Þjóðviljinn - 25.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVlLJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Eeykjavíkur í Austurbæjarskólan- 1 um. Naeturvörður er í Laugavegsapó- teki. Leikíélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum í næstsíðasta sinn annað kvöld. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Flokkaglíma Ármaims fer fram í kvöld kl. 9 í íþróttáhúsi Jóns Þor- steinssonar. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Fjalakötturinn hefur frumsýningu á skopleiknum „Leynimel 13 í kvöld kl. 8 í Iðnó. Sr. Friðrik Friðriksson á 75 ára afmæli í dag. Sjötugsafmæli. Frú Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Freyjugötu 34, átti sjötugasfmæli s.l. sunnudag, 23. þ. m. Hún er óvenjulega ungleg þegar tekið er tillit til áranna. Ragnheiður er táp- og dugnaðarkona hin mesta og vinsæl af öllum sem kynnast henni. Munu margir senda henni hugheilar árnaðaróskir í tilefni af afmælinu. Einstefnuakstur hefur verið ákveð inn við nokkurn hluta hafnarinnar. Ættu bílstjórar og aðrir vegfarend- ur að kynna sér fyrirmæli þessi í auglýsingu frá lögreglustjóranum, sem birt er á 2. síðu blaðsins i dag. Mótstaða Dana. Framh. af i. síðu. gegn Þjóöverjum, en þeir eru tregir til að hverfa úr landi. Danir reka, þar aö auki, stöð- uga and-þýzka starfsemi. Og þessi starfsemi var svo víð- tæk, að Þjóðverja urðu að síðustu að birta fregnir af minni háttar skemmdarstarf- semi. En eigi var sagt frá meiriháttar skemmdarverk- um, t. d. þegar stærsta skipa- smíðastöð Dana var gerð ó- starfhæf í sex mánuöi meö hjálp Breta.. Þessar fréttir "hafa veriö birtar í leynimál- gögnum, en þau eru mjög mörg. Eitt þeirra er t. d. gef- ið út í 60-000, eintökum. Það er óhætt að segja aö Danir veiti viðnám á mjög áhrifa- mikinn hátt. Afmælismótið Framh. af 1. síðu. leikurinn sem K. R.-ingar létu eiga sig þegar komið var upp að vítateig Vals, og fengu á- hlaup þeirra því engan já- kvæðan endir. Þessi leikur var í heild mikið betri en síö- ari leikurinn milli Fram og Víkings. Þar lenti meira í ó- ákveðnum spörkum og saman þjöppuðum leik. Var þaö sem gert var, oftast meir tilviljun eöa ónákvæmni í spörkum og staðsetningum sem réði. Lið- in voru jöfn, enda var þessi 40 mínútna leikur framlengd- ur þrisvar, 10 mín. í hvert sinn, og var ekkert mark sett. Verða líöin því að keppa aft- ur, og fer sá leikur fram í kvöld, en úrslitin milli sigur- vegaranna úr þeim leik og Vals, fer fram á fimmtudags- kvöld. II. flokks mótið hófst á sunnudaginn og vann Valur K. R. með 1:0 og Fram vann Víking 5:0. Voru leikirnir í daufara lagi end voru dreng- imir ekki í fullri æfingu. Næstu leikir fara fram á mið- vikudagskvöld. F. TufshinnunflUFinn i smflfluíloinuni Framh. af 3. síðu. eins og Alþýðuflokkurinn var áður leikinn. GAGNSÓKN SÓSÍALISTA- FLOKKSINS Sósíalistaflokkurinn lét hart mæta hörðu. 4. maí hófust greinar þær hér í blaðinu, sem vægðarlaust afhjúpuðu hvað það var, sem Framsókn ætlaði að knýja flokkinn til að ganga aö, — og hve djúpt Alþýðublaðið hafði beygt Al- þýðuflokkinn með því að ganga í, lið með Framsókn i herferðinni gegn Sósíalista- flokknum. Tilgangur Sósíalistaflokks- ins með því að sýna Alþýöu- flokksmönnum Alþýðuflokk- inn í þessum spegli Alþýðu- blaðsins, — þessum spéspegli ofstækisins og hatursins á Sósíalistaflokknum, sem af- skræmdi alla þá pólitík, sem verkamenn Alþýðuflokksins vildu láta hann fylgja, — var auðsær: Hann var sá að vekja Al- þýðuflokksverkamenn og aðra heiðarlega menn, sem í þeim flokki eru, til uppreisnar gegn þeim undirlægjuhætti, sem einkennt hefur Aíþýðublaðið í afstöðunni til Framsóknar, og þeirri hatursfullu sundr- ungarpólitík, sem það blað rekur í nafni flokksins. Þpssi upplýsingarherferð Sósíalistaflokksins hefur þeg- ar borið mikilvægan áxangur, þó aö reynt sé að dylja hann fyri'r Alþýðuflokksmönnum meö því aö sprengja reyk- bombur um leið og sannleik- urinn er sagður. Árangurinn felst m. a. í því að Haraldur Guðmundsson viðurkenndi í Aiþýöublaömu eftirfarandi: 1. Að tillögur Framsóknar, einkum í dýrtíðarmálunum. séu algerlega óaðgengilegar, eigi aðeins fyrir Sósíalista- flokkinn, heldur og fyrir Al- þýðuflokkinn. < 2. Að tillögur Sósíalista- flokksins í níumanna nefnd- inni séu allar fullkomlega að- gengilegar fyrir Alþýðuflokk- inn. Eftir 'þessar yfirlýsingar ætti hverjum manni að vera Ijóst að myndun róttækrar umbótastjórnar hefur strand- aö á Framsókn. Og getur nú hver maður sjálfur séð hvaða vit er í póli- tík þeirri, sem Alþýðublaðiö hefur rekið í vetur fyrir hönd Alþýðuf lokksins: ^ Allar tillögur Sósíalista- flokksins eru þannig að Al- þýðuflokkurinn getur gengið að þeim — segir Haraldur. En tillögur Framsóknar, bæði fyrr og síðar (jafnt í desemb- er sem apríl) eru frágangs- sök, segir Haraldur. Óg svo hamast Alþýðublaðið allan tímann á þvi að^ Sósíalista- flokkurinn hindri framkvæmd róttækra umbóta og myndun róttækrar umbótastjórnar, — en á Framsókn er ekki minnzt frekar en hýn væri sakleysís engill sem ekkert vildi annað en sem róttækastar umbætur, ~ og Alþýðublaðið dylur fyr- ir fólkinu afturhaldskröfur hennar, kröfurnar um 20— 30% grunnkaupslækkun, sem skilyrði fyrir „vinstri stjórn"!! Það er skiljanlegt að út úr þeirri klípu, sem afstaða Al- þyðublaðsins kemur Alþýðu- flokknum í, sé ekki annaö ráð en að segja ósatt, eins og Haraldur gerir, þegar hann segir að Alþýðublaðið hafi ekki kennt Sósíalista- flokknum einum um að vinstri stjórn hefur ekki kom- izt á. HVAÐ VERÐUR OFAN Á í ALÞÝÐUFLOKKNUM? Alþýðuflokkurinn hefur í allan vetur talað tungum tveim. í þinginu, en þar er Har- aldur Guðmundsson formað- ur flokksins, hefur Alþýðu- flokkurinn (eins og Þjóðviljinn hefur áður bent á) staöið á móti kauplækkunarkröfu Framsóknar með Sósíalista- flokknum. En í Alþýðublaðinu, mál- gagni flokksins, hefur þess- um kauplækkunarkröfum ver- ið vandlega leynt og einvörð- ungu ráðist á Sósíalista- flokkinn rétt eins og Alþýðu- blaðið væri málgagn aftur- haldsins í Framsókn. Og hvað eftir annað hafa þingmenn eins og t. d. Finnur Jónsson tekið undir þennan róg, má- ske alha greinilegast í ræðu þeirri, sem birtist í Alþbl. 21. apríl. Og það er ekki aðeins í þess- um mun á pólitík Haraldar í níumannanefndinni og póli- tík Alþýðublaðsins, sem þessi tvískinnungur í Alþýðuflokkn- um birtist. Ennþá áþreifanlegri kom hann fram í éftirfarandi: ' Alþýðuflokksmenn og sósía- listar hafa unnið ágætlega saman í stjórp Alþýðusam- bandsins. Sameiginlega- unnu þeir það stórvirki að full- komna faglega einingu verka- lýðsins á islandi með samein- ingu verkamanna á Akureyri í eitt verkamannafélag. Ein- huga stóð Alþýðusambands- ^tjórnin að þessari samein- ingu og framfylgdi hen,ni með skörungsskap. Og Alþýöublaðiö — hvaö gerði það? Alþýðublaðið kallaði samein inguna „nýjan klofning" í verklýðshreyfingunni á Akur- eyri, — fordæmdi með öðrum oröum alveg einmgarsteínu Alþýðusambandsstjórnar- irmar, sem Alþýöuflokksmenn og sósíalisfcar í fyrirmyndar samstarfi stóðu báðir að á- samt óðrum verkamönnum. Hvað er nú pólitík Alþýðu- NÝJA BÍÓ Hcfjur frelsíssfrídsítis (The Howard of Virginia) Söguleg stórmynd. CARY GRANT MARTHA SCOTT Sýnd kl. 6,30 og 9 Undir fölsku f laggi Bad Man from Red Butte) með Cowboykappanum JOHNNY MAC BROWN Böm fá ekki aðgang Sýnd kl. 3 og 5 SÞ TJAENAKBÍÓ ^ Undir gunnf ána (In Which We Serve) Ensk stórmynd um brezka flotann. NOEL COWARD hefur samið myndina, stjórn- að myndatökuimi og leikur aðalhlutverkið. Bönnuð fyrir börtt innan 14 ára. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Leikfélag Reykjavíkur „FAGURT ER Á FJÖLLUM" Sýning á morgun kl. 8. Næstsíðasta sinn! Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Hjartanlega þökkum við vinum og vandamönnum og öllum þeim f jær og nær, sem sýnt hafa okkur ógleymanlega samúð og hlýju við fráfall og jarðarför séra Jóns Jakobssonar frá Bíldudal. Margrét Björnsdóttir og börn. Guðrún Stefánsdóttir, Jakob Jónsson, börn og fengdabörn-. flokksins, Haraldur Guö- mundsson? • Birtist hún í afstöðu Al- þýðublaðsins — eöa í afstööu einstakra Alþýðuflokksmanna i Alþýðusambandsstjórn ? Eðai, ef menn vilja fleiri dæmi: Alþýðusambandsþing sam- þykkir að stofna bandalag alþýðusamtakanna. Einhuga standa Alþýðuflokksmenn, sósíalistar og aörir verkamenn að þessari akvöröun. Alþýðuflokknum er síðan skrifað í desember í vetur og ¦tooðin þátttaka. Hann svarar ekki. Hvort er stefna ,Alþýðu- flokksins, Haraldur Guð- mundsson, að vera með því aö stofna bandalagiö eða vera ekki með því? Það sér hver heilvita maö- ur . aö svona tvískinnungur getur ekki gengiö, svona ó- heilindi hljóta að spilla allri samvinnu, ekki sízt þegar fjandskapurinn við Sósíalista- flokkinn er hin yfirlýsta póli- tík út á viö, — sem sé í Al- þyðublaðinu, — og samstarf- ið við hann rekið næstum því eins og í meinum, þannig að blað flokksins sjálft kallar það samstarf klofningsstarf- semi. Önnur hvor stefnan verður að sigra í Alþýðuilokknum: Annað hvort heiðarlegt samstarf við Sósíalistaflokk- iirn að róttækum umbótum og róttækri umbótastjórn, að myndun bandalags alþýðu- samtakanna, sem verði lang- samlega sterkasta valdið í þessu landi, og styrkasta stoð róttækrar stjórnarstefnu og áð umsköpun þjóðfélagsins í áttina til sósíalismans. . .Eða þjónustan við Fram- sóknarafturhaldið og skefja- laus fjandskapur við Sósíal- istaflokkinn og einingu verka- lýðsins á Islandi. Á milli þessara: stefna mun nú verða valið í Alþýðuflokkn um. Það er árangurinn af skrifum Þjóðviljans undanfar- ið að það hefur komið óaftur- kallanlega í ljós, að stefna Al- þýðublaösins er svo ósamrým- anleg einingu og hagsmunum íslenzkai verkalýðsins að heið- arlegir Alþýöuflokksmenn verða að breyta þveröfugt við stefnu blaösins. Nýi stúdentagarðurinn Friðriks Friðrikss. herbergi Vinir séra Friðriks Friðriks- sonar, sem nú dvelst í Dan- mörku, hafa í tilefni af 75 ára afmæli hans afhent byggingar- nefnd nýja stúdentagarðsins kr. 10.000, — eða andvirði eins her- bergis, sem bera skal nafn hans. Stúlkur vantar á Kleppsspítalann. Upplýsingar hjá yfir- hjúkrunarkonunni. Sími 2319.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.