Þjóðviljinn - 02.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1943, Blaðsíða 4
Gr borglnnl. Næturlæknir er í læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unni. Miðvikudagur 2. júní. 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr óper- um. 20.30 Utvarpssagan: „Æskuár mín á Grænlandi“, eftir Peter Freuchen; II (Halldór Stefáns- son rithöfundur). 21.00 Hljómplötur: Frægir píanóleik- arar. 21.10 Erindi: Islenzki fáninn (Júlíus Havsteen sýslumaður — Jakob Hafstein flytur). 21.35 Hljómplötur: Islenzkir söngv- arar. Brezka sýningin Framh. af 1. síðu. samur og þótt þær væru í skrúð- klæðum. Bretar hafa sama hit- ann úr þessum bókum í Pengu- in-útgáfunni sem þær væru skrautprentaðar og prúðbundn- ar, og þeim finnst ómaksins virði að senda oss þessa kveðju, meðan þeir tefla um líf sitt eða dauða. Ef til vill heyja íslend- ingar á sinn hátt sama taflið, án þess oss sé það enn þá nægilega ljóst. Og ef til vill kunna sumir menn að hleypa brúnum og hugsa, að þessi sýning sé ekki annað en brezkur áróður. En sá hugsunarháttur er ekki aðeins barnalegur, heldur lítilmannleg- ur. Þau verðmæti, sem -hér eru fram borin, valda engum styrj- öldum né yfirdrottnun, þótt því miður þurfi stundum að verja með vopnum hið andlega frelsi, sem er skilyrði þeirra. Hvað sem öllu öðru líður, stjórnmálum, ríkismun, hernaði og hernámi, eigum vér að vera menn til að líta á þessa sýningu sem boð- skap frá frjálshuga þjóð til frjálshuga þjóðar, telja oss öðr- um jafna fyrir lögunum í hinu mikla ríki andans, vísinda, hugs- una, bókmennta og annarra lista, sem vér óskum, að enginn hrosshófur ofríkis fái að traðka á. Eg vil leyfa mér sem gestur á þessari sýningu, og ég vona, að hinir gestirnir séu mér sam- mála um það, að þakka British Council og öllum, sem að henni standa, en sérstaklega þeim Mr. Steegman og Dr. Jackson, áhuga þeirra og fyrirhöfn. Sérstök á- stæða er líka að þakka, að Bri- tish Council mun að sýningunni lokinni afhenda Landsbókasafni og Háskólabókasafni þessar bæk ur að gjöf. En sjálfum oss vil ég óska þess, að sýningin víkki ekki aðeins sjónhring vorn, heldur brýni fyrir oss ræktarsemi við allt, er vér eigum af sama tagi. Staða vor í heiminum nú ætti að gera oss það dýrmætara en nokkuru sinni fyrr. Sé of mikið heimtað af íslendingum, að þeir eigi eina sál, ættu þeir samt að reyna að muna sem bezt, að þjóðin eigi einhverja sál. NÝJA BÍÓ Grænadals fjðlskyldan (How Green was my Valley) Amerísk stórmynd MAUREEN O’HARA WALTER PIDGEON RODDY McDOWALL. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð fyrir böm yngri en 12 ára. Grimumaðurinn (The Face Behind the Mask) PETER LORRE EVELYN KEYES. Böm fá ekki aðgang. Sýnd kl. 3 og 5. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. Þ TJARNAJXBÉÓ 4 Milljónðstúlkan (Million Dollar Baby) Amerískur gamanleikur PRISCILLA LANE JEFFREY LYNN RONOLD REAGAN Kl. 5, 7 og 9. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Leikfélag Reykjavíkur ORÐIÐ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. FJALAKÖTTURINN LEYNIMEL 13 Eftirmiðdagssýning á morgun (uppstigningardag) kl. 3. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Rússar hrinda árásum Þjóflverja á Kúban-og Donetsvfgstðflvunum Rauði herinn hratt hörðum gagnárásum, er Þjóðverjar gerðu á Kúbanvígstöðvimum í gær, segir í fregn frá Moskva Árásum þýzka hersins á Lisitsjansksvæðinu á Donets- vígstöðvunum var einnig hrundið. Þjóðverjar hafa í tvo daga Steegman hóf ræðu sína á því að láta í ljósi gleði sína yfir því, áð geta boöið Islend- ingum að sjá þessa tegund brezkrar myndlistar og geta kynnzt íslandi. „Þetta eru varanleg verö- mæti 1 lífi frjálsra manna: Hugsanafrelsi, frelsi til að láta hugsanir sínar í ljósi í rituðu máli, listum og vísindum. Þið, íslendingar skiljið vel þýðingu þess frelsis. Við í Englandi ski'ljum þáð líka“. Þá vék hann að myndun- um og sagði m. a. „þið sjáið England eins og ensk augu sjá þaö, Skotland eins og skozk augu sjá það.......... Meö öðrum oröum, þessar myndir tala til ykkar, eins og þessar bækur: á ensku. En þær tala einnig, og þáð er þýðingarmeira, hið alþjóðlega mál listarinnar". skýrt frá hörð'um bardögum við Bjeli, 100 km. norður af Smolensk. KOLAVERKFALLIÐ Framh. af 1. síðu. Verkfallið byggist þó ekki á neinni formlegri verkfalls- samþykkt, heldur er hverjum námumanni í sjálfsvald sett hvort hann leggur niður vinnu Talið er áð verkfallið nái til 500 þúsund verkamanna. Hraðkeppnismót í hand- knattleik Næstkomandi fimmtudag (uppstigningardag) fer fram á í- þróttavellinum fyrsta hrað- keppni í handknattleik. Verður þetta einstaklega skemmtileg keppni, þar sem átta öflugustu félögin í handknatt- leik bæði úr Reykjav. og Hafnar- firði, munu senda sín sterkustu lið. Þessari keppni verður þannig hagað: Keppt verður eftir leikreglum í. S. í. fyrir 7 manna lið utan- húss. Leikvöllur verður 40 x 25 metrar að stærð. Hver leikmað- ur má ekki halda knettinum lengur en í 3 sek. eða þrjú skref, og má fullyrða að þetta geri leik inn öllu fjörugri og tilþrifameiri en knatt^pyrnukappleikir eru vanir að vera. I DREKAKYN 1 II Eftir Pcarl Buck * H Það voru ekki nema nokkrar vikur fyrr en Majlí var komin á leið yfir hafið. Það hafði ekki verið neitt því til fyrirstöðu að finna stað handa henni, er kínverska sendi- ráðið varð þes§ áskynja að hana langaði til að fara. Einu brögðin sem faðir hennar beitti í því sambandi, var að hún fékk ekki að vita að hann hafði afstýrt því að henni yrði boðið starf nálægt vígstöðvunum. Hann vildi að hún yrði kennari í kristniboðsskóla, svo umhverfi hennar yrði eins strangt og gamaldags og hægt væri. Til allrar blessunar þótti henni það rómantísk tilhugsun að fá að kenna í hella- skóla í vesturfjöllum Kína, og sjálf taldi hún sig færa um að kenna hvað sem væri. Þannig atvikaðist það að hún kom til hellis Pansiao, kald- an bjartan morgun. Litla flugvélin sem kom með hana var : öll hrímuð. Farartækið átti hún að þakka forsjá föður síns, j í hinni fjarlægu erlendu höfuðborg. Henni hafði fundizt j það allt sjálfsagt. Þegar hún steig af skipsfjöl beið flug- j maðurinn eftir henni. Er hann fylgdi henni frá flugvellinum j uppi í f jöllunum til hellanna, hafði hann sagt henni að hann j hefði fyrirskipun um að flytja hana sömu leið til baka, j hvenær sem henni þóknaðist, og hann fékk henni leynilegt j heimilisfang. Eg sný ekki aftur, hafði hún sagt þóttalega. Þér skuluð samt taka utanáskriftina, sagði flugmaður- 1 inn fljótmæltur. Hann var dauðhræddur við þessa háu ' ungu konu sem vissi alltaf hvað hún vildi og hvað hún vildi ekki, og honum þótti vænt um að losna við hana. Setjum svo að henni hefði dottið í hug að vilja stýra flugvélinni, hvað hefði hann getað gert? En henni datt það ekki í hug. Hún hafði setið hreyfingarlaus og þögul, vestanvindurinn leikið um stutta hárið hennar, svarta. Á miðri leið tók hún rösklega til matar síns úr pakka með brauði. kjöti og á- vöxtum, og bauð honum ekki með sér, svo hann borðaði köldu hrísgrjónin sín og fiskinn. Samt tók hún nú er þau voru að kveðjast úr útlendu leðurtöskunni. sem hún bar í hendi sér, peningaupphæð þrisvar sinnum hærri en hann hafði gert sér vonir um, og fékk honum. Hann hneigði sig og hélt niður fjallið, fót- gangandi eins og hann hafði komið, hún hafði látið bera sig í stól; hann óskaði þess að hann sæi hana aldrei framar. Majlí þótti innilega gaman að herberginu í hellinum, sem henni var fengið sem dvalarstaður. Á því var gluggi mót suðri. Fyrir hellisopunum voru timburþil og á þeim dyr og gluggar, og útsýnið úr litlá glugganum hennar var mik- ilfenglegra en hana hefði getað dreymt, Nokkrir fjallgarðar risu hver af öðrum líkt og þungar, hátíðlegar tónbylgjur, þrumandi í þögn sinni. Hún hafði hrundið upp glugganum, þó að þennan dag væri bitur kuldi, og hún fórnaði höndum eins og í tilgerð, án þess þó að svo væri. Allt þetta er mitt! sagði hún lágt. Fjöllin mín, ég kem i heim til ykkar! Hún stóð þarna um stund en minntist þess þá. að hún var mjög svöng, og að gamli þjónninn sem hafði fylgt henni til herbergisins, hafði sagt henni að skammt væri eft- ir af tímunum. En hún varð að finna útlendu skólastýr- una, sem enn var að kenna og þar eftir gæti hún fengið sér matarbita. Hún sneri sér við og athugaði sig í 'litla speglinum sem stóð á borðinu, burstaði aftur mikla svarta hárið, þvoði sér í framan með votu handklæði, og púðraði sig og litaði lítið eitt. Varirnar málaði hún nákvæmlega eins og hún var vön. Kjólinn lét hún eiga sig. Hann var úr dökkrauðu ullarefni og sá hlýjasti, sem hún átti. Hún fór um krókótt og dimm göng þangað sem þjónninn hafði sagt henni að skrifstofan væri. Hiklaust opnaði hún dyrnar. Við borðið sat stór kona, hvít, harðleg á svip, og þó var svipur hennar ekki óvingjarnlegur. Eruð þér Miss Freem? Miss Freem fanriát það vera landi sinn sem talaði og & & & 8 Keppnin hefst kl. 2 e. h. með leik á milli F. H. og Vals og er hver hálfleikur 15 mín. Síðan heldur keppnin áfram viðstöðu- laust og verða aðrir leikir fyrstu umferðar þessir: K. R.—Ármann Fram—Haukar, í. R,—Víkingur. Klukkan 8,30 fara svo fram úr- slitaleikirnir. Glímufélagið Ármann hefur gefið bikar til þessarar keppni og vinnst hann til eignar. Mætið því öll á vellinum á fimmtudag kl. 2 e. h. og kl. 8,30 e. h. og sjáið skemmtilegustu knattleikskeppni sumarsins. All- ir á völlinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.