Þjóðviljinn - 01.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.06.1943, Blaðsíða 1
JÓÐVIUINH 8. árgangur. Þriðjudagur 1. júní 1943 121. tölublað. RAUSNARLEGAR GJAFIR Á aðalfundi sínum, sem haldinn var fyrir sköramu, samþykkti Kaupfélag verka- manna í Vestmannaeyjum að gefa 2500 kr. til sovétsöfnun- arinnar og 2500 kr. til Nor- egssöfnunar Rithöfundafé- lagsins. de Gaulle 09 6ipaud einhuoa Sameígínleg sijórnarneftid tnyndud í Alsír, Frönsku herskipín í Alexandría munu berjasf með Bandamönnum Fyrsti fundur hinnar nýju stjórnarnefndar var haldinn í Alsír í gær, og virðist sem náðst hafi með myndun hennar ein- ing þeirra Frakka, er berjast utan Frakklands með Bandamönn- um. í nefndinni eiga sæti hershöfðingjarnir de Gaulle, Giraud og Georges, og er sá síðastnefndi nýkominn frá Frakklandi. Auk þeirra eiga sæti í nefndinni Masilier, fyrrverandi sendi- herra Frakka í Tyrklandi, André Philippe prófessor og Jean Monet. Nefndin mun sjálf kjósa þrjá nefndarmenn í viðbót. Ákveð- ið hefur verið, að de Gaulle og Giraud hafi forsæti hennar til skiptis. Tilkynnt var í gær, að f ranska flotadeildin er legið hefur í Al- exandria í Egiftalandi síðan í iúní 1940, hafi gengið í lið með Bandamönnum. I flotadeild þessari eru níu herskip, eitt orustuskip, 3 stór beitiskip og eitt lítið, 3 tundur- spillar og einn kafbátur. Skipin voru afvopnuð með samkomu- lagi við franska flotaforingjann er stjórnaði henni. Ákvörðunin um að ganga í lið með Banda- mönnum er tekin að undan- gengnum samningum milli Gir auds hershöfðingja og flotafor- ingjans. Breufiíig i sllira MjúlhuFsamsiilonnap Jteykjavíkurbær þarf að eiga mjólkurhreinsunarstöðina Það hefur undrað menn nokkuð, hve lengi hefur dregizt, að rikisstjórnin útnefndi menn af sinni hálfu í stjórn Mjólkur- samsölunnar. Hafa kunnugir getið þess til, að dráttur þessi myndi stafa af því, að neytendur höfðu nú eignazt tvo góða fulltrúa í stjórn þessari, þá Sigurð Guðnason kosinn af bæjar- stjórn Reykjavíkur, og Jón Brynjólfsson kosinn af Alþýðusam- bandinu, og Framsókn myndi þykja óþægilegt, að slíkir fulltrúar hefðu nokkuð með rekstur samsölunnar að gera og vildi því fá þetta stjórnarfyrirkomúlag afnumið. En það var eingöngu hægt með því að koma á því stjórnarfyrirkomulagi, sem mjólkur- sölulögin gerðu ráð fyrir að ætti að verða endanlegt: samstarf samlaga bændanna um söluna. Núverandi skipulag var samkv. lögunum bráðabirgðaskipulag, er afnema skyldi, þegar samstarf kæmist á milli samlaganna. Hefur Framsókn nú auðsjáanlega sett allt í gang, til þess að koma þessari breytingu á. Árangur- inn sést af eftirfarandi frétt, sem borizt hefur frá atvinnumála- ráðuneytinu: Fyrir nokkru síðan kallaði atvinnumálaráðherra á sinn fund nokkra menn af mjólk- urverðlagssvæði Reykjavíkur til viðræðna um mjólkursöl- una í Reykjavík. Síðan skrifaði ráðuneytiö stjórnum Mjólkursamlags Kjalaimesþings, Mjólkurbúi j Flóamanna og Mjólkursamlagi | Borgfirðinga, bréf, þar sem l þess er óskaö, að fulltrúar fi*á | þessum aðilum mættu hjá at- vinnumálaráðheiTa 15. maí til þess að ræöa um rekstur mjólkurstöðvarinnar í Reykjai- vík. Á þessum fundi hvatti atvinnumálaráðherra til þess, að mjólkurframleiðendur tækju stjórn Mjólkursamsöl- unnar í sínar hendur, eins og ráð er fyrir gert í lögum um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl. frá 1935. Að afstöðnum þessum fundi varð málið rætt á 'fulltrúaráðsfund- um í 'félagsdeildum sem að mjólkursamsölunni standa og voru þar kosnir fulltrúar til að mæta á fundi, er haldinn var s. 1. laugardag 29. þ. m, Atvinnumálaráðherra setti þennan fund. Hvatti hann bændur á verðlagssvæði Reykjavíkur og. Hafnarfjarðar til þess að þeir mynduðu með sér félagsskaip um stjóm Mjólkursamsölunnar. Þannig Framhald á 4. síðu. Uppreisnarhreyfing- in a Balkan magnast Tveir háttsettir búlgarskir embættismenn hafa verið skotn ir á götu í' Sofia, og voru þeir báðir þekktir sem auðsveip verk færi þýzkra nazista. Undanfarnar vikur hafa 6000 Búlgarar verið handteknir fyrir andúð gegn Þjóðverjum og hjálp við júgóslavneska skæru- hermenn. Þjóðverjar hafa hvað eftir annað tilkynnt að þeir hafi „út- rýmt" skæruflokkunum í Júgó slavíu. Það þykir því athyglis- vert, að í gær viðurkenndi þýzk ur útvarpsfyrirlesari að enn berðust 30 þúsund menn í júgó- slavnesku skæruflokkunum. Grískir skæruflokkar hafa ráðizt á borgina Kastoria og 4 bæi í Þessalíu og tekið marga ítalska hermenn höndum. Skæruflokkar Grikkjar berjast víða með rússneskum stríðs- föngum, sem tekizt hefur^að flýja úr fangabúðum þar í landi. Brezlia liodlisla- 09 opnuOídag Brezka myndlista- og bókasýn ingin verður opnuð í dag í Listamannaskálanum kl. 3,30 fyrir gesti og nokkru síðar fyr- ir almenning. Ræður flytja þeir Steegman listmálari, sem talar um mynd irnar, og Sigurður Nordal pró- fessor, sem talar um bækurnar. Á sýningunni verða um 100 listmyndir og ljósmyndir frá ýmsum stöðum í Englandi. Á bókasýningunni verða 500 bækur um margvísleg efni I sambandi við sýninguna flyt ur Steegman nokkra fyrirlestra um myndlist. Verður fyrsti fyr- irlesturinn fluttur í Háskólan- um á morgun 2. júní. Brynjólfur Bjarnason. ^Samníngarnir um vínsfrí sffórn" I dag kemur íS greinargerð Sósfalistaf lokksins fyrir þeim rituð af Brynjólfi Bjarnasyni Þar er flett vægðarlaust ofan af því hvers vegna Framsókn vill ekki rðttæka umbðtastjðrn ðg allri tramkomu hennar i bessum málum. í dag kemur út bæklingur, sem vekja mun athygli allra, sem fylgjast vilja með í stjórnmálum íslands. Hann heitir „Samningarnir um vinstri stjórn. Hvers vegna vildi Framsókn ekki róttæka umbótastjórn?" Hefur Brynjólfur Bjarnason skrif- að bæklinginn og birtir þar jafnframt þau skjöl, sem á milli flokkanna hafa farið í þessum sammngum. Eins og kunnugt er ritaði Eysteinn Jónsson fyrir nokkru síðan bækling, sem sendur var út ókeypis með Tímanum, og var tilgangurinn með ritsmíð þeirri auðsjáanlega sá að reyna að villa — einkum sveitafólk — um það hvernig framkcma Framsóknar. hefði veriö' í þessum samningum. Var ritsmíð sú, sem vænta mátti, full áf hverskyns blekk- i'ngum, ósannindum og jafn- vel fölsunum, svo sem málstað þeim hæfði, er verja skyldi. Bryniólfur rekur nú í bækl- ing þeim, sem út kemur í dag, aödraganda samninganna hvernig þeir gengu og leggur plöggin á borðið, líka 'þau, sem Eysteinn stakk undir stól og vildi fela, meö fölsunum, ef ekki væri hægt óðruvísi. Er bæklingurinn ágætlega ritaö- ur, fjörugur og skemmtilegur og óspar á napurt háðið, þeg- ar verið er að taka fyrir fram- komu Framsóknar og frásögn Eysteins af henni. Það er hin brýnasta nauð- syn að hver ¦ ei'nasti alþýöu- ma£ur og kona kynni sér inni- hald þessai bæklings vel. Hér er um þeirra mikilvægasta mál að ræða: Hvernig á að stjórna landinu, — í þágxi fölksins og í samráði við sam- Framh. á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.