Þjóðviljinn - 28.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.05.1943, Blaðsíða 4
þJGÐVILJINN Orbopginnl, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um. Næturvörður er í Laugavegsapó- Flokkiirinn Frá ferðanefnd Sósíalista- félagTSÍns. I Ferðanefnd Sósíalistafélagsins hef ur nú tekið til starfa. Nefndin viU koma sér vel við í»jóð viljann og vonast til að hann verði hjálplegur með að koma á framfæri orðsendingum og greinastúfum, sem starfsemi hennar kann að gefa til- efni til. Við höfum þegar ákveðið ásamt ferðanefnd Æ.F.R. að gangast fyrir skemmtiferð um hvítasunnuna. og er ferðinni heitið í I»jórsárdal. Mun j verða gerð nánari grein fyrir ]>eirri ferð næstu daga. Annars lítum við á l>að sem aðai- verkefni okkar, að efna til ferðalaga um helgar á skemmtilega staði í ná- grenni bæjarins og munum við skýra frekar frá þeim fyrirætlunum er við höfum lokið athugun mögu- ieika og komið okkur saman um framkvæmdaatriði. Með ósk um gleðilegt sumar og góða skemmtun. Ferðanefnd Sósíalistaflokksins. Gjafir til nýja stúdenta- garðsins. ff Heimaey" Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur gefið kr. 10.000 — and- virði eins herbergis — til nýja stúdentagarðsins. Herbergið verður nefnt „Heimaey“ og for- réttindi til dvalar þar hafa stúdentar úr Vestmannaeyjum, sem nám stunda við háskólann. Verzl unarskðla-herbergiB Nemendur Verzlunarskóla ís- lands, sem brautskráðir voru 1938, hafa gefið andvirði eins herbergis (10.000 kr.) til nýja stúdentagarðsins og verður her- bergið nefnt „Verzlunarskóla- herbergið“. Herbergi þetta er gefið í tilefni 5 ára brautskrán- ingarafmælis í fagnaðar og heillaskyni við hin auknu rétt- indi. sem Verzlunarskólanum hafa nýlega verið veitt. Skulu stúdentar frá Verzlnarskóla ís- lands hafa forréttindi að her- berginu. Happdrætti Ilallgríms- kirkju. Framh. af i. síðu/ son, forstjóii; Bjami Bene- diktsson borgai-stjóri; Ey- steinn Jónsson, fyrrverandi ráSherra; Gústaf A- Jónasson skrifstofustjóri og Lú'ðvig Storr heildsali. Nefndin hefur ráðið sem framkvæmdarstjóra happ- drættismi'ðasölunnar Jóharm- es Elíasarn stud. jur. Sala happdrættismiða hefst um rniöjan næ°ta mánuð og verður væntanlega dregið í haust. — Verö hvers happ- d.ættismiða er 10 k-\ NÝJA BlÓ Hefjur frelsissfrídsíns (The Howard of Virginia) Sögnleg stórmynd. CARY GRANT MARTHA SCOTT Sýnd kl. 6,30 og 9 Undir fölsku flaggi Bad Man from Red Butte) með Cowboykappanum JOHNNY MAC BROWN Sýnd kl. 5. Böm fá ekki aðgang þ TJARNAggÍÓ Undir gunnfána (In Which We Sex*ve) Ensk stórmynd um brezka flotann. NOEL COWARD hefur samið myndina, stjórn- að myndatökunni og leikur aðalhlutverkið. Bönnuð fyrir böm innan 14 ára. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM ÍÞRÓTTAMOLAR II. fl. mótið í íeikjunum sem fram fóru á miðvikudag sigraði Valur Víking meö 5:0, en milli Fram og K. R. varð jafntefli 1:1. Hefur Valur nú 4 stig, Fram 3 st„ K. R. 1 st. og Víkingur 0 stig. Flokksglíma Ármanns er ný afstaðin. Mxmu sjaldan hafa komið svo margh’ góöir menn fram 1 einu móti, af utan- bæjarmönnum. Átti Ánnann t. d. ekki nema 2 af 6 beztu i þyngri flokknum og hvorki fyrsta né annan. En hvernig stendur á, að þessi glíma er höfð rétt áðxu' en aðalglímukeppni ársins fer fram? Væri ekki vi’tið meir að' hafa þessa keppni um mánaðarmótin marz og apríl, þar sem Skjaldarglím- an er í febr. og íslandsglím- an í byrjun júní. Þaö vakti nokkra athygli, að Ægh* skyldi ekki senda flokk á sundknattleiksmótið til keppni. Fi*á íþróttalegu sjón- armi'ði hefðu þeh* átt að gera það, þó aö vantaði nokki*a góö'a menn, þar sem þeir líka koma og keppa við B-lið Ár- manns og gera jafntefli við það og ern það engir skussar. Með því hefði Ægh* gefið nýj- um, væntanlegum meistumm tækifæri og um leið sýnt, að þeir leiki með það fyrir aug- um að allir séu jafnir þegar upp úr er farið, hvemig sem mistökin standa. 1,300,000 kr. til íþrótta í Svi- þjóð 1943—’44. Svíar hafa ákveðið að veita 1,300,000 kr. til íþrótta árið 1943—’44. Auk þéss fá íþrótt- irnar þar í tekjur af svokall- aðri tippning 3,450,000 kr eða í allt 4,750,000 kr. Erlendur Péfursson 50 ára Framhald af 1. síðu. hér, og gegndi því í 2 ár. Sá hann um móttöku Balbo’s. Fyrir það var hann sæmdur ítölsku kórónuoröunni. Árið 1941 var hann sæmdur Fálka- orðunni, aðallega fyrir í- þróttastarf sitt, og svo að sjálfsögðu hefur hann veriö sæmdur heiðm’smerki K. R, sem er K. R.-stjaman. Um langt skeið var hann einn af mestu forvígismönn- um verzlunarmanna hér í bæ. Formað'ur í félagsskap þeiiTa' lengi. DREKAKYN Eftii Pear! Buck & & Á sunnudaginn kemur, sem er hinn raunvemlegi afmælis- dagur hans, halda vinir hans honum samsæti, og má gera ráö fyrir að þeir fjölménni þangað. í tilefni af afmæli Erlend- ai*, veröur sérstakt íþrótta- mót, og veit ég a'ð það er honum kærkomin afmælis- gjöf aö sjá unga menn í drengilegri keppni á þessum hátíöisdegi sínum. Heill þér Erlendur! Kaopendnr Réttar Þeir kaupendur Kéttar í Keykjavík- sem ennþá hafa ekki komið á afgreiðsluna og gert skil, eru hér með beðnir um að gera skil sem allra fyrst. Afgreiðslan hefur enga möguleika á að innheimta öðruvísi fyrir tímaritið. ÚTGEF. En Pansiao tók ekki eftir því. Heima, í norðvestanstorm- um að vetrarlagi, sló oft ofan í strompinn, svo eldhúsið fylltist af reyk'. Þannig hafði það ætíð verið, og vegna þess að fólkið vissi að vindar eru af himni sendir, gerði það sér enga rellu út af reyknum. Hún braut bréfið hægt saman þegar hún hafði lokið að lesa það, nákvæmlega í sömu brotin og það hafði verið í. Pappírin var þunnur og ónýtur en var svo sjaldgæf vara nú orðið að engum hefði komið til hugar að henda frá sér pappírsmiða. En það var ekkert smáræðis verk- efni sem þessi bréfmiði lagði henni á herðar. Hvernig á ég að finna konu handa bróður mínum, og það einmitt þessum bróður, hugsaði hún. Pansiao þekkti bræður sína og heimilisfólk betur en móðir hennar. Löngu dagana' er hún sat við vefstólinn, hafði hún ekki margt að hugsa um, og þegar munstrið var orðið eins og það átti að vera, hvað hafði hún þá að hugsa um annað en fólkið í kringum sig. Þessvegna hafði hún hugsað lengi um hvern einstakan af heimilisfólkinu, og.þó einkum bræður sína, því hún hafði alltaf harmað það, að hún skyldi ekki vera piltur. Snemma hafði henni orðið það ljóst, að meira að segja í húsi Ling Tans var hliðið opið sonunum en lokað dætrunum. Samt var hún komin hingað, leyst af hendingu styrjaldarinnar, og sú eina af fjölskyldunni sem dvaldi í frjálsa landinu, svo langt inni í landi að ekki einu sinni flugskip óvinanna komust þangað. Var nokkur sú stúlka meðal félaga henn- ar — að hún vildi afsala sér slíku frelsi? Hún stakk bréfinu í barm sér og snéri sér við. Tólf ; stúlkur sváfu ásamt henni í hellinum. Þær voru þar allar ; nú, því þetta var stundin er þær máttu nota eftir vild; | sumar lásu, aðrar spjölluðu, hlógu og skemmtu sér. En í hver þessara tólf gæti orðið kona yngsta bróður hennar? ; Sumar voru laglegar, aðrar ólaglegar, hugulsamar eða í hugsunarlausar, lágar og háar, en enga þeirra gat hún hugs ; að sér sem konu bróður síns. Samt þekkti hún þessar ! bezt af skólasystrum sínum, og hvernig átti hún að velja I úr hundruðum stúlkna sem hún þekkti aðeins í sjón úr ‘ kennslustundum, og matmálstímum ef hún gæti ekki : valið milli þessara? Það var erfitt verk sem faðir hennar : lagði henni á herðar. Gyðja! Hún hafði ekki séð neina : gyðju hér. I Hringing hljómaði um klettana, og þær stukku á fæt- j ur, æpandi og hlæjandi og hrindandi hver annarri, er þær : hlupu út úr hellinum eftir klettastíg inn í annan helli, » þar sem kennararnir biðu þeirra. Þær voru hundrað og ; tólf saman komnar. Engin voru sætin, svo þær sátu á gólf- » inu á mottum, eins og Búddaprestar nota er þeir biðjast ; fyrir til að forðast raka steingólfanna. Pansiao leit í hvert ; andlit og sá enga gyðju, og henni veitti erfitt að fylgjast ; með orðum kennaranna daginn þann. í Dögum saman hugsaði hún um þetta verkefni sitt, hvar i sem hún var og hvað sem hún var að starfa. Hún þorði $ ekki að skrifa og segja að hún gæti ekki hlýtt föður sín- £ um. Eftir miklar áhyggjur og efasemdir ákvað hún að það £ væri rangt að hugsa fyrst um stúlkuna, hún ætti fyrst £ að hugsa um bróður sinn. Rifja upp fyrir sér allt sem hún £ vissi um hann, og þegar hann væri orðinn lifandi fyrir £■ henni í minningunni-, ætlaði hún að athuga stúlkurnar á £ ný, og sjá hvort nokkur þeirra hæfði honum. \ Eftir þetta hugsaði hún alltaf um bróður sinn ef hún ; fékk næði, og stundum klukkutímum saman er hún sat | frammi fyrir kennurunum. Og hann stóð henni lifandi | fyrir hugskotssjónum, — hái granni drengurinn, með fagra | andlitið. Hún vissi ýmislegt um hann sem enginn annar | vissi, því hún var eina barnið yngra en hann, svo hann } hafði stundum látið bitna á henni smávegis hefndir og | grimmd þegar þau voru börn. Ef faðir hans ávítaði hann | fyrir eitthvað, og hann gat engu svarað, þá var henni viss- ara að verða ekki á vegi hans fyrst á eftir. því hann hafði g til að klípa hana og stríða henni. g Hvað hef ég gert þér? spurði hún grátandi, en hann g svaraði þá aldrei. £ Hann var barn þá, hugsaði hún nú og fyrirgaf honum. £ Og samt hugsaði hún: Hann má ekki eignast of meyrlynda £ konu, hún má ekki vera lík mér. Ekki vildi ég' eiga slíkan 'S mann. >££< w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.