Þjóðviljinn - 20.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.05.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 20. maí 1943 111. tölublaö. W^,atr IImnr. Fáiii mrn ffeuhjauíhup db nðpDDis Árni Benediktsson og Hermann A. Hermannsson framkvæmdastjórar Stjóm „KRON“ hefur ráðið ísleif Högnason kaupfélags- stjóra í Vestmannaeyjum sem forstjóra félagsins, Árna Bene- diktsson, sem verið hefur í framkvæmdastjórn KRON síðan fé- lagið var stofnað. og Hermann A. Hermannsson deildarstjóra við vefnaðarvörudeild KRON, sem framkvæmdastjóra. Hin nýja framkvæmdastjóm hefur þegar tekið til starfa, en ísleifur fer til Vestmannaeyja til að ráðstafa starfi sínu þar, en kemur hingað alfarinn um mánaðamótin. ísleifur Högnason er 47 ára að aldri og hefur stundað verzl- unarstörf síðan hann var ung- lingur, fyrst í stað hjá kaup- mönnum í Vestmannaeyjum. Árið 1918 réðst hann til skrií- stofustarfa hjá Samb. danskra samvinnufélaga í Kaupmanna- íslendingafélag stofnað í London Eftirfarandi frétt hefur blað inu borizt frá utanrikismála- ráðuneytinu: Hinn 10. apríl 1943, var stofnað „Félag íslendinga í London“. Tilgan gur félagsins er að efla og auka viðkynn- ingu meðal íslendinga sem búsettir eru í Stóra Bretlandi, dveljast þar eða em á ferð, svo og að treysta og viðhalda tengslunum við ættjörðina. Tilgangi þessum hyggst fé- lagið að ná með því að gang- ast fyrir samkomum íslend- inga þar og beita sér fyrir því, að félagsmenn eigi kost á að fylgjast með því sem helzt er á dagskrá á íslandi, með því aö afla íslenzkra dag- blaöa og tímarita, sem félags- menn eigi aðgang að, efna til Framhald á 4. síðu. Bandarískar loffárásir K cl og Flensborg Loftsókninni gegn herstööv- um Þjóðverja á meginlandinu er haldið sleitulaust áfram. . Bandarískar sprengjuflug- vélar gerðu í gær harða loft- árás á hafnarborgir, og var að- alárásunum beint að Kiel og Flensborg. Er talið aö mikiö tjón hafi oröið' á hafnarmanndirkjum og skipum á höfninni í Kiel, en þar er eitt helzta herskipa- lægi Þjóðverja. höfn. Litlu síðar varð hann starfsmaður hjá Kaupfélaginu Bjarmi í Vestmannaeyjum, en var ráðinn kaupfélagsstjóri við kaupfélagið Drífandi árið 1921, því starfi gegndi hann í 10 ár, en hvarf þá frá félaginu vegna ágreinings vfð félagsstjómina um verksvið, og starfshætti þess. Hann stofnaði þá þegar kaup- félag verkamanna og hefur gegnt þar kaupfélagsstjóra- starfi síðan af frábærum dugn- aði og fyrirhyggju. Verzlunarvelta félagsins v^r s. 1. ár um 1 millj. kr. Um sjö- tíu af hundraði reksturfjárins er eigið fé félagsins, og inneign- ir þess í bönkum nema nú meiru en samþykktir vöruvíxlar. Þessi reynsla af störfum ísleifs veld- ur því, að honum hefur verið falin forsjá eins stærsta kaup- félags landsins, og þess félags, sem vegna staðhátta hefur geysi lega möguleika til vaxtar og þroska. Árni Benediktsson er 46 ára að aldri. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann og hefur síðan unnið ýms verzlunarstörf, hefur hann meðal annars starfað hjá kaupfélögunum á Þórshöfn, Seyðisfirði og í Reykjavík. Síð- ustu árin hefur hann unnið hjá Afengisverzlun ríkisins. Þegar KRON var stofnað var hann kos inn í framkvæmdastjórn og hef ur átt þar sæti síðan. Hermann Á. Hermannsson er 40 ára að aldri. Hann stundaði nám við Verzlunarskólann og vann síðan verzlunarstörf á Reyðarfirði, Eskifirði og að Þjórsártúni. Síðan stofnaði hann verzlunina Berlín hér í Reykja- vík og rak hana í nokkur ár. Þá réðst hann til Pöntunarfélags- ins og veitti vefnaðarvörubúð þess forstöðu, þaðan fluttist hann til KRON, er það var stofnað og hefur verið deildar- stjóri vefnaðarvörudeildar þess síðan. Hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri til 6 mánaða. Hvað ákveður bæjarstjórn í dag? Derour isjamísuniN rðistaiai Igrlr rita eða saanfla? Á bæjarstjórnarfundi í dag verður tekin ákvörðun um, livernig farið vérður með bæjarhúsin. Á bæjarráðsfundi í gær náðist ekkert samkomulag um hvernig þeim yrði ráðstafað, svo fyrir bæjarstjómarfundi í dag liggja tvær höfuðtillögur, sem velja ber á milli. Sósíalistaflokkurinn leggur til, að hús þessi verði leigð, en varatillögu mun flokkurinn bera fram, ef tillagan yrði felld, og er hún þess efnis, að húsin verði seld gegn útborgun á í hæsta lagi 15% af kostnaðarverði. — Með þessu móti væri það tryggt, að efnaminna fólk gæti notið húsanna. íhaldið leggur hinsvegar til, að húsin séu seld gegn útborg- un á 33% af kostnaðarverði. — Með því móti yrði einungis efna- fólki mögulegt að notfæra sér þessar íbúðir. Isleifur Högnason Hinsvégar er bæjarráð sam- mála um það, að ef húsin veröa seld, þá skuli þær skuld- bindingar fylgja, að eigendm' myndi félagsskap, sem bær- inn hefur nokkra íhlutun um stjórn á, og skuli þarrnig frá málum gengiö, að íbúðimar geti ekki lent í braski. ChuFihill: Baodamenn uepia ai hnúla Ifi shlítan slgur Híflcr cr að undírbúa úrslffafilraun ad sígra rauða herínn — Brcfar og Bandarikíamcnn vcrða að faka mcirí þáff í baráffunni á þcssu árí cn því siðasfa Winston Churcliill, forsætisráðherra Breta, flutti í gær ræðu yfir báðum deildum Bandaríkjaþings, um styrjaldarmálin.' Lagði hann áherzlu á að aðalhættan, sem Bandamenn yrðu að varast, væri of löng styrjöld. Endanlegur sigur væri þeim tryggður, en ekki mætti láta neitt tækifæri ónotað til að ráðast að óvinunum með sem mestum herstyrk sem allra fyrst. Eitt þýðingarmesta atriðið væri nú að létta nokkru af byrð- unum af Sovétríkjunum og veita Kína nægilega hjálp. Bæjarráð hefur nú formlega samþykkt að taka að láni hjá Tryggingarstofnun ríkisins þriðj ung þess fjár, er bæjarhúsin kosta, til 40 ára með 4%% vöxt- um og er 1. veðréttur í húsunum til tryggingar láninu. Sovétríkihi hafa borið og bera enn meginþungann af byrðum landhernaöarins sagði Churchill. Þeir hafa átt 1 höggi við 190 lierfylki þýzk, að viöbætt- um 28 herfylkjum frá lepp- ríkjum Hitlers. Til samanburð ar má geta þess, að Banda- menn hafa barizt gegn 15 her- fylkjum í Túnis. Rauði herinn hefur þegar veitt fasistaherjunum það sár, er ekki verður læknað. Hitler býr sig nú undii' að leggja allt í sölurnar til aö gersigra rauöa herinn í þriðju sumar- sókninni, og ríður á aö Bret- ar og Bandaríkjamenn leggi fram allt sem í þeirra valdi stendur til að ta.ka meiri þátt í viöureigninni 1943. en á síö- astliðnu ári. Churchill skýrði frá því að upphaflega hafi Bandamenn ætlað sér að ná Túnis fyrir árslok 1942- Drátturinn mundi þó ekki seinka öðrum þeim hernaðaraðgerðum sem nú væru framundan. Fasistaherii’nir misstu 950 þúsund manns í Noröur-Afríku styrjöldinni, skip samtals 2V2 milljón smálesta, 8000 flug'- vélar, 6200 fallbyssur, 2550 skriödreka og 17000 flutning.a- bíla. Churchilí lýsti yfir því að miskunnarlausum loftárásum verði haldið uppi á ítalíu og hergagnamiöstöðvar fasista, hvar sem þær væru. Það' verður fróðlegt að sjá af- drif þessa máls í dag. Reykja víkurbær hefur hingað til að- eins byggt eða átt „hús“ eins og Suðurpóla, Selbúðir eða Bjarna borg. Þau hús hafa verið fullgóð handa alþýðunni. — Nú byggir bærinn í fyrsta sinn góð íbúðar- hús, sem honum væri sómi að að bjóða alþýðufólki að búa í. Og þá finnst íhaldinu, að slíkir sómasamlegir mannabúsaðir séu óf góðir handa alþýðunni og ákveður að setja kjörin þannig, að alþýðu manna sé ókleift að búa þar ög það ver'ði sérréttindi efnafólks að flytja þangað inn. Við sjáum í dag hvor stefnan verður ofan á. Fyrirspurn viðvíkjandi samsiglingu íslenzkra fiskflutningaskipa Fyrir nokkrum dögum sá ég þess getiö í fréttaklausu í Alþýðublaðinu, að búiö værí að skipa 2 nefndir, aöra á Akureyri og hina í Vestmanna eyjum og átti hlutverk nefnda þessara aö vera þáö, aö veita undanþágur frá samsiglingu, fiskflutningaskipum sem sigla til Englands. Á hvaða forsendum byggj- ast slíkar undanþágur og hver hefur skipað þessar nefndir? Þessum spurningum óska ég eftir aö viökomandi aðili svari skýrt og afdráttarlaust, því þetta er mál sem marga varðar og þarf að ræðast op- inberlega. Jóhann J. E. Kúld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.