Þjóðviljinn - 28.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 28. maí 1943- 118. tölublaö Baufli heplnn ep læp um að eufla svmaFsóhnoin Þjífluerla seiír loseph B. Daiits. seoðiboð! loostiiilis, i Moshi „Eg hef fyllstu trú á rauða hernum", sagði Joseph E. Da- vies, í viðtali við blaðamenn í Moskva í gær. „Hitler getur ekki frauikvæmt það í sumar, sem honum mistókst sumarið 1942 og 1941. Rauði herinn er viðbúinn og fær um að eyða hverri þeirri sókn sem þýzki herinn getur lagt í þetta sumar", sagði Ðavies ennfremur. Davies er á förum frá Moskva með svar Stalíns við bréfi Koosevelt forseta. Davies fór í fyrradag á fund Stalíns öðru sinni og af- henti Stalín honum innsiglað bréf með; svarinu til Roose- velts. Ræddust þeir við nokkra stund, Stalín og Davies, og var Molotoff viðstaddur. Moskva- blöðih birtu í gær forsíðu- myndir af þeim, er þeir kveðj- ast. Davies sagði blaðamönnum að Stalín hefði látið í ljós á- nægju með fund þeirra Chur- ehills og Roosevelts í Was- hington. Davies kvaðst leggja tafar- laust af stað til Bandaríkj- anna. Harðir bardagar á Kúbanvígstoðvunum Þjóðverjar tilkynntu í gær, að rauði herinn hafi gert hörð áhlaup á Kúbanvígstööv- unum og sótt fram á annan km. á breiðu svæði. í sovétfregnum segir aðeins Washingtonfundurinn Eining um væntanlegar hernaðaraðgerðir á . öilum vígsfððvum Roosevelt Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöld að hin- um hernaðarlegu viðræðum í Washington væri lokið. Náðist f ullkomin eining um væntanlegar hernaðaraðgerðir á öllum vígstöðvum, segir í tilkynningunni. að harðir bardagar seu háðir í Vestur-Kákasus.. Skýrt er frá áköfum loftárásum sem Þjóðverjar gerðu í gær á stöðvar Rússa. Kom til harðra loftbardaga, og skutu Rússar niður 67 af þýzku flugvélun- um en misstu 20 sjálíir. . Annars staðar á austuivíg- stöðvunum er aðallega um að ræða aðgerðir könnunarflokka og stórskotaliðs- Iliklar loftárásir á Sikiley, Sardiníu og Pantellaríu Bandamenn ad ná yfir- ráðum í loffí Sprengjuflugvélar Banda- manna gerðu enn i gær harð- ar árásir á Sikiley, Sardiniu og Pantellaríu og segir í brezkum fregnum að Banda- menn virðist vera í þann veg- inn að ná algjörum yfirráð- um í lofti á þessum slóðum. Enn er talsvert um vörn í- talskra og þýzkra orustuflug- véla á Sikiley og Sardiníu, en yfir Pantellaríu sjást varla fasistaflugvélar nú orðið. Aðalárásum Bandamanna síðastliðinn sólarhring var beint gegn höfnum og flug- völlum ^á Sikiley. Á Sardiníu tókst brezkum flugmönnum að varpa sprengj úm á eitt helzta orkuver eýj- arinnai', er sér miklum hluta hennar fyrir ljósi og orku til iðnaðar. ;s;;:;k;;..;;í:;;v,::::;;5 Mynd þessi er af brezka beitiskipinu Mauritius. Mauritius er 8 þús. tonn og er af svonefndrí „Fiji"-gerð. Aðalvopnabúnaður skipsins er tólf 6-þumlunga byssur, átta 4 þumi. loftvarnabyssur og 16 smærri byssur. Á skipinu eru 3 flugvélar. Hraði ' þess er 33 hnútar. Tcnlístaríélagíd lýfeur annríku rclrarstarfí Tónlistarfélagið hefur nú lokið annríku vetrarstarfi. — Hefur starfsemi þess skipzt í fjórar aðaldeildbr, sem sé í Tónlistarskólann, Hljómsveit- ina, hljómleikana og leikstarf- semina. Tónlistarskólanum var sagt upp í gær og bauð félagið nemendum hans og kennur- um, kórnum, hljómsveitinni og blaöamönnum til kvöld- skemmtunar í Oddfellowhús- inu í gærkvöldi. Ólafur Þorgrímsson og Páll ísólfsson fluttu ræður um vetrarstarf félagsins og verk- efni þau, sem nú liggja fyrir, en eitt höfuðverkefni félags- ins er að koma upp Tónlisfc- ai'höll fyrir starfsemi sína. Húsakynni félagsins, í túninu við tjörnina, eru algjörlega ó- viðunandi og er mesta furða hverju skólinn hefur getað af- kastað við svo slæmar aðstæð- ur. Á skemmtikvöldinu lék nemendahljómsveit skólans tvö verk fyrir fiðlu og celló. sem vöktu mikla hrifnmgu. Munu þeir halda opinbera hljómleika á morgun. í Tónlistarfélaginu ríkir | mikill áhugi og hefur margur meðlimur þess lagt fram mik- ið og fómfúst starf í þágu aukins menningarlífs í höfuö- borginni. Happdrœttí fíl ágóða fyrir Hallgrimskírkfif Hrísateigur 1. Happdrættisnefnd Hallgrimskirkjusafnaðar, ásamt biskupi landsins og prestum safnaðarins, ræddi í gær við blaðamenn og skýrði frá því, að keypt hefði verið hús, sem fara ætti fram happdrætti um til ágóða fyrir Hallgrímskirkju. Skýrðu þeir frá því að fyrir tveim árum hefði komið fram sú hugmynd að byggja happ- drættishús til ágóða fyrir Hallgrímskirkju, hefði verið fengin lóð undir húsið, en ýmissa orsaka vegna hefði ekki orðið úr framkvæmd byggingarinnar. Nú hefði nefndin keypt hús. sem látið yrði fara fram happ drætti um. Væri húsið hið vandaðasta að öllum frágangi. því seljandi þess hefði byggt það í þeim. tilgangi aö búa þar sjálfur og ekkert til þess sparað. Hús þetta er Hrísateigu'- 1 og stendur~á hornlóð sem er 908 fermetrai-. Flatarroál hússins sjálfs ei* 136,38 ferm. það er 930 rúmmetrar. í kjallara hússins eru 3 her- bergi og eldhús, ásamt baöi, þvottahúsi, stórum geymslum og miöstöö. Á hæðinni er 4 herbergi og eldhiis, stór inniforstofa, bað og miklir skápar. Dúkar á gólfum eru allir af A-þykkt. Útihurðir eru úr tekkviði. Að utan er húsið húðað kvarsi, tinnu og silfurbergi. Þakið er úr skífum. Bílskúr er áfastur við hús- ið, er hann hitaöur upp og einangraður, þar er og vatn og niöurfall. Byggingarverð slíks hú» mun vera nú um 230 —235 þús. kr. í happdrættisnefndinni eru þessir menn: Felix Guðmunds son, sem er formaður nefnd- arinnar, Aðalsteinn Kristins- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.