Þjóðviljinn - 13.05.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 13.05.1943, Qupperneq 1
8. árgangur. Fimmtudagur 13. maí 1943. 105. tölublað. SkiRUlagöFi uorn tasislaheriinn i TinisuiistOiuiuuii lihio Bandamenn hafa fefeíð 150 þilsund íanga á elnní vífeu.— Yfirhershöfðíngí fasísfaherjanna. von Arním, handtefeínn Stjómmálafundur Sósíal- istaflokksins í Listamannaskál anum í gærkveldi var ágæt- lega sóttur, húsfyllir, og sýnir það vel áhuga fjöldans, að á fimmta hundrað manns skyldi kaupa sig inn á þingmála- fund. Árni Ágústsson stýrði fund- inum, sem hófst með því að alþjóðasöngurinn var leikinn. Sigfús Sigurhjartarson skýrðí síðan frá gangi aðal- málanna á síöasta Alþingi, einkum dýrtíðarmálanna og skattamálanna og orsakanna til rógsherferöar afturhalds- ins nú á hendur Alþingi. Brynjólfur Bjarnason rakti síöan gang samninganna um Framhald á ,4. síðu. Skipulagðri vörn fasistaherjanna er lokið á öllum vígstöðvunum í Túnis, segir í tilkynningu frá aðal- bækistöðvum Bandamannaherjanna í Norður-Afriku. Brezkar hersveitir hafa sótt fram eftir ströndum Bonskagans báðu megin, og mætzt nyrzt á skaganum, án þess að veruleg mótspyrna væri veitt. Af liði fasista verjast nú aðeins einangraðar sveitir í fjallahéruðum skagans. Bandamenn hafa tekið 150 þúsund fanga síðast- liðna viku á Túnisvígstöðvunum. í gær var yfirhers- höfðingi fasistaherjanna í Norður-Afriku, von Amim, tekinn höndum á Bonskaga. von Amim er séi’fræðingur í skriðdrekahernaði og tók við herstjói’n í Norðui’-Afríku í marz s. 1. Hann er talinn einn af hæfustu hershöföingjum nazista. Við Zagouan gafst 25 þús- und manna lið upp fyrir frönskum hersveitum. Ki’öfð- ust Frakkar skilyi’ðislausrar uppgjafar og afhendingu her- gagna, og var gengið að því. Fasistum refsað Fimmtíu j franskir fasistar hafa verið handteknir í Tún- is. Giraud hershöfðingi hefur lýst því yfir, að allir þeir Frakkar er haft hafi sam- vinnu við þýzku og ítölsku herina verði skoðaðir sem landráðamenn, og dæmdir miskunnarlaust eftír því. t Harðar loftárásír á Brjansk og aðrar borgir á austurvlgstððvunum 1 hernaðartilkymiingum frá Moskva er aðaláherzlan lögð á hinar miklu loftárásir, sem sovétflugvélar gera nú dag og nótt á samgöngumiðstöðvar fasistaherjanna á miðvígstöðv unum. í gær var tíunda loftárásin á tíu dögum í roð gerð á Brjansk, og urðu miklar skemmdir á járnbrautarstöðv- um borgarinnar og járnbraut- arlínum. Arásir voru gerðar á margar borgir aðrar, þar á meðal Orel og Karkoff. Á Kákasusvígstöövuhum halda áfram haröir bai’dagai’ Sekíír fyrir brof I á verðlags- ákvaeðum Eftirfarandi frétt hefur blað- inu borizt frá skrifstofu verð- lagsstjóra. Eftirgreindar verzlanir hafa nýlega verið sektaðar sem hér segir, fyrir brot á verðlagsá- kvæðum: Guðni Reyndal & Co (brauð- gerð) 500 kr. sekt fyrir að selja of létt brauð. Verzlun Guðrúnar Þórðar- dóttur, 300 kr. sekt fyrir að selja vefnaðarvöru með of hárri á- lagningu. Veitingastofan, Bergþórugötu 2. 100 kr. sekt fyrir að selja öl og gosdrykki of háu verði Veitingastofan Alma, 200 kr. sekt fyrir að selja bjór of háu verði. Veitingastofan Svalan. 1500 kr. sekt fyrir að selja bjór og gosdrykki of háu verði. og þokast sovétherinn stöð- ugt nær Novoi’ossisk, en Þjóð- verjar hafa komið upp mjög fullkomnum varnai’virkjum umhverfis borgina og hafa úr- valaliö til vamar. Æðsti herforingi Breta í för með Churchill Churchill og Roosevelt Bandarikjaforseti hafa setið á löng- um viðræðufundum nótt og dag síðan Churchill kom til Was- hington, segir í brezkri fregn. í för með Churchill eru fjórir af æðstu hershöfðingjum Breta. Alan Brooke forseti herforingjaráðsins, Dudley Pount flotaforingi, Charles Portal flugmarskálkur og Archibald Wav- ; ell yfirhersiiöfðingi Breta i Indlandi. Loftárásir á Sikiley Flugsveitjh’ Bandamanna gera daglega miklar áxásir á helztu stöðvar flota og hers á Sikiley. Hai’ðai' árásir hafa einnig verið geröar á flota- stöð ítala á eynni Pantellaria, milU Túnis og Sikileyjar. Göring og Himmler í Róm Göring, yfirmaður þýzka loftflotans, og Himmler, æðsti míiður leynilögreglu Þjóð- verja eru komnh’ til Ítalíu, og hafa setið á ráðstefnum við Mússolini í Róm. Er taiiö að Mussolini krefj- ist hjálpar þýzka/ flugflotans til vamar ítalíu, og Himmler eigi að skipuleggja ráðstaf- anu* gegn hinrii sívaxandi i>- ánægju og uppreisnarhreyf- ingu, sem fai'in sé að láta alvarlega á sér bera í Italíu. Tilkynnt hefur verið að Stalín og Sjang Kájsjek séu látnir fylgjast með viðræðum Roose- velts og Churchills jafnóðum. í bandarískum og brezkum blöðum er talið að mjög mikil- vægar ákvarðanir verði teknar á þessari Washingtonráðstefnu ; I bandarískri útvarpsfregn í gærkvöld segir að verið sé að , skipuleggja innrásina í Ev- rópu. Adalfundur Fcrdafélagsíns Félagið telur nú 4247 félagsmenn Næsta árbök verður um iRangárvaliasýslu, samin af Skúla Skúlasyni ritstjóra Aðalfundur Ferðafélags íslands var haldinn í Oddfellow- húsinu s. 1. þriðjudagskvöld. Félagið fer nú ört vaxandi og nemur félagstala þess nú 4247 félagsmönnum. Vöxtur þess á síðasta ári var um 15%. Félagið hefur nú ákveðið tvær næstu árbækur sínar. Verð- ur önnur rituð af Skúia Skúlasyni ritstjóra, en hin af Gunnari Gunnarssyni skáldi. Forseti félagsins, Geir Zöega, gaf ýtarlega skýrslu um starf félagsins á s. 1. ári. Stjórnin var öll endurkosin Geir Zoéga forseti og Steinþór Sigurðsson varaforseti. Úr stjórninni áttu að ganga Gísli: Gestsson, Helgi Jónasson frá Brennu, Jón Eyþórsson, Lárus Ottesen og Pálmi Hannesson, en þeir voru allir endurkosnir. FERÐALÖG Farnar voru 22 ferðir á s. 1. sumri og voru þátttakendur í þeim samtals 625. Er það nokkru minni þátttaka en áður, sem stafar aðallega af annríki manna og ónógum bílakosti til ferðanna. Félaginu hefur enn ekki tekizt að fá fluttar inn 2 langferðabifreiðar, sem því er mjög nauðsynlegt að fá til ferða laganna. ÁRBÆKUR Þegar hefur verið ákveðtö hverjar verða næstu árbækur félagsins. Næsta árbók fjallar um Rangárvallasýslu og skrifar Skúli Skúlason ritstjóri hana. yerður henni skipt niður í 55 höfuðþætti: 1. Landmanna- hreppur og Holtin, 2. Rangár- vellir, Hekla og Rangárvalla- afréttir, 3. Landeyjar, 4. Hvol— hreppur og Fljótshlíð og 5. Eyja- fjöll og Þórsmörk. Verður kafl- inn um Heklu skrifaður af Guð- mundi Kjartanssyni jarðfræð- ingi, sem hefur sérstaklega kynnt sér Heklu og umhverfi hennar og sögu Heklugosanna. Óskar félagið þess, að allir sem eiga góðar landlagsmyndir úr Rangárvallasýslu, láti félags- stjórnina vita og verður þeim greitt fyrir myndirnar. Árbók næsta árs á að fjalla um Fljótsdalshéraðið og verður hún skrifuð af Gunnari Gunn- arssyni skáldi að Skriðuklaustrí. ’ FJÁRHAGUR FÉLAGSINS GÓÐUR Félagið á nú 15 þús. kr. í -sjóð- um. Auk þess eru nú sæluhús- in öll skuldlaus eign félagsins, en þau kostuðu rúmar 40 þús. kr. Á síðastliðnu ári greiddi fé- lagið 50—60 þús. kr. til ferða- laga. Útgáfukostnaður síðustu ár- bókar nam um 30 þús. kr. Nýtt sæluhús var reist við Hagavatn á s. 1. sumri. Útsýnis- skífa var gerð fyrir Þingvelli, en henni hefur þó eigi verið komið fyrir þar enn þá. Útdrátt- ur úr Islandskvikmynd Damms sjóliðsforingja hefur verið úti um land. Verið er að prenta nýtti íslandskort í Washington, en fyrir slíkt hefur verið mikil þörf undanfarið. Á fundum félagsstjórnarinnar hefur verið rætt um byggingu nýrra sæluhúsa í umhverfi Langjökuls og á Þórsmörk, en ekki þótt tiltækilegt að ráðast í þær framkvæmdir vegna kostn- aðar. f /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.