Þjóðviljinn - 03.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.06.1943, Blaðsíða 1
J ÓÐVILJIN N 8. árgangur. Fimmtudagur 3. júní 1943. 123 tölublað. Samþykkf Bífreíðasfjórafélagsins Hreyfill: BdfI mel shlpulaDsieuslo á rehstrí I stað 9 stöðva dreífðra um míðbæínn komí gcð afgreíðslusföð og rúmgoff bílasfæðí Á fundi bifreiðastjórafélagsins „Hreyfill", er haldinn var 1. júní s. 1. var lagt fram uppkast að bréfi frá stjórn félagsins til Bæjarstjórnar Reykjavíkur, þar sem stjórnin fer þess á leit, að Hreyf ill f ái leyf i til þess að koma upp og reka bif reiðastöð í bæn- um, í þeim tilgangi að sameina állar þær 9 bifreiðastöðvar sem nú eru hér starfandi. í bréfinu bendir stjórn „Hreyfils" á, að ef félagið fengi leyfi til reksturs slíkrar stöðvar, væri þar með hægt að bæta úr öllum þeim óþægindum, sem almenningur á við að búa, með því skipu- lagsleysi, sem. nú ríkir í þessum málum, og einnig að bæta úr því öngþveiti sem nú ríkir í umferðamálum í bænum. Á fundinum voru mættir á annað hundrað félagsmenn og var bréf stjórnarinnar samþykkt með atkvæðum nær allra við- staddra félagsmanna mótatkvæðalaust, enda er full eining inn- an félagsins um nauðsyn framgangs þessa máls. Bréf það, sem bifreiöastjóra félagiö Hreyfill hefur sent bæjarstjórn fer hér á eftir: „Stjórn bifreiðastjórafélags- Kommúnisti ráflherra á Fyrsti kommúnisti sem verður ráðherra í Ameríku Stjórnin í Kúbu sagði af sér í marz s. 1. og var mynduð- þjóðleg einingarstjórn og var íorsætisráðherrann Zaydin úr frjálslynda flokknum. Allir flokkarnir tóku þatt í stjórn- inni, nema hinn svokallaði „Byltingarflokkur Kúbu". Af hálfu Kommúnistaflokks ins var Juan Marinello gerð- ur ráðherra og er hann fyrsti kommúnisti, sem tekur þátt í ráðuneyti í Ameríku. Kúba er sem kunnugt er í stríði viö Möndulveldin. Mar- inello lýsti því yfir að hann vonaöist eftir því að myndun þessarar stjórnar myndi gera það mögulegt að hagnýta alla þá krafta, siðferðilega, fjár- hagslega og hernaðarlega, sem þjóðin hefði yfir að ráða, til sigiírs yfir fasismanum. „Það þarf ekki að spyrja að því hvert starf mitt verður í ráöu- neytinu, sagði Marinello við hlaðamenn. Skyldan býöur mér að styðja eftir mætti að bættum kjörum fólksins og starfa í þágu verkalýðsins. Og eðlilega mun ég berjast gegn þeim öflum, sem reyna hið gagnstæöa". ins Hreyfils leyfir sér hér með að leita til háttv. bæjarstjórn- ar Reykjavíkur út af eftirfar- andi: Það er alkunna, að einn erf- iðasti þátturinn í umferða- málum þessa bæjar er skipu- lagsleysi það, sem ríkir hér í rekstri leigubifreiða til mann- flutninga;. En auk þeirrar hættu og óhagræðis, sem þetta veldur í umferðinni, þá bitnar þetta bæði á þeim mönnum, sem akstur þennan stunda, svo og hinum, sem bifreiðarnar nota. Að því er umferðina snertir, þá leyfum við okkur að benda á, að hér í bænum eru nú starfandi 9 bifreiðastöðvar. Stöövum þessum hefur öllum nema einni, verið valihn stað:- ur af handa hófi, en þó seilzt eftir að vera sem næst Lækj- artorgi. Afleiðingm hefur orð- ið sú, að 5 af stöðvunum liggja svo að segja að torginu, sem vegna legu sinnar er eðli'- legur skurðarpunktur fyrir mest af umferðinni milli hinna ýmsu bæjarhluta. Þetta verður aftur til þess, að bif- reiðirnir verða daglega að fara mörg hundruö feröir að nauðsynjalausu yfir torgið og má mildi teljast að ekki skuli oftar hljótast slys af en raun ber vitni um. Tvær stöðvarnar eru þannig í sveit settar, að í hvert skipti, sem þær fara frá eða komá að stöðinni, þá verða þær aö aka yfir gang- stéttina við eina fjölförnustu götu bæjarins- Það er aöeins einni stööinni, Bifreiðastöð- inni Geysi, sem valinn hefur verið staður með tilliti til um- ferðarmála bæjarins, Húsnæði það, sem bifreiða- fetöðvarnar hafa er yfirleitt lélegt og ófullkomið, hvorki nægilega stórt til þess að bif- reiðastjórar geti haft þar af- drep þegar lítið er að gjöra, né nauðsynleg hreinlætistæki. Þó verður aö greiða í stöðvar- gjald af þeim leigubifreiðum. sem hér yoru í notkun um síð- ustu áramót samtals rúmlega V2 rnilljón kr. eða kr. 1800,00 af hverri bifreið. Fyrir allan almenning, sem Framh. á 4. síðu. Matuælaráflsfelnan í Hot Sppinos einnio linn isá yíir sHupfliF? Sameiginleg tillaga fslands, Noregs, Bretlands og Kanada Á matvæla og landbúnaðarráðstefnunni í Hot Springs, Vir- ginia, liaí'a fulltrúar íslands, Kanada, Bretlands og Noregs lagt sameiginlega fram eftirfarandi tillögu: „Þar sem fiskur, sjávardýr og aðrar sjávarafurðir eru mjög mikilsverðir þættir í því að fullnægja næringarþörf fólks í mörg- um löndum, — þar sem útvegurinn er nauðsynlegur þáttur í hagkerfi ým- issa landa og afkoma sjómanna, eins og bænda, er bundin jafn- vægi í heimsverzluninni, — þar sem mál, er snerta fisk- og sjávarafurðir eru þýðingar- mikið atriði í sérhverri áætlún, sem kann að vera gerð um mat- vælaþörf til lengri tíma, Þá lýsir ráðstefnan yjir því, að hinar almennu niðurstöður ráðstefnunnar ná til fisk- og sjávarafurða og að þau mál, er að slikri framleiðslu lúta, eiga heima innan vébanda þess fram- haldsstarfs, sem kann að verða ákveðið og tilheyra starfssviði þeirrar nefndar eða ráðs, sem kann að verða stofnað vegna þess- arar ráðstefnu". Undir ályktunartillöguna rituðú N. Barton, einn af kana- dísku f ulltrúunum, Richard Lait f yrir Bretland, Thor Thors f ull- trúi íslands og Anders Fjelstad fulltrúi Norðmanna. Blóðugír bardagar í H ollandí snemma í maí Mörg hundruð Hollendingar tféllu Fregnir hafa nú borizt til London um víðtæka uppreisn í Hollandi fyrstu dagana í maí. Tilefnið var sú fyrirskipun þýzka hershöfðingjans Christian- sen, að allir þeir er verið hefðu í hollenzka hernum skyldu gefa sig fram, og yrðu fluttir í þýzkar fangabúðir. Þegar til framkvæmda kom hófu verkamenn um allt land mótmælaverkföll, en vinnu- .stöðvun er talin dauðasök af nazistayfirvöldunum. Herskipaárás á Pantellaría Peyrouton hrökklast frá Brezk herskip hafa tvivegis undanfarna sólarhringa skotið af fallbyssum á höfnina í Pan- tellaríu og herstöðvar á eynni. Strandvirki eyjarinnar veittu enga mótspyrnu. Bandamenn gerðu í gær loftárásir á samgöngxileiðir á Sardiníu og flugvelli á Sikil- ey- Landstjórinn í Alsír, Pey- routon hefur sagt af sér og sendi hann de Gaulle og Gir- aud lausnarbeiðni sína. Pey- routon er Vichysinni og illa þokkaður. Kom víða til blóðugra bar- daga og beittu þýzkir hermenn óspart byssustingjunum. Mörg hundruð Hollendingar féllu eða voru teknir af lífi. __________________________1_ Rússar gera harðar loft- árásir a Rússneskar sprengjuflugvélar gerðu í gær harðar árásir á jánbrautarborgirnar Brjansk, Polotsk og Resitsa. Resitsa er á mótum járnbraut anna Moskva-Riga og Lenin- grad-Varsjá. Aðeins ein flugvélanna fórst. i __________^_ Fleiri þýzkum kafbát- um sökktímaí en nokkrum öðrum mánuði í maí var fleiri þýzkum kaf- bátum sökkt en í nokkrum mánuði stríðsins áður, til- kynnti brezki flotamálaráð- herrann, Alexander, í neðri málstofu brezka þingsins í gær. Skipatjón Bandamanna 'af Sjómannadagurinn er á sunnudaginn kemur Sjómannadagurinn verður hátíðlegur haldinn næstkom- andi sunnudag, með svipuð- um hætti og undanfarin ár. Klukkan 5 á laugardag fara fram kappróðrar milli ís- lenzkra skipshafna. Á sunnudaginn kl. 1 safn- ast sjómenn saman við Stýri- mannaskólann og fara í hóp- göngu út á íþróttavöll, og fer þar fram minningarathöfn og ræöuhöld. Um kvöldið fara fram skemmtanir á Hótel Borg og í Oddfellowhúsinu. Sjómannablaðið, sem veður selt þennan dag, er um 50 bls. að stærð og efni þess f jöl- breytt. í ávarpsorðum segir m. a. svo: „...... í hug sjómann- anna er sjómannadagurinn ekki einvörðungu gleðidagur, þar sem leitazt er við að Igleyma erfiðu og erilssömu starfi eina dagstund, heldur jafnframt dagur einingar og bróðurhugs, er fæði af sér marga einingardaga í baráttu sjómannastéttarinnar fyrir^ bættum hag". Efni blaösins er sem hér segir: Framhald á 4. síðu. völdum kafbáta hefur minnk- að mikið. Skipatjónið í apríl og maí var minna en meðal- tal tjónsins í desember, jan- úar og febrúar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.