Þjóðviljinn - 21.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.05.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Or borglfifit Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Börn, munið mæðradaginn! Þau börn, sem ætla að selja mæðrablóm- ið komi kl. 10 á sunnudagsmorgun- inn á einhvern eftirtalinna staða: Miðbæjarskólann, Austurbæjarskól-, ann, Þingholtsstræti 18 og Elliheim- ilið. Duglegustu sölubörnunum verða veitt v'erðlaun. , Ungmennafélag Reykjavíkur hefur skemmtikvöld í Listamannaskálan- um í kvöld kl. 8,30. Skemmtiskráin er hin fjölbreytt- asta. Árni Óla blaðamaður flytur ræðu, Þorseinn Hannesson syngur og Guðjón Benediksson flyur end- urminningar. Að lokum verður dansað. Snorri Hallgrímsson dr. med. hef- ur opnað lækningasofu í Sóleyjar- götu 5. — Viðtalstími 3—4. Útvarpið í dag: 20,30 Útvarpssagan: „Kristín Svía- drottning", XVII — sögulok (Sigurður Grímsson lögfræð- ingur). 21,00 Píanókvartett útvarpsins: Kafl ar úr píanókvartett í Es-dúr eftir Mozart. 21,15 Erindi: Tollheimtumaður talar (Karl Halldórsson tollvörður). 22,00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Píanókonsert nr. 3 eftir Prokoffieff. b) Symfónía nr. 2 eftir Tschai kowsky. Sundhallarforstjóriim. Framh. af 1. síðu. atkvæðum. Mun hún taka við starfi sínu í haust. í bréfi sínu kveðst Erlingur vilja veröa viö áskorunum lögreglunnar í Reykjavík um að hann hverfi aftur að starfi sínu þar. Ennfremur að bæjar ráð hafi ekki viljað fallast á að hann fengi frí frá störfum fram yfir stríð. Nýtt - Odýrt Tómata pasta 1,65 Mayonaise 2,50 Salad Dressing 2,25 Sandwich Spread 3,90 Ananassulta, 16 oz. gl. 5,75 Ananassulta, 2 Ib. gl. 10,00 Appelsínumarmelaðe, 1 lb. gl. 5,75 BI. grænmetissafi 12% oz. ds. 2,00 Eplasafi 12% oz. ds. 2,00 Appelsínusafi 12% oz. ds. 3,15 Ananassafi 12% oz. ds. 3,60 Piparrót 2,25 Ætisveppir 2,80 Capers 2% oz. gl. 3,95 Capers 4% oz. gl. 5,85 NÝJABÍÓ Normónaleiðtoginnl i KRIGIIAM YOUNG Söguleg stórmynd. TYRONE POWER og LINDA DARNELL. Sýnd kl. 6,30 og 9 Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýning kl. 5. KÁTI RIDDARINN (The Gay Cahallero) I Cesar Romero Sheila Ryan Bónnuð fyrir börn. TJAKNAKBÍÓ 4£ Handan víð hafíd blátt (Beyond the Blue Horizon) Frumskógamynd í eðlilegum litum. Alfers og Ehrlíchs I DOROTHY LAMOUR Richard Denning. Kl. 3, 5,7 og 9. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Á fundi bæjarstjórnar í gær kveldi las borgarstjóri upp bréf frá Gamla og Nýja Bíó, í sambandi viö ályktun bæjar- stjórnar um að taka kvik- myndahúsin til bæjarreksturs. í bréfum þessum er getið um mat það á eignum þess- um er eigendur þeirra hafa. látiö fram fara. Lagði borgarstjóri eindreg- ið móti því að bærinn gerðist kaupandi að kvikmyndahús- unum. Bar hann fram tillögu þess efnis, aö bærinn hætti við tilraunir sínar til þess að eignast þessi fyrirtæki, en að bærinn fengi hinsvegar sæta- gjald af sölu aðgöngumiða í kvikmyndahúsunum. J<?n Axel Pétursson tor- tryggði mat það sem bíóeig- endur gæfu upp í bréfum sin- um. Lagði hann fram tillög- ur um að bæjarstjórnin skor- aði á Alþingi, að veita bæn- um eignarnámsheimild á kvik- myndahúsunum á næsta þingi. Ennfremur að sæta- gjald fyrir kvikmyndahúsin yrði ákveðiö 150 krónur á sæti fyrir yfirstandandi ár. Var samþykkt tillaga um aö bærinn gæti ekki fallizt á verðlagsgrundvöll þann, er fælist í bréfi bíó-eigendanna. Tillögum um sætagjald kvik- myndahúsanna var vísað til Pylsuvagnarnir enn á dagskrá Sigí'ús Sigurhjartarson og Guðmundur Ásbjörnsson fluttu svofellda tilögu um hina margumtöluöu starf- semi pylsuvagnanna í kola- sundi: „Bæjarstjórnin fellst á til- lögur lögreglunnar frá 14. nóv. 1942 um aö banna starf- semi pylsuvagnanna". Tillagan var samþykkt með 7 atkvæöum gegn 6. Er þar- með saga pylsuvagnanna við Útvéesbankarin á ehda. í bæiarsfjðrn bæjarráðs með 10 : 3 atkv. Tillagan um að skora á Al- þingi að veita bærium eignar- námsheimild á kvikmynda- húsunum, var samþykkt með 8 atkv. gegn 7. Lýsti borgar- stjóri því yfir að hann myndi ekki- ráöstafa atkvæði sínu á þingi í samræmi við þessa samþykkt bæjarstjórnar. Framh. af i. síðu. Eins og við mátti búast reyndi íhaldiö að koma til- lögum þessum fyrir 'kattar- nef og var þeim vísað frá með rökstuddri dagskrá. /ralsveröar umræöur uröu á fundinum um verkaskipt- ingu húsaleigunefndar. Kom í ljós að fulltrúi sósíalista er kosinn var í nefndina af bæj- arstjórn, á í raunihni ekki að fjalla um húsnæðisvandamál- in, en hafi af ráðherra verið skipaöur til þess að hafa með höndum mat á húsnæði í bænum. Aö loknum umræðum var málið afgxeitt með svohljóð- andi tillögu: „Þar sem ráðstafanir þær. er í till. greinir heyra undir húsaleigunefnd og hæstvirta ríkisstjórn, og upplýst í sam- tölum borgarstjóra við forsæt- isráðherra og formann húsa- leigunefndar, um ráðstafanir í þessu skyni, að nefndin geri sitt ýtrasta til að leysa verk- efni sitt af hendi. Þar á með- al aö koma upp skrifstofu, sem taki við beiönum húsnæð islausra manna, annist skýrslu gerð og sjái um að settum lög- um veröi fiamfylgt. Telur bæj arstjórn að svo stöddu ekki ástæðu til að gera ályktun um þetta mál og tekur fyrir næsta mál á dagskrá, jafn- framt því, sem hún felur borgarstjóra að greiða allan veg fýrir-starfi húsaleigunefnd ar. Framh. af 2. síðu. framt að geta hennar ekki. Pólska sendiráðið í Washing- ton álítur aftöku þeirra Alters og Ehrlichs „svívirðilega" Tals menn sendiráðsins hafa -haldið því fram, að ákærur sovétstjórn Grein Edoaps Snoui Framh. af 3. síðu. þrælar „aríanna". Bréf þetta, sem undirritað var af tveimur milljónum manna, lofaöi rauöa herinn sem skóla allra þjóða, og hét því að Úsbekar muni berjast fyrir málsta'ö' sínum. Menn eins og Sariboff, af fátækasta fólki komnir, eru í æðstu embættum allra Asíu- lýövelda Sovétríkjanna. Nærri allir kennarar, vísindamenn og verkfræðingar Asíulýðveld- anna, og Aeinnig herforingj- pa'nii', stjórnmálamenmrnir hafa annaöhvort verið bændur eða verkamenn sjálfir, eöa eru synir og dætur bænda og verkamanna. Fjöldi kvenna í háum stöð- um í Sovét-Asíu er mjög at- hyglisverður þáttur. Það má segja aö þessi lýðveldi hafi ekki lýðræði eða sjálfstjórn í okkar merkingu, en hin breyttu kjör kvenna eru aug- ljós merki um þjóðfélagsfram- farir. Hitler á nú í vandræð- um með kenningar sínar um stranga vinnuskiptingu karla og kvenna, en í Sovétríkjun- um kemur nú í ljós ávinning- ur kennmgai-innar um jafn- rétti kvenna og karla, Þar hefur myndazt varalið kvenna til vinnu og stjórnar, sem sýnilega er fært um að taka við allstaðar þar sem karl- mennirnir verða frá að hverfa í gær sá ég forsýningu á ágætri sovétkvikmynd, er sýndi líf í Síberíu. Með hjálp nokkurra hvíthæröra öldunga og þúsunda hraustra unglinga unnu konur öll karlmanns- störfin, við sáningu, uppskeru, stjórn dráttarvéla og fjölerða, kolanám, fiskiveiðar, stál- vinnslu, — þrekmiklar konur nýta hin miklu náttúruauð- æfi Síberíu. Mér flaug í hug að þessar skjaldmeyjar gætu án efa skipulagt þróttmeira lið en allar þær hermanna- sveitir sem ég hafði séö Jap- an senda til. vígvallanna. Og mér flaug einnig í hug, að Hitler-kynni að hafa hugs- að sig um tvisvar, ef hann hefði getað4i séð allt það sem ég hef séð/, og fundið eins og ég hina óstöðvandi hátt- bundnu framleiöslu að baki, og hefði gert sér. ljóst, að það var geymt í þúsund mílna fjarlægð þaðan sem hann gat fremst komizt, í hjai"ta Sovét- Asíu. *^»* *X**C**** *•* *•• *I* *Z* *I* *Z**Z* »I**X* *»* **¦• *I* ^* *I"'*Z* **• *•* *I* %* ••^*.** MUNIÐ 'i' Kaffisöluna Haf narstræti 16 arinnar geti ekki verið sannar af eftirtöldum ástæðum: 1. Alter og Ehrlich voru sósí- aldemókratar og mundu því aldrei hafa hjálpað nazistum, jafnvel þótt þeir væru andstæð ingar kommúnista. 2. Alter og Ehrlich voru Gyðing ar og mundu því aldrei aðstoða nazista. 3. Alter var byltihgarmaður og frændi hans, sem nú er bú- • settur í New York var náinn vinur trotskistans Karls Radeks og annarra af hans tagi. Þriðja atriði þessarar ein- kennilegu ,,röksemdafærslu" þarfnast engrar skýringar við. En fyrsta atriðinu má svara með því að benda á stuðnings- menn Hitlers úr flokki sósíal- demókrata, sem sprottið hafa upp, hvar sem leið þýzku nazist anna hefur legið, eins og Vaino Tanher í Finnlandi, Charles Spinase og Elie Fáure í Frakk- landi og Henri de Man í Belgíu. Viðvíkjandi öðru atriðinu, að Alter og Ehrlich hafi verið Gyð- ingar (en á það hefur pólska sendiráðið lagt ríka áherzlu), þá kom það samt ekki í veg fyr- ir það, að þeir gengju í þjónustu pólsku stjórnarinnar í London, sem oft hefur gert sig bera að Gyðingahatri, né það, að aðrir pólskir Gyðingar kærðu þá fyrir Gyðingahatur. Annars er öll þessi röksemda færsla næsta hlægileg, — sam- kvæmt henni gæti enginn Frakki verið Vichysinni, enginn Gyðingur trotskisti, engínn Ame ríkani Benedikt Arnold, enginn Englendingur Joyce (Breti, sem stjórnar áróðrinum í þýzka útvarpinu til Englands), eða Mosley (höfuðpaur brezku naz- istanna). Þjóðerni manna er því miður engin trygging gegn land ráðum eða svikum, þá biturlegu reynslu þekkja allar þjóðir. Hinn f jandsamlegi áróður, sem rekinn er gegn Sovétríkjun um í sambandi við aftöku þeirra Alters og Ehrlich er skaðleg ein ingu hinna sameinuðu þjóða og stríðsrekstrinum þess vegna til . trafala, en er Hitler hins vegar mikill ávinningur. Mest af þess um áróðri kemur frá mönnum, sem hafa haft og hafa það að* at- vinnu að rægja Sovétríkin, nokkrum frjálslyndum mönnum og nokkrum verklýðssinnum, sem hafa látið villa sér sjónir. En hvernig stendur þá á því, að ekki hefur fyrr verið skýrt frá ofangreindum staðreyndum né þær nefndar í umræðum um þetta mál hingað til? Talsmað- ur hernaðarupplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna (O. W. I.) hefur svarað því á þessa leið: „Þessi stofnun skiptir sér ekki af mál- um, sem eru einingu hinna sam- einuðu þjóða skaðleg. Sundrung 3 er ekki talin vatn á myllu okk- ar". Þessi yfirlýsing skipar þessu máli þangað, sem það á heima. Það er tilraun nokkurra manna, sem hafa það að atvinnu að rægja og níða Sovétríkin, til þess að koma upp sundrung milli Bandamanna á tvísýnni , stund í sögu styrjaldarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.