Þjóðviljinn - 15.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.05.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur 15. maí 1943 107. tölublað. Churchíll flyfur úfvarpsræðu á þríggja ára afmælí heímavarnarlíðsíns Eg tala úr Hvítahúsinu í Washington, en við höfum komið hér saman til að gera víðtækar áætlanir um sókn Bandamanna- herjanna, sagði Churchill, er hann flutti í gærkvöld útvarps- ræðu til heimavarnarliðsins brezka, í tilefni af þriggja ára af- mæli þess. Churchill bar saman hernaðarástandið nú og ástandið á sumri 1940. Þá hefðu Bretar orðið að berjast einir. Þá varð heimavarnarliðið til, nærri vopnlaust í fyrstu. Nú er heimavarnarliðið orðið að vel æfðum og vel útbún- um her, um 2 milljónir manna, sagði Churchiil. Á því mun hvíla að mestu leyti vörn heimalandsins, þegar herirnir sem nú eru í Bretlandi hef ja sóknaraðgerðir. • Curchill skýrði frá því, að æðstu herleiðtogar Breta og Bandarikjamanna ynnu aö því að gera sóknaráætlanir, Sókn , Bandamannaherjanna hafi' verið hröð núna undan- farið, en alltaf verði áætlan- irnar og útreikningar að fara Pylsuvagnarnir fluttir eða bannaðir Bæjarráð hefur á tveimur síðustu fundum sínum fjall- aö um bréf frá stjórn Útvegs- 175 þúsund fangar i Tums fierskípaárás á Panfcllaría Síðustu hópar fasistaher manna í Túnis gáfust upp kl. 11,45 í fyrradag, að því er segir í opinberri tilkynningu. Hafa Bandamenn alls tekið '175 þúsund fanga í Túnis frá 5. maí, er úrshtasóknin hófzt. ítalir óttast mjög innrás í Sikiley og er unnið nótt og dag að því aö treysta varnir suðurstrandarinnar. Flugsveitir Breta og Banda- ríkjamanna halda uppi rnikl- "um árásum á herstöðvar á Sikiley, Sardíniu og Suður- ítalíu. í gær skutu brezk herskip á flotahöfn itala á .eynni ^Pantellaria, og er talið að miMð tjón hafi orðið á hafn- armannvirkjum. bankans, þar sem mjög er kvartað undan veru pylsu- vagnannai í Kolasundi', og hinni sóðalegu starfsemi þeirra lýst á réttan hátt. Bæjarráð hefur ekki oröið á eitt sátt um máliö og verður |>aö lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar án tillögu frá bæjarráðinu. Sumir bæjar- ráðsmenn vilja flytja pylsu- vagnana á hentugri stað, aðr- ir vilja banna starfsemi þeirra með öllu. langt á undan herjunum sjálf um. Þaö þyrfti að ákveða margar sóknarleiðir, eins langt og fremst sé hægt. Churchill lauk miklu lofs- orði á hetjubaráttu sovétþjóö- anna og Kínverja, og minnt- ist eínnig baráttu hernumdu þjóðanna. Allar þessar þjóðir og hinar miklu engilsaxnesku þjóðir munu leggjast á eitt til að útrýma nazismanum og herveldi hans. Rauði herinn bætir aðstöðu sína við Lisitsjansk Rauði herinn hefur bætt að- stöðu sína á Mið-Donetzvíg- stöðvunum, Lisitsjansksvæð- .inu, eftir harða bardaga, seg- ir í Moskvafregn. Gagnáhlaupum Þjóðverja á þessum slóðum hefur verið hrundið. Um 5000 þýzkir her- menn hafa fallið i bardögun- um við Lisitsjansk síðustu dagana. Rússneskar sprengjuflugvél- ar gerðu í gær árásir á járn- brautarstöðvar í Varsjá og fleiri borgum sem mikilvægar eru í flutningakerfi Þjóðverja. Baríef í gapasfokknum EHterl lát il lisáhfl Irelfl il BinliaFlílaiaflna Hardar árásír á Berlín 04 borgir í Ruhr og Tékkoslovakíu Brezki og bandaríski loftflotinn halda áfram víðtækri loft- sókn gegn herstöðvum og samgöngumiðstöðvum Þjóðverja. Gera Bretar aðallega næturárásir en Bandaríkjamenn dagrárásir. í fyrrinótt gerðu brezkar sprengjuflugvélar miklar árásir á borgir í Ruhr og víðar í Þýzkalandi, þar á meðal Berlín, og í Tékkoslovakíu. Er talið að mikill árangur hafi orðið að árasinni, en 34 flugvélar fórust. Bandarískar flugsveitir gerðu í gær mikla dagárás á þýzku flotahöfnina Kiel og borgir í Norður-Hollandi og Belgíu. Brezkar orustuflugvélar réð- ust í gær á járnbrautarstöðvar í Norður-Frakklandi, og kom víða til loftbardaga við þýzkar or- ustuflugvélar. Voru 12 þeirra skotnar niður en Bretar misstu Haraldur kjaftshögr&var Alþýðublaðið. — Lesið greinina á 3. síðu. Húsnæðismðlið, Tfminn og Alþýðubiaðið Tíminn og Alþýðublaðið hafa undanfarið reynt að rægja Steinþór Guðmundsson fulltrúa sósíalista í húsaleigu- nefnd i sambandi við húsnæð- ismálin. Væri þeim nær að líta á sína eigin hjörð og afskipti sinna eigin flokksmanna af húsnæðismálum bæj arbúa. Auðar íbúðir. Alþýðublaöið segir réttilega að íbúðir standi auðar í tuga tall í bænum. Vill nú ekki Alþýðublaöið spyrja herra Guðm. R. Odds- son hversvegna búðin á Lauga vegi stendur auð ennþá. Oss rekur minni til aö GnðV mundur hafi í aðaljólasölunni í hitteðfyrra rekið verzlunina Ljós & Hiti og gert hana ó- starfhæfa? Og vill nú ekki Alþyðublað- ið spyrja herra Guðm. í. Guðmundsson hvort hann geti upplýst nokkuð um íbúðir þær sem staðið hafa auðar um lengri tima í húsinu nr. 35 við Njaröargötu? Svo væri oss kært að Tím- inn vildi upplýsa hvernig því var farið, þegar stór fjölskylda með 4 börn var sett út úr íbúðinni á Bergþórugötu 3. En í þessa íbúð flutti herra Helgi Lárusson, einn gæðing- ur Timans. Ekki meö f jölskyld una sína, ónei, heldur með saumastofuna sína! Og hvert fór fólkið sem aí þessum orsökum varð hús- næðislaust? Það var flutt í Höfðaborg. Má það teljast undarleg ráöstöfun að bærinn byggh' neyöaríbúðir undi'r fólk sem sett >sír á gaddinn vegna þess að herra Helga Lánxsson vant- Njarðargata 35 ar pláss undir Framsóknar- brask sitt. Þetta ætti nú Tíminn að hugleiða. HITAVEITAN Bærinn vill ráöa 300 verka- menn í fasta hitaveituvinnu Fáist þeir ekki, verða ráön ir vinnuhópar úr nálœguni kauptúnum Bæi*inn auglýsti í dag eftir 300 verkamönmxm og 20 tré- ' smiðum til hitaveitunnar og vill hann ráða þá í fasta vinnu að rmnnstakosti til októberloka, með 9 táma vinnu á dag. Fáizt reykvískir verka- 'menn ekki, mun verða horfið að því ráði, að ráða verka- mannahópa frá Stokkseyri Eyrarbakka, Keflavík og fleir- um nálægum þorpum. Tilboð Uggja þegar fyrh* um ráðn- ingu sl^kra hópa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.