Þjóðviljinn - 22.05.1943, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1943, Síða 2
2 Þ t> V IL J1N 2 Laugardagur 22. maí 1943 S.G.T.* dansleikur i Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiða- sala kl. 4—7, sími 3240. Hljómsveit Bjama Böðvarssonar. aBœi&i'VÓztiwinn Frá Sumardvalarneffld Börn, sem sótt hafa um sumardvöl á vegum nefnd- arinnar, komi til læknisrannsóknar í Miðbæjarskólan- um eins og hér segir: Börn fædd 1935—36 sunnudaginn 23. maí kl. 4—7 síðdegis. Börn fædd 1934 og eldri, mánudaginn 24. maí á sama tíma. Jafnframt læknisrannsókn fara fram samningar um meðlagsgreiðslur og verða því aðstandendur að mæta með börnunum. Nauðsynlegt er, að öll börn, sem sótt hafa, mæti á tilteknum tíma. ' SUMARD V AL ARNEFND. TILKYNNING 111 lunflytjenda Vegna hækkunar flutningagjalda á vömm, sem fluttar era frá Ameríku, hefur Viðskipta- ráðið ákveðið til bráðabirgða, að innflytjendur skuli haga verðlagningu vara, sem ákvæði um hámarksálagningu gilda um, þann- ig, að í kostnaðarverði þeirra vara, sem fluttar eru frá Ameríku og komið hafa til landsins eftir 8. maí 1943, annarra en komvöru, kaffis, sykurs, fóðurbætis og smjörlíkisolíu, megi ekki reikna nema % greidds flutningsgjalds, en síðan sé heimilt að bæta % flutningsgjalds ins við verð vörunnar, eftir að heimilaðri á- lagningu hefur verið bætt við kostnaðar- verðið. Ofangreind bráðabirgðaákvæði falla úr gildi að því er snertir einstaka vöruflokka, jafnóð- um og út verða gefin ný ákvæði um hámarks- álagningu á þá, en þó ekki síðar en 20. júní n.k. Með tilkynningu Viðskiptaráðsins frá 11. marz s. 1. var vakin athygli á því, að bannað væri að selja nokkra vöm, sem ákvæði um há- marksálagningu gilda ekki um, hærra verði en hún var seld við gildistöku laga um verð- lag nr. 3, 13. febrúar 1943. Nú hefur Viðskiptaráð ákveðið að hækka megi verð á vömm, sem svo er ástatt um og komið hafa til landsins frá Ameríku eftir 8. maí 1943, fyrir þeim kostnaði’ sem leiðir af hækkuðum flutningsgjöldum. Álagning má þó ekki vera hærri en hún var áður á sömu eða hliðstæðum vörum og skal hún miðuð við kostnaðarverð að frádregnum Vs greidds flutningsgjalds. Ráðstafanir þessar em gerðar til þess að koma í veg fyrir að álagning á hækkun farm- gjaldsins valdi ónauðsynlegri verðhækkun á þeim vörum, sem um er að ræða, og er ekki ætlað að gilda nema þar til tími hefur unnizt til þess að gera þá breytingu á álagningu, sem nauðsynleg er vegna hækkunar farmgjald- anna. Reykjavík, 21. maí 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. Vegagerð og vitleysa. Herra ritstjóri! Undanfarið höfum við Gríms- staðaholtsbúar lítið haft af vegagerð eða vegabótum að segja. Aftur á móti hefur bilið á milli húsanna ver- ið fyrir hendi, þar sem gera má ráð fyrir að götumar liggi í framtíðinni. Það er þó í áttina. Annars hefur bið- in reynt á þolgæðin. Stundum höfum við líka innt baejarstjórnina eftir hvað liði þessari ráðagerð með göt- urnar, en ekkert svar fengið, nema þá einstöku sinnum nokkra sandbíla og heimsókn veghefils endrum og eins. Þessvegna hefur ekki orðið neinn varhluti á moldroki, forarpytt um og elg, en það eru nú bara veg- leysueinkenni. En viti menn, fyrir nokkrum dögum tók fólk eftir um- merkjum í húsasundinu, sem kallað er Fálkagata. Var ekið þangað grjóti og auðsætt, að mikið stóð til, enda hugðu menn gott til vegagerðarinn- ar. Fljótt sá þó á, að nýsmíðin urðu missmíðin einber. Milli húsanna 17 og 19 er t. d. komin grjóthrönn þétt að girðingum og gefur fyrirheit um, að grjóti verði hrannað meðfram allri húsaröðinni. Okkur Holtsbúa skortir lítillæti til að kalla þetta vegbrún, og getum heldur ekki tekið viljan fyrir verkið þótt lofsverður sé, þykjumst við aldrei hafa séð meiri handaskömm. Enda virðast forráða- menn verksins hafa fengið einhvern eftirþanka, að ekki sé allt með feldu og látið leggja venjulega brijn- , steina um gangbrautir að húsum og steinlímt á milli, en því ömurlegar stinga grjóthrannirnar í stúf annars staðar. Dettur mér helzt í hug að kalla þetta bilkvæmt (periodiskt) MUNIÐ Iíaffisöluna Hafnarstræti 16 Nýtt hús og íbúð í öðru til sölu. Afeí Jakobsson lögrfræðingur. Skrifstofa, Lækjargötu 10 b. Sími 2572. (OOOOOOOOOOOOOOOOO GÚMMÍSKÓR af öllum stærðum ávallt fyrirliggjandi GÚMMÍSKÓGERÐ AUSTURBÆJAR Laugaveg 53 B. <><><><><><><><><><><><><><><><><> verksvit. Af því ég veit, að þú, kæri bæjarpóstur, ert í kallfæri viá um- boðsmenn fólksins í bæjarstjóminni vildi ég biðja þig, að fó einhverja þeirra til að skoða þessí verksum- merki, því sjón er sögu ríkari. Þeir gætu líka komið að móli við íbúana á staðnum um leið. Aðalatriðið er, að þeir komi viti fyrir mennina. Því víst er að við viljum heldur ima „Sést-valla-götunni“ okkar enn um hríð en slíkum framkvæmdum J. Lokað. Fyrir skömmu stóð þessi sniðuga vísa í einu dagblaðinu (tilfærð hér eftir minni): Hreinlætisvikan er haldin burt; horfin — og var ekki sein. Skítugu vikunum skolaði á þurrt, skilaðist fimmtíu og ein. Nú um helgina ætlaði ég erinda minna ofan í salemið í Bankastræti, en þar var þá allt harðlæst og auk þess tilkynnt lokun á pappaspjaldi á hurðinni. Tók ég eftir að spjaldið var jafframt flúrað klámyrðum og öðrum málsora. Andspænis þessum læstu dyrum var einn klefi opinn og að honum ös mikil. Stækja lá þar í .lofti, en ódámur á gólfi. Spurði ég hverju þessi lokun sætti, sagði þá einhver í þvögunni, að þetta væri framkvæmd á ákvörðun síðasta bæjarstjómarfundar. Læt ég segja mér þetta tvisvar áður en ég trúi. Ekki er þó öll sagan sögð. Hvarf ég þama frá og hugðist að leita til náð- hússins á hafnarbakkanum, en þar mætti mér óvæður vatnsflaumur Vaktist þá upp fyrir mér vísan og þar með að ein skítuga vikan væri gengin í garð. Vegmóður. Viðtalstími Minn á laugrardögnm verður aðeins kl. 10—12 f. h. í sumar. Engiibert Guðmundsson tannlæknir. S2?3i3!33i3213{32e3£? DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf íisalan Hafnarstræti 1 6. Vegna flutninga verða skrifstofur vorar lokaðar 1 dag Flytjum á Vesturgötu 17,1. hæð. VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS, h.f. nðliH Framh. af 1. síðu. ekkert er sennilegra, en að auð- ugir braskarar verði beint eða óbeint eigendur þessara íbúða, og noti þær til þess að losa íbúð ir í húsum sínum, sem þeir ým- ist vilja selja eða leigja með ok- urleigu. Auðvitað er Sjálfstæðismönn- um þetta ljóst, og það er ekkert efamál, að borgarstjóri sér hví- lík hætta flokki hans er búin af að opinbera eðli sitt með þessari ráðstöfun, en einnig í þessu máli varð hann að þjóna flokki sín- um, hann varð að géra það sem hagsmunir auðugustu braskar- anna krefjast. Fulltrúar sósíalista í bæjar- stjórn héldu því fram, að út- hluta bæri húsnæði bæjarhús- anna eftir örfum umsækjenda, þannig, að þeir sem húsnæðis- lausir eru gengju fyrir, og úr þeirra hópi þeir sem flest hafa bömin á sínum vegum, en þetta var því aðeins framkvæmanlegt að húsin yrðu leigð en ekki seld. Árni frá Múla hjálpaði til að koma verstu tillögunum í gegn Sjálfstæðismenn lögðu fram aðaltillögu um hvernig skyldi hagað sölu húsanna og tvær varatillögur, Aðaltillagan var á þá leið, að kaupandi skyldi greiða 33Y3% af kaupverði við undirskrift samnings 33 %% skyldi lánað á fyrsta veðrétt til 40 ára með 4%% vöxtum, 33a/3% á annan veðrétt til 60 ára með sömu vaxtakjörum. Þessi tillaga hafði þann kost í för með sér, að vextir og afborganir af áhvíl andi lánum hefði orðið skaplegt, eða 236 kr. á mánuði fyrir stærri íbúðirnar, en 194 fyrir þær minni. Þessi tillaga var felld, en í stað þess hjálpaði Árni frá Múla til að samþykkja fyrri varatil- löguna, sem er enn fráleitari en aðaltillagan. Að vísu er útborg- un allmikið lægri samkvæmt hpnni eða 25%, sem þýðir 15— 17 þús. kr. af stærri íbúðunum en 13—15 af þeim minni. En á þriðja veðrétti hvílir lán, sem er 21%% af söluverði húsanna eða 13—14 þúsund á stærri íbúðirn ar en 11—12 á þær minni. Þetta lán á að greiðast á 8 árum með jöfnum afborgunum og 4%% vöxtum, og þó að fyrsta og ann- ars veðréttar lánin séu hagstæð ari, (33V3% til 40 ára á fyrsta veðrétti og 20% á öðrum til 60 ára er borgast með jöfnum greiðslum og 4%% vöxtum) Þá verður niðurstaðan sú, að mánaðarlegur kostnaður af lán- unum á stærri íbúðunum verð- ur fyrstu 8 árin um 400 kr. en af þeim minni um 320. Það er augljóst, að þessi tilhögun er sú versta fyrir kaupendur húsanna af öllum þeim tillögum, sem fyr- ir lágu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.