Þjóðviljinn - 08.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1943, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 8. maí 1943. ÞJÓÐVILJIN N sliMlitnlir Þingmenn Sósíalistaflokks- ins í Reykjavík boða til fund ar í Sýningarskálanum við Kirkjustræti, miðvikudaginn 12. maí kl. 8% e. h. / f DAGSKRÁ: Síðasta Alþingi og horfur í íslenzkum stjórnmálum. Sigfús Sigurhjartarson: Lengsta þingið og starf þess. Brynjólfur Bjarnason: Hvað líður samningum um vinstri stjórn? Einar Olgeirsson: Hvað skal gera? Aðgöngumiðar fást á afgr. Þjóðviljans, Austurstræti 12 og á Skólavörðustíg 19 (J. Bj.). Verð aðeins ein króna. Aðgangur er öllum heimill. Sósíalistaflokkurinn. Alþýduflokkurinn i gapasfokknum IIL Allf skal fíf vínna ad komasf í rádherrasfólana Eitt af þeim skilyrðum, sem Sósíalistaflokkurinn hefur sett fyrir þátttöku í ríkisstjórn, er að róttæk breyting verði gerð á framfærslulögunum. Framsókn hefur þverneitað að ganga að þessu skilyrði. Al- þýðublaðið tilkynnir — vafalaust fyrir hönd Alþýðuflokksins — að það séu svik við alþýðuna af Sósíalistaflokknum að mynda ekki „vinstri“ ríkisstjórn uppá þá sltilmála, sem fáanlegir séu. Alþýðuflokkurinn er m. ö. o. reiðubúinn, samkvæmt þessari afstöðu blaðs hans, til að ganga að skilmálum Eramsóknar. jýllir, sem þekktu framkvæmd fátækralaganna fyrir stríð, vita hve brýn þörfin var á algerum umbótum þá. Það þurfti að gera þá höfuðbreytingu að framfærslustyrkurinn yrði skoðaður sem skýlaus réttur hvers manns, er ekki gæti séð fyrir sér og sínum, en ekki sem ölmusa, er látin væri í té með slíkri harfeýðgi að margir kysu heldur að svelta heima en að fara á fund fátækra- fulltrúanna til þess að biðja um þetta „náðarbrauð“. Jafnframt yrði framfærslustyrkurinn að vera ákveðinn með lögum og það ríflegum að til framkvæmda nægði, en væri ekki sá sultarpen- ingur, sem hann enn er.' Og fleiri breytingar þarf að gera. Þingmenn Sósíalistaflokks- ins hafa hvað eftir annað bor- ið fram frumvörp um breyt- ingar á framfærslulögunum. En þ j óðst j órnar f lokkar nir sinntu slíkum tillögum engu. Þvert á móti samþykktu þeir 1939, — á sama árinu og þeir veittu auðmönnum skattfrelsi og lækkuðú laun verkamanna með valdboöi — að rýra enn rétt styrkþeganna, þannig að hægt væri að senda þá hvert á land sem væri, iil að vinna hvað sem væri, fyrir hvaða kaup, sem yfirvöldin ákvæðu, — þó það svo væri langt fyr- ir neðan taxta verklýðsfélag- anna. Sósíalistaflokkurinn hefin’ auðvitað gert það að skilyrgf fyrir þátttöku í ríkisstjóm. aö þessi skemmdarverk þjóð- .stjórnjartímabilsins væru af- numin úr framfærslulöggjöf- inni og hún samtímis endur- bætt. Og hver er sá alþýðumaður eða alþýðukona, sem vill að framfærslulöggjöfin sé ó- breytt, réttleysið og harðýðgin jafn mikið og áður, ef auð- valdinu skyldi takast að ieiða aftur kreppur og atvinnuleys' yfir íslénzku þjóðina eftir stríð? Hvenær er tækifæri tii þess aö knýja fram breytingar á þessum lögum, ef ekki í sam- bandi við stjómarsamn.ngana nú? AlþýÖa manna hefði þess- vegna vænzt þess, að Alþýðu flokkurinn stæöi fasc við hlið ’Sósíalistaflokksins, um kröf- una um róttæka endurbót á framfærslulöggjöíinn!, — og þess hefði virkilcv» þurft mef, því allir vita hv aíturha’ds- sim Framsókn er i þessuni málum, því frá henní hafa komið tillögumar siðustu ár- in, um að svifta styrkþega kosningarétti og klæða þá í einskonar fangaföt, þeim til svívirðingar. En það varð öf- ugt. í stað þess að Alþýðu- blaðið, ef það vildi framfylgja vilja verkamanna í Alþýðu- flokknum, ætti að ráðast á Framsókn, fyrir að vilja eng- ar róttækar umbætur í þess- um mannréttindamálum, þá ræðst Alþýðublaðið á Sósíal- istaflokkinn, fyrir að ganga ekki í ríkisstjórnina með Fram sókn, án þess að fá nokkru framgengt í framfærslumál- unum! ÞaÖ /fer ekki hjá því, að al- þýða manna fordæmi þá upp- gjöf gagnvart afturhaldinu í Framsókn, sem fram kemur í þessu máli. Alþýðuflokkurinn er settur í gapastokkinn frammi fyrir alþjóö, fyrir afstöðu sína í þessu máli. Og það er Alþýðu- blaðið, sem hefur komið hon- um í hann, með. staðhæfingu sinni um það, aö Sósíalista- flokkurinn hafi lundrað mynd um róttækrar umbótastjórnar, meö því aö ganga ekki að skii málum Framsóknar. Alþýðuflokkurinn hefur að- eins eina ’r'r. til þess að losna úr gapas^ckknum: Lýsa Tyfir að hann sé alls ekT" reiðubúinn til að mynda stjórn með Framsókn ur>p á M- skilmáia, sem Fram- sókn vilji ganga að — og myndun róttækrar umbóta- stjórnar í landinu, strandi því enn á því, að Framsókn vilji ’ ' onga inn á þær róttæku i3-1:-'--n*ur, sem verkalýðurinn Þjákvæmilegar. slíkri yfirlýsingu, væri uo vísu allt skraf Alþýðu- blað'ains um Sósíaiistaflokki- inh lýst þvættingur, — en vilji Alþýðuflokkurinn hlífa Alþýðublaðinu, með því að gefa ekki slíka yfirlýsingu, þá situr hann áfram í gapastokkn um. eBcejaz/pósUiszmn Sunnudagsmorgunn við Nýja bíó. Bíó-málið Herra ritstjóri. Eg sendi þér hjálagðar myndir af biðröðum við bíó, ef þú vildir birta þær í bæjarpósti ásamt eftirfarandi lesmáli. Bíó-málið svokallaða, þ. e. sam- þykkt bæjarins að kaupa kvikmynda húsin Gamla Bió og Nýja Bíó, er á heldur rólegri ferð. Eftir að eigendur kvikmyndahús- anna höfðu um fleiri mánaða skeið lofað að svara bréfum borgarstjór- ans, hafa þeir nú loks gefið í skyn að þeir munu bráðlega láta fram fara mat á eignum sínum. Hafa þeir eðlilega lítinn tíma og því minni áhuga á að sinna slíkum I málum og sést það bezt á meðfylgj- andi myndum, en þær eru fra að- göngumiðasölu kvikmyndahúsanna einn sunnudagsmorgun. Annars mun jafnlítill áhugi vera fyrir málinu hjá yfirvöldum bæjar- ins, þótt svo hafi atvikazt að bæjar- stjórn samþykkti tillöguna um bæjarrekstur kvikmyndahúsanna. Hefur nu heill stjórnmálaflokkur klofnað vegna afstöðu eins forvígs- manns harre um þetta mál. H. „Lög og létt hjal“ Pétur Pétursson annaðist útvarps þáttinn „lög og létt hjal“ síðastliðinn þriðjudag.' Hann gat þess að þessi dagskrár- liður sætti mismunandi dómum eins og gengur og gerist. Sumum þætti ,,hjalið“ um of, aðrir vildu meira hjal. Pétur svaraði þessum aðilum þannig að báðum var fullsvarað. En þeir félagar Pétur og Jón Þórarins- son eiga fullan rétt á, að heyra álit blaðanna, á þesum nýja þætti þeirra — lög og létt hjal —. Um þáttinn er það skemmst að segja, að 'hann er ein hin beszt nýjung, sem útvarpið hefur hafið, og mun áreiðanlega stuðla að því að kenna útvarpshlustendum betur, en ■ orðið er, að njóta þess sem bezt er í tónlistar flutningi útvarpsins. Ekki ættu þeir félagar að skilja, eins og þeir gerðu í síðasta þætti, þættirnir verða skemmtilegri ef þéir rabba saman. Sem sagt haldið þið áfram með þáttinn — „lög og létt hjal“ — i Sunnudagsmorgunn við Gamla bíó. líkum stíl og verið hefur, með því vinnið þið gott verk. Þegar séra Sveinbjörn og Ingólfur fundu hið eilífa réttlæti! Hann er stundum skemmtilegur Tíminn, 'jafnvel þó Þórarinn litli skrifi greinarnar. X gær stendur að lesa í leiðara blaðsins. „Forráðamenn bænda hafa jafnan stutt allar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið í þá átt að halda afurða- verðinu og kaupgjaldinu niðri“. ■ Jú, enginn efast um að satt sé að þeir h^ia alltaf stutt alla kaupkúg- unarviðleitni auðvaldsins, Tíma- menn, — en hvað afurðaverðið snert ir, þá er dálítið öðru máli um að gegna. Eða meinar máske Tíminn að þeir séra Sveinbjörn og Ingólfur á Hellu hafi einmitt hitt á hið eilífa réttlæti' í ákvörðun kjöts- og mjólkurverðs, þegar þeir voru i kapphlaupinu um að yfirbjóða hvorn annan hjá skamm sýnustu bændunum? Og því eilífa réttlæti, er þá fannst, skuli ekki hagga þaðan í frá! Tímamaðurinn kemur glóðvolgur frá því að sprengja upp mjólkur- verðið í haust, — með einræðisað- ferðum og að hætti braskara, — krossleggur hendurnar á brjóstinu, gýtur augunum til himins og segir (með Tímanum í gær): Sjá, saklaus er ég af vexti dýr- tíðarinnar, alltaf hef ég stutt allar tilraunir til þess að halda niðri af- urðaverðinu!! •í- Og ef einhver (t. d. Jóhann Sæ- mundsson) sannar honum með ó- rækum tölum, hve miklu meira land búnaðarafurðir hafa hækkað en kaupgjaldið, — þá hristir bara Tíma maðurinn höfuðið með vandlætingar svip og segir (líkt og séra Svein- bjöm). Það er ekkert að marka tölur, ég breyti eftir heilögum innblæstri (eins og Hitler í stríðinu), og hið eilífa, óumbreytilega réttlæti birtist í mér, þegar kosningahitinn gagn- tekur mig. Amen! . Brjóstheilir menn. Tímamenn! Síðasti solpd ur í 3. ílokki er í dag Happdrættið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.