Þjóðviljinn - 18.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1943, Blaðsíða 1
þJÓÐVIUI 188 8. árgangur. Þriðjudagur 18. maí 1943. 109. tölublað. Slórkostlegf ffc n á mannvítajum og ídnaðí Ruhrhéraðanna Hákon Horegskon- ungur og rikisstjóri Isiands! skiptast á kveðjum Hákon 1. Noregskonungur sendi Rikisstjóra íslands svo- hljóðandi orösendingu 11 „Pá 129 ársdag for Norges frie grunnlov er det meg en glede á fá anledning til á tsende en hilsen til várt is- landske frendefolk. Váre to land har bygget sin kultur og sitt nasjonale liv pá 'de samme idealer, pá lqvens, rettens og menneskeverdighetens grunn. Denne fedrenearv v-ii ogsá i fremtiden gi oss styrke till byggende samfundsarbeid i fred. Jeg takker for all den sympati som den islandske regjering har vist nordmenn- ene i de trengselsár vi nu gjennemlever og som vil be- feste det tusenárige vennskap mellem Island og Norge". Ríkisstjóri svaraði þannig: „íslendingar telja sér styrk í því aö fylla flokk lýðræöis- þjóðanna, fyrst og fremst bræöraþjóðanna á Norður- löndum. Undanfarin þrjú ár hafa gefið oss tækifæri sí- fellt aukinnar aðdáunav fyrir norsku þjóðinni, bæöi heima og erlendis, undir handleiðslu Yð'ar Hátdgnar og vár alJir sameinumst 17- maí i inni- legum og einlægum árnaðar- óskum Yöar Hátignar og hinni hraustu norsku frænd- Lióó vorrr'. Bretar taka eyjtí fyrir Túnisströndum Brezk hersveit náði á vald sitt smáeyju, 15 km. norður af Bon- höfða, og voru hermennirnir fluttir á herskipum til eyjarinn- ar. Bretar tóku 190 þýzka her- menn til fanga á eyjunni. Brezkar Lancastersprengjuflugvélar eyðlögðu í fyrrinótt tvo mestu stíflugarða Þýzkalands, báða í Ruhr, og hefur vatnsflóðið valdið gífurlegu tjóni og eyðilegging stíflugarðanna víðtækri truflun á orku- framleiðslu og iðnaði Ruhrhéraðanna. í annan stíflugarðinn, Möhnestífluna, var sprengt 100 metra breitt skarð, og reif vatnsflóðið með sér raf- stöð nokkru neðar við fljótið, brýr og mannvirki. Ruhrfljótið hefur vaxið ákaflega, og stöðugt vax- andi vatnsagi er á Dortmundsvæðinu. Með hinum garðinum, Ederstíflunni, var stjórnað vatnsmagninu í Weserskipaskurðinum, og margskon- ar iðnaðarframleiðsla í nærliggjandi héruðum var við hann tengd. Borgin Kassel er talin í mikilli hættu. Loftárás á Ostia, 25 km. frá Rom Bandariskar og brezkar sprengjuflugvélar halda áfram miklum árasum á ítalskar stöðv- ar. Hefur það vakið mikinn ugg í ítalíu, að Bandamenn gerðu í gær harða loftárás á hafnarbæ- inn Ostia, 25 km. frá Róm. Er talið vandséð, af hvoru hljótist meira tjón: Flóðun- um eða vatnsskorti, sem leið- ir af eyöileggingu stiflugarð- anna. Átta sprengjuflugvélanna sem árásina gerðu fórust. Áhafnir sprengjuflugvél- anna höfðu veriö æfðar sér- staklega undir árás þessa vikum saman. Var höfð hm mesta leynd viö æfingarnar og vissu aðeins örfáir yfir- menn flughersins hvað til stóð. Árásin þótti takast framúr- skarandi vel, og hefur Harris flugmarskálkur, yfirforingi brezku sprengjuflugvélanna^ sent foríngja leiðangursins heillaóskaskeyti og þakkað honum hínn mikla árangur. Samtímis geröu sveitir brezkra sprengjuflugvéla á- rásir á Bierlín og herstöðvar í Rínarlöndum. Bandarískar sprengjuflug- vélar gerðu í gær árás á tvær helztu kafbátahafnir Þjóð- verja á Frakklandsströnd Lorient og Bordeaux. 17. maí yiahDld HDFflmanna í R.uíft liJtisamkoma á Arnarhóli — Ouðsþjónusta í Dóm- kirkjunni — Skemmtanir um kvhldið Norðmenn í Reykjavík héldu hátíðlegan hátíðardag sinn, 17. maí, í gær með útisamkomu á Arnarhólstúni, guðsþjónustu í Dómkirkjunni og skemmtisamkomum í gærkveldi. í gærmorgun um kl. 9 voru iagöir blómsveigar á leiöi norskra hermanna og sjó- manna í kirkjugaröihum í Fossvogi. Klukkan 10 hófst hátíða- guðsþjónusta í Dómkirkjunni sr. Bjarni Jónsson vígslubisk- up prédikaði. 'Norskt útvarp var frá kl. 14,30—15,30. Af íslendingum komu þar fram þeír Skúli Skúlasoh, sem flutti ræðu og j hárus Pálsson, sem las upp. Rétt fyrir kl- 2 fóru norsk og norskíslenzk börn í skrúð- göngTi frá bústaö norska sendi herrans við Fjólugötu. Gengu þau Fríkirkjuveg, Lækjargötu og staönæmdust á Arnarhóls- túni. Á undan skrúðgöngunni gengu 3 norskir hermenn meö 3 stóra <norska fána. Á Arnarhólstúni haí'öi verið komið fyrir norskum og ís- lenzkum fánum. Formaður Nordmannslaget setti hátíðina. Barnakórinn Sólskinsdeildin song undir stjórn Guðjóns Bjarnasonar. Sigurður prófessor Nordal flutti þar skörulega ræöu. Að ræöu hans lokinni var norski þjóðsöngurinn lei'kinn. II ii tízftii shipi, sohht iorttestw a! lslandl Skípíd var ad reyna ad rjáfa hafn^ baniiíö, hlaðíd hernadarhrácfnuiii frá Japan Brezk herskip hafa náð tveimur þýzkum vopnuðum flutn- ingaskipum, er voru að reyna að brjóta hafnbannið með því að flytja til Þýzkalands dýrmæt hernaðarhráefni frá Japan. Brezka beitiskipið „Glasgow" hitti 8000 smálesta mótorskip, ' ,,Regensburg", í Danmerkursundi, milli íslands og Grænlands. Flutningaskiþið stöðvaðist við skothríð beitiskipsins, og sprengdi áhöfnin það í loft upp. Vegna ofveðurs og sjógangs tókst ekki að bjarga nema 6 mönnum af áhöfninni. Hitt skipið var á fimmta þúsund smálestir, og náði (þróttakvikmynd Ármanns á Austurlandi sýnd íþróttakvikmynd Ármanns sem sýnd hefur verið í Reykjavík sunnudag eftir sunnudag, við mikla aösókn er á leiðinni út á land. Var hún sýnd í Vestmanna- eyjum í gærkvöld, en *þaðan verður hún send til Austur- lands og sýnd á Fáskrúös- fii-ð'i, Reyðarfirði, Eskifirði Norðfiröi, Seyðisfiröi, Eiðum Hallormsstað og ef til vill víð- ar. Meö henni veröur sýnd kvik mynd af bandarískum íþrótta- mönnum, sem Ármann hefur notað í vetur við kennslu i frjálsum íþróttum. Allmikill mannfjöidi var sam- an kominn ' hóli meö- 3.TÍ ilcl bii 'J'l f í'n VY1 Kpn1 i_i8 tók norski sendiherram á móti gestum í bústaö sínum. í gærkvöldi var frumsýning í Iönó á „Veizlunni á Sólhaug- um" eftir H. Ibsen. í gærkvöldi efndu Noriðt- menn til veizlu á Hótel Borg. brezkt herskip því um 200 sjómílur frá vestur odda Spánar. Áhöfn kaupskipsins sprengdi það í loft upp, en fór áður í bátana og björguöu Bretar öllum þeim sem á skip- inu voru. Skipið var hlaöiö gúmmíi og tini. Segir í brezkum frétt- um að ÞjóðVerja sé farið aö vanta tilfinnanlega ýms dýr- mæt hernaðarhraefni, og hætti hvað eftir annað beztu skipum sínum í árangurlaus- ar tilraunir til að rjúfa hafn- bannið. Rðuð iherinn vinnur á við Lisitsjðnsk Ekkert lát á loftsókn Rússa Rr mn hefur náð fót.-c.'-t.-" metsfljóts á Lisitsjansksvæðínu, og hrund- ið öllum gagnárásum Þjóð- verja, segir í Moskvafregn í gærkvöld- Sprengjuflugvélar Rússa halda uppi loftsókninni gegn herstöðvum og samgöngumið- stöðvum Þjóðverja að baki víglinunnar, einkum á miðvíg- stöðvunum og í Úkraínu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.