Þjóðviljinn - 06.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.05.1943, Blaðsíða 2
2 ? JÓÐVILJINN Ftmmtudagur 6. mai 1943. TILKYNNING um gafðáburd Þeir Reykvíkingar, sem pöntuðu garðáburð hjá bænum í vetur, vitji hans á Vegamótastíg kl. 9— 12 og 1—7 virka daga. Ræktunarráðunautur bæjarins. AÐALFUNDUR Ferðafélags fslands l^erður Kaldinn í OddfelIowKúsinu þriðju- dagskvöldið þ. II. þ. m. og Kefst kl. 9. DAGSKRÁ SAMKVÆMT FÉLAGSLÖGUM Að loknum fundi les Skúli Skúlason, ritstjóri, upp kafla úr árbók F. í. um Rangárvallasýslu og sýndar verða> nýjar myndir frá Tindafjallajökli teknar af Páli Jónssyni en útskýrðar af Stein- þóri Sigurðssyni. Dansað til kl. I. Félagar sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN Höfum opnað aftur HROSSAKJ0TSMARKAÐ á Vesturgötu 16. SALTAÐ TRIPPAKJÖT í 1 20 kg. tunnum eða kr. 3,30 kg. í 60 kg. tunnum eða kr. 3,40 kg. í lausri vigt kr. 4,00 kg. FROSIÐ TRIPPAKJÖT í smábitum: frampartar REYKT TRIPPAKJÖT í smábitum: frampartar kr. 396,00 — 204,00 4,00 kg. 3,40 — Fólk er beðið að athuga, að markaðurinn stend ur aðeins skamman tíma. (&<><><><> o<><><><>o-o<><><><í><> MUNIÐ Kaffisöluna AUGLÝSIÐ í ÞJÖÐVILJANUM Hafnarstræti 16 o< >000000000000000 Stúlka helst*vön innanhússtörfum ósk- ast á létt heimili, að Stóra- Fljóti, Biskupstungum, í vor og sumar. / Mætti hafa barn með sér. Upplýsingar á Vatnsstíg 10 kl. 1—3 og í síma 2184. >0-0*00000-0-0-00-00-0-0-0>' DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 1 6. 00000000000000000 KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Baráttudagur verkalýðsins Baráttudagur verkamanna 1. maí er gengin um garð. Hann sýndi að meðal launastétt- anna og allra alþýðumanna er nú ríkjandi meiri samheldni en nokkru sinni fyrr. Þetta er hin jákvæða hlið dagsins, og verður þýðing hennar naumast ofmetin. En fyrsti maí sýndi líka, að meðal andstæðinga alþýðunnar, er mark- visst að því unnið, að gera þennan dag að innihaldssnauðum hátíðis- degi, eitthvað í líkingu við jólin, og þurrka þannig út hinn rétta svip dagsins — baráttusvipinn —. Fyrsti maí er baráttudagur verkamanna, og annarra alþýðustétta. Hann er baráttudagur þeirra stétta, sem búa við skarðan hlut í þjóðfélaginu; þann dag sýna þær alþjóð kröfur sínar og mátt sinn, hann er dagur þeirra „lýða“ „er útskaga áður of byggðu“ en gera nú kröfur til að ráða löndum. Verið á verði alþýðumenn! Enginn skyldi halda að það sé til- viljun ein, að reynt er nú að halda því fram, að fyrsti maí eigi að vera „hátíðisdagur“ verkamanna, inni- haldslaus og sviplaus, sem eigi að hefjast með virðulegum „haleljúja hátíðahöldum“ og enda með skríls- legum fylliríissamkomum eins og þær gerast verstar hjá úrkynjaðri og auðvirðilegri yfirstétt. Vel má vera, að samkomur þær, sem haldnar voru hér að kvöldi fyrsta maí, hafi verið mjög i þessum stíl, og mega þeir menn, sem að því hafa stuðlað, að gefa þeim slíkan blæ, vissulega heita andstyggð alþýðustéttanna og allra góðra manna. En þetta var úturdúr. Við hverf- um nú aftur að efninu. Fyrir tuttugu árum barðist yfir- stéttin og hlaupagikkir hennar úr alþýðustétt gegn samtökum alþýð- unnar og þeim ytri táknum, sem þau sýndu fyrsta maí, með háði, spotti, grjótkasti og barsmiðum. Þessum vopnum "var lengi og vasklega beitt, en vasklegar var þó varizt, og vasklegust voru gagnáhlaup alþýðunnar. Alþýðan kunni að verjast og sækja í senn, af því meðal annars, að köpuryrðum, grjótkasti og áflogin fyrsta maí, færðu henni heim sanninn um, að hún átti stéttar andstæðingi að mæta, andstæðingi sem ekkert hafði henni að bjóða annað en fjandskap. En nú eru samtök verkalýðsins og annarra alþýðustétta orðin svo voldug og sterk að andstæðingurinn þorðu ekki að beita þau vopnum háðsins, grjótkastsins né áfloganna. Nú eru vopnin svívirðilegt smjað- ur, og þvaður um að fyrsti maí eigi að vera hlutlaus og litlaus hátiðis- dagur. Gegn þessum vopnum ber alþýð- unni að vera á verði, þau eru hættu- legri en gömlu vopnin, því þau geta valdið því, að alþýðustéttirnar gleymi að það er andstæðingur, sem ber þau. Munið það alþýðumenn að fyrsti maí er vígður baráttunni fyrir bætt- um kjörum og auknum réttindum hinna vinnandi stétta og þeirri bar- áttu verður ekki lokið fyrr en hinar vinnandi stéttir ráða þjóðfélaginu, framleiðslutækjum þess, auðlindum þess og stjórnarfari. Stéttarandstæðingarnir tala Auðvitað hafa blöðin gert fyrsta maí að umræðuefni, andstæðinga blöð alþýðustéttanna eru mjög ó- ánægð yfir því að dagurinn bar fyrst og fremst hinn rétta svip stéttfarbaráttunnar. Morgunblaðið segir svo um þetta efni; „Hinn rauði byltingafáni var höfuð tákn kröfugöngunnar. — Krafan um, að kommúnisminn lifi, sem að visu var framsett í kröfunni: „Lifi sovét- rikin“, hefur sennilega verið letruð á gamalt kröfuspjald frá fyrri tím- um, en í ógáti slæðst með. „Inter- nationalen“ og byltingasöngvar voru aðalviðfangsefni lúðrasveitanna. Hvergi stóð: „Lifi ísland". Verkamenn verða og eiga að gera betur. Þeir verða að sýnS þjóð sinni þjóðleg og virðuleg hátíðahöld, sem eru stéttinni í heild samboðin. Þeir mættu taka sér til fyrirmyndar sjó- mannastéttina, sem hefur gert Sjó- mannadaginn að hjartfólgnum degi allrar þjóðarinnar“. Hinn rauði fáni Það er rétt hjá Morgunblaðinu að fyrsti maí var að þessu sinni, sem endra nær, háður undir hinum rauða fána verklýðshreyfingarinnar og undir þeim fána mun þessi dagur verða háður, sem baráttudagur, unz ríki verkalýðsins er stofnað. Það er árangurslaust' fyrir yfirstéttina að skríða í sauðargæru til alþýðusam- takanna, henni mun ekki takast að slæva baráttuþrótt þeirra, með smjaðri og glamri um virðuleg há- tíðahöld, ekki fremur en henni tókst að feygja verjur hennar með háði, né brjóta vopn hennar með grjót- kasti. — En þó þrátt fyrir allt — íslenzka alþýða gættu þín. Þú hefur unnið glæsilegan sigur, það er meiri vandi að neyta sigurs en vinna hann, og andstæðingurinn beiðr öðrum aðferðum gegn sterk- um og sigrandi andstæðingi, en þeim sem aflvana er talinn. Hinar nýju aðferðir líta oft út sem virðuleg vin- arhót, þær eru hættulegar. Baráttan undir rauða fánanum má aldrei slævast. fliið dDilir Verkamennimir, sem imniö hafa hjá hitaveitunni, eru sem óðiast aö fara þaöan. Vinnuflokkur einn, sem ný- lega taldi um 60 manns, tel- ur nú um 30. í sumum til- fellum hefur varla veriö unnt aö framkvæma ákveöin verk. sökum mannfæðar. Verkamenn sækja sér vinnu í aðrar áttir. Til dæmis er vit- aö, að brezka setuliöið hefur háft þá framsýni, aö ráöa til sín nokkur hundruð valdra verkamanna í flugvöllinn, þar sem þeir fá ca. 400 krónur á viku, móts viö ca. 250 hjá hitaveitunni. Hversvegna eru verkamenn svo tregir til að fara i hita- veituna og hversvegna flyja þeir hana? Er það af því, að firmaö Höjgaard og Schults sé svo illa þokkáö sökum gam- alla synda? Nei', þaö er ekki aöalástæöan. Aöalástæðan er súyaö i hita veitunni er unniö aöeins í 8 stundir á ciag, en í setuliös- vinmmni er mmiö i 9 tii 10 stundir daglega. Þáö er, verka mennirnir sækjast eftir lengri vinnu en þeirri, sem í hita- veitunni er unnin. Þó er þetta aöeins hálfur sannleikur. Allur sannleikur- inn er sá, aö kaup verka- manna er of lágt, svo lágt. þrátt fyrir grunnkaupshækk- ihmioiii 7 anir síöasta ái’s, aö meöal fjölskyldur komast af með naumindum, ef unnin er að- eins dagvinna. Ég veit, iað stríösgróöa- mönnunum mun þykja þessi staöhæfing ósvífin. En verka- mannaheimilin munu vera mér sammála samt. Hér verða ekki ræddar aö- stæöur þess, aö kaupiö fyrir 8 stunda dagvinnu er of lágt. En staðreyndin um flótta verkamanna úr hitaveitunni sýnir, hvert stefnir. Þaö hafa komiö fram há- værar raddir rnn nauösyn þess, áö vinnutíminn í hita- veitunni yrði lengdur, til þess aö hún fengi bæöi nóg af mannafla, valið liö, og tll þess aö verkiö gengi sinn nauösyn- lega gang. Ég hefi ástæöu til aö ætla, áö Höjgaard og Schults vilji ákveöið lengja vinnutímann. ÞaÖ er og ástæða. til áð ætla verkfræðingum hitaveitunnar sömu skoðanir. En hvar er andstaðan? And- stáöan er hjá bæjarráði og bæjarstjóm. Bæjarráð veit vel aö gangur hitaveitunnar er aö komast í óefni sökum vönt- unar á verkamönnum og mannvali. Samt er þumbast á móti því aö skapa þau skil- yrði, aö verkamenn vilji vinna verkiö, það er að láta vinna 1—2 stundir í eftir- vinnu. Á þessu er engin skynsam- leg skýring nema ein, og hún er þessi: Atvinnurekendur og þar meó bærinn, voru í fyrra knúöir til aö viöurkenna 8- stunda vinnudaginn. Þeir vita vel áð dagkaup verkamanna er of lágt. Þeir vita einnig, að vísitalan er langt frá því aö vera, rétt spegilmynd dýr- tíðarinnar og aö hún er út- reiknuö á kostnaö launþega. Þessvegna hugsa atvinnu- rekendur sér, áö láta vuuia aöeins 8 stundir fyrír núgild- andi kaup, til þess aö gera verkalýðinn óánægöan meö 8- stunda vinnudaginn, reyna þannig aö undirbúa afnám hans viö fyrsta tækifæri, og innleiða 9—10 stunda vinnu- dag með svipuðu grunnkaupl og verkamenn fá nú fyrir 8- stunda vinnudag. Þannig er áætlun stórat- vinnurekenda, og áð fram- kvæmd hennar stefna, þeir markvisst. Þetta er líka skýringin á því, að bæj arst j órnaríhaldið 'er aö stefna framkvæmd hita- veitunnar í voöa með fram- feröi sínu. Fyiir þessa menn er aðeins um tvennt aö velja: AnnaÖhvort að lengja vinnu tímann um eina eöa tvær * stundir og tryggja þar með Framh. á 4. síðu. )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.