Þjóðviljinn - 29.05.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.05.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. maí 1943 Þ JÓÐ VILJINN 3 mðmum Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Aígreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (I. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. „Sjá sýkn.er ég“ „Sýkn er ég af blóöi þessai réttláta manns“, sagði Píla- tus forðum, ekki hefur sagan dæmt hann of sælan þéirra orð’a. Sjá, sýkn er ég og minn flokkur af vandræðum hinna húsvilltu, segir Morgunblaðið í gær, varla verður flokkur- inn of sæll þeil’ra ummæla þegar fram líð'a stundh'. Morgunblaðið segir orðrétt: „Húsnæðiserfiðleikarnir verða mesta vandamál bæjarihs meðan stríðið stendur. Bær- inn hefur gert allt, sem í hans valdi hefur staðið, til aö draga úr erfiðleikunum- Á- sakanir í hans garð eru því algerlega ómaklegar“. Þáð má vera talsverð hugg- un þeim húsnæðislausu, aö heyra, að bærinn hafi gert allt, sem í hans valdi hefur staðið til að draga úr erfiö- leikunum. En ef þeir færu nú, þrátt fyrír þessa huggun, að spyi'ja hvað bærinn hafi gert, og ihver veit nemai einhverjum þeirra verði það á, hvernig skyldi Morgunblaðihu ganga að svara. Það er rétt að gera tilraun. Hér koma nokkrar spurning- ar: Morgunblaðið er vinsam- legast beöiö að svara þeim fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins, sem í bæjarstjóm hefur gert „allt“, sem í hans valdi stendur til að leysa húsnæð- isvandamálin. Hvað hefur bærinn gert til að greiða fyrir húsabygging- um einstaklinga sem ekki eru hærra settir í heimi fjármál- anna en að vera bjargálna- menn, en hafa þrátt fyrir það viljað koma sér upp þaki yfir höfuöiö ? Morgunblaðinu ætti að vera sérstök ánægja að svara þessari spumingu, einmitt á þessu sviði hljóta afrek Sjálf- stæðisflokksins fyrst og fremst að liggja, það er í svo dásamlegu samræmi við „hug sjónir“ „flokks allra stétta ' að hjápa einstaklingunum, og þá ekki sízt efnalausuum dugn aðarmönnum til aö eignast sína eigin íbúö. Morgunblaö- inu til hagræðis skal á það minnzt, að eina verulega sporið, sem stigið hefur verið til þess að gera efnalitlu fólki kleift að eignast íbúö eru lögin um verkamannabústaði. Framlög Sjálfstæðismanna til þessa máls var hatröm bar- átta gegn lögunum. Hvaðanæfa úr Evrópu ber- ast nú fréttirnar um hvernig alþýðan herðir enn barátt- una gegn fasismanum. Þrátt fyrir hrrngur, klæðaskort, lé- leg vopn og ægilegustu ógn- arstjórn í manna mihnum, þá er sífellt hert á baráttu hinna undirokuðu þjóða og stétta á meginlandi Evrópu. skemmdarstarfsemi og skæru- hernaður era ennþá algeng- ustu formin í þessari baráttu, nema í Júgóslavíu þar sem baráttan er á það háu stigi, aö skipulagðh' herir hafa stóra hluta landsins á valdi sínu. Nazistarnir herða ógnai’öld- ina aö sama skapi. Daglega fara fi'am aftökur 1 hinum' herteknu löndum vegnai skemmdai'veka, sem unnin eru- En frelsissinnar láta engan bilbug á sér finna. Ný- ir menn koma í stað píslar- vottanna, sem nazistamir myrða. Jafnvel í sjálfum þýzka hernum fer uppreisn- araldan að gera vart viö sig. Þýzkir sjóliöar sprengja upp þýzk skip í Oslófirði'. Fjölda- handtökui’ og fjöldaaftökur fara fram á Þjóðverjum líka. Afturhaldsseggir 1 flótta- mannastjórnunum í London, reyna aö draga úr uppreisn- aröldunni, þó merkilegt megi virðast á yfirborðinu, þótt það hinsvegar verði skiljan- legt í ljósi forsögunnar og stéttaátakanna. Pétur kon- ungur Serba skorar á Júgó- slava að hlýða Mihailovitsj og ,,bíða“ með! að berjast þangað til innrás verði gerð, m. ö. o., lofa Þjóðverjum að flytja nokkur herfylki bmi; frá Júgóslavíu til austurvíg- stöðv^nna — og leggja raun- verulega niöur þær vígstöðv- Ólafur Thórs gekk fram fyrir skjöldu. Hann sagði m. a. 1 þingræðu 1929: „En þó aö ég játi, að hér í bæ sé búiö í þeim íbúöum, sem ekki eru mannabústað- ir, er hitt s víst, að frv. þettai er vita gagnslaust. Niöurstað- an af slíkri löggjöf er al- menningi til skaöa. Frum- vai-pið er ekki aðeins vita gagnslaust, heldur beint skað legt og aðeins flutt til að sýnast“. AuðvitaÖ lét Magnús Jónsson ljós sitt skína við þetta sama tækifæri. Hann sagði meðal ananars: „Þaö er mest um vert aö hægt sé að byggja ódýrt, ég held að bezta ráðið að því marki' sé að gera engar ráö- stafanir“. Þaö er rétt að taka fram, að rás viðburöanna hefur orö- ið slík, að Sjálfstæðismenn hafa séð þann kost vænstan að látai af fjandskap við bygg ingarfélög verkamanna. Það hefur jafnvel vottaö fyrir því, síðan Stefáni Jóhanni tóksti aö stöðva byggingar félags Fasistarnir herða á ógnarstjórn sinni. Aftur- haldsseggirnir reyna að draga úr baráttu lýðs- ins. En alþýðan herðir sóknina í sífellu. ar, sem haldið hefur verið uppi í Júgóslavíu. — Fasist- arnir í pólsku stjóminni í London amast við skæruhóp- unum í Póllandi og hafa auðl- sjáanlega miklu meiri áhuga á aö tryggja sér vald til þess að kúga Ukrainubúa, Tékka, Hvit-Rússa og Litháa, en að frelsa pólsku þjóöina. En hvorki ógnir fasistannai né úrtölur afturhaldssamra höfðingja fá dregið úr upp- reisnarhreyfingunni. Alþýö- fan veit að frelsun hennar i verður að vera hennar eigið verk og hún er byrjuð að. vinna, það verk. Hér skal reynt að gefa dá- litlar hugmyndir um þessa baráttu með því a'ð birta stutta skýrslu um skæruhem- að í Póllandi eina viku og síðan nokkuö úr stríðstilkynn- ingum þjóðfrelsissveitanna í Júgóslavíu tvo daga. SKÆRUHERNAÐUR í PÓL- LANDI Skæraliðar settu tvær járn- brautarlestir út af sporanum á brautinni frá Kraká til Kattowitz. Meö báöum lest- um var veriö að flytja her- menn. Margir særöust og dóu. ■— Á brautinni Skawina— Osviencim var lest með þýzk- um hennöhnum í, sett út af sporinu. Margir dóu og særð- ust. í sólarhring stöövaöist umferðin. í Rudna Welkai var jámbrautarstöð eyðilögð. í Kalwari náði skærahópur, með aðstoð íbúanna nokkrum þess, sem Héðinn Valdimars- j son hefur veitt forastu frá , stofnun þess, og síðan Guö- i mundi I. sem afneitaði föð- ur sínum, tókst að gera út- borganir við íbúðasölurnar svo háai’ aö flestir verkamenn era útilokaðh* frá verka- mannabústöðunum, að Sjálf- stæðismenn sýndu þessu fyrir tæki velvild- Svo kemur önnur spuming til Morgunblaðsins. Túlkaði ekki Magnús Jóns- son stefnu S j álfstæðisf lokkr- ins þegar hann sagði, „að bezta í'áöiö væri að gera ekki neinar ráðstafanír“ til | að bæta úr húsnæðisþörf al- mennings? Og ef svo er, hef- ur þá flokkurinn breytt um stefnu síðan? Ef til vill finnst háttvirtum ritstjórum Morgunblaösins .ó- þarfi að vera að vitna í fjórtán ára gamlar þingræð- ur Sjálfstæðismanna, til að sýna stefnu flokksins í hús- næöismálunum, og það er rétt að fallast á að slíkt er frem- ur sögulegur fróðleikur, en upplýsingar um líðandi stund. Við skulum því færa okkur j ámbrautarvögnum, hlöðn- um matvælum, á sitt vald og úthlutaði þeim á meðal íbú- anna. í einum vagninum voru skotfæri, sem komu skæraliðunum í góðar þarfir. í Rszezow og Radom voru á einni nóttu drepnir 15 lög- regluþjónar og 20 leynilög- reglumenn („Gestapo“-menn). í Dombrova-héraðinu og í Slesíu tók leynilögreglan 5000 manns fasta. Yfirvöldin skoruðu á þorpsbúa aö fara til Þýzkalands til vinnu. Þeg- ar þessi boö komu lögðust flestii’ ungir menn út, eða fóra huldu höfði. Víða brenndi lögreglan búgaröa foreldra þeirrai æskumanna, er horfiö höfðu. Var mönn- um bannáð, að viðlagðri dauðarefsingu aö skjóta skjólshúsi yfir þá, sem þann- ig höfðu misst heimili sín. FRELSISSTRÍÐIÐ í JÚGÓ- SLAVÍU Útvarpið ,Frjáls Jugoslavia* sendir daglega tilkynningar æðstu herstjórnar skæru- og sjálfboöaliössveita Jugóslavíu. Hér fara útdrættir úr þeim tilkynningum tvo daga, 25 marz og 1. apríl. 25. marz. Bosníu-deild þjóöfrelsishers- ins heldur áfram sókn eftir að hafa tekið borgina Petro- vaz og Druar og frelsa Grach- owo-borg úr höndum óvin- anna. Nokkrar deildir berjast hjá borgunum Bihae (Bihatsj) og hjá Glamoc. Barizt er og til nútímans og spyrja þetta virðulega blað: Túlkar ekki Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri skoðan- ir Sjálfstæöisflokksins þegar hann heldur því fram að byggingamálin séu bænum ó- viðkomandi? Yfirlýsingu um þetta hefur Bjarni margsinnis gefið. Allra síð'ast ein vinsamleg tilmæli til Morgunblaðsins: Úr því að bærinn hefur gerfc allt sem í hans valdi stendur til áð leysa húsnæð- ismálin, vill þá Morgunblaö- j ið segja frá einhverju af af- | reksverkum hans, það gæti i hugsast aði hugkvæmum ■ mönnum dytti eitthvað í hug sem bærínn gæti gert til við- , bótar öllu því sem þegar er gert, og auðvitað verða hinir miklu áhugamenn Sjálfstæð- 'l isflokksins alls hugar fegnir, ; ef þeim er bent á leiðir til | að vinna. fyrir þá húsnæðis- i lausu, en þeir eiu með þeim I ósköpum gerðir að þeir meta , meira raunhæfar aðgerðir en yfirlýsingar um sýknun vald- hafanna. við' Neretva-ána. Síðustu dag- ana var þjóðfrelsishermn og sigursæll í viðureignum í Herregovinu og hrakti ítali úr stöðvum þar. 300 fjand- menn féllu, en 118 vora tekn- ir til fanga. Hermenn vorir náðu 35 vélbyssum, 302 burð- arhestum, klyfjuðum hergögn- um, og miklu af skotfærum, ennfremur 20 sprengjuköstur- um. í þessum orustum barð- izt 5. Svartfjallaherdeildin af mikilli hreysti, hrakti 3000 fjandmannaherdeild á flótta, tók 15 sprengjukastara og 20 vélbyssur, og brauzt fram að borginni Nevesine. 30. og 31. mai'z tóku her- deildir þjóðfrelsishersins þess- ar borgir: Nevesihe í Herzego- vinu og Glamoc (Glamotsch) og vöröu borgina Gracatsch á járnbrautinni frá Zagreb (Agram) til Split (Spefceto) gegn öllum árásum innrásar- hersins. 1. apríl segir tilkynningin frá áframhaldi á sókn í' Herze- govinu og Austur-Bosníu, harðir bardagar við Drina- fljótið allt að borginni Foca, á landamærum Montenegro. Viö Mostar berjast og deildir þjóðfrelsishersins við ítali og svikara, sem gengiö hafa í lið með þeim. í Kraina (í Bosníu) eru herdeildir vorar að hreinsa burt Þjóðverja og Ustascha. Barizt er við Una-fljót. í Króa- tíu réðust deildir vorar á ó- vini'na í þoi’pinu Zyma Vlast í Lika, 40 hermenn og tveir liðsforingjar voru drepnir, 180 teknir til fanga, 12 vélbyssur, 4 sprengjukastarar og 157 byssur teknar herfangi. Millíþfngaticfsid í sfeatfafnálum í samræmi við samþykkt síðasta Alþingis, hefur ríkis- stjórnin nú skipáð milliþinga- nefnd í skattamálum. í nefndina voru skipaðir: Pétur Magnússon, formað- ur, tilnefndur af ríkisstjórn. Hinir fjórir nefndarmenn- irnir tilnefndir af flokkunum. Áki Jakobsson, Guðm. í. Guðmundsson, Skúli Guð- mundsson, Gunnar Viðar. Ekkert hefur enn heyrzt um skipun ríkisstjómai'innar á tveimur mönnum í mjólkur- sölunefndina. Gcrizt áskrifendur Þjóðviljans!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.