Þjóðviljinn - 03.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.06.1943, Blaðsíða 2
2 PJ Ó±> VlLJlN N Fimmtudagur 3. júní 1943 áBajjot póotuvítw Bæn Herra ritstjóri. Ég leyfi mér að biðja heiðrað blað yðar fyrir eftirfarandi Bæn, fyrir hönd barnanna við Seljaveg, til borg- arstjóra, bæjarstjórnar, bæjarráðs, barnavemdarnefndar — svo og allra nefnda, sem starfandi kunna að vera fyrir velferð bamanna í þessum bæ. Undirritaður hefur nú ótt heima hérna við Seljaveginn í bráðum níu ár, og á hverju vori hef ég séð sama sorgar-atburðinn endurtaka sig. Hér fyrir neðan götuna er dálítill afgirtur grasblettur, sem mun til- heyra lóð Sóttvarnarhússins og því vera í eign bæjarins. Þegar hlýna fer á vorin, koma börnin úr nágrenninu út á þennan blett í tugatali og leika sér þar af hjartans ánægju, svo að unun er á að horfa. Þessi börn hafa annars engan leikvang nema götuna. En þau sýna það með framferði sínu, þegar þau komast á blettinn, að börn þurfa í raun og veru sára lítið til þess að vera ánægð og geta leikið sér af mestu prýði án sérstaks útbúnaðar eða eftirlits. Ég hef veitt börnunum sérstaka athygli nú undanfarna blíð- viðrisdaga, eins og reyndar oft á undanförnum árum, og get því um þetta borið. Nú skyldi maður ætla, að bömin fengju að vera þarna í friði á lóð bæjarins fyrir áreitni þeirra full- orðnu. En svo er þó ekki: í dag er bletturinn auður. Engir leikir, engir barnahlátrar hljóma þar lengur. — Börnin hafa verið rekin út á götuna aftur af þeim, sem umráð hefur yfir blettinum — manni, sem auðvitað er í sínum góða rétti, þar sem hann mun hafa blettinn á leigu til þess að hirða af honum töðuna, þegar þar að kemur. — Þetta endurtekur sig á hverju ári. Fyrir nokkrum árum var bama- verndamefnd bent á þetta, og hún beðin að tala máli barnanna við yf- irvöld bæjarins. — Barnaverndar- nefndin brást vel við— ég held meira að segja, að hún hafi komið hingað vestur eftir og horft á blettinn. En svo varð það heldur ekki meira. — Engu varð um þokað, því að blettur- inn var leigður. Nú langar mig til að spyrja: Er þessi litli túnblettur við Seljaveginn svo ómissandi tekjustofn fyrir bæj- arfélagið, að engin tiltök séu, að bö'rn in fái að njóta hans fyrir leiki sína, og að þess vegna verði á hverju ári ■að hrekja þau af honum út á göt- una, sem þau eru að reyna að flýja? Ef svo skyldi nú reynast við nán- ari athugun, að bærinn gæti staðið nokkurn veginn jafnréttur, þó leigu- tekjurnar af þessum bletti gengju undan, langar mig til ■— fyrir hönd barnanna við Seljaveginn — að fara þess á leit við alla þá virðulegu að- ila, sem hér eru nefndir að ofan, að þeir beiti sér fyrir því, að bömin fái að leika sér þama í friði og njóta þeirra sólskinsdaga, sem forsjóninni kann að þóknast að gefa þeim. — í sambandi við þetta leyfi ég mér að benda háttvirtum yfirvöldum bæjarins á, að jafnt og stöðugt er þróstagazt á, að bömin í bænum séu illa siðuð (rétt eins og börnin eigi sjálf sök á umhverfi sínu og þeim á- hrifum, sem þau verða fyrir) — og jafnframt á hinum illu áhrifum, hætt um og óhollustu, sem_ bömin verði fyrir á götunni, þetta samrýmist illa þeirri staðreynd, að börnin séu jafn- hliða hrakin úr þeim fáu griðastöð- um, sem þau gætu átt, vegna þess að bærinn geti fengið fáeinar krónur í leigu eftir slíka bletti, eða að ein- staklingar þurfi á töðunni af þeim að haldæ Auðvitað verður því ekki neit- að, að taðan er góð og gagnleg — en í herrans nafni — reynið að afla hennar arinars staðar. Ég vona fastlega, að þeir háttvirtu aðilar, sem ég hef snúið máli mínu til, bregðist vel við, og að ég fái þá ánægju á komandi sólskinsdögum að sjá böm leika sér í friði og ró á blett- inum hérna fyrir framan gluggann minn. Virðingarfyllst, Friðrik Ásmundsson Brekkan. „Neytendur sviptir...“ Alþýðublaðið slær því stórt upp, að „neytendur hafi verið sviptir“ rétti til fulltrúa í mjólkursölunefnd. Hverjir svipta neytendur þessum rétti? Það gera mjólkursölulögin frá 1934. Hverjir samþykktu þau lög? Það gerði Alþýðuflokkurinn— með Framsókn. Það eru handaverk Alþýðuflokks- ins, að neytendur skuli nú sviptir réttinum til áhrifa á mjólkursöluna. — Þáð er að vísu líklega hægt að bæta úr því misrétti, sem skapazt fyrir slík handaverk, en það verður ekki gert, ef Alþýðuflokkurinn ætl- ar að lafa eins aftan í Framsókn og hingað til. Stríðsbrjálæði Herra ritstjóri. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur nú ákveðið hvað gert skuli við íbúðirn- ar í nýju bæjarhúsunum við Hring- brautina. Þær eiga að seljast og borg ast út að einum fjórða hluta. Mán- aðarlegar greiðslur fyrir minni íbúð- irnar eru sagðar að nema aldrei und- ir kr. 320, og fyrir þær stærri kr. 400, og eru þá engir vextir reiknaðir .af því fé, sem kaupandi leggur fram í fyrstu og nemur 25% af verðinu. Það er auðséð á öllu, að húsnæðis- lausum verkamönnum hefur ekki ver ið ætlaður þama samastaður, held- ur einhverri tegund stríðsgróða- manna. Svo mikla moðhausa get ég ekki álitið þá, sem skipa meiri hluta bæjarstjórnar, að þeim sé það ekki fyrirfram ljóst, að algengum verka- mönnum er ókleift að fá þarna hús- næði upp á þessar spítur. Það er sýnilegt að verkamannalaun hrökkva skammt til að greiða slíka húsa- leigu. — Að lokinni styrjöldinni, þeg- ar dýrtíð lækkar, og þar af leiðandi kaupgjald að krónutölu, þá mundi al- gengur verkamaður þurfa að hafa mikla atvinnu til þess eins að ná þeirri upphæð mánaðarlega, sem að- eins nemur húsaleigunni þarna. En þó að gott og lífsnauðsynlegt sé að hafa húsnæði, þá lifir maðurinn ekki af því einu saman, það eru fleiri mannlegar ’-arfir, sem þarf að upp- fylla. Þessi ráðstöfun meirihluta bæj arstjórnar er stríðsbrjálæði, um leið og húri er hnefahögg í andlit allra þeirra verkamannafjöldskyldna, sem nú þjást af völdum húsnæðisvand- ræða í borginni. En um leið og séð er hvert aftur- haldið í bæjarstjórninni stefnir 1 þessu máli, þá hlýtur sú spurning að vakna meðal borgaranna, hvort það sé forsvaranlegt, að bæjarfélagið standi í stórræðum til þess eins að byggja yfir hálaunamenn, því aðrir Framhald á 4. síöu, Utisamkoma Sjómannadagsins 1943 Innidagskrá Sjómannadagsíns. Laugardaginn 5. júní. Kl. 17,00 Kappróður sjómanna á Rauðarárvík. Veðbanki starf- ræktur (opnar kl. 16,00) Lúðrasveitin Svanur leikur. Sunnudaginn 6. júní (Sjómannadaginn) Kl. 08,00 Fánar dregnir að hún á skipum. Sala merkja og Sjó- mannadagsblaðs hefst. Einnig verða sjómannasöngvarnir seldir. — 11,00 Sjómannamessur. — 13,00 Safnazt til hópgöngu við Stýrimannaskólann. — 13,50 Gangan hefst, gengið í jjegnum miðbæinn á íþrótta- völlinn. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í göngunni. Ninningarathðfn og samkoma á íþröttavellinum. Útvarpað. — 14,00 Athöfnin hefst. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 1. „Rís þú unga íslands merki“. 2. „Þrútið var loft“. Einsöngvari Guð- mundur Jónsson. Minnzt drukknaðra sjómanna: Sigurgeir Sigurðsson biskup. ÞÖGN í EINA MÍNÚTU. Blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Leikið: Alfaðir ræður með einsöng Guðmundar Jónssonar. Ávarp: Fulltrúi sjómanna. Henry Hálfdánarson. Leikið: „íslands Hrafnistumenn“. Ávarp: Fulltrúi útgerðarmanna, Loftur Bjarnason. Leikið: „Lýsti sól stjörnustól“. Ávarp: Siglingamálaráðherra, Vilhjálmur Þór. Leikið: „Ó Guð vors lands“. — 16,00 Útileikir á íþróttavellinum. • Reiptog milli íslenzkra skipshafna. Sjómannafagnaður með borðhaldi verður að Hótel Borg og Oddfellowhöllinni með endurvarpi frá Hótel Borg. Aðgöngumiðar að veizluhöldunum verða seldir að Hótel Borg (suðurdyr) föstudag n. k. kl. 4—7 e. m. — Sjómenn, sem pantað hafa miða með símskeyti eða á annan hátt vitji þeirra fyrir kl, 6 e. h. á föstudag annars verða þeir seldir öðrum sjó- mönnum. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu: Gömlu dansarnir, og hefst kl. 22, aðgöngumiðar verða seldir þar kl 17 á sunnudag. í Iðnó verður dansleikur er hefst kl. 22. Aðgöngumiðar seld- ir í Iðnó frá kl. 17 á sunnudag. — Fólk til að selja Sjómannadags- blaðið og merki dagáins komi kl. 8 f. h. í Alþýðuhúsið, gengið inn frá Ingólfsstræti. Sérstaklega er óskað eftir sjómönnum og ungum stúlkum til merkjasölunnar, auk unglinga eins og venju- lega. Kl. 20,25 Ræða úr útvarpssal: Halldór Jónsson loftskeytamað- ur. Leikið: Sjómannalög. Sjömannaveizla að Hðtel Borg og OddfellowhSliinni Kl. 20,30 líúsunum lokað. — 20,40 Hóf sjómanna sett. — 20,45 Leikið: „íslands Hrafnistumenn“. — 20,50 Hljómsveit leikur göngulög. — 21,00 Ávarp: Ásgeir Sigurðsson skipstjóri. — 21,10 Söngsveit syngur. Flutt hljómkviða, Stjáni blái, eftir Sigfús Halldórsson. — 21,30 Ávarp: Borgarstjóri. — 21,40 Söngsveit syngur sjómanna og ættjarðarsöngva. — 21,55 Verðlaun afhent. — 22,15 Fjöldasöngur: Táp og fjör og Fósturlandsins Freyja. — 22,20 Garriall sjómaður heiðraður. Veizlustjóri. ■ csíísasiíZBEKsaE — 22,30 Gapianvísur. — 22,40 Hljómsveit leikur létt sjómannalög og dansa. — 22,45 Upplestur: Brynjólfur Jóhannesson. — 22,55 Söngsveit syngur. — 23,10 Hófinu slitið. Veizlustjóri. í Hafnarfirði Kl. 20,30 Hóf sjómanna að Hótel Björninn, með endurvarpi frá Hótel Björninn. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Sjómannafélags Hafnar- fjarðar kl. 16 e. m. á föstudag. — Ennfremur verður dansleikur í Góðtemplarahúsinu, er hefst kl. 22. Aðgöngumiðar seldir í hús- inu frá kl. 17 á sunnudag. — Blaðið og merki dagsins verður af- hent, á sunnudegi kl. 8 f. h. á Linnetstíg 7 og Reykjavíkurveg 9. Allur ágóði af deginum rennur til dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Skorað er á sjómenn að fjölmenna í hópgönguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.