Þjóðviljinn - 27.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.05.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Veizlan á Sólhaugum verður sýnd í 4. sinn á morgun og aðeins nokkr- um sinnum ennþá. Verðið er nú lækkað og kostar aðgöngunjiðinn nú aðeins 18 krónur. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Orð- ið kl. 8 í kvöld. Aðgöngumiðar eru seldir frá kl. 2 í dag. Tuliníusarmótið. Þriðji leikur mótsins fer fram í kvöld milli Vík- ings og Fram. Leiðrétting. í greininni um Grieg- hljómleika Tónlistarfélagsins, sem birtist í blaðinu í gær misprentaðist að Grieg hefði „heppnazt ágætlega vel að ná nítjándu aldar blænum á þessi lög“, en átti að vera átjándu aldar blænum. Loftsókn Bandamanna Framh. af 1. síðu. í gær gerðu 400 Banda- mannaflugvélar árásir á staði á Sikiley, Sardiníu, Pantellar- ía og vesturströnd Grikk- ! lands. Búnaðarfélag íslands efnir til verðlauna- rftgerða um fram- tíðarskipun land- búnaðarmála Samkvæmt ályktun síðasta búnaðarþings, efnir Búnaðarfé- lag íslands hér með til opin- berrar samkeppni um tillögur með greinargerð um framtíðar- skipun landbúnaðarmála hér á landi, og áætlun um fram- kvæmd hennar. Skulu tillögurnar miðast við það fyrst og fremst, að þeim umbótum verði komið á í skipu- lagi landbúnaðarins, félagsieg- legum samtökum til framfara í sveitum, búrekstri og viðskipta- háttum, að landbúnaðurinn geti jafnan verið samkeppnisfær at- vinnuvegur 1 þjóðfélaginu, þann ig að afkoma bænda og starfs- manna þeirra verði hliðstæð af- komu manna í öðrum þeim starfsgreinum, er krefjast álika starfsmenningar. Það skal tekið fram, að það er ekki skilyrði fyrir því, að rit- gerð verði tekin til greina í sam keppni þessari, að öll þau atriði sem hér eru talin, verði tekin til meðferðar. Dómnefndinni er heimilt að verja til verðlauna allt að kr. 10.000,00 og gerir nefndin ráð fyrir að veita 3 verðlaun, en á- kveða upphæðirnar að öðru leyti eftir mati sínu á ritgerð- unum. Auk þess mun nefndin greiða hæfileg ritlaun fyrir aðr- ar þær ritgerðir, er henni kunna að berast og henni þykir rétt að Búnaðarfélag íslands fái umráð yfír. Ritgerðir þær, sem verð- laun eru veitt fyrir eða sérstök ritlaun, skulu vera eign félags- ins. Jafnframt hefur Sveinn Jóns- son, bóndi á Egilsstöðum heitið kr. 1000,00 til verðlauna í þessu skyni, og hefur hann íhlutun um hvernig því fé verður varið. Ritgerðirnar skulu komnar á NÝJA BlÓ Hefjur frelsíssfrídsins (The Howard of Virginia) Söguleg stórmynd. CARY GRANT MARTHA SCOTT Sýnd kl. 6,30 og 9 rUndir fölsku flaggi Bad Man from Red Butte) með Cowboykappanum JOHNNY MAC BROWN Sýnd kl. 5. Böm fá ekki aðgang P> TJABNABBtÓ Undir gunnfána (In Which We Serve) Ensk stórmynd um brezka flotann. NOEL COWARD hefur samið myndina, stjórn- að myndatökunni og leikur aðalhlutverkið. Bönnuð fyrir börn innan 14 ára. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVTLJANUM Leikfélag Reykjavíkur ORÐIÐ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. NORRÆNA FELAGIÐ Veizlan á Sélhaugum Leikstjóri: Frú Gerd Grieg. Ný músík eftir Pál ísólfsson. Verður sýnd í 4. sinn á morgun kl. 8.30. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 4—6 í dag. Leynímelur 13 Framh. af 3. síöu. beztur, þegar hann leikur 3— 4 í sama stykkinu og kemur aðeins einu sinni fram í hveriu gervi. Inga Þórðardóttir leikur Dísu, þernuna hjá Madsen. Lítið hlutverk, en góð tilþrif. I-að má mikið vora, ef hún dugar ekki í stærri hlutverk Haraldur Á. Sigurðsson leik- ur Svein Jón Jónsson, skó- smiö, —( af verstu tegund, sem aldrei gerir við skó, en svindlar eftir mætti og lætur konuna vinna fyrir sér- Hér hefur Haraldur loks hlutverk, sem er frábrugðið þeim hreinu brandarahlutverkum sem hann hefur haft áður. Eiginlega er Sveinn Jón Jóns- son og Madsen einu persón- urnar, sem höfundamir hafa búið til sem sjálfstæðar per- sónur frá þeiiTa hendi, hitt eru annaöhvort almennar skrifstofu Búnaðarfélags ís- lands í Reykjavík fyrir 7. janú- ar 1944. Skal hver ritgerð merkt dulmerki, en nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi merktu sama dulmerki og ritgerðin. Reykjavík, 12. apríl 1943. í dómnefnd Búnaðarþings 1943. Hafsteinn Pétursson, Jón Sig- urðsson, Pétur Ottesen, Jón Hannesson, Bjarni Ásgeirsson. ,,týpur“ eða tiltölulega auö- þekktar stælingar. — Og Har- aldur leikur Svein ágætlega. Aurora Halldórsdóttir leik- ur Guðríði Tómasdótth', fylgi- konu Sveins. — Aurora leikur í rauninni alltaf sömu persón- una. Hún gerir það vel, svo hlægja má að í einu leikriti, — en það veröur of tilbreyt- ingalaust til lengdar. Anna Guömundsdóttir leik- ur Magnhildi miðil og gerir það vel, sem vænta mátti. Guðrún Guðmundsdóttir leikur Ósk, dóttur hennar, lítið hlutverk, en mjög snot- urlega aí hendi leyst. Sérstak- lega er eftirtektarvert hve laus þessi unga stúlka er við alla tilgerð á leiksviöinu og ,væri gaman að sjá hana í veigameira hlutverki. Wilhelm Norðfjörð tekst vel með Togga skáld, —- enda auðsjáanlega skammt sótt til fyrirmyndarinnar. Ævar Kvaran leikur lítið heildsalahlutverk og reynir ekkert á hans góöu hæfileika. Jóni Aðils tekst alveg’ ágæt- lega með Danann Hekken- feldt. Yfirleitt var sífellt um framför í leiklist Jóns aö ræða. w DREKAKYN & Eftir Pearl Bnck Þegar hann kom heim sagði hann frá því sem gerzt hafði. Þau hlustuðu með athygli og Ling Sao þótti leitt að hún hafði ekki verið hvítu konunni eins þakklát og vert hefði verið. Ef ég hefði haft grun um að hún mundi ráða sig af dög- um, hefði ég verið betri, sagði hún dapurlega. Hún and- varpaði- og tók eyrnaskefilinn úr hárhnút sínum og skóf eyrun um stund, og óskaði þess að hún hefði verið al- mennilegri. Veslings útlendingurinn, sagði hún loks, hvers \ vegna skyldi hún hafa farið alla þessa leið til að gera góð- verk sitt. Nú er ekki einu sinni hægt að grafa hana í hennar eigin jörð. Og hún bætti við: Það er ekki gott þegar kon- ur læra of mikið og giftast ekki. Hvað getur orðið úr þeim annað en nunnur? Við skulum skrifa Pansiao og reyna að J$£ koma öllum okkar giftingum í kring. Skrifaðu henni, sagði Ling Tan við Jadu, og segðu henni $£ allt af létta, hvað við ætlum henni að gera, og það með að faðir hennar og móðir bjóði henni að gera það. $$£ Og svo sagði hann nokkuð sem hann hefði aldrei getað 8 sagt í gamla daga: . $£ Segðu henni að bróðir hennar þurfi konu sem eitthvað líkjist gyðjunni sem við minntumst á. Venjuleg kona dug- ar honum ekki. Skrifaðu það á þann hátt sem þér finnst þú þekkir slíka hluti, af öllum þínum lestri og sögum og i?8£ dularbúningum og ég veit ekki hverju. Mér hefur oft dott- ið í hug að þú hefðir átt að vera ein af þessum leikkonum, sem við sáum í útlendu kvikmyndunum áður en borgin féll í óvinahendur. Hann roðnaði meðan hann sagði þetta, því það var ekki viðeigandi fyrir karlmann að tala svona mikið um slík mál við tengdadóttur sína. Hann stóð upp og gekk út, eins virðulega og hann gat, og Lao Er og Jada litu aftur hvort til annars með augun leiftrandi af hlátri. Hvað þau elsk- uðu hvort annað er þau hlógu. Og Jada lagði í þetta bréf allt það sem hún var og allt það sem hún vissi, hún lagði í það ástina á manni sínum og þekkinguna á yngsta bróðurnum. „Þú mátt ekki velja neinn heimskingja þó hann hafi frítt andlit. Hann gæti átt það til að drepa slíka konu einn góðan veðurdag, vegna heimsku hennar. Honum er mjög laus hendin. Hann er eng- inn draumamaður nú orðið. Og Kven-jú er engin væfla.“ Þegar bréfið var búið las hún það fyrir mann sinn og hann sagði til þess að stríða henni: Já, þú hefur samið bréfið svo vel, að ég fer að elska þessa gyðju sjálfur, og þá held ég að þú yrðir afbrýðissöm. Hún varð niðurlút, en hallaði sér svo yfir hann og rak' út úr sér tunguna. Það er engin slík kona til, sagði hún. Og hann gat ekki annað en hlegið af fögnuði yfir henni. XVI. í þeim litla hluta af hellinum sem Pansiao var ætlaður, sat hún og sneri baki að hinum stúlkunum, og var að lesa bréfið sem Jada skrifaði. Hún las það rauprennandi, en það var svo nýtt fyrir henni að geta lesið, að hún fann Jada hafði skrifað bréfið órafjarlægt þessum stað til þess með metnaði. og það hafði borizt í lofti, á láði og legi, ótal hendur höfðu komið því áleiðis, það var nærri kraftaverk að svo margir menn skyldu gegna skyldustörfum sínum á svona tímum. Það var kominn vetur þegar bréfið barst Pansiao í hend- ur, og hellarnir voru kaldir, það héngu stórir vatnsdrop- ar á klettaveggjunum er hefðu frosið ef ekki hefði verið kynntur eldur á miðju hellisgólfinu. Hola á hellisþakinu leiddi reykinn upp, en gusturinn frá dyrunum er þær voru opnaðar, feykti reyknum inn um hellinn, svo Téykjarlykt- in fannst alstaðar. 504 ,,Fjalakötturinn“ mun veita mörgum Reykvíkingum gott S.G.T." dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Gömlu og nýju dansarnir. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7 og eftir kl. 9, sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. hláturskvöld að þessu sinni vafalaust líka þeim, sem al- v ar s húsnæðisvandræða r.na mæðir þyngzt á. Höfundarnir, Emil Thor- oddsen, Indriði Waage og Haraldur Á. Sigurðsson, voru kallaðir fram eftir aö leik- endum hafði verió þakkað með miklu lófataki, og hlutu sínar þakkir frá áhorfendum. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.