Þjóðviljinn - 22.05.1943, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.05.1943, Síða 3
Laugardagur 22. maí 1943. Þ- ÓL ViLJIN 3 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistailokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjóm: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- atofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Vfkingsprent h.f. Garðastræti 17. Sköpum einingu al- Þýðunnar um rnt- tækar umbætur Fraxnsókn stendur nú af- hjúpuð frammi fyrir þjóðinni, fyrir það að hafa gert stór- fellda skerðingu á lífskjörum verkalýðsins, að skilyrði fyrir því að mynduð væri „vinstri“ stjóm, sem gerði m. a. eitt- hvað verulegt í dýrtíðarmál- unum. Alþýðuflokkurinn stendur — sakir afstöðu þeirrar, sem Al- þýðublaöið fyrir hans hönd hefur tekið í vetur, — afhjúp- aður fyrir aö hafa lagzt flat- ur fyrir Framsókn og rægt svo Sósíalistaflokkinn fyrir áð hafa ekki gert hið sama. Þessi frammistaða Alþýðu- flokksins var því verri, sem nú var í fyrsta sinn í þingsög unni tækifæri til þess að full- tiúar, er verkalýðurinn kaus á þing, gætu markað stefnu vinstri stjórnar og haft forystu hennar. En í stað þess aö taka upp samstarf við Sósíalista- flokkinn og knýja Framsókn til þess aö sýna lit, heldur Al- þýöuflokkurinn fast við fyrri yfirlýsingu sína um það að hafa enga samvinnu við Sós íalistaflokkihn, heldur reyna með öllum ráðum að rægja hann og bera blak af Fram- sókn. Afleiöingunum af slíkri tagl hnýtingspólitík við Framsókn og sundrungarpólitík 1 verka- lýöshreyfingunni verðm- Al- þýðuflokkurinn auðvitað að i taka sjálfur. Meðan hann læt- ur sefasjúka hatursmenn Sós- íalistaflokksins ráða blaði sínu og marka stefnu flokksins af persónulegri duttlungasemi þeirra, þá er auðvitað ekki ; von á góðu. Menn hafa ekki gleymt því, að þessir herrar ■ Alþýðuflokksins töldu samein- ingu verkamanna á Akur- eyri 1 eitt félag samkvæmt ósk Alþýöusambandsins vera „klofning“. Fátt sýnir betur hve skefjalaust hatur þessara manna á einingu verkalýðs- ins er. Alþýöusambandið túlkar kröfu íslenzkrar alþýðu til róttækra . umbóta, forystu verkalýðsins 1 þjóðmálum og öruggri stefnu fram til sósíal- ismans með ályktun sinni á þinginu í haixst um myndun bandalags alþýðusamtakanna. Þar segir m. a.: Skilyrdi Framsóknar fyrir vínsfri sffórn: 301» grunnkaupsiœkkun hjá verkamönnutn el dýrtídarvísitalan ætti að fara niður í 220 stig Þessari kauplækkun „umfram lækknn á dýrtíðinni“ vill Alþýðublaðið fyrir hönd Alþýðuflokksins ganga að, fyrst það áfellist Sósíalistaflokkinn fyrir, að slík „vinstri“ stjóm hafi strandað á honum. Alþýðublaðið og Tíminn emja og kveina nú undan því, að kauplækkunarkrafa Framsóknar skuli hafa verið afhjúpuð frammi fyrir alþýðu. Tíminn hefur farið eins og köttur kring um heitan pott utan um dýrtíðarmálin og Haraldur svarið og sárt við lagt, að slíkar kauplækkunarhugrenningar hafi aldrei að sér hvarflað. En með töngum var það síðast togað út úr Har- aldi, að Framsókn hefði sett það að skilyrði fyrir dýrtíðarráð- stöfunum „að kaupgjaldið lækkaði meira en dýrtíðin“. Þegar þessi játning hinna ákærðu í vinstristjórnar-samning- unum nú loks hefur fengizt (— og þeir ætluðu sér helzt ekki að gefa hana, heldur bara þyrla upp ryki um, að Sósíalista- flokkurinn vilji engar „róttækar umbætur“ og enga „róttæka umbótastjórn“ —) er nú næsta verkefnið að sýna fram á hve „róttækar“ þessar kröfur Framsóknar voru, svo meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar fái að sjá það svart á hvítu, hverskonar póli- tík það er, sem svokallaðir Framsóknarmenn kalla „vinstri póli- tík“ og hvað þeir eiga við, þegar þeir tala um „róttækar um- bætur“ á kjörum verkamanna og annarra launþega. HVAÐ HEIMTAR FRAMSÓKN MIKLA KAUPLÆKKUN? Skilyrði Framsóknarflokksins um kauplækkun, ef semja eigi um „vinstri stjóm“, er lækki dýrtíðina, hljóðar svo (f-liður): „Eftir að samræming sú, sem um getur í 5. lið og síðar sam- kvæmt 3. lið, hefur verið gerð, sé verðlag á landbúnaðarafurð- um og kaupgjaldi (verðlagsuppbót) fært niður hlutfallslega, þannig, að þær ráðstafanir lækki dýrtíðina að ákveðnu marki“. Hvað myndi nú framkvæmd þessarar kröfu þýða í reynd- inni? Setjum svo að lækka ætti dýrtíðina þannig að vísitalan yrði 220 stig (úr 272 stigiun, sem var hámark áður en farið var að borga hana niður). Láta mun nærri að 40% lækkun á landbún- aðarafurðum myndi gefa 43 stiga lækkun og að tæp 10 stig í við- bót yrðu strax bein afleiðing. Svo gert sé ráð fyrir því, sem hinir bjartsýnustu mundu gera sér vonir um. Ef verð á landbúnaðarvörum væri lækkað um 40%, ætti samkvæmt kröfu Framsóknar að lækka kaupgjaldið um 40% líka. Hvað þýðir slík kauplækkun nú fyrir verkamennina? í vísitöluútreikningnum er gengið út frá því að landbúnað- arvörumar séu um 40% af því, sem þarf til lífsfram- færis meðalfjölskyldu. Sé því heildarkaupgjald verka- manna lækkað um 40%, þá þýðir það, að verðlækkunin á land- búnaðarvörunum, sem verkamenn kaupa, bætir þeim aðeins upp 16%-in þar af (% af 40) en afgangurinn verðiu- bein „kaup- lækkun fram yfir dýrtíðarlækkun“, og þessi afgangur þýðir, þegar miðað er við þá raunverulegu kauplækkun eftir að vísi- tölulækkunin liefur verið dregin frá (100 — 16 = 84; 24 af 84 ca. 29%) TÆP 30% KAUPLÆKKUN. „Áratuga reynsla verkalýös- hreyfingarinnar hefur sýnt, að til þess að forða hinum vinn- andi stéttum frá nýju atvinnu leysi og nýjum hörmungum fátæktarinnar, til þess áð forða vinnandi stéttunum frá réttleysi og kúgun, veröur verkalýðsstéttin 1 gegnum samtök sín að taka forystu þjóðarinnar í sínar hendur í náinni samvinnu við aörar vinnandi stéttir landsins. Þar af leiðandi getur verka- lýöurinn ekki sætt sig við smá vægilegar ívilnanir, heldur veröur harrn, ásamt annarri alþýöu íslands, að tryggja sér þau völd 1 þjóðfélaginu, er geti gert markmið verklýðs- hreyfingarinnar að veruleika“. Alþýðusambandsst j órriin bauð strax í désember í vetur ýmsum samtökum hrns vinn- andi fólks þáttöku í þessu bandalagi, þ. á. m. Sósíalista- flokknum og Alþýöuflokknum Sósíalistaflokkurinn svaraði eðlilega strax játandi. Alþýðuflokkurinn svaraöi ekki. Hann gat vel hugsað sér að setjast í ráðherrastól og jafnvel semja við Framsókn um kauplækkun, — en að taka þátt í myndun banda- lags, þar sem hann vissi að Alþýðusambandið og Sósíal- istaflokkurinn og fleiri sam- tök yröu með, — það var honum fjarri. Nú fer hann máske aö sjá og finna hvemig fólkið for- dæmir undanlátspólitíkina gagnvart Framsókn og róg- inn um Sósíalistaflokkinn. Og svo mikið er víst: íslenzka alþýðan mun ekki gefast upp við að knýja fram. þær róttæku umbætur, sem hún á rétt á, og gera sam- tök sín nógu voldug, til þess aö getia tekið forystu þjóðar- innar í sínar hendur og gert áhrif sín gildandi 1 stjóm landsins, — þótt Alþýðuflokks foringjar kjósi frekar þjónustu við Hriflumennskuna en ein- ingu verkalýðsins. Eining alþýðúnnar um rót- tækar umbætur, — um rót- tæka umbótastjóm, — verður sköpuð, hvort sem einstakir foringjar Alþýðuflokksins verða með eða ekki. Það er \ ekki um afsláttinn, undirlægju háttinn og kyrrstööuna sem verkalýðurinn á aö sameinast, — heldur um djörfustu og stórfelldustu sóknina fram til betra lífs og réttlátara þjóð- félags, sem hann enn hefur hafiÖ. í tákni þeirrar sókndjörfu einingar mun alþýðan sigra. Þetta er þaö, sem býr á bak við þá kröfu, sem Haraldur oröar svo hæversklega fyrir Framsókn, að „kaupgjaldið lækkaði meir en dýrtíðin*'. 30% raunveruleg gnmn- kaupslækkun, ef landbúnaðar- vörur væru Iækkaðar um 40% — Þeir yrðu víst ekki beinlín- ; is óánægðir með slíka ,vinstri‘ stjórn, stóratvinnm’ekendurn-. ir í landinu, sem gáfust upp á að koma gerðardómnum fram. [Ef gengið væri út frá ca- 30% lækkun á landbúnaðar- vömm og áð það kæmi vísi- tölimni strax niður í ca. 230 stig, þá myndi með sama út- reikningi, verkamenn aðeins fá uppbætt með verðlækkun landbúnaðarafurðanna 12%in (40% af 30%), svo þá yrði raunveruleg kauplækkun þeirra, bein gmnnkaupslækk- un um 20%.] Þetta er þáð, sem Fram- sókn kallar „róttækar irmbæt- ur“, — 20%r—30% grunn- kaupslækkun. Þetta er hin glæsilega framtíð, sem hún hefur hugsaö sér sem afleið- ingu af baráttu og sigrum verkalýðsins síðustu tvö ái’in. Þetta er réttlætiö til handa launþegum landsins á mesta velgengnistíma, sem komið hefur yfir landið. Og mánuðum saman hefur nú Alþýðublaðið fyrir hönd Alþýðuflokksins, haldið uppi látlausxnn rógi um Sósíalista- flokkinn fyrir að hafa ekki viljað mynda róttæka umbóta- stjórn með Framsókn upp á svona skilmála- — Og ef Al- þýðublaðið hefur ekki verið að ljúga vísvitandi allan þenn- an tíma, þá hlýtur Alþýðu- flokkurinn að hafa sjálfur ver- ið reiðubúinn til þess að ganga að þessum skilmálum Fram- sóknar fyrir „vinstri“ stjórn! Hvernig átti að f ramkvæma kauplækkunina? Þá komum við næst að því, hvemig Framsókn hefur hugs- að sér að hin „róttæka um- bótastjórn“ framkvæmdi þessa , kauplækkun. Þau sverja og sárt við leggja bæði hjúin í kór, Alþýðuflokk- urinn og Framsókn, að það hafi nú svo sem ekki átt að lögbjóða kauplækkun. Það væri nú eitthvað annað. Har- aldur Guðmundsson setur upp> vandlætingarsvip og Iýsir því hátíðlega yfir að sUkum flokki sem Alþýðuflokknum, sem er eins vandur að virðingu sinni og sagan ber vott um. komi alls ekki til hugar að fremja. slíkt og þvílíkt. Við skulum nú láta Fram- sóknarflokkinn lýsa því sjálfan hvernig hann hugsar sér þetta framkvæmt. í Tímanum 11. maí þ. á. er skoðun Fram- sóknarflokksins hátíðlega lýst yfir. Þar stendur þessi steínu- jrfirlýsing: „Lækkun afurðaverðs eða kaupgjalds þarf því að byggj- a st á samkomulagi við hlut- aðeigandi stéttir, eins og t. d. gengislögin 1939, ef vtl á að fera. Þetta er og hefur verið skoðun FramsóknarfIokksins“. Lögfestingin i kaupgjald- inu 1939 (,,þrælalögin“) það er samkomulag við verkalýð- inn að áliti Framsóknar. Ef slíkri lögfestingu er beitt, þá „fer vel“. Það er enn skoðun Framsóknarflokksins. Þaö er því hægt að lýsa því nákvæmlega, hvérnig Fram- sóknarflokkurinn hefur hugs- að sér framkvæmdina á þeirri ; 20—30% grunnkaupslækkun, sem hann gerði aö skilyrði fyrir vinstri stjórn. Gangur málsins átti að vera þessi: Sósíalistaflokkurinn og Al- . þýðuflokkurinn samþykkja skilyrði Framsóknar og mynda „róttæka umbótastjórn“. Þar- með er fengið „samkomulag við hlutaöeigandi stéttir" um 20*—30% grunnkaupslækkun, Á grundvelli þessa, samkomu- lags er útbúiö lagafrumvarp, sem fyrirskipar þessa lækkun, -- allt eftir ÍTinni ágætu fyrir- mynd gengislaganrta frá 1939. Mótmælum verklýðsfélaganna gegn hinum nýju þrælalögum rignir yfir Alþingi, — en þáö gerh’ ekkert. Þingmenn Sósíal- istaflokksins og Alþýðuflokks- ins eru búnir að samþykkja frumvarpið — fyrir ráðherra- stólana (eins og Alþýöuflokk- urihn 1939), svo verkalýður- inn á aö þegja, þetta er allt í samkomulagi við hann, — segir Fi’amsókn! Framhaid á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.