Þjóðviljinn - 07.05.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.05.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. maí 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 ^lðaviUINM J Útgefanái: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Ekiar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhj<»rtarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (I. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Fólkið verður að taka til sinna ráða Alþingi er í sjálfheldu. Meiri hluti þings hefur ekki feng- izt til þess a'ö mynda raun- verulega stjórn fólksins, rót- tæka umbótastjóm. Meirihluti hefur heldur ekki fengizt til þess að mynda stjórn gegn fólkinu, í stíl viö gömlu þjóö- stjómina. — Það er ekki út- lit fyrir aö gangi né reki með þessi mál, fyrr en fólkiö. sjálft lætur til sín taka, til þess aö fá vilja sinn fram. Og fólkiö hefur fyrst og fremst eina aöferð þi 1 þess. að láta til sín taka milli kosn- inga: Beita áhrifavaldi sam- taka sinna. Alþýöusambandiö hefur þeg ar vísað veginn í þessu efni. Þing þess fól samoandsstjórn aö „gera áhrif alþýðusamtaK anna gildandi í stjóm lands- ins“. Og það átti ekki aö láta þar viö staðar numið, heldur og aö vinna aö því, aö al- þýöan „taki forystu þjóðar- innar í sínnar hendur í ná- inni samvinnu við aðrar vinn- andi stéttir landsins“. Og þaö er skýrt tekið fram rnn leið, í þessari ályktun, hvert stefnt sé, með þessum lokaoröum: „Þar af leiðandi getur verka lýðin-inn ekki sætt sig við smávægilegar ívilnanir, heldur verður hann ásamt annarri alþýðu íslands, að tryggja sér þau völd í þjóðfélaginu, er geti gert markmið verkalýðs- hreyfingarhmar að veruleika“. í Alþýöusambandinu em yf- ir 19 þúsund vinnandi menn og konur. Meö fjölskyldum þeirra er hér um aö ræöa fjölda, sem er áreiöanlega yf- ir 60 þúsund manns. Alþýðu- samba;ndiÖ er fulltrúi fyrir meirihluta íslenzku þjóðar- innar. Þar viö bætist svo, að fleiri samtök vinnandi manna á íslandi munu vera fylgjandi sömu stefnu og fram kemur í þessari ályktun Alþýöusam- bandsins. Þau samtök þarf sem fyrst aö tengja saman' í því bandalagi, sem ályktun Alþyöusambandsins ætlast til að mynduö sé, til þess áð framkvæma þessi verkefni. Alþingi er í sjálfheldu vegna þess jafnvægis, sem er á milli stéttanna, auömanna og verka manna. Ef takast á aö breyta þeim kraftahlutföllum skjót- lega, án nýrra kosninga, þann ig aö alþýðan r^t: tekiö for- 'ystuna í í le 1 :kum vstjóm- Sjálfstædísmálíd Sósialisfaflokkurínn bauð hinum flokkunum samsfarf um flausn þess stórmáls, en þeír fóku ekkí boðínu Svo sem áður var frá skýrt skilaði stjómarskrámefndin áliti sínu um stjómarskrá lýðveldisins íslands strax í byrjun reglu- legs Alþingis 1943. Hefur áður verið skýrt frá innihaldi álitsins og fmmvarpi nefndarinnar. Sósíalistaflokkurinn reit þá strax hinum þrem þingflokkunum svohljóðandi bréf: „Vér leyfum oss hér með að leggja til við yður að flokkar vorir hafi samstarf um, að lýðveldisstjómarskrá sú, sem nú er að fullu undirbúin af milliþinganefnd í stjómarskrármálinu nái sam- þykki þjóðarinnar í sumar og verði samstarfið með eftirfarandi hætti: ,1. Fulltrúar flokkanna flytja sameiginlega stjómarskrárfrum- varpið nú þegar á þessu þingi, áður en því verður frestað, — svo framarlega sem ríkisstjómin ekki tilkynnir flokkunum, að hún múni nú þegar leggja það fyrir þingið. 2. Flokkamir hafi samtök um að hraða málinu gegn um þing- ið, svo það sé afgreitt fyrir þingfrestun. 3. Flokkarnir ákveði, að þjóðaratkvæðagreiðsla um samþykkt frumvarpsins skuli fara fram í sumar eða í síðasta lagi í septem- ber í haust. 4. Flokkarnir skipi nefnd manna, til þess að stjóma sameigin- legrnn áróðri fyrir samþykkt stjórnarskrárinnar'og þátttöku í kosningunum. Vér höfum skrifað öðrum flokkum þingsins samskonar tilboð. Vér væntum heiðraðs svars yðar hið allra fyrst“. Það ætti ekki að þurfa aö leiða rök aö því, hver nauö- syn var á því aö íslendingar tækju höndum saman um aö afgreiöa þetta mál fljótt og vel. í tæpar sjö aldir hefur þjóö vor búiö viö erlenda á- þján, og nú loks, þegar sá tími er kominn aö vér getum áö fullu gengiö frá myndun sjálfstæðs lýöveldis á Islandi, málum, þá þurfa vafalaust hin beinu áhrif frá fólkinu sjálfu aö koma til skjalanna, — samtök hins vinnandi fólks í landinu þurfa að knýja á, svo upplokiö verö'l fyrir þeim. Alþingi vísaði einu helzta máli þingsins, dýrtíöarmálinu í raun og vem til þessara samtáka til úrlausnar. Al- þingi viðurkenndi aö þaö væri máttlaust til þesai aö leysa þetta vandamál, nema í sam- starfi við þessi samtök hins vinnandi fólks. Alþingi getur heldur ekki myndaö raunhæfa lýðstjóm 1 landinu, róttæka umbóta- stjóm, nema í samvinnu viö þessi samtök alþýöunnar. Og einungis meö slíkri samvinnu yrði þaö tryggt, aö slík stjóm, þegar m.vnduð væri, yröi í svo o-hiu sambandi við fólkiö, að hún ekki brygöist því, heldur framkvæmdi stefnu þess. Mál málanna nú er að Al- þýöusambandiö og önnur sam tök hins vinnandi fólks myndi nú þegar sín á milli banda- lag alþýöusamtakanna og skapi þar með þann sterka grundvöll, sem þarf til þess aö hægt sé aö reisa róttæka umbótastjórn fólksíns á hon- um. þá er sem vissir aöiljar hiki og vilji draga máliö sem mest á langinn. ÞaÖ var vilji meirihluta ís- lenzku þjóðarinnar aö koma á lýðveldi á Islandi 1942. Viö það var hætt sökum erlendr- ar íhlutunar. Allir muna hvernig Fram- sóknarflokkurinn kom fram í því máli, þegar hann geröi þaö að skilyröi fyrh aö vera með í þjóðlegri einingu, aö réttmæt breyting á kjördæma skipuninni yrði látin niöur falla. — Og enn virðist það fyrst og fremst vera Fram- sókn, sem streitist á móti' því, að stjómarskrármálið væri af- greitt í sumair. Þaö er íslenzku þjóðinni lífsnauösyn, aö sýna það út á viö, aö í sjálfstæðismáli sínu sé hún ein, sterk, hiklaus heild. ÞaÖ er þung ábyrgö, sem hvílir á hverjmn þeim flokk, sem þar skerst úr leik. Þaö kom greinilega fram’ í ræöu Ólafs Thors, daginn sem þinginu var frestaö, aö raunvemlega hefði Sjálfstæö- isflokkurinn verið því fylgj- andi, að lýöveldisstjórnarskrá- in væri afgreidd fyrir þing- frestun. En jafnt SjáKstæöisilokk urinn, sem hinir flokkarnir, létu undir höfuð leggjast að svara bréfi Sósíalistaflokks- ins og með því að greiða at- kvæði með þingfrestuninni tóku Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn á sig ábyrgðina ai að fresta framgangi þessa stór máls. Þaö var vitanlegt, aö Fram- sókn vildi draga þá afgreiöslu. Tvcír kosfír Iwn lelur Miiliirliin ? Alþýðuflokkurinn situr nú í þeim ^apastokk, sem Alþýðublað- ið hefur sett hann í. Hann á um tvent að velja: 1. Að lýsa því yfir að hann vilji ganga að þeim skilmálum, sem Framsókn hefur lengst viljað ganga að til stjómarmyndunar, — þ. á. m. kauplækkun o. s. frv. — Þar með héldi hann fast við stefnu floksins eins og hún hefur birzt í þeim ásökunum Al- þýðublaðsins á Sósíalistaflokkinn að hann hafi hindrað myndun róttækrar umbótastjórnar í landinu. 2. Eða lýsa því yfir að Alþýðuflokkurinn sé ósammála skil- málum Framsóknar, eins og Sósíalistaflokkurinn, — og sameigin- legur grundvöllur fyrir samstarfi þessara flokka um ríkisstjórn sé því ekki fundinn enn. Þar með væri Alþýðublaðið lýst ó- merkt að öllu sínu þvaðri um Sósíalistaflokkinn og „vinstri stjórn“. Menn bíða eftir því með nokkurri eftirvæntingu að sjá hvorn kostinn Alþýðuflokkurinn kýs. Alþýðublaðið engist í gapastokknum í gær og kann auðsjáan- lega illa við sig. Því þykir hvorugur kosturinn góður. Og hrópar upp að til sé þriðji. kosturinn og sá standi aldeilis Sósíalista- flokknum til boða: Hann er sá að mynda „róttæka umbótastjórn“ án þess hún ákveði að framkvæma nokkrar róttækar umbætur!! — Sem sé bara fá ráðherrastólana og gera ekki neitt! — Jú það væri vissu- lega hægt að fá samkomulag við Framsókn upp á þær spítur — og við skiljum vel að Alþýðublaðið sé ginkeypt fyrir slíkri „vinstri“ stjórn! En meðal annarra orða, því minnist Alþýðu- blaðið ekki á það, að þegar Haraldur Guðmundsson bauð upp á svona stjórn í vetur með einhverju ofurlitlu af umbótum, þá neitaði Framsókn, vafalaust af því henni fanst þetta litla vera ofmikið! — En Alþýðublaðið talar aldrei um að Framsókn hafi hindrað vinstri stjórn! — Vilji menn á annað borð mynda stjórn án nokkurs stjórnarsamnings, því mynduðu þá ekki íhaldið, Framsókn og Alþýðuflokkurinn slíka stjóm í vetur, þegar allir þessir flokkar lýstu sig reiðubúna til slíkrar stjórnarmyndunar, en Sósíalistaflokkurinn einn neitaði, af því hann gerði fram- kvæmd ákveðinna umbóta að skilyrði fyrir þáttöku í ríkis- stjórn? Nei — þriðji kosturinn er ekki til! Þa er aðeins um tvo kosti að velja fyrir Alþýðuflokkinn og Al- þýðublaðið — og er hvorugur góður, sá fyrri slæmur fvrir Al- þýðuflokkinn og sá síðari, fyrir Alþýðublaðið. Hvor verður fyrir valinu? En því gekk Ihaldiö inn á það? Svariö mun liggja í augum uppi. Til þess aö fresta því aö eignaaukaskatturinn yröi samþykktur og hindra aö varasjóöshlunnindin fyrir 1942 yröu afnumih. íStríÖsgróÖamíennírniLi" ogí Framsókn verzla sín á mili um sjálfstæöismálið og skatta málin. — Svo lítiö lagöist fyr- ir þá kappa báða, „sjálfstæö- ishetjumar“ annarsvegar og Framsóknarkempui-nar hins- vegar, áö báöir hlaupa heim frá heitustu áhugamálum sín- um, þegar á átti að herða. En viö skuliun vona aö töf- in á fullnaöarsamþykkt lýö- veldiss'tjómarskrárinnar, þó hættuleg sé, komi ekki aö sök. En það veröur þó því áöeins. aö tíminn sé vel notaður til þess að búa þjóðina undir sameiginlegt átak í sjálfstæð- ismálinu. Þaö hefur orðiö vart trú- leysis á þjóöina í þessum mál- um, hjá ýmsum forystumönn- um hennar. Slíkt trúleysi á engan . rétt á sér. ÞaÖ hefur alltaf sýnt sig, áð þegar í harö bakkann slær, þá stendur ís- lenzka þjóðin sem ein heild um frelsi sitt — og svo mun verða enn. En hún þarf aú vita, hver hætta sé á feröum. Hún þarf aö fá tíma til aö fylkja liði sínu til átakanna,. Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.