Þjóðviljinn - 25.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.05.1943, Blaðsíða 2
ðviljín: Þriðjudagur 25- maí 1943- Túhynnm%, Höfum opnað raftækjavinnustofu. — Tökum að okkur Tiðgerðir á allskonar rafmagnsvélum. Einnig raflagnir Raftækiavinnustofan R0ÐULL hX MJóstræti 10. Sími 3897. Óskar Hansson, Vílhjálmur Hallgrímsson, Halldór B. Ólason. Relknlngnr l.L EHipaiaos íslands fyrir árið 1942, liggur frammi á skrifstofu vorri til sýnis fyrir hluthafa frá í dag. Reykjavík, 22. maí 1943. STJORNIN. Flot og tólg f Vz kg. stykkjum fæst í öllum útsölum vorum og víðar. — Mjög lækkað verð. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS. SUMiarÍð er þegar orðíð stutt. Öruggasta ráðið til að fá fullþroskað kál, er að kaupa það í moldarpottúm. Á þann hátt lengi'st vaxtartíminn ¥i 1—2 mánuði. — Höfum úrvalsplöntur af blómkálí, hvífkálí o<§ vetrarhvíikálí í moldarpottum. Plönturnar sendap heim til kaupenda, ef keyptar eru minnst 30 plöntur. — Gerið pantanir yðar sem fyrst. Sýnishorn í glugga okkar. Blóm & 'Avexíír. S.G.T.* dansleikur f Listamannaskálanum í kvöld (þriðjudag) kl. 10. Aðgöngumiðasala kl. 5—7 og eftir kl. 9, sími 3240. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Frá sumardvalarnefnd Öll börn, sem sótt hafa um sumardvalir á vegum nefndarinnar ogyenn hafa ekki mætt í læknisrann- sókn, verða að mæta til rannsóknar miðvikudaginn 26. maí kl. 5—7 e. h. í Miðbæjarbarnaskólanum. SUMARDVALARNEFND. n»: 3m&&SBœGtt Sumarkjólaefni í fallegu úrvali. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími1035 öseasöaEuaanaajaa Símanúmer okkar er 1195 PRENTMYNDASTOFAN LITROF Pétur Sígurðsson: Stðrbloðin, auðmagn og ðfengi Kunningi minn færði mér eintak af blaðinu „Collier's" og benti mér á svæsna andbanningagrein í blað- inu, sem var dagsett 19. des. 1942. Greinina las ég ekki gaumgæfilega, því að ég er fyrir löngu búinn að fá nóg af þessari margtuggnu og ó- sönnu andbanningaþvælu. En ég fór að fletta blaðinu og skoða mynd- irnar, eins og börnin. Þá skildi ég fljótlega áfengisáhuga blaðsins. E>að var krökkt af áfengisauglýsingum. Eg reif þær allar út úr blaðinu og geymi þær að gamni mínu. Þetta er skrautlegur pappír. Blaðið er í stóru broti, og flestar auglýsingarnar heil blaðsíða. Ellefu slíkar heilblaðsíðu-áfengisauglýsing- ar eru í þessu eina hefti blaðsins, og dálítið meira. Geta nú ekki allir skilið áfengisáhuga blaðsins? Hve mikið fær það fyrir hverja auglýs- ingablaðsíðu? Það veit ég ekki, en hitt veit ég, að það er ekkert smá- ræði. i>essi stórblöð eru víðlesin og koma út í milljónum eintaka. Heil- blaðsíðuauglsing hlýtur því að kosta mikið. 10—12 ferfet áfengisauglýs- inga í slík'u blaði, hlýtur að kosta stórfé. Þá sá ég ameríska stórblaðið „Life", í bókabúð og tók að fletta þyí. Jú, þarna voru þær aftur þess- ar stóru og skrautlegu áfengisauglýs ingar. Eg keypti blaðið, fór heim með það, reif allar auglýsingarnar út, það var auðgert, því að flestar voru þessar áfengisauglýsingar heil blaðsíða hver. Þæx voru fimmtán skrautlegar heilar blaðsíður, og dá- lítið meira. 15—17 ferfet í þessu víð- lesna og heimskunna blaði, í einu hefti. Hve mikið kostar slík auglýs- ing? Það borgar sig að skrifa eina andbanningagrein við og við, og nú er dæmið auðreiknað: Áfengissalan skapar áfengisauðmagn. . Það auð- magn getur borgað vel fyrir stórar tog skrautlegar auglýsingar í víðlesn- ustu blöðum heimsins. Þær auglýs- ingar eru góður stuðningur við blöð- in og eflir þau, en auglýsingarnar efla áfengissöluna, sem eykur stöð- ugt áfengisauðmagnið, sem alltaf get ur keypt í sama hlutfalli, stærri, fleiri og skrautlegri áfengisauglýs- ingar. Og þannig er svikamyllan í fullum gangi. Svo malar auðvalds- kvömin blóðpeninga úr glötuðu sak- leysi, eyðilögðum manndómi, löm- uðu siðferðisþreki, hrundum heimil- um, eymd og fátækt, slysum og glæp um og menningarskorti og smán þjóðanna. Hvað mega meiniausar bindindis- prédikanir gegn slíku ofurmagni auðvalds og ágirndar annars vegar, en breizkleika og menningarskorts hins vegar. Hve átakanlega sönn eru þó þessi orð: „Ágirndin er rót alls iils". En þrátt fyrir almátt auðs og blekkinga, eru þeir, sem eitrið brugga, hræddir við hina mörgu sigra þess konungs — sannleikans, er að síðustu mun jafna vegina, svo að færir verði jafnvel farlama mönn um. Það er þess vegna að þeir skrifa greinar eins og þessa, sem birtist í Collier's 19. des. 1942. Þeir eru hræddír og hafa ástæðu til þess að vera það, því að hin vondu verk þeirra dæma sig sjálf. 28. nóvember 1942 flutti sama blað grein, og þar segir, meðal annars: „Menn í þjónustu stjórnarinnar, gera ráð fyrir, að fyrir hverja lög- lega áfengisgerð (distillery), séu að minnsta kosti hundrað ólöglegar á- fengisgerðir (stills). Löggæzlumenn samban,dsstjórnarinnar taka fasta ó- löglega bruggara svo skiptir þúsund- um' á hverjum mánuði, og samt blómgast og vex hið ólöglega áfeng- isbrugg. Það er álit þessara þjóna stjórnarinnar,að framleitt sé í land- inu árlega 18 milljónir gallóna af ó- löglegu áfengi. Væri þetta lögleg framleiðsla, gæfi það' stjórninni 27 milljónir dollara í sköttum. Sjáum til. Fyrir þetta hefði mátt smíða 10 tundurspilla, eða um 300 sprengju- flugvélar. Slíkir ólöglegir bruggarar í New York (ríkinu?), Ohio, Michigan og Illinois flytja áfengi til Canada. Fyrir nokkru kom það í ljós, að af 2.500 bréfum, sem forsetinn fékk á einum degi, voru 600 bréf sem kröfð ust þess, að hætt væri að selja á- fengi í nágrenni hermannaskálanna. Þrjár gallónur af hverjum tíu, sem seldar eru í landinu, eru ólöglegt áfengi og af því er enginn skattur greiddur. Væru hernaðaryfirvöld okkar eins kná að sigrast á erfið- leikunum, viðvíkjandi flutningum og framleiðslu, eins og þessir ólög- legu bruggarar á sínu sviði, þá yrði stríðið brátt á enda kljáð. Stutt er síðan að forstjóri gos- drykkjagerðar játaði að hafa selt leynibruggara 20,000 sykursekki. Þjónar laganna eru nú að athuga allskonar sælgætisgerðir og köku- gerðir, sem álitið er að hafí það fyr- ir gróðaveg að selja leynibruggurum sykur. Joi (leynibruggari) segir, að bæði hann og aðrir leynisalar, sem hann þekki til, selji gríðarlega mikið til hermannanna, í iðnaðarhverfum borganna og til allskonar söluturna og veitingastaða, í flöskum, sem ein- kenndar eru sem löglegt áfengi. Það er auðvitað bannað að fylla á tæmdar áfengisflöskur löglegu sölunnar, en leynisalarnir gera sér nú litla rellu út af smásynd í viðbót. Embættismenn stjórnarinriar segja, að menn mundu verða hissa, ef þeir gætu komizt að raun um, hve mikið af ólöglegu áfengi er selt í hótelum, veitingastöðum og klúbbveizlum, þar sem aðeins á að finnast hin betri lyktin. Yfirréttur sambandsstjórnarinnar hefur nýlega dæmt 20 tollþjóna á- fengislöggæzlunnar, sem þegið höfðu mútur frá leynisölum, er stefndu að því, að hafa 5 milljónir dollara í sköttum af ríkinu." Þessi raunalega lýsing hefur óvart skotizt upp úr andbanningurh. Nú er þó ekki „hinum svívirðilegu bann lögum" um að kenna. Þannig er hið raunverulega ástand í Bandaríkjun- um um þessar mundir, og þesrs vegna eykst nú fylgi bannmanna svo ört, að hinir hrökkva við. Helmingi fleiri menn dóu úr áfengissýki í Banda- ríkjunum árið 1940 en árið 1920, en þá voru bannlög í landinu. Fyrrv. ráðherra Joseph H. Choate, forstjóri áfengismála ríkisins, sagðir er tvö ár voru liðin frá afnámi bannsins: „Ólöglegir bruggarar framleiða nú mörgum sinnum meira áfengi, en þeirra löglegu keppinautar. Viðvikj- andi áfengismálunum má sannarlega segja, að þjóðin lifi nú í „paradís heimskingj ans". Öldungadeildarmað urinn Walsh, þingmaður Massachu- setts, sem var með afnámi bannsins, hefur nú játað, að þetta afnám bannlaganna hafi reynzt „óþolandi og hörmuleg sneypuför", og „miklu ver en alþjóðar bannlögin". Slíkt hefur einnig skotizt upp úr mönnum, sem börðust fyrir afnámi bannlaganna á íslandi. Á fyrstu 10 árum bannlaganna lokuðu 97 af 98 hælum, sem heita „Keeley Cure Institutes for Ine- briates" (þetta eru drykkjumanna- hæli), og öll 60 drykkjumannahæl- in, kend við „Neal Cure" lokuðu einn ig. — Hvað vilja andbanningar gera við slika staðreynd? Aftur á móti óx áfengisbrjálun (delirium tremens) um 40 prósent í Bandaríkjunum fyrstu 4 árin eftir afnám bannlag- anna. 2,765,269,658 punda af korni, sykri og sýrópi eru nú notuð árlega í Bandaríkjunum til áfengisbruggun- ar. Betur mætti verja sliku nú á dögum. Við hér á landi getum ekki verið í vafa um, hvaða valdi þau blöð okk- ar»þjóna, sem stöðugt leggjast gegn róttækri áfengislöggjöf og kvarta undan háu verði á áfengi og tóbaki, en varast að stiga á strá glysvara- og sælgætisprangara. anmmmsmmma DAGLEGA nýsoðin svið. Ný eggt soðin og hrá. Kaf fisalan Hafnarstræti 16. Áskriftarsími Þjöðviljans er 2184 Anglýslng um einstefnuakstur við höínina í Reykjavík. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur hefur verið ákveðinn einstefnuakstur á eftirfarandi götum: 1. Frá Tryggvagötu við gatnamót Kalkofnsvegar skal vera einstefnuakstur norður uppfylling- una að vesturhorni leigulóðar h.f. Kol & Salt, en meðfram norðurhlið þeirrar lóðar, að Faxa- götu, má aðeins aka frá vestri til austurs. > 2. Um Geirsgötu, að Pósthússtræti, má aðeins aka frá vestri til austurs. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. maí 1943. AGNAR KOFOED-HANSEN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.