Þjóðviljinn - 02.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.06.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Miðvikudagur 2. júní 1943. 122. tölublað. inoin uap opnufl I oæp Hán verður opín fíl 11, þ, m. Sfeeg** man ííytur fyrsfa fyrírfesfur sínn í Hásbófanum í fevöld Brezka listmynda og bókasýningin var opnuð í gær að við- stöddu miklu f jölmenni. Meðal gestanna var Sveinn Björnsson ríkisstjóri. Dr. Cyril Jackson ávarpaði gestina, því næst fluttu ræður þeir Sigurður prófessor Nordal og John Steegman listmálari. Steegman flytur fyrsta fyrirlestur sinn um myndlist í kvöld kl. 8,30 í Háskólanum. Á sýningunni eru samtals 95 listmyndir. Bókunum er skipt í eftirfar- andi flokka: Heimspeki, lækn- isfræöi, lögfræði, guöfræði, England og Englendingar, „Discussions Books" — krit- iskar umræður um stjórnmál og þjóðfélagsmál, ódýrar út- gáfur merkilegra bóka; bók- menntir — skáldsögur ritgerð- ir o. fl. og styrjaldarbækur. Nordal hóf ræðu sína á þvi að láta í ljósi hryggð sína yfir því aö skáldið T. S. Elíot hefði eigi getað komið og flutt ræðu við þetta tækifæri, eins og til hefði verið ætlazt. Blöð- in hér heima hefðu kallað hann ,,hið mika skáld Eng- lendinga" og við það væri að- eins eitt að athuga: að Eliot væri Bandaríkjamaður að ætt og uppeldi, en hefði nú setzt aö í Bretlandi og teldi sig algerlega til heimilis þar. „Þessu lík hafa verið örlög allra þeirra, sem hafa borið sigur af hólmi á þessu merki- Jega eylandi síðustu fimmtán aldir. Þótt þeir hafi komið þangað meö herskildi, unnið orustur, náð yfirráðum, hefur landið heillað þá og orðið þeim yfirsterkara, þeir hafa ílenzt þar og orðið brezkari en Bretar sjálfir". Þá vék hann að því, að „sú trú væri innrætt hverjum Breta í dýpsta hugskoti hans, að þjóð hans sé ósigrandi". „Engri þjóð væri torveldara að lýsa í fáum dráttum en Bretum, svo márgvíslegar rætur, sem að þeim standa og fjölbreytt örlög sem þeir haf a drýgt. Þeir virðast allra þjóða seinþreyttastir tii vandræða, og samt nær drottin- vald þeirra víðar um heim en nokkurrar annarrar. Þeir eru í senn manna heimaelskastir og víðförlastir. Þeir geta sleppt öll- um valdatökum á samveldisþjóð um sínum og tengt þær um leið við sig ósýnilegum böndum, sem eru sterkari en járnviðjar. Þeim er tamt að henda gaman að sjálf- um sér, og eru samt óhagganleg- ir í metnaði sínum. Þeir láta margt ganga á tréfótum, finna að því sjálfir, gera lítið úr sigr- um sínum, en mikið úr ósigrum, og samt er trú þeirra á mátt sinn óbifandi, og þeim verður að henni. Þeir virðast hafa hugann fastan við jarðneska muni, vera tortryggnir á andlegar hamfarir og mjög gáfaða menn. En samt leikur ekki á tveim tungum, að engin önnur þjóð frá dögum Forn-Grikkja hefur alið fleiri stórbrotna snillinga og hug- kvæmnari andlega brautryðj- endur. Hvert stórveldi Norður- álfunnar eftir annað hefur liðið undir lok af þeirri orsök einni, að leiðtogar þeirra hafa ekki botnað í andstæðunum í fari Breta, hafa ekki skilið hugsjóna- magnið undir kufli hversdags- leikans, samhug þessara sundur- leitu einstaklinga, samtakamátt- inn í andstæðunum. Hefur nokk- ur lýst þessu betur í stuttu máli én Einar Benediktsson: Þegar býður þjóðar sómi, þá á Bretland eina sál. Þeir Filippus II., Loðvík XIV., Napóleon mikli, Adolf Hitler og Benito Mussolini haf a komizt að því keyptu að skilja ekki sál Bretlands. Þessi litla sýning bóka og lista- verka hér í skálanum kemur frá þjóð, sem berst fyrir lífi sínu og tilveru, öilu því, sem henni er dýrmætt og heilagt, — sem stóð heilt ár alein uppi gegn ægilegasta herveldi, sem sögur fara af, þybbaðist við í öllum þrautum með furðulega og nærri því fjarstæða trú á mátt sinn og málstað. Nú eru horfurn- ar að vísu breyttar, en enginn getur fullyrt hver 'leikslok verða, og að minnsta kosti má búast við því, að harðasta hríð- in sé eftir.-Þér munuð sjá, að bækurnar, sern hér eru sýndar, eru engin munaðarvara að ytra útliti. Þær eru frá landi, þar sem nú verður að spara allt, efni og vinnu, fólkið neitar sér um hvers konar óhóf og jafnvel flest þægindi. En andi þeirra er Framh. á 4. síðu 25 þýzkar flugvélar eyðilagðar á flugvellinum í Foggía Engiim dagur líður svo, að Bandamenn geri ekki loftárásir frá Norður-Afríku á helztu stöðvar fasistaherjanna á ítölsku eyj- unum og meginlandi Italíu. Aðalárásin í gær var gerð á flughöfnina í Foggía, á Suðaust- ur-ltalíu, og voru 25 þýzkar flugvélar eyðilagðar á flugvellinum. Loftárásir voru einnig gerðar á samgönguleiðir á Sardiníu og á Pantellaria, en á þá ey hafa árásir verið gerðar daglega í 20 daga. í öllum árásum síðastliðinn sólarhring misstu Bandamenn aöeins tvær flugvélar, en fjór- ar þýzkar flugvélar voru skotn ar. niður í loftbardögum yfir ítalíu. Brezkar flugvélar gerðu í Kípverjar hefja gagn- sókn á Jangtsevíg- stöðvunum Kínverski herinn hefur haf- ið gagnsókn á Jangtsevígstöðv unum, og hrakið til baka fimm japönsk herfylki, er reynt höfðu að sækja fram í átt til Sjúnking, og komizt vestur fyrir Itsjang. 1 japönskum fregnum er viðurkennt, að kínverski her- inn njóti stuðnings banda- rískra flugvéla í gagnsókn sinni, og hafi þær gert harð- ar árásir á þrjár helztu hern- aðarstöðvar Japana á Jang- tseví gstöðvunum. Glímukóngur varð GuðmundurAgústs- son, UNF Vðku Hann fékk einnig fegnrð- ar giímuverðlaunin. íslandsglíman var háð í gær- kveldi. Úrslit urðu þau, að glímukonungur varð Guðmund- ur Agústsson, UMF Vöku, fékk hann 11 vinninga. Kristmundur Sigurðsson, KR, hlaut 9 vinninga; Jóhannes Ólafsson, Á, 9; Ragnar Kr. Sigur jónsson, KR,8; Andrés Guðna- son, Á, 7; Davíð Guðmundsson, UMF Drengur, 6; Sigurður Hall björnsson, Á, 6; Haraldur Guð- mundsson, KR, 5; Loftur Kristj- ánssón, UMF Biskupstungna, 4; Þorkell Þorkelsson, KR, 2; Rögn valdur Gunnlaugsson, KR, 1; Vilhjálmur Kristjánsson, Á. 0. gær árásir á herstöðvar Þjóð- verja í Norður-Frakklandi og réðust á skip við Holland. Bandarískir kolanámu- menn í verkfalli Kolanámuverkamenn í Bandaríkjunum hófu verkfall að nýju í gærmorgun, þar sem ekki hafði náðzt samkomu lag milll námumannasam- bandsins og kolanámueigend- anna. Framhald á 4. síðu. Sovéfsöínutííní nils liala nð safnazt 130 HOs. 955,98 Rp Söfnunin til styrktar Rauðakrossi Sovétríkjanna nem- ur nú samtals 130 þús. 955,98 kr. Á eftirtöldum stöðum hafa safnazt þessar upphæðir: Reykjavík ................ 78 337,13 kr. Vestmannaeyjar .......... 14 300,00 — Akureyri ................ 12 000,00 — Siglufjörður .............. 4 000,00 — Borgames ................ 3 000,00 — ísafjörður ................ 2 700,00 — Sauðárkrókur ......'...... 1319,00 — Glæsibæjarhreppur ...... 1157,00 — Neskaupstaður .......... 1101,00 .— Akranes.................. 1000,00 — Seyöisfjörður.........___ 945,00 — Hólmavík................ 727,00 — Húsavík ......';........... 700,00 — Eskif jöröur .............. 665,00 — Raufarhöfn .............. 660,00 — Svalbarðsströnd .......... 630,00 — Reyðarfjörður ............ 555,00 — Innri-Njarðvík ............ 550,00 — Bolungarvík .............. 503,00 — Hraunhr. og Álfta- neshr. Mýrum............ 502,50 — Djúpivogur.............. 501,65 — Suðureyri ................ 500,00 — Bæjarhr. Strandas. ...... 480,00 — Hveragerði .............. 450,00 — Eyrarbakki' .............. 424,00 — Mýrahr. A-Skaft........... 410,00 — Kvenfél. Sigurvon Þykkvabæ ................ 330,00 — Fáskrúðsfjörður ___'...... 325,00 — Kvenfél. Kirkjub.hr. V-Skaftafellss............. 300,00 — Nesjahr. A-Skaft .......... 230,00 — Selárdalur Arnarfirði...... 230,00 — Ólafsfjörður .............. 210,00 — Jökuldalur N-Múl......... 200,00 — Vopnafjórður ............ 208,70 — Hvanneyri ....".......... 213,00 — Tálknafj. Barðastr....... 175,00 — Tunguhr. N-Múl. . .•...... 152,00 — Grindavík ................ 115,00 — Suðurþingeyjarsýsla ...... 100,00 — Súöavík, frá Halldóri Guðmundssyni og Júlíusi' Helgasyni ........ 50,00 — . »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.