Þjóðviljinn - 12.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.05.1943, Blaðsíða 1
JOÐVIL 8. árgangur. Miðvikudagur 12. maí 1943. 104. tölubl. KLUKKAN HALFNIU f KVÖLD r" ""'¦' '^i hefst stjórnmálafundur Sósíalistaflokksins. Allir í Listamannaskálann í kvöld. ^élahefsveífár 1, brezka hersíns sækja hraff fram frá Túnísborg o$ faka HammaneL Bandamenn faka íoo þúsund fanga* Vélahersveitir 1. brezka hersiiis hafa nú klofið í tvennt leif- arnar af fasistaherjunum í Túnis með mjög hraðri sókn frá Túnisborg austur yfir f jöllin til Hammanet, og er sá bær nú á valdi Bandamanna. Þetta hefur þegar haft þau áhrif, að þýzkar og ítalskar her- sveitir, sem vörðust við Zagouan, hafa gefizt upp fyrir Frökk- um, sem kröfðust „skilyrðislausrar uppgjafar". Fótgöngulið fas- ista fyrir sunnan Túnis-Hammanetlínuna er klemmt milli 1. brezka hersins og hins víðfræga 8. brezka hers, og á ekki um annað að velja en uppgjöf eða að berjast til þrautar. Litlu betur staddur er sá híuti fasistaherjanna, sem dvelst á Bonhöfða, og verst þar yið mjög erfið skilyrði. Flugvélar og herskip Bandamanna halda uppi stöðugum árásum á stöðvar þessa hers. i Bandamenn hafa tekið yfir 100 þúsund fanga í Túnis. Spengjuflugvélar Banda- manna halda uppi stórkostleg- um loftárásum á herstöðvar fas- ista á Sikiley- og Suður-ítalíu. Brezki flotinn heldur öflugan vörð úti fyrir Bonskaganúm, og hefur öllum skipum Þjóðverja og ítala, sem réynt hafa að kom- ast burt frá Túnis, verið sökkt. Engar góðar hafnir eru á skag- anum og því ekki hægt að gera tilraunir með brottflutning liðs í stórum stíl, en einstakir her- mannahópar hafa reynt að kom- ast á brott í bátum og sm^skip- um. Giraud hershöfðingi hefur nú skipað landstjóra í Túnis, þar sem telja má að landið sé allt á valdi Bandamanna. Heitir nýi landstjórinn Mast og er hers- höfðingi. Tilkynnt var í gær að l.brezki herinn hafi misst 8400 menn frá 7. apríl, og að 8. brezki herinn hafi misst 2400 menn á sama tíma. Fyrsti fundur Sósíalistaflokksios í hinum nýja listamannaskála í kvö'ld Fundur þessi verður einskonar leiðarþing þingmanna sósíalista í Reykjavík um starf síðasta Alþingis. Með byggingu hins stóra sýningarskála listamanna við Kirkjustræti (við hliðina á Alþingishúsinu), hafa nú opnast möguleikar fyrir Sósíalistaflokkinn til þess að halda f jölmenna fundi í Reykjavík. Skorturinn á samkomuhúsi fyrir pólitíska fundi hefur bein- línis hindrað fundastarfsemi flokksins, að undanteknum þeim fáeinu skiptum, er Sósíal- istaflokkurinn hefur getað feng- ið Gamla Bíó til fjöldafunda, hafa þeir engir orðið, en aðstæð- ur til útifunda eru allar mjög erfiðar. í kvöld boðar nú fiokkurinn til fyrsta ahnenna stjórnmála- fundarins í þessum nýju húsa- kynnum, sem eru ágætlega vel fallin til fundarhalda. Þarf ekki að efast um að húsfyllir verður. Vegna þess að ekki hefur enn verið séð fyrir sætum eins og húsið rúmar, verður ekki hægt að veita aðgang eins mörgum og ákjósanlegt hefði' verið. Á f undinum í kvöld tala þing- menn Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Munu þeir aðallega skýra ýms mál síðasta Alþingis. Sigfús Sigurhjartarson, alþm. nefnir ræðu sína: Lengsta þing- ið og starf þess. Brynjólfur Bjarnason mun gera að umtals- efni gang samningaumleitan- anna um vinstri stjórn og hvern- ig horfurnar eru í þeim málum. Mun margur vilja heyra grein- argerð hans um þessi mál. Loks talar Einar Olgeirsson. Reykvíkingar! Mætið á fund- inum í kvöld. Ulasliiiigfon Seirit í gærkvöld var til- kynnt frá London að Wins- ton Churchill, forsætisráð- herra Breta, sé kominn til Washington. í för með forsætisráðherr anum er Beaverbrook lá- varður og ýmsir háttsettir embættismenn. -------------1----- Stórstúka Isiands, í. S. í.og S. B. S. bind- ast samtökum um að berjast gegn áfeng- isbölinu Sunnudaginn 9. maí s. 1. var haldinn fundur í Reykjavík, þar sem mættir voru 30—40 fulltrú ar frá þessum fjórum félagasam böndum: Stórstúku fslands, í- þróttasambandi íslahds, Ung- mennafélögum íslands og Sam- bandi bindindisfélaga í skólum. Aðal'umræðuefni fundarins var mánaðarblaðið Eining og út- gáfa þess framvegis. Meðal full- trúanna voru allmargir úr stjórn um félagasambandanna, - svo sem stórtemplar, forseti í. S. í., stjórn S. B. S. og íþróttafulltrúi. Til fundárins hafði boðað sam vinnunefnd félagskerfanna, en formaður hennar og ritstjóri blaðsins er Pétur Sigurðsson. Fundurinn samþykkti ein- róma eftirfarandi ályktun og til lögur: 1. Fundurinn lýsir ánægju sihni yfir velheppnaðri byrjun með mánaðarblaðið Eining og telur sjálfsagt, að þessi fjögur félagasambönd, er samvinnu- nefndina hafa skipáð, haldi á- fram að standa að útgáfu blaðs- ins og efla hana sem bezt, og leggur til: 2. Að samvinnu- og útgáfu- nefndin verði framvegis skipuð fimm mönnum, tveimur frá Stórstúku íslands og einu frá Georg Eisel, ameríski undirforinginn, sá eini sem bjargaðist í flugvélarslysinu sem varð hér fyrir nokkru síðan. Stórkostlegur hernaðarundírbúningur beggja styrjaldaraðíla á svæðínu vesfur af Mosfeva, Vaxandi athygli beinist nú að miðvígstöðvunum í Sovétríkj- unum, vegna hinna áköfu loftárása Rússa undanfarnar vikur á járnbrautarmiðstöðvar og samgöhguæðar á þessum vígstöðvum. Öflugar rússneskar sprengjuflugvélasveitir réðust í gær á Brjansk, og er það níundi dagurinn í röð, sem miklar árásir eru gerðar á þá borg. . Á Kúbanvígstöðvunum halda áfram harðir bardagar, og beita Rússar mjög- stórskotaliði, og verður vel ágengt, þrátt fyrir harða mótspyrnu. Fréttaritarar í Moskva eru farnir að gefa í skyn í skeytum sínum, að sóknar muni að vænta af Rússa hálfu á vígstöðvunum suðvestur af Moskva. Fregnir frá báðum aðilum virðast bera með sér, að undirbúningurinn að sumarátökunum sé mestur á miðvígstöðvunum. Slíta Bandaríkín sf \ í tnmála* sambzmdí víð Fínna ? Sem sýnishorn af áliti Bandaríkjablaðanna um á- framhaldandi þatttöku Finn- lands í styrjöldinn eru birtir hér útdrættir úr ritstjórnar- grein tveggja blaða. Hið fyrra eru úr „St. Louis Post-Dis- patch: ' ,,Ekki þarf að vænta frið'ar milli Finnlands og Rússlands meöan þýzk-sinnaðir menn halda í stjórnartaumana í Finnlandi, og allar kringum- stæöur mæla með því, aS Bandaríkin slíti stjórnmála- hverju hinna sambandanna. Stjórnir sambandanna skipa nefndarmennina. Fulltrúafundir skulu haldnir eigi sjaldnar en annaðhvort ár. Framh. á 4. síðu sambandi viö Finna.. Yfirlýs- ing þess efnis myndi binda endi á þaö óeölilega ástand. að viö séum vinveittir þjóð. sem á í stríði við einn sam- herja okkar". Síðari tilvitnunin er í rit- stjómargrein í Charlotte N. C. News: „Eftir aö hafa yfirvegað málið í nokkra mánuð'i er nú svo að sjá, sem stjórnin í Washington sé loks við því búin að segja Finnum hvaö henni býr í brjósti. Að okkar hlut, vonum við að þau orð verði ljós og ákveðin, vegna þess, að þaö verðui' að sýna hlutleysingjum í herbúöum óvumnna, aö þeir geta ekki vænzt neinnar tiuiliði*unar- áemi frá hihum voídugu full- ti"úum Bandai'íkjanna, þegar áð fri'ðarboro'inu ke'mur".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.