Þjóðviljinn - 08.05.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.05.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. maí 1943. ÞJÓÐ VILJINN 3 þiðmnijniii Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistafiokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Viljið þið að atvinnu- leysið og kreppurnar komi aftur? Þaö’ mun engan alþýöu- mann eöa konu langa til þess aö þaö ástand komi aftur á íslandi, sem var fyrir stríö aö þúsundir verkamanna veröi aö "ganga atvinnulausir ár eftir ár, aö tugir og hundr- uðí sveitafólks flosni upp vegna kreppunnar og hundruð fiski- manna veröi gjaldþrota vegna ímarkaösvandræöa. En þetta ástand kemur aftur, nema róttækar breytingar séu gerö- ar á mannfélagsskipan vorri'. Sósíalistaflokkurinn berst fyrir því, aö slíkar róttækar ráöstafanir séu geröar, til þess aö fyrirbyggja hörmangar iyr írstríösáranna. En Sósíalistaflokkurinn geu ur ekki gert slíkar breytingar bara meö því aö fá einn eöa tvo ráðherra í ríkisstjórnJ Slíkir ráÖherrar væru jafn máttlausir sem aörir menn gagnvart þessum vágestum auövaldsskipulagsins: atvinnu leysi, kreppum fátækt, hungri Þaö sem þarf, er vald til þess að getai gert hinar nauð- synlegu breytilngar á þjóöfé- laginu. Alþýðustétth íslands hafa þetta vald. — Þær eru meiri- hluti þjóöarinnar og geta skapaö þetta vald, með því aö ráðstafa atkvæöum sínum þannig, aö tryggt sé aö vilji þeirra veröi framkvæmdur á Alþingi. — Þær hafa í hendi sér sterkustu samtök þjóðar- innar og geta beitt hinu mikla áhrifavaldi þeirra utan þings milh kosninga, til þess aö knýja fram vilja sinn. hiþýöustétþir islands búa yfir sterkasta '•aldinu, sem til er í þessu lanúi. ef þær eru eúiiiuga um ð beita þvi. — Cg þaö er þaö, -e ..'. þær þurfa a< veröa. jameiginiegur. sl ' kur vilji öeirra er forsend- 8,r. fyrir því aö bessu valdi þeirra veröi beitt. Þáö þarf á næstu mánuö- um aö skapa viljann til þess áö beita þessu valdi. Það er verkefni Sósíalista- flokksins aö vekja þennan vilja., stæla hann og þroska. Frelsi alþýðunnar frá böh atvinnuleysis, kreppu og fá- tæktar, veröur a'öeins fram- kvæmt af alþýðunni sjálfri. en ekki meö þvi einu aö fá ráöherra í ríkisstjórn. En ták- ist áö skapa þann sterka sam- eiginlega vilja hjá alþýöunm, „ Dagur á austurvigstöðvunum “ I eftírfarandt greín í Norsfc Tídende lýsír Olav Rylfer sfyrfaldarmtnd^ tnní, sem sýnd er þessa dagana á Tfarnarbió Rússneska kvikmyndin Dag ur á austurvígstöðvunum, hef- ur vakiö mikla eftirtekt og aðdáun hér í London. Rússnesku kvikmyndasmiö- irnir sem myndina, gerðu, eru meölimir iréttadeildanna í sovéthernum, og vinna á sjálf- •um víígstöðvunum, vfiö hlið hermannanna, um íx>rö í her- skipunum og á flugvélum í oi’ustum. Þeir hafa því getaö tekiö bardagamyncir, sem fara fram úr flestu sem maöur hefur séð, svo raunverulegar eru þær. Hundraö og sextíu myndatöku menn voru sendir til vígstööv- anna og vinnustööVa um oll Sovétríkin, til aö taka kvik- myndina. Tuttugu og sex þeirra fórust, þennan eina dag sem myndirnar voru teKn ar, en efnið sem þeir söfnuðu þannig, meö því aö setja líf- iö að veöi, hefur rússnesk kvikmyndastjórn og listræn meöferö gert aö áhrifamikilli heimild. * Dagurinn sem kvikmyndin lýsir, er 13. júní í fyrra. Sum arsókn Þjóðverja stóð sem hæst, óvinirnir ruddust langt inn í landið, en hin velheppn aöa, gagnsókn um veturinn haföi vakiö nýja bjartsýni og sjálfstraust. Myndin lýsir hörðum reynslutíma, erfiður kafli stdösins reynir á baráttu þrekiö og skerpir vitundina um, hve mikiö er í húfi. Kvikmyndin byrjar í Moskva ki 4 aö morgni. Loftvamar belgirnir, sem hafðir em uppi um nætur, síga hægt gegnum þokuslæöinginn yfir borginni. Nú eru þaö orustuflugvélarn ar, sem taka viö veröinum. Úr einni orustuflugvélinni. sem flýgur yfir borgina, sér maöur Moskvafljótið bugöast sem þarf til þess að hún beiti öllu sínu áhrifavaldi til aö afla sér frelsis og afstýranýju atyinnuleysistímabili eftir , þetta stríö, þá er þingiö vissu- lega einhver þýöingarmesti vettvangur þeirrar frelsisbar- áttu. i’fi Þessvegna er það hin brýn- asta nauðsyn, að allir kjós- endur Sósíalistaflokksins og aðrir kjósendur, sem láta sig þessi vandamál skipta, fylgist með í því, sem á síðasta þingi hefm- gerzt og íhuga hvað | gera skuli. Þessvegna boða nú þing- menn Sósíalistaflokksins til opinbers stjómmálafundar í sýningarskálanum, næsta mið vikudagskvöld, svo kjósendur fái betra tækifæri en bíööin ein gefa þeim til þess * fyigj ast meö í hvað gerist. Þaö tíðkaðist áður fyrr hér í Reykjavík, að þingmenn bæjarins héldu leiðarþine, er ' I þeir komu af þingi og gæf” | kjósendum sínum skýslu, um gegnum grátt og móöugt klettalandslag húsa og gatna sem teygir sig svo langt sem maöur eygir. En brátt er ma’ö ur kominn niður í borý IDri. Kreml ris sem þung og dökk skuggamynd við gráan morg unhimi'ninn. Tveir lögveglu menn ríða hægt fram hjá leg höll Lenins, annars sést, eng in lífshræring. En þarna, yíir á einni brúnni yfir fljótiö gránar af mannijöida í þungri háttbundinni hteyfingu. Hóp arnir greinast frá þokuslæö- ingnum og taka á sig lögun. Þéttar raðir hermanna á göngu. Þeir nálgast upp meö fljótinu. Þaö heyrist músik og söngur. Þeir ganga meö þungu, stálhöröu hljóðfalli sem þó deyfist og mildast af hinum eínkennilega molltón sem heyrist jafnvel í her mannasöngvum Rússa. Einn gengur fremst, þar næst hóp- ur liðsforingja og þá sveit eft ir sveit 1 breiðum göngufyík ingum. Söngur þeirra deyr út í morgunsárinu. Herdeild Petr offs majórs á leið til vígstööv anna. Dagur rennur á austur vígstöövunum. * Þaö kemur landslagsmynd. Viö erum stödd á noröurvíg stöövunum. Næturhrímiö ligg ur enn á dvergbirkinu og kjarr inu í þessu eyðilega ásótta landi. Hvítklædd skíöamanna sveit kemur fram af brekku brún. Þeim er mætt meö skot hríö úr vélbyssu handan yfir lægðina. Nokkrir steypast, hin ir bruna áfram. Fallbyssukúl ur skella niður, svo grjót og mold gýs upp. En næsta mynd ;ýnir þýzkan hermann, sem li'ggur yfir vélbyssuna sína. fallinn. Nokkrir fangar eru teknir. Einni óvinavaröstöð færra. hvað gerzt hefði. — Þessi góði ðg gamli, bæði þjóðlegi og lýð- ræðislegi siður, helzt enn víða , um land, en hér í Reykjavík hefur hann lagzt niður, með- fram sökum skorts á fundar húsum, eins og stjórnmá'a- fundir yfirleitt hafa hætt hér af þeim ástæðum. Nú fæst úr þessu bætt méð sýningarskálanum, og Sósíal- istaflokkurinn notar strax tækifærið, til þess að gera sína skyldu, að gefa kiósend- um sínum skýrrlu > ' við- horfið. Sósíalistar! AlÞvð ! Fjölmennið á iuvimiiii Mun ið, að virk þátttaka fjöldans í stjómmálum, er lífsskilyröi alls heilbrigðs lýðræðis! Mun- ið að skilyrðið til þess að ís- lenzk alþýða geti á næstunni lyft því Grettistaki, að bægja atvinnuleysi og kreppum frá dyrunum, er að hver einasti a.’hýðiúnaður og kona stai'fi r " t',’laust að því, að málstað- Iksins sigri í þeim átök- n, sem nú fara fram. Snögglega erum viö komnir tfl suöurvígstöövanna. Úr loft vamastöö sjáum viö yfir Sev ýastopol. Þungar sprengjur falla á höfnina og sundra bryggjum og húsum. Frá tundurspilli einum sjáum vi'ö þýzka sprengjuflugvél skotna ni'öur og hrapa í sjóinn, m,eö svartan reykjarhala á eftif sér Sjóhðar veröa aö hverfa úr ■ijarnajrstöö, v'egna regns af fallbyssukúlum, en brátt safn azt þeir saman á ný og hefja gagnárás. Viö sjáum marga þeirra falla á léiö til hæöar bi'únarinnai’, en varnarstööin er tekih meö handsprengju og byssustingjaárás, viö áköf húrrahróp, sem eru eins og daufur undirtónn í bardaga hávaðanum. Orustan um Sev astopol heldur áfram. * Skógarsvæði vestur af Moskva. Könnunarflokkur átti i skærum um morguninn. Nú er allt kyrrt. Vörður gengur einsamall varögöngu sína með fram lygnu fljóti. Hermenn- irnir hvílast. Einn skrifar bréf heim. Hermaöur úr fréttadeild inni situr viö ritvélina sína. Vígstöövablaðiö fer að koma út. Fyrirvaralaust breytist rit vélarhljóöiö í píanótóna. Viö erum stödd á flughöfn skammt frá. Viö flygil á palli út á miðju svæöinu, situr rússneskur píanóleikari1, sigur vegari af samkeppni píanó- leikara af ótal þjóöum i Brussel. Nú hefur hann helgað hermönnunum list sína. Tón amir syngja og hljóma, dynja og drynja út til flugmann amia, sem standa og sitja í y’u’ingum ha.nn i flugvélum sínum eöa á jörðinni. Þá blandast flugvélaniður í píanó tónana og orustúflugvél þýt- ur ofsahratt yfir völhnn. Pí- anólrikarinn lítur upp, en heldur áfram aö spila. Rétt á eftir er flugvélin lent, flug- maöurinn kemur út og geng ur til yfirmanns flugsveitar ’nnjar. Kúroff liö'sforingi til kynnir komu sína. Hann hefur lokiö erindi sínu. Hami fer til félaga sinna og viröist gleyma öllu nema tónunum sem dynja frá píanóinu á pallin- urn. Þeir Hitler og Kvisling hafa rniklar áhyggjur vegna rússnesku þjóöarsálarinnar. sem sagt er aö hafi farizt fyrir 25 árum, eöa þar um kring. Hitler hefur fengiö áö kynnast þeim furöulegu sálax hæfileikum, sem einkenna Rússa nú á tímum 1 orustum. En alvaran og hrifningin í hinum karlmannlegu, sól brenndu andlitum þessara. flugmanna minrxU' mann á að rússneski maöurinn er hinn sami og áöur, einnig bak viö sovéteinkennisbúninginn. Hvaö eftir annaö er maöúr minntur á þessi einíoldu sannindi, viö áö sjá myndina. Síöustu tónarnir hljóðna. Þaö er bjartur sumarmorgun. Flugmennirnir fara hver til síns starfs. Þungar ílutninga- flugvélar leggja af staö meö matvæli til Leningrad. Brátt erum viö komnir til hinnar 'uinkringdu borgar. Lífið er grátt og ömurlegt viö erfiöi og baráttu. Þýzkri fallbyssu- kúlu slær niöur, hús hrynur. Gömul kona stendur upp af götunni, skjálfandi eftir áfall- iö. Nokkrar konur standa grát andi kringum barnslík. En strandvarnafallbyssur og loft- varnabyssur þruma ögrandi gegn óvinunum og i. vopna- verksmiö'junum er unniö eins og hægt er. í kálgöröum utan viö borg- ina sjáum viö Sasja, leym- þ.kyttuna, skjóta niöur 106. Þjóðverjann sinn. « * Þaö líöur aö hádegi. Viö förum um Barentshaf meö kafbát, sem sprengir þýzkt flutningaskip í loft upp meö tundurskeyti, merktu: „Fyrir Stalin, 13. júní 1942“. Við flugvöll einn situr flug- maöur og er aö raka sig. Rétt á eftir sjáum við hann fara í flugvél sinni og skjóta niö- ur þrettándu þýzku sprengju- flugvélina. En þar kemur flug vél flögrandi inn yfir völlinn eins og vængbrotinn fugl. Hún steypist og brennur. Stundu síöar standa flugmenn irnir alvarlegir kringum tætl- ur af líki félaga síns. Flug- sveitarstjórinn mæli’r nokkur látlaus minningarofð. „Viö höfum misst góöan félaga. Hann neytti síöus.tu kraftaj til að bjarga sundurskotinni flugvél sinni heim. Við geym- . um í huga minningu hans og fordæmi“. * Einn myndatökumaöurinn er látinn síga í fallhlíf bak viö víglínu óvinanna. Honum tekst að ná nokkrum merki- legustu atriöum kvikmyndar- innar. Skæruliöar ráöast á rússneskt þorp, viö sjáum þýzka og ungverska hermenn falla. Skæruliöarnir taka vopn þeirra og æöá áfram. Þeir ná þorpinu á vald sitt, — leið- togi skæruflokksins talar til bændanna: Þrauki’ö áfram, á eftir okkur kemur rauði her- inn. Kvislingur þorpsins er leiddur burt, konurnar elta og berja hann meö sópsköft- um. Viö sjáum hann snöggv- ast hvar þann stendur, ör- væntingarfullur, frávita af hræðslu. Svo lyfta tveir skæru- liöar byssúm og skjóta hann á 20 metra færi. Þaö er ekki nóg aö segja að þetta sé raun- verulegt. í slíkum myndum er tjáöur tillitslaus sannleiks- vilji særörar þjóöar, sem berst fyrir lífi sínu og sýnir óvin- unum enga miskunn: Þannig erum viö, seinnipart dagsiús 13. júní 1942. Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.