Þjóðviljinn - 15.05.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. maí 1943 ÞJÓÐVILJINN ^ðnmmoi Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastrœti 17 — Vrkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (I. hæð) Simi 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Á Framsókn eða fólkið að ráða Framsóknarflokkurinn engist sundur og saman milli tveggja elda, sem báðir loga mikið og hætta er á að brenni hann. Ann- arsvegar eru yfirboðarar flokks- ins, Hriflu-klíkan, sem harð- bannar flokknum að ganga inn á róttækar umbætur í samstarfi við verkalýðinn. Hinsvegar er sveitaalþýðan, sem heimtar rót- tækar umbætur í samvinnu við verkalýðinn. Broddar flokksins eru nú áð reyna að bjarga sér á þeirri vífi- lengju að Sósíalistaflokkurinn vilji engar róttækar umbætur, heldur ,,bara byltingu“ og því vilji hann ekki mynda stjórn. Sósíalistaflokkurinn hefur lagt fram sín skilyrði fyrir stjómar- þátttöku. Þau skilyrði fela í sér róttækar umbætur og ekkert annað. Eru þetta of róttækar umbæL ur? Er ein einasta af þessum um- bótum þannig, að verkamenn, fiskimenn, sveitafólk og önnur alþýða landsins hefði ekki á- stæðu til þess að fagna þeim? Fer Sósíalistaflokkurinn fram á það að það sé gert of mikið fyrir alþýðu þessa lands með þessum imibótum? Álítur Framsókn að þjóðfé- laglð geti ekki veitt hinum vinn andi stéttum þau lífskjör, þau réttindi og þær róttæku umbæt- ur, sem Sósíalistaflokkurinn fer fram á? Við þorum að fullyrða að al- þýðu þessa lands, hvort heldur þýða þessa lands, hvort heldur er til sjávar eða sveita, finnst þessar umbætur ekki of róttæk- ar. Það gæti vafalaust margur maðurinn, sem síðast kaus Fram sókn og Alþýðuflokkinn, hugsað sér þær róttækari. Hvaðan kemur Framsókn það, að vera á móti þessum róttæku umbótum, sitja í 4 mánuði yfir því að telja úr og neita og prútta? Dettur Framsóknarforingjxmum í hug að þeir séu að framkvæma vilja sveitaalþýöunnar með slíkri afstöðu? Nei. Þeir eru að framkvæma vilja aftuv- haldsklíkunnar í kringum Jónas frá Hriflu með slíkri fi-amkomu. Alþýðan man enn livernig sú afturhaldsklíka fór að 1934 þegar Framsókn og Alþyöu flckkurinn þá mynduðu sljórn Þá fór Jónas frá Hriflu hina kerfisbundnu eyðileggingar herferð sína gagnvai't Aioýðu- flokknum með því að íá meiri Haraldur Guðmundsson kjafts- höggvar Alþýðublaðið Hann lýsir það ósannindamann að rnginum um Sósíalistaflokkinn í allan vetur En hvað er þá heildarstefna þess dularfulla fyrirbrigðis, sem kallar sig „Alþýðuflokkur?! Þar kom að því að einhver limurinn af Alþýðuflokknum reyndi að stinga sér út úr gapastokknum, þó það kosti að berja á hina limina og jafnvel ætla að slíta sig frá þeim! í gær kveður Haraldur Guðmundsson sér hljóðs í Alþýðu- blaðinu út af „vinstri stjóminni“ og lætur nú kjaftshöggin dynja á veslings Stefáni Péturssyni, sem um leið verður að lýsa því yfir að ekki sé öðrum betur treystandi til að segja sann- leikann um málið en Haraldi, — og verður sú yfirlýsing í raun- inni jafngildi þess að enginn hafi logið freklegar en Alþýðu- blaðið og Finnur Jónsson. Fyrsta kjaftshöggið Haraldur byrjar með því að lýsa yfir að Alþýðuflokkurinn hafi alls ekki viljað genga að því að Iögbjóða kauplækkun. Nú var það hinsvegar höf- uðskilyrði Framsóknar að slíkri kauplækkun yrði kom- ið á. Og Alþýðublaðið lýsti því yfir sem málgagn Alþýðu- flokksins að myndun róttækr- ar umbótastjómar hafi ein- göngu strandað á Sósíalista- flokknum. Það þýddi: að Al- þýðuflokkurinn, samkvæmt þessari yfirlýsingu Alþýðu- blaðsins, hlaut að vera reiðu- búinn til stjómarmyndunar rneð. Framsókn upp á þau skil yrði, sem Framsókn vilfli ganga að, þ. á m. kauplækk- uninni. Oss var vel kunnugt um að ekki myndu allir Alþýðuflokks menn ánægðir með afstöðu Alþýöublaðsins og því sagði Þjóöviljinn í fyrstu greininni um „Alþýðuflokkinn í gapa- stokknum“: ,,Að vísu hafa þingmenn' Sósíalista flokksins dregið þær ályktanir af ýmsu, sem þingmenn Alþýðuflokks- ins hafa sagt, að allverulegt myndi bera á milli Framsóknar og Alþýðu- flokksins og Alþýðuflokkurinn væri ekki frekar en Sósíalistaflokkurinn reiðubúinn til þess að svínþeygja sig enn einu sinni undir Hriflueinræðið, — en þar sem Alþýðublaðið — og m. a. s. einstakir þingmenn svo sem Finnur Jónsson — halda áfram eftir sem áður að boða að það sé aðeins Sósíalistaflokknum að kenna að ekki sé komin hér á hin langþráða, rót- tæka umbótastjóm hinna vinnandi stétta, m. ö. o. að skilmálar Fram- sóknar séu fullgóðir handa verka- lýðnum, — þá hlýtur Þjóðviljinn að líta svo á að Alþýðublaðið tali í þessu máli sem fulltrúi Alþýðu- flokksins, en einstakir þingmenn hans, sem öðruvísi tala, fari með markleysu eina frá sjónarmiði Al- þýðuflokksins. Héðan af mun því Alþýðuflokkur- inn gerður ábyrgur fyrir þeim skoð- unum, sem Alþýðublaðið heldur fram um þessi mál, nema fram komi skýrar yfirlýsingar um það, að blað það tali í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, þvætting tóman, sem ekki sé ætlazt til að tekinn sé alvarlega.“ Og enn sagði Þjóðviljinn í sömu grein: „Alþýðuflokkurinn er hér rpeð settur í gapastokkinn fyrir þessi af- glöp sín nr. 1. — Og hann verður ekki leystur úr honum, nema með skýlausri yfirlýsingu um að Alþýðu- flokkurinn sé algerlega ósammála Framsókn um skilyrði sem þetta og geti því alls ekki áfellzt Sósíalista- flokkinn fyrir að beygja sig ekki fyr- ir frekju Framsóknar. hlutann 1 Framsókn með sér á iis.'ð aó h r.di’a framkvæmd mestu áhugamála Aiþýðu-- flokksins og stórskemma þau þeirra í meöferðinni, sem fram komust. Og sökum þess hve lengi Alþýðjflokkurinn lét sér þessháttar meðferð lynda tókst honum að eyöileggja á- lit flokksins hjá verkalýðnum. Sama leikinn hefur Fram- sókn hugsað sér aö leika nú. En hún finnur að Sósíalista- flokkurinn lætur ekki leika sig þannig, heldur heimtar það skilyrðislaust að róttæk- ar umbætur verði framkvæmd ar fyrir alþýðu manna til sjávar og sveita. Og við skul- um sjá það, ef alþýða manna ætti nú að dæma um það hvort ekki væri sjálfsagt að framkvæma þær róttæku um- bætur, sem Sósíalistaflokkur- lintti krefst, að meirihlutinn af kjósendum bæði Framsókn- ar og Alþýðuflokksins myndi krefjast þeirra allra með Sós- íalistaflokknum. Framsókn kemst aldrei ó- sködduð út úr þeirri khpu, sem hún hefur sett sig í með róttækri lýöskrumpólitík fyrir kosningar og afturhaldsfrekju sinni eftir kosningar. Baráttan stendur um þaö, hvort Framsóknarafturhaldiö í Reykjavík eða fólkiö í sveit- um og bæjum landsins eigi að ráð'a stjórnarstefnunni á íslandi á næstunni. Og fólkið skal sigra. Embættismenn Framsóknar geta tafið ofur- lítiö fyrir þeim sigri, hindrað að róttæku umbæturnar kom- ist á strax, — en þeir geta aldrei hindrað endanlegan sigur hinna mismunandi stétta og ef til vill er hann nær en þá grunar. Hnin Framsóknar getur orðið skjót- ar en herrar hennai- nú búast við, ef hún ætlar að standa á móti róttækum umbótum á lífskjörum alþýðunnar. Alþýðuflokkurinn getur nú frammi fyrir þjóðinni valið milli þess að vera taglhnýtingur Framsóknar eða standa með verkalýðnum ásamt Sós- íalistaflokknum. Vér efumst ekki um hvernig fólkið, sem fylgt hefur Alþýðuflokknum kýs. En foringjalið hans hefur nú síðasta möguleika sinn: að gera Alþýðublaðið ómerkt allra orða sinna um Sósíalistaflokk- inn og ,.vinstri“ stjómina." Nú ríður Haraldur á vaöið og reynir nú að bjarga Al- þýðuflokknum með yfirlýsing- unni um aö flokkurinn hafi ekki viljað ganga að kaup- lækkun, — hafi sem sé ekki viljað ganga að skilmálum Framsóknar -v— og myndun róttækrar umbótastjómar hafi því strandað á afstöðu Framsóknar, sem alls ekki vildi róttækar umbætur, held- ur kauplækkun! En með þessu er öllum grundvellinum kippt undan rógi Alþýðublaðsins sem látlaust hefur verið tugg- inn blað efth’ blað, um að myndun virkilegrar róttækr- ar umbótastjórnar hafi strandað á Sósíalistaflokkn- um! Haraldur lýsir í rauninni Stefán Pétursson ósanninda- manna að fjögurra mánaða kjaftæði Alþýðublaösins. Minna má ekki gagn gera ef reyna á að bjarga aum- ingja Alþýðuflokknum út úr gapastokknum! * Annað kjaftshöggið En Haraldur lætur ekki þar við sitja að kjaftshöggva Stefán fyrir þetta. Eins og menn muna, þá ætlaði veslings Alþýðublaðið að reyna aö forða sér á því um daginn að þó ekki væri hægt að áfellast Sósíalista- flokkinn fyrir það að vilja ekki ganga að þessum skil- málum Framsóknar, þá hefði hann þó alltaf átt að taka þátt í Harafdarstjórninni í desember. Þjóðviljinn benti þá á að Framsókn hefði aðeins viljað taka þátt í þeirri stjóm með þeim skilyrðum að engar um- bætur yrðu framkvæmdar svo ef Alþýðublaðið væri að áfellast Sósíalistaflokkinn fyr- ir að taka ekki þátt í slíkri stjórn, þá væri það að lýsa því yfir aö Alþýðuflokkurinn vildi mynda stjórn upp á ekki neitt — og það var Al- þýðuflokkurinn líka til í að' gera, þegar íhaldið bauð upp ái það,: mynda stjórn með í- haldinu upp á ekki neitt, — en ÞAÐ strandaði á Sósíalista- flokknum. Jafnframt benti Þjóðviljinn á að' Alþýðublað'ið hefði aldrei ráö'izt á Framsókn fyrir að hafa hindrað myndun rót- tækrar umbótastjórnar — og Tíminn fylltist nýlega áhyggjum út af málefnum Reykvíkinga. Hamr sá fram á að hitaveitan kæmist ekkí upp fyrir haustið. Og allt var þetta ótætis sósíalist- unum að kenna, sem nú liöfðu hafið nýjan skæruhernað og hvöttu menn til þess að viirna ekki í hitaveituvinn unni! Rétt áður hafði formaður Dags- brúnar skýrt opinberlega frá því, að Dagsbrúnarstjómin (sem Tíminn kallar ýmist kommúnista eða sósíal- ista) hvetti verkamenn til þesS að ráða sig hjá hitaveitunni. * Sumir halda að sannleikurinn sé ekki nema einn — en þegar lýgin skartar á dálkum Tímans heitir hún „TÍMASANNLEIKUR". * En Tíminn deyr ekki ráðalaus. Hann léysir vandann i einu vetfangi: — það á að vinna hitaveituvinnuna í sjálfboðavinnu! Það verður gleði í Reykjavík dag- inn þann, sem Framsóknarhetjurn- ar marsera út til hitaveituvinnunn- ar með rekur um öxl: Þórarinn litli, Hermann og Jónas, að ógleymdum öllum stórbændasonunum, sem hér dveljast til þess að boða hinum spillta Grimsbylýð „sælu sveitalífs- ins“! Hvemig væri að Jón Eyþórsson veðurspámaður kastaði fyrstu rek- unni og ríkisútvarpið launaði hon- um dygga þjónustu með því að út- varpa athöfninni svo fólkið í „hin- um dreyfðu byggðum“ gæti fylgzt með því hvernig F'ramsóknarhetj- umar bjarga höfuðborginni frá „kommúnistahættunni“?!! þar meö í rauninni tekið af- stöðu meö henni í þessum átökum — til þess, aö vanda. að géta fjandskapast viö' Sós- íalistaflokkinn. Þjóöviljinn skoraði á Alþýðublaöið að' kveða upp úr með sök Fram- sóknar í þessum málum. En Alþýðublaöið kaus heldur að haga sér sem dulklætt mál- gag-n Hriflumennskunnar og þegja um Framsókn en ha]da áfram að kyrja ósannindin um Sósíalistaflokkinn, þó að búið væri að margreka þau. ofan í það. En nú kemur Haraldur og lýsir afstöðu Framsóknar til stjórnarsamvinnutilboðs hans í desember. Segir hann ský- laust að Framsókn hafi ekki viljað ganga að tilboði hans (sem Sósíalistaflokknum fannst of lítið af umbótum felast í), og komið með aðra uppástung-u og farast honum orðrétt þessi orð þar um: „Uppástunga þeirra var því sú, aö þessir þrír flokkar mynduðu stjórn „upp á stól- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.