milli verka- manna og bænda, samvinna um rót- tækar umbætur og róttæka umbóta- stjórn. Svo hræddir eru þessir hræsn arar við sín eigin orð, ef þeir eru teknir á þeim og reynt að knýja þá til að standa við þau, að þeir hlaupa þá bara heim af þingi frekar en vinna alþýðunni eitthvað til gó/Ss. Það/ sýndi sig bezt, þegar knýja átti þessa útjöskuðu húðarklára stríðsgróðavaldsins, þessa herra gerðardómsins og höfunda skattfrels- islaganna, tii þess að standa við lof- orð sín um að afnema varasjóðs- hlunnindin fyrir 1942. Þegar þeir sáu að Sósíalistaflokknum var full alvara og frumvarp var komið fram frá honum um málið, þá lögðu þessir ræflar niður rófuna og löbbuðu hið snarasta heim af þingi eins og barðir hundar. Og svo senda þeir Þórarinn litla til að gelta í Tímanum um róttækar umbætur!! Hvaða menn hafa unnið til opin- berrar húðstrýkingar fyrir framferði sitt, ef ekki svona hræsnarar, — enda eru þeir nú að meðtaka þá verðugu refsingu hjá almennings- álitinu. Ef þeir halda hinsvegar að þeim takist með lygunum í Tímanum og skefjalausri hræsni að spilla fyrir því að bandalag verkamanna og bænda verði skapað hér á ísland, þá skjátlast þeim. Bandalag verka- manna og bæúda um róttækar um- bætur, um róttæka umbótastjórn Hafnfirðingar! Hýja matvöruverzlun hofum víð opnad á Kirkfuvegí 18 Hvert er fyrsta verka- mannafélag á (slndi ? « í sambandi við' samemingu Verkamanna á Akureyri í eitt félag, Verkamannafélag Akur eyrai’kaupstaöar, var þess get- iö hér í blaðinu aö á undan Verkamannafélagi Akureyrar, því er stofnað var 1906, heföi starfað „Gamla Verkamanna- félagið“ eins og þaö er kallað. Hiö nýstofnaða Verkamanna- félag Akureyrarkjaupstaðar hefur nú erft Verkamannafé- lag Akureyrar að eignum þess, en meðal þe'irra er sjóö- ur, sem Gamla Verkamanna- félagið hafði arfleitt arftaka sinn, Verkam.fj. Ak., að. Þjóðviljanum hafa borizt þær upplýsingar um Gamla Verkamannafélagið út af því að stofnár þess var skakkt til- greint, að það hafi verið stofnaö í júlí 1894. I stjóm þess voru þá kjörnir: Jóhann- es Sigurðsson formaður, Ol- geir Júlíusson ritari, Magnús Jónsson frá Hamarskoti gjald keri. 1896 fór formaðurinn til Ameríku og var þá Lárus Thorarensen kosinn formað- ur, Olgeir var áfram ritari en Kristján Nikulásson gjaldkeri. 1907 var félagið formlega lagt niður og sjóður þess afhentur hinu nýstofnaða Verkamanna félagi Akureyrar, með sérstök- um skilyrðum. Svo sem kunnugt er vax Báran í Reykjavík stofnuð í nóvember 1894. Það er nú rannsóknarefni sagnfræðingum verklýðshreyf- ingarinnar, hvort Gamla Verkamannafélagið á Akur- eyri sé ef til vill fyrsta verka- lýðsfélagið á íslandi. verður skapað, — skapað án Fram- sóknarafturhaldsins, án Hrifludraug- anna, fyrst þessar útjöskuðu þjóð- stjórnarkempur kjósa heldur að þjóna áfram afturlialdinu — með kauplækkunarkröfum — og svíkja áfram alþýðuna en vinna sem heiðar legir menn að róttækum umbótum á kjörum og réttirtdum íslenzkrar alþýðu. DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egrgv soðin og hrá. Kaf fisalan Hafnarstræti 16. Kaupendur Þjððviljans Hafið þið náð ykkur í nýja heftið af RÉTTI Hringið f' síma 2184 og gerizt áskrifendur. «<><><><><><><><><><><><><>•<><>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.