Þjóðviljinn - 21.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.05.1943, Blaðsíða 1
Bœfairhúsín á Melimum Sósíalístar víldu selja hústn á leígu samkvœmí mati Davies ræðir við Molotoff Joseph E. Davies, sendiboði Roosevelts forseta, ræddi í gær við Molotoff utanríkisþjóðfull- trúa Sovétríkjanna. Standley flotaforingi, sendi- herra Bandraíkjanna í Moskva, var viðstaddur viðræðufund þeirra. Eins og Þjóðviljimi hefur þegar skýrt frá, voru tillögur sósí- alista um ráðstöfun hinna nýju íbúðarhúsa bæjarins vestur á Melunum þessar: „Bæjarstjóm ákveður að selja íbúðimar í bæjarhúsunum við Hringbraut á leigu, samkvæmt mati húsaleigunefndar“ og til vara: ,.Verði íbúðirnar í bæjarhúsunum við Hringbraut seldar, skal útborgun ekki vera hærri en 15 — fimmtán af hundraði — af byggingarkostnaði“. íhaldið vildi hinsvegar selja íbúðirnar með hærri út- borgun. Á fundi bæjarstjórnar í gær rökstuddi Sigfús Sigurhjartar- son tillögur sósíalista. Sýndi hann fram á það, að hér væri um mikið mannúðarmál að ræða, hér þyrfti fyrst og fremst að taka tillit til þarfa en ekki getu. í bænum væri fjöldi fólks, sem væri beinlínis á götunni. Röksemdir íhaldsins um að losa þyrfti fé það, sem bærinn hefði lagt í eignir þessar væru ekki nógu sterkar til þess að fara þyrfti þá leið, er meirihluti bæj- arstjórnar vildi fara, sem sé að krefjast útborgunar á % af byggingarkostnaði húsanna. — Lagði Sigfús áherzlu á, að yrði tillaga sósíalista ekki sam- þykkt, þyrfti að minnsta kosti að gera kjörin það aðgengileg, að efnaminna fólk gæti orðið í- búðanna aðnjótandi. — Væri varatillaga sósíalista í samræmi við það. Helgi H. Eiríksson upplýsti að húsaleiga, samkvæmt kjör- um bæjarstjórnarmeirihlutans myndi nema á mánuði kr. 236,00 fyrir stærri íbúðirirnar og kr. 194,00 á mánuði fyrir þær minni og eru þá ekki reiknaðir vextir af eigin fé. Verðið á íbúðunum er talið muni verða 55 þús. kr. fyrir tveggja herbergja íbúð. en 70 þús. kr. fyrir þriggja herbergja ibúðirnar. i Samþykkt var með 8 atkvæð um gegn 7 að selja húsin með 25% útborgun af byggingarkostn aði þeirra. Bæjarstjórnin samþykkti í gær heimild til borgarstjóra um kaup á húseignum frú Helgu Nielsdóttur, nr. 37 við' Eiríksgötu og nr. 78 við Hring braut, fyrir 400 þúsund krón- ur. En sölutilboð frúarinnar var 440 þúsund krónur. Fór svo sem Sigfús Sigurhjart arson sagði í niðurlagsorðum ræðu sinnar: Fyrir þá snauðu eru hinar leku póla-byggingar en fyrir þá efnuðu hin vönduðu hús bæjarins. Sigríður ráðin Sund- hallarforstjóri Erlingur sagði upp starfinu Á bæjarstjórnarfundi í gær- kveldi las borgarstjóri upp bréf frá Erlingi Pálssyni, þar sem hann biðst lausnar sem forstjóri Sundhallarinnar. Bæjarstjóx-nin samþykkti einróma aö verða viö lausnar- beiöni Erlings og var ungfní Sigríður Sigurjónsdóttir ráö- in í hans stáö, með samhljóða Framh. á 4. síðu. Kjötín, sem Sfálfsfaedisflokkurinn býður; Aorni ai ninol ibOðonnin 13-is pús.kr. -iiíialaritgnr kastuluraf OtnllnnOi Innug 320 Ir. líilorgnn af slærri iHOnnnn 15—17 lOs. Ir —■ínlnrlniir kistu Onr al Ohnllanli lOnii nn 401 ir. Samþykkt var á bæjarstjórnarfundinum með 8 atkvæðum — Sjálfstæðisflokksmanna og Árna Jónssonar frá Múla — gegn 7 atkvæðum — sósíalista og Alþýðuflokksmanna — að selja íbúðirnar í bæjarhúsunum á Meluniun með eftirfarandi kjörum: Útborgun við undirskrift kaupsamnings 25% Lán á 1. veðrétti greiðist á 40 árum 33Vá% Lán á 2. veðrétti greiðist á 60 árum 20% Lán á 3. veðrétti greiðist á 8 árum 21%% Öll lánin ávaxtast með 4%%, tvö þau fyrri greiðast með i jöfnum árlegum greiðslum, en hið þriðja með jöfnum afborg- 1 unum. Raunveruleg húsaleiga stærri íbúðanna nemur því um 400 kr. á mánuði, en um 320 kr. af minni íbúðunum og eru þá engir vextir reiknaðir af útborguninni. Þá var ennfremur samþykkt eftirfarandi með samhljóða atkvæðum: „Jafnframt ákvörðun um að selja íbúðir í nýbyggingunum við Hringbraut 137—147 setur bæjarstjórn væntanlegum kaup- endum þau skilyrði, að þeir myndi með sér sameignar- eða sam- vinnufélög um húsin, enda samþykki bæjarráð lög og starfs- reglur félaganna. Ennfremur felur bæjarstjóm bæjarráði að á- kveða nánar söluverð íbúðanna og ganga að öllu leyti frá sölu þeirra þ. á. m. að ákveða hverjum þær verði seldar“. Hernaðaraðgerðir á austur- vígstfiðvunum aukast Þjódverfar búasf vid sókn á Orel~ svæðinu næsfu daga Fregnum frá austurvígstöðvunum ber saman um, að hern- aðaraðgerðir séu að aukast, þó ekki hafi komið til meiriháttar átaka enn. í síðustu fregnum frá Moskva segir, að rauði herinn hafi náð þýzkum stöðvum á Kúbanvígstöðvunum og bætt aðstöðu sína á ísjúmsvæðinu. Þjóðverjar hafa sent öflugar flugsveitir til Kúbanvígstöðv- anna, án þess þó að ná þar yfirráðum í lofti. í þýzkum fregnum segir, að rauði herinn hafi gert miklar á- rásir í gær á Kúbanvígstöðvun- um og við Mið-Donets. Þýzka útvarpið sagði í gær- kvöld, að Rússar dragi saman mikið lið á Orel-svæðinu og megi búast við stórsókn af hálfu rauða hersins þar hvern næsta dag. Tíu norskír ælfjardar- vínír myrtír Tíu norskir ættjarðarvinir vom líflátnir í gær að boði þýzku nazistayfirvaldanna. Sex þeirra: Godtfred Leir- vaag, Herman Thingstad, Gust- av Bergquist, Torleif Dahl og Egil Mogstad voru sakaðir um „að hafa gert hemaðarráðstafan ir í því skyni að hjálpa óvinun- um, ef til innrásar kæmi“. Þrír aðrir, Odd Nilsen, Thor- leif Olsen og Johan Elones vom kærðir fyrir, að þeir hefðu vitað um þessar ráðstafanir án þess að tilkynna það, og hjálp- að sexmenningunum. Sá tíundi, Peder Morsett, var kærður fyr- ir mótþróa gegn þýzka hernum og fyrir að reyna að flýja úr landi. Terboven landstjóri neitaði að náða þá. Tillögur sósíalista í húsnæðismálunum Björn Bjarnason kvaddi sér hljóðs um húsnæðismálið á bæjarstjórnarfundi í gær- kveldi og bar fram svohljóð- andi tillög-u fyrir hönd full- trúa Sósíalistaflokksins: „Vegna hinna miklu hús- næðisvandræða, sem nú eru hér í bæ, að þar sem víst má telja, að ástandið í þessu efni, verði enn verra í haust, felur bæjarstjórn borgarstjóra að gera eftirtaldar ráðstafanir: 1. Að láta fara fram skrán- ingu húsnæðislauss fólks í sumar. 2- Að látá skrá allt húsnæði í bænum ásamt upplýsingum um notkun þess. 3. Að koma því til vegar, að allar breytingar á notkun ihúsnæðis verði lagðar fyrir húsaleigunel'nd. Sbr. 11. gr. Iaga unx húsaleigTJi frá 6. apr. 1943. 4. Að leggja ríkt á við húsa- 1 leigunefnd, að nota til hlítar heimildir þær, sem felast í 5. gr. laga um húsaleigu frá 6. apr. 1943 til að taka til umráða ónotað húsnæði og hluta íbúöarhúsnæðis, sem af- nota hafi getur án verið“. Tillögur þessar þurfa lítilla skýi’inga við og viröast sjálf- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.