Þjóðviljinn - 26.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1943, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 26. maí 1943. £5\’ ÍLJiNI Mauríce Dobb: Alþýöutryggingarnar f Sovétrfkjunum Hér birtist niðurlagið á grein Maurice Dobb um alþýðutrygging- amar í Sovétríkjunum. Vegna þess hve langt er liðið síðan fyrri hlutar þessarar greinar birtust hér í blaðinu þykir rétt að drepa lauslega á riokkur helztu atriði þeirra. 1. „Tryggingarnar eru svo víðtækar að þær tryggja menn fyrir flestum óhöppum, sem fyrir geta komið, hvort heldur er um að ræða missi vinnuorku, slys, veikindi, elli eða dauða fjölskyldufyrirvinn- unnar.“ 2. Frá því 1933 hefur miðstjórn verklýðssamtakanna haft með hönd- um umsjón trygginfeanna og eftirlit með verksmiðjum. 3. Hinir tryggðu greiða engin gjöld til trygginganna sjálfir, heldur er kostnaðurinn greiddur úr sjóðum bæja, sveita og ríkis, eða verk- smiðjunnar þar sem hinn tryggði vinnur. 4. Allir vinnandi menn eru tryggðir og miðast greiðslur úr trygg- ingarsjóðunum venjulega við meðaltekjur. 5. Atvinnuleysistryggingar eru ekki lengur til í Sovétrikjunum, því síðan 1930 hefur ekkert atvinnuleysi þekkzt þar. Sjúkratryggingamar veita ókeypis læknishjálp, lyf og sjúkrahús- vist, ekki aðeins hinum tryggða vinnandi manni, sjálfum, heldur allri fjölskyldu hans. Tryggingamar og verklýðssamtökin hafa fjölda lækna í þjónustu sinni til þess að hafa eftirlit með heilbrigðisskilyrðum við vinnu, því í Sovétríkjunum er litið á það sem engu síður þýðingarmikið að koma í veg fyrir veikindi og slys, en að lækna þá sem verða veikir. — Laun eru greidd frá þeim degi er maðurinn veikist. Námuverkamenn og aðrir sem vinna óholla vinnu þurfa styttri starfstíma og lægri aldur til þess að öðlast rétt til ellilauna, en þeir sem vinna hollari störf. Niðurlag. . 4. MÆÐRATRYGGINGAR Mæðralaun hafa vaxið mjög ört i Sovétríkjunum á síðustu 10 ánim, enda þó að tímabil það, sem þau eru greidd fyrir, væri stjrtt 1938. í Sovétríkjunum eru mæðr- um nú greidd full laun í 35 daga fyrir og 28 daga eftir * bamsburð. Auk þess er greitt fyrir föt á bamið og fyrir umönnun þess fyrstu 9 mán- uðina. Áriö 1941 voru 2Vz sinnum fleiri mæðra- og fæöingar- heimili heldur en 1936. Sam- kvæmt opinberum skýrslum starfrækti heilbrigðismálaráð- ið yfir hálfa milljón smá- bamaheimila í borgum, árið 1941 og um 4 milljónir slikra heimila í smærri bæjum. 5. JARÐARFARA- OG AÐ- STANDENDATRYGGINGAR í útfararkostnáð greiða tryggingamar 40 rúblur í borgum — 20 rúblur í .sveit- um — fyrir útför starfandi marrns, eða einhvers úr fjöl- skyldu hans (fyrir útför bams er greidd helmingi laagri upphæð en útför full- orðins manns). Ef aðstand- endtu’ hins látna em óvinnu- færir (böm undír 16 ára aldri, gamalmenni eða ó- vinnufærir vegna slysa eða veikinda) fá þeir greidd 50— 125%, (það fer eftir fjölda aðstandendanna), af þeim launum, sem hinum látna hefðu verið greidd ef hann hefði verið öryrki og heyrt undir þann flokk, sem er vinnufær, en þarfnast engrar sérstakrar umönnunar. 6. STYRKIR TIL SAHJÁLP- ARSAMLAGA Meðal annarra útgjaldaliða alþýðutrygginganna hafa tveir athyglisverðir liðir enn ekki verið nefndir, en það eru greiöslur ti-ygginganna til að sjá sjúkum mönnum (af sykursýki o. fl.) fyrir fæði við , sitt hæfi, og greiðslur þeirra til samhjálparsaimlaganna. Framkvæmd fyrra atriðisins sætti nokkurri gagnrýni hjá sambandsstjóm verklýðsfélag- anna og vom gerðar áætlan- ir um aö koma upp fleiri mat- söluhúsum viö hæfi slíkra manna. Samhjálparsamlögin em fé- lög verkamann sjálfra, midir eftirliti verklýðsfélaganna, sem veita vaxtalaus lán til meðlima þeirra til þess aö standast ýmiskonar útgjöld. Lán úr þessum samlögum geta menn fengiö til þess að taka sér frí frá störfum, til að heimsækja veika ættingja, til að koma sér upp húsi eða til uppbótar á tryggingar lágt launaðra verkamanna. Webbhjónin hafa látið svo . um mælt, að þessi „athygl- isverði viðauki við alþýðu tryggingamar í Sovétiíkjun- um“ sé „lýsandi dæmi um samhjálp fólksins í hinu sam- virka þjóðfélagi“. (Sovlet Communism bls. 882). 1 sam- hjálparsamlögunum eru þó ekki allir meðlimir verklýðs- félaganna, en þegar árið 1920 voru þessi félög orðin 20 þús. og um það bil helmingur verkamanna 1 þeim. Að lokum skal á þáð minnzt, að eftir 1930 var unn- iö að nýrri skipulagningu al- þýðutrygginga, örorku-, elli- og aðstandendatrygginga fyr- ir vísindamenn, rithöfunda listamenn og aðra slíka. Þá em einnig greidd eftirlaun | (helmingur fullra launa eftir ; 25 ára starfsþjónustu) til kennara, lyfjafræðinga, dýra- lækna og búfræðinga. Menn, sem sérstaklega skara fram úr, eins og vísinda menn, rithöfxmdar, listamenn uppf inningamenn, og Stakk- anoffverkamenn fá stundum sérstök heiðurslaun með tilliti til afreks þeii’ra. TRYGGINGAMÁLARÁÐIÐ Umsjá þeirra manna, sem tryggingar þær, sem hér hef- ur verið lýst, ná ekki til, heyr- ir undir tryggingamálaráð hvers sambandslýðveldis inn- an Sovétríkjanna og trygg- ingamáladeildir ráðanna í borgum og þoipum ásamt starfsmönnum þeirra og aöstoðai'nefndum, sem kosn- ar em af starfandi borgumm og aðstandendum þeirra, sem trygginga þessara njóta. Eitt áðalverkefni þessara aðstoðarnefnda er að hafa eft- irlit með starfsemi 40 000 samhjálparsamlaga samyrkju- bænda. Tryggingamálaráðin hafa umsjón með og leggja einnig fé fram til félagssamtaka eins og Sambands samvinnufélaga rússneskra öryrkja, Sambands samhjálparsamlaga rússneskra öryrkja, Sambands blindra manna í Sovétríkjunum og ennfremur Sambands heyrn- ar- og mállausra manna. Þessi félög annast um þá memi, sem verið hafa þann- ig frá fæðingu eöa hlotið slík áföll í fyrri heimsstyrj- öldinni eða borgarastyrjöld- inni og heyra þar af leiöandi ; ekki undir hinar almennu ; tryggingar. Félögin kjósa sjálf ' stjórnir sínar og félögin eru ! bpin öllum sem hlotið hafa 1 slík áföll. j Félög þessi reka sérstaka ! skóla og vinnustofur, til að auka heilbrigöi og starfs- hæfni þessara manna og kenna þeim ýmislegt. Trygg- ; ingamálaráðin reka einnig slíkar stofnanir, þar sem ör- yrkjarnir hafa ókeypis dvöl og fjölskyldur þeirra auk þess styrktar þann tíma sem þeir njóta þar kennslu og þjálf- unar. LOKAORÐ Til þess að fá fullkomna yfirsýn yfir alþýðutrygginga- kerfi þetta, verða menn að hafa í huga vinnukjör og vinnulöggjöf í Sovétríkjun- um. Menn verða að muna að þar þekkist ekkert atvinnu- leysi, áð þar á sér stað hröð iönaðarþróun og aö tala launþega hefur þrefaldazt þar á síðustu 12 árum. Þar er það beinlínis tekið i fram 1 vinnulöggjöfinni áö þaö sé réttur og skylda verk- lýðsfélaganna að sjá um að öllum heilbrigðis- og öryggis- reglum við vihnu sé fram- fylgt. Og . verklýðsfélögin telja það skyldu sína að vinna að aukinni framleiðslu og útrýma kæruleysi og trassaskap við vinnu. í heilbrigðis og menningar J málum Sovétríkjanna hafa * orðið geysilegar framfarir á Framhald á 4. síðu. I Leggið fram yðar skerf Síðastliðinn vetur var ráðgert að halda skemmtun í Bolungarvík til ágó'ða fyrir Sovétsöfnunina. Af ein- hverjum ástæðum dróst úr hömlum aðhalda þessa skemmtun. Verkamað ur einn þar í þorpinu hafði ákveðið að fylgja stutt ávarp við þetta tæki- færi. Hann hefur sent Bæjarpóstin- um það til birtingar. Bæjarpóstur- inn birtir það með sérstakri ánægju, því það sýnir frábærlega ljóslega, hvernig stéttvís og einlægur verka- maður hugsar um þessi mál. Ósk- andi væri að íslenzk verklýðshreyf- ing ætti sem flesta menn líka Egg- ert Lárussyni. Eggert er nú á sjö- tugs aldri, en áhuginn fyrir því sem hann veit sannast og réttast, er ó- brigðull. Ávarp hans fer hér á eftir. „Kæru systkin! I tilefni þess að við komum sam- an hér í kvöld til þess að tjá systr- um okkar og bræðrum Sovétríkj- anna örlítinn samúðarvott, vilégláta ykkur heyra skoðun mína á þeim stórviðburðum sem nú gerast allt í kringum okkur, og er þá Þormóðs- slysið fyrst fyrix. Það er svo einstætt í sögu þjóðarinnar og hefur veitt henni svo stórt sár, að seint mun gróa, þó blessaðir prestamir séu búnir að leggja sína plástra á sárin. Eg er viss um að alfaðir ætlast til þess að við lærum af því hve ægileg- ar hörmungar stríðsþjóðimar eiga við að búa, þó er þetta ekki nema örlítið brotabrot af öllum þeirra skelfingum. Hver er bölvaldurinn? Þegar ég fer að athuga það, kemst ég að þeirri niðurstöðu að það er auðvaldsskipulagið í dauðateygjun- um, og skal engan undra, þótt fjör- brotin séu mikil, því það er voldugt. Víkjum aftur að Þormóði. Eg hef fengið þær upplýsingar um skipið, að ég hef mikla ástæðu til að álykta að auðhyggja einstakra manna sé fmmorsök slyssins, og er þá næst að fara að dæmi húsfreyjunnar, sem sagði eftir að bóndi hennar hafði verið saklaus veginn: Grátum ekki Björn bónda, munum heldur. Nú eru það þjóðir Sovétrikjanna ,sem heyja hinn ægilegasta hildar- leik sem heimurinn þekkir, og áttu þýzku nazistarnir upptökin. Þarna hlýtur að vera ójafn leikur, Þjóð- verjar eiga aldagamla menningu, en Sovétríkin aðeins 25 ára uppbygg- ingu. Eg hef örugga von um að sovét beri sigur af hólmi, því ég er sann- færður um, að réttlætið er þeirra megin. Eg veit þið spyrjið hvað ég hafi fyrir mér til þess að álykta svona, og er því til að svara, að þama eig- ast við málsvarar sósialismans ann- ars vegar, en málsvarar kapítalism- ans hins vegar. Nú er mér ómögu- legt að samræma kenningu Krists við kapítalismann, ensósíalisminn er í svo miklu samræmi við kenningu hans, að það má segja að hann sé byggður á þeim, enda hafa sjáendur fortíðarinnar allt frá dögum Búdha til vorra daga, eygt hann i blámóðu framtiðarinnar. Hann sem kenndi lærisveinum sín um að byrja bæn sína svona: Faðir vor, þú sem ert á himnum, hefur ef- laust gert það í þeim tilgangi, að mönnum |élli það aldrei úr huga, að allt mannkyn er böm eins og sama föður og móður jarðar, sem er svo dásamlega útbúin af skaparanum, að öllum börnum hennar gæti liðið vel, — og til komi þitt ríki,— þessi bæn fullvissar um möguleika þess að það geti orðið. Eg vona að sósíalisminn leiði að því takmarki. Eggert Lárusson. Þeir sem ekki nenna að vinna. Reykjavíkurbær hefur farið í liðs bón til verkamanna og heitir á þá að leggja fram það vinnuafl, sem með þarf til að fullgera hitaveituna á þessu ári. Verkamenn ættu að bregðast vel við, enda fá þeir ugglaust síðar tæki- færi, til að minna bæjaryfirvöldin á að það sé ekki einhlítt að heimta vinnukraft verkamanna, þegar þeim þóknast, bærinn verði líka að minn- ast þess að verkamenn eiga kröfur á hendur honum um að búa þeim tækifæri til að vinna, á öllum tim- um. Það þarf ekki að orðlengja þetta mikið meira, Þjóðviljinn hvetur verkamenn enn sem fyrri til að láta hitaveituna sitja fyrir vinnukrafti sínum,það hafa margir þeirra þeg- ar gert, unnið sitt verk með dugnaði. I En það er viss, vonandi lítill hóp- Ur verkamanna í hitaveituvinnunni. sem á^tæða þykir til að minnast á. Það eru einhleypir strákar, sem vinna þar nokkra daga í senn„ hlaupa svo burtu, sóa fé því sem þeir hafa unnið sér inn, á þann hátt löngum, að þeim er til skammar og' öðrum til leiðinda. Þegar féð er bú- ið, koma þeir aftur og sagan endur- tekur sig. Um athæfi þessara manna er það að segja, að það er í alla staði óforsvaranlegt. Þetta eru letingjar og landeyður, menn, sem hin sígilda regla Páls postula, „Þeir sem ekki nenna að vinna, eiga heldur ekki mat að fá“, ætti vissulega að gilda um. Þjóðfélaginu og bæjarfélaginu ber að tryggja öllum þeim sem geta unn ið, tækifæri til að vinna, á öllum tímum, hins vegar ber öllum vinnu- færum mönnum að vinna vel og samvizkusamlega þegar vinna sem er við þeirra hæfi býðst. Þeir sem ekki gera þetta, letingjarnir og land eyðurnar, vinna gegn hagsmunum sinnar eigin stéttar, og torvelda bar- áttuna fyrir því að öllum standi ætíð til boða að vinna. „Línan frá Keykjavík14 Herra ritstjóri! Mér finnst það skorta alveg þjóð- armetnað og „humoristiskan sans“ hjá íslenzku blöðunum, þegar þau eru að ræða um síðustu samþykktir Alþjóðasambands kommúnista. Það skal ég vera viss um, að ef harð- snúin stjórnarandstöðublöð kæmu út í Sovétríkjunum, sem þekktu vel til sögu verkamannahreyfingarinnar þá myndu þau birta með stóru letri fyrirsagnir éitthvað á þessa leið: „Línan frá Reykjavík: Rússnesku bolsjevikarnir undir íslenzkum yfirráðum. Burt með þessa erindreka íslend- inga, sem hlýða fyrirskipunum og fordæmum Reykvíkinga." En þessi blöð heima eru svo fá- fróðvað þau fylgjast ekki með neinu, ekki einu sinni því að Sósíalista- flokkurinn hafi aldrei verið í neinu Alþjóðasambandi. Þau eru búin að ljúga svo lengi um „erindreka Rússa“ og „Moskovíta", að þau eru líklega farin að trúa því sjálf, sem þau segja. Reykvíkingur. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.