Þjóðviljinn - 02.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.06.1943, Blaðsíða 2
2 pjóÐvxjlJijnw Miövikudagur 2. júní 1943. Frá Sumardvalarneínd. Börnin, sém ráðstafað hefur verið í Reykholt, mæti við Miðbæjarskólann FÖSTUDAGINN 4. júní kl. 8,30 árdegis. Farangri bamanna þarf að skila í Miðbæjarskólann DAG- INN ÁÐUR, fimmtudag 3. júní kl. 1—3 síðdegis. SUMARDV ALARNEFND. TILKYNNING Frá og með 1. júní og þar tii öðru vísi verður ákveðið, verður leigugjald fyrir vömbíla í innanbæjarakstri sem hér segir: Dagvinna ............................. kr. 13,83 með vélsturtum ........................ — 18,17 Eftirvinna ............................. — 16,94 með vélsturtum ........................ — 21,28 Nætur og helgid'aga..................... — 20,05 með vélsturtum ........................ — 24,39 Vörubílasföðín Þróftur Vesturbær Unglinga vantar til að bera Þjóðviijann til kaupenda í tveim- ur hverfum í Vesturbænum. Talið við afgreiðsluna. AFGREIÐSLAN, Austurstræti 12, sími 2184. cBœjat'póphM'itpn VOOOOOOOOOOOOOXKX DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnárstræti 1 6. ooooooooooooooooo Gabardine KVENRYKFRAKKAR Nýtt snið Ný falleg efni Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Á örlagatímum „Alþýðuhreyfing Norðurlanda á örlagatímum“ heitir greinaflokkur- inn, sem Stefán Jóhann Stefánsson hefur verið að birta í Alþýðublaðinu síðustu dagana. Tilgangurinn með greinum þessum er að sýna fram á ágæti stjómmálaflokka þeirra, sem Stefán í öllu lítillæti kallar Alþýðu- flokka, ef verða mætti til þess, að eitthvað ■ af bjarmanum af þeirra dýrð félli á flokkinn hans Stefáns hérna heima á íslandi. Það er sagt að örlögin séu kald- hæðin, en vissulega er þó Stefán Jóhann kaldhæðnari. Að skrifa lof- grein um Alþýðuflokka Norðurlanda á „örlagatímum“, með viðburði síð- ustu ára, mánuða og daga í baksýn, það er meiri kaldhæðni en góðu hófi gegnir. Það eru skiljanleg mistök, sem hent hafa Alþýðuflokka Norður- landanna á síðustu árum, að van- rækja hervæðingu þjóðanna, jafnt verklega sem andlega, gegn nazism- anum, en það eru engu að síður hörmuleg mistök. Hefðu samskonar mistök hent aðrar frelsisunnandi þjóðir, eins og t. d. sovétþjóðimar, væri nazisminn nú öllu ráðandi í heimi hér, . og von alþýðunnar um frelsi, lýðræði og sósíalisma á næstu öldum fokin út í veður og vind. Svo kom stríðið. Blekkingarnar fuku í fárviðrum þess. Staðreyndirn ar mættu alþýðuhreyfingu Norður- landa. Þær komu ekki sveipaðar í silkislæður samkvæmisræðna, — nei, — þær komu eins og raunsæir menn sáu þær fyrir, með stál og blý Kapítalisminn í Mið-Evrópu var kominn á lokastigið, hann var að hefja úrslitaátökin, um líf eða dauða var barizt, hann, eða frelsi og lýð- ræði, sem hlaut að leiða til sósíal- isma, annaðhvort varð að falla. Hin óraunsæja „samkvæmispóli- tík“ Alþýðuflokkanna á Norður- iöndum hafði óafvitandi gert sitt til að draga lokur frá hurðum lýðræð- isþjóðanna, herskarar nazismans komu að ólæstum hurðum á Norð- urlöndum. Það er mannlegt að skjátlast. Al- þýðuflokkunum á Norðurlöndum hafði skjátlazt, en stríðið gaf þeim tækifæri til að bæta fyrir fyrri yf- irsjónir. Norðmenn notuðu tækifær- ið. Þeir mættu árás nazistanna með slíkum myndarskap, að í minnum mun haft meðan saga er skráð. Norsk alþýðuhreyfing, og norska þjóðin mætti atburðum stríðsins eins og henni bar. Foringjar Alþýðuflokks- ins, sem Stefán Jóhann kallar svo, tóku drengilegan og myndarlegan þátt í hetjubaráttu þjóðarinnar, þeir reyndust margir fúsir til að fóma öllu fyrir málstað frelsisins. En meðan hinir norsku leiðtogar alþýðusamtpkanna heyja hetjubar- áttu, stritast foringi danska Alþýðu- flokksins við að brugga „alþýðuöl“ foringi hinna sænsku á það heitast áhugamál að komast hjá að móðga Hitler, jafnvel herflutningar nazista um Svíþjóð til Noregs eru leyfðir til að þjóna því marki, og foringi finnska Alþýðuflokksins berst sem hetja við hlið Hitlers — þannig er myndin af alþýðuhreyfingu Norður- landa á örlagatímum — það er ömur- leg mynd. Hefur aiþýðuölgerðin talað við alþýðubrauðgerðina? Það virðast komnar einhverjar vöflur á Alþýðublaðið í sjálfstæðis- málinu. Það lítur helzt svo út sem blaðið hallist að hinni dönsku skoð- un, að rétt sé að láta endanleg sam- bandsslit milli íslands og Danmerk- ur bíða, unz hægt sé að tala við Dani. Eins og kunnugt er fékk flokkur Aiþýðubrauðgerðarinnar á ísiandi formann danska Alþýðuflokksins og framkvæmdastjóra Alþýðuölgerðar- innar Stjarnan, herra Hedtoft Han- sen, á sínum tíma til að leggja línu fyrir pólitík flokksins. Herra Hansen framkvæmdaátjói'i alþýðuölgerðarinnar flutti við það tækifæri ræðu á Arnarhóli og bað flolck Alþýðubrauðgerðarinnar þess lengstra orða að forðast allt sam- neyti við kommúnista, en ástunda „norræna samvinnu". Skyldi alþýðuölgerðin hafa talað við alþýðubrauðgerðina um sam- bandsmálið? Rödd þungbærrar reynslu Alþýðublaðið gerir sér að vonum tíðrætt um Komintern og deildir þess. Hvað annað, ritstjóri blaðsins var um langt skeið aðaláróðursmað- ur Komintern á íslandi. Síðasta grein ritstjórans, herra Stefáns Pét- urssonar, kommúnista af gamla skól anum um þetta efni, endar á þessum orðum: „Þannig lítur nú upplausn alþjóða sambands kommúnista — Komin- tern — út á Englandi. Hvaða myndir hún kann að taka á sig annars stað- ar er enn ekki séð. En rétt er að vera við ýmsu búinn. Pestarsýklamir eru enn víða að verki, þótt vera megi, að aðalsmitstaðurinn hafi nú verið gerður óskaðlegur, en að vísu er einnig rétt að taka öllum fullyrðing- um um það með varúð“. Já, það er satt, Stefán er enn að verki, og pestin magnast óðum í Al- þýðuflokknum. Það er þungbær reynsla, sem Alþýðuflokkurinn hef- ur af pestarsýklunum frá Komin- tern. Þau ættu að spara vinnu- aflið. Það væri þó nokkur sparnaður á vínnuafli, ef Alþýðublaðið og Morg unblaðið kæmu sér saman um að hafa bara einn mann við að þýða út- varpsáróður Göbbels út af upplausn Komintern. Svo gætu blöðin sparað sér að láta setja greinar þessar nema einu sinni, þau gætu látið blý- ið ganga milli prentsmiðjanna. Al- þýðublaðið gæti birt greinar Morg- unblaðsins frá deginum í dag á morg un, og Morgunblaðið greinar Alþýðu blaðsins frá deginum í dag á morg- un. Blöðin ættu að athuga þetta fyrir- komulag í fullri alvöru, það er leið- inlegt að vera að eyða vinnuafli tii ónýtis. AtJGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Tilfeynning frá Máií og mcnníngu: HANNKTNSSAOA, fyrsta bindi, samið afÁSGEIRI HJARTARSYNI, sagn- fræðingi, kemur til afgreiðslu á morgun. Mál og menning hefur allmörg ár haft í undirbúningi útgáfu MANN- KYNSSÖGU, alþýðlegrar fræðibókar, þar sem áherzla væri Iögð á þróun atvinnuhátta og menningar. Fól félagið tveim ungum sagnfræðingum, Ásgeiri Hjartarsyni og Sverri Kristjánssyni,. að skipuleggja verkið og semja a. m. k. nokkum hluta þess. Verður það í sex bindum, 15—20 ark- ir hvert í Skímisbroti, og kemur eitt bindi á ári. Nú er fyrsta bindið, eftir Ásgeir Hjartarson, komið út, og er rúmar 18 arkir (294 bls.) að stærð, skreytt nærri 80 myndum. Nær það yfir fom- öldina, Austurlönd og Grikkland fram til ca. 300 f. Kr. Ásgeir Hjartarson hefur Ieyst þetta fyrsta ritstarf sitt með afbrigðum vel af hendi. Glögg yfírsýn, næmt auga fyrir aðalatriðum, einföld fram- setning, skýrt og hreint málfar gerir hókina mjög skemmtilega aflestrar og hverjum manni aðgengilega. Lausasöluverð bókarinnar er 36 kr. ób. og 50 kr. í shirting. MÁL OG MENNING Laugavegi 19. — Simi5055 íslenzk reynsla Það er lýðum ljóst, að í barátt- unni gegn róttækum sósialistum, hefur því verið beitt að núa þeim því um nasir að þeir væru í alþjóða sambandi, sem hefði náin tengsl við stjórn hinna sósíalistískú stórvelda, Sovétríkjanna. Svo heimskulegur, sem þessi áróður er í sjálfu sér, hef- ur hann þó verið áhrifaríkur og með honum hefur furðu vel tekizt að næra sundrungaröflin innan verka- lýðshreyfingarinnar og innan raða sósíalistaflokkanna. Þetta varð íslenzkum sósíalistum. ljóst fyrir nokkrum árum, bæði þeim, sem voru í Kommúnistaflokkn um og hinum róttæku sósíalistum í Alþýðuflokknum. Þá var Kommún- istaflokkur íslands lagður niður og Sósíalistaflokkurinn, sem ekki er í neinu alþjóðasambandi, stofnaður. Árangurinn er meðal annars sá, að fullkomin eining er nú komin á inn- an verklýðssamtakanna og fylgi og áhrif sósíalista hafa margfaldazt. Það er fyllsta ástæða til að vona, að upplausn Komintern hafi álíka á- hrif í þá átt að efla áhrif sósíalism- ans og einingu verkalýðshreyfingar- innar meðal allra hinna sameinuðu þjóða, eins og upplausn Kommúnista flokksins á sínum tíma hafði hér á íslandi. Þetta er JMorgunblaðinu vel ljóst, þessvegna þýðir það nú Göbbelsá- róðurinn út af upplausn Komintem, og þessvegna slettir það nú brauð- hnefum sínum með ennþá fjálgari til- burðum í áttina til Sósíalistaflokks- ins en nokkru sinni fyrr. Allt er þetta eðlilegt hvað Morgun blaðið snertir, bað er útgefið til þess að viðhalda misrétti, ofbeldi og kúg- un í þjóðfélaginu. Hlutverk þess er að viðhalda og efla þjóðskipulag kreppna og stríða, til þess að nokkr- ir auðmenn geti haldið áfram að græða á kostnað fjöldans. Þetta tr hið göfuga hlutverk Morgunblaðs- ins, og allir þessir tilburðir eru í fullu samræmi við hlutverkið. Þetta er líka eðlilegt með Alþýðu blaðið, því það er aumingi, sem stjómar því. En hvað segja hinir fáu fylgismenn Alþýðuflokksins? Þeir eru áreiðanlega flestir þeirrar skoð- unar, að bezt væri rúmi Alþýðubl. varið til að sýna, að Alþýðuflokkur- inn er búipn að vinna sitt' sögulega hlutverk, og ætti því að safnast til feðra sinna, svo eining íslenzkra sós- íalista geti orðið eins fullkomin og: I eining verklýðssamtakanna. Valur varð Reykja- víkurmeistari í II. flokk Knattspyrnumóti II. flokks er nú lokio og' vann Valur þaö í jafntefli viö Fram, þar sem Fram gerði jafntefli viö K. R. Liðin voru nokkuö jöfn. Koma þarna fram í báðum liöum góö efni, en hvorugt liðið tók í þjónustu sína samleikinn,. heldur voru löng og ónákvæm spörk óspart notuð. Víkingur gaf leikinn við K.. R. Er þetta í fjóröa sinn í röö, sem II. fl. Vals hefur unnið vormótiö. Leikar móts- ins hafa fariö þannig: Valur—K. R. 1:0 — Fram —-Víkingur 5:0 — Valur—Vík- ingur 5:0 — Fram—K. R. 1:1 — K. R.—Víkingur gaf — Valur—Fram 0:0 Valur fékk því 5 stig, Fram og K. R. 4 stig en Víkingur 0 stig. íslandsmótið hefst næst- komandi mánudag á leik milli Vals og Víkings en á undan munu fara fram leikir í 3 fL mótinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.