Þjóðviljinn - 11.05.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. maí 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 Lokadagurmn - fjársöfnunardagur Slysavarnaféla$síns Mfl er oeolegt, ee oeMil M Togarinn er strandaður — skipsKöjnin bíður eftir björgun. Björgunarsveit' Slysavarnafélagsins er komin á vettvang og bjarg ar mönnunum. ggiðmfiufNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistatlokkurinn Ritstjórar: Eánar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Síxni 2270. Aígreiðsla og auglýsingaskiif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Það verður að Ijúka við hitaveituna í haust Hitaveitan hefur í senn ver- iö óskabarn Reykvíkinga og hinn herfilegasti' hrakfalla- bálkur. Engum er greiöi gerður með því að rekja þá hrakfalla- sögu, eins og nú standa sak- ir, né tala um það gífurlega tjón sem Reykvikingar hafa beöið vegna þeírra hrakfalla. Nú er loks svo komið, að megnið af hitaveituefninu er hingað komiö, og þaö viröist vera á valdi Reykvíkinga, hvort íramkvæmdum veröur lokiö fyrr eöa seinna, þaö er vinnuafl og aftur vinnuafl sem meö þarf, veröi þaö fyr- ir hencii í nægilega ríkum mæli, ætti hitaveitan aö geta orðið fullgerð á komandi hausti og mundu Reykvíking- ar þá spara milljónii' erlends gjaldeyris og mikiö skiprúm, sem annars hefði farið til kolaflutninga, mundi' notast til annarra brýnna þarfa. En því miöur, það hefiu gengiö treglega aö fá hið nauðsynlega vinnuafl til hiía- veituvinnunnar. Verkamenn- irnir eru of fáir, og sagt er, aö þeir muni ekki vera meö- al hinna duglegustu úr stétt- inni. Hvaö veldur? Því er fljótsvaraö. Hitaveituvinnan hefur til þessa ekki verið samkeppnisfær við aðra vinnu í bænum, það hefur verið minna upp úr henm að hafa en annarxi vinnu, og þetta hefur auðvitað leitt til þess að verkamenn hafa leitað annarra starfa. Við„þetta bætist svo, að verk- takinn, Höjgaard og Schultz, hefur haft lag á að gera sig ó- vinsælan meðal verkamanna, og hefur það auðvitað gert spurs- málið enn erfiðara viðfangs. Bæjaryfirvöldin verða tafar- laust að gera hitaveituvinnuna samkeppm&færa, þau verða að tryggja verkáhiönnum að þeir hljóti engu Iakari laun fyrir hitaveituvinnuna en bezt gerist fyrir aðra sambærilega vinnu. Þegar bæjaryfirvöldin hafa uppfyllt þessa skyldu kemur til kasta Reykvíkinga almennt, að láta ekki sinn hlut eftir liggja. Þá ber þeim að láta hitaveit- una sitja fyrir vinnuafli sínu eftir því sem þeir bezt geta. Hitaveitan þarf að fá sex til sjö hundruð verkamenn og það án tafar, fái hún það, og vinni þeir stöðugt til hausts, ætti verkinu Það eru sennilega engar ýkj- ur, þótt því sé haldið fram, að meginþorri landsmanna lifi beint eða öbeint af afrakstri sjávarút- vegsins, en jafnframt því, að sjó- sóknir eru svo arðvænlegar fyrir þjóð vora, eru þær taldar einn hinn erfiðasti og áhættusamasti atvinnuvegur, sem hér er stund- aður. Þó sjómennirnir hafi bor- ið og beri að mestu leyti áhættu þessa starfs, verður eigi með sanni sagt, að þeir, séu einir um það erfiði og þær áhyggjur, sem af atvinnunni leiðir. Það er eigi ýkja langt síðan, að mæður þeirra og konur fóru á fætur löngu fyr- ir dögun, til þess að hlúa að þeim, er á sjóinn áttu að fara, og þær þýddu með vörum sín- um frosti þaktar rúður kofa- skriflanna, til að huga að heim- komu þeirra, svo hægt væri að hafa eitthvað heitt handa þeim, er oft komu kaldir og svangir með björg í bú. Hin daglega árvekni er nú að vísu ekki talin nauðsynleg leng- ur, en hins vegar hefur eigi enn tekizt að eyða þeim áhyggjum og kvíða, er oft hljóta að gagn- taka aðstandendur þeirra, sem á sjónum eru, og þótt bað væri má ske að fullu gert, verður þó að ætla, að slíkt sé markmið allra menningarþjóða, er byggja af- komu sína að miklu leyti á á- hættusömum atvinnuvegum, þvi að eigi fer hjá því, að langvar- andi áhyggjur og kvíði þegnanna geti haft hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir framtíð þjóðfé- lagsins. Með stofnun Slysavarnafélags íslands var fyrst hafin skipulögð björgunarstarfsemi hér á landi. Það stofnaði fjölmargar björg- unarsveitir, er með sínum fáu og frumstæðu björgunaráhöldum réðust hugdjarfar og þróttmikl- ar á sárasta brodd slysfaranna; og hefur félaginu orðið mikið á- gengt í því efni, og margur hefur fyrir aðstoð þess, átt því láni að fagna, að fá þann aftur heilan heim, er hugur og hjarta þráði mest. Félagið hefur stöðugt ver- ið að auka starfsvið sitt, þrátt fyrir fátækt og aðra anmarka, og vonandi tekst því í framtíð- inni, að gerast brautryðjandi í hvers konar öryggismálum, en eitt er von og annað veruleiki, því það er eins háttað með Slysa varnafélagið og önnur mannúð- arfélög, að það verður að byggja tilveru sína að langmestu leyti á bónbjörgum. „Ingólfur“, sú deild, sem hef- ur tileinkað sér þennan dag til fjársöfnunar með merkjasölu, er að vísu ung með því nafni, en meðlimir hennar hafa engu að síður starfað innan vébanda Slysavarnafélagsins í fjölda mörg ár. Dagurinn verður að teljast einkar vel valinn, þar sem með að vera lokið í október, eða nóv- ember, að því ber öllum að stuðla, bæjaryfirvöldunum fyrst og þar næst öllum almenn- ingi. honum var að fornum sið lokið | vetrarvertíð á Suðurlandi, og þá um leið einu því fengsælasta og jafnframt áhættusamsta sjósókn artímabili á þeim slóðum ár hvert. — Dagurinn er því engan veginn dagur fjársöfnunar ein- göngu, heldur og fremur dagur skuldaskila, þar sem með merkja sölunni er leitað umsagnar og viðurkenningar bæjarbúa á starf semi deildarinnar, en slík viður- kenning verður að teljast nauð- synleg til þess að skapa aukinn áhuga og starfsþrótt. Þegar þú í dag kaupir merki gerir þú þrennt: þú viðurkennir nauðsyn deildarinnar, og þá um leið Slysavarnafélags íslands, og gefur því þrótt til aukins starfa, þú léttir á áhyggjum þeirra, sem eiga sína á sjónum, og þú éyk- ur möguleikann fyrir heimkomu þeirra, sem að líkindum eru að leggja grunninn að framtiðar- gæfu þinni. Lesendur Þjóðviljans. Hvetjið kunningja ykkar til þess að kaupa merki Slysavarnafélags- ins. — K. Gíslason. DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaffisalan ■ Hafnarstræti 16. Sjálf stæðisf lokkuri nn hefur skaðað Siglu- fjarðarbæ um 5 milljónir króna Morgunblaöið var nýlega aö kvarta um skort á gagn- rýni hér í íslandi. Það' birti nokkru áðm’ viötal við nú- verandi bæjarstjóra Siglu- fjaröar, Ole Hertervig, um Fljótaárvirkjunina. Þvi notaöi þáð ekki tækifæriö til þess aö gagnrýna þaö tjón, sem for- vígismenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa valdiö Siglufjarðar- bæ? 1939 gat Siglufjarðarbær fengið lán til þess að endur- byggja síldarbræðsluverk- smiðju sína, Rauðku þannig, að hún gæti unnið úr 5000 málum síldar á sólarhring. Allir Siglfirðingar voru sam- mála um, að nota þetta tæki- færi nema auðvitað Hriflu- klikan. Allt var til reiðu, vél- ar, lán og það þurfti enga ríkisábyrgð. Það þurfti aðeins leyfi ríkisstjómarinnar til þess að byggja, — eitt ein- j asta já við því að auka fram- ; leiðslumöguleika íslenzks sjávarútvegs. Ólafur Thórs var atvinnu- málaráðherra. Ólafiu* Thórs sagði nei. Eigandi Hjalteyrar- verksmiðjunnar og klíkan, sem réð ríkisverksmiðjunum komu sér saman rnn að hindra síldarbræðslubyggingu Siglu- fjarðarbæjar. Óhætt er að fullyrða að í hvorn fótinn ætl- ar Alþýðuflokkurinn að stíga ? Alþýðublaðið situr enn í gapastokknum og tvístígur í ákafa, dauðhrætt við að móðga annaðhvort maddömu Framsókn eða verkamenn sína, ef það tekur ákveðna af- stöðu. A1 þ.flokkurinn þorir í hvorugan fótinn að stíga, hægri eða vinstri. í gær kveinar Alþýðubl. og segir að það sé ekki nema von að Sósíalistaflokkurinn vilji ekki ganga að skilmálum Framsóknar — og á þar vafalaust við kauplækkunina og það að framfærslulögin séu ekki endurbætt, þingrofs- skilyrðið ekki samþykkt o. s. frv. En í sömu andránni spyr blaðið: Af hverju gekk Sósí- alistaflokkurinn ekki að til- lögu Haralds í vetur, um að mynda stjórn án þess að fá nokkrar endurbætur á fram- færslulöggjöf alþýðutrygg- ingum, réttarfari o. s. frv.? J ú. Sósíalistaflokkurinn néitaði slíkri þátttöku, af því hann vill knýja fram róttæk- ar umbætur á þessum málum og gengur ekki í ríkisstjórn,. nema það fáist fram. En af hverju minnist Al- þýðublaðið ekki á að Fram- sókn neitaði þátttöku í slíkri dýrtíðarstjóm Haralds, vafa- laust af því hún vildi ekki mynda stjóm nema með kauplækkun? Það var því aldrei hægt að mynda þessa Haraldsstjóm, þó að Sósíal- istaflokkurinn hefði viljað, — nema þá með því að ganga inn á kauplækkunarstef nu Framsóknar! Og var það máske það, sem Alþýðublaðið ætlaðist til að gert yrði? Alþýðublaðið hefur aldrei sagt að staðið hafi á Fram- sókn að mynda Haraldsstjóm ina! Var þá Alþýðuflokkur- inn reiðubúinn að ganga að þeim skilyrðum, sem þurfti til þess að fá Framsókn með? | — svo hægt væri að segja — eins og Alþýðublaðið hefur alltaf sagt, að einvörðungu hafi staðið á Sósíalistaflokkn- um að mynda róttæka um- bótastjóm í landinu? Alþýðufl. er enn í gapa- stokknum, — nú líka út af Haraldsstjórninni! Hann á aðeins um tvo kosti að velja: fórna annaðhvort Alþýðublaðsritstjórninni eða fylginu, Við sjáum til hvorn hann kýs. Siglufjarðarbær hefði grætt andvirði verksmiðjunnar á éinu ári og væri búinn að græða 5 milljónir króna síð- ' an á henni. Það þýðir: Að Siglufjarðar- bær hefði nú sem hreina eign peninga til þess að borga Fraxnhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.