Þjóðviljinn - 05.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1943, Blaðsíða 2
2 pjÚÐVlLiJliNJN Laugardagur 5. júní 1943. Aðalfundur Útvegsbanka íslands h.f. verður haldinn í husi bankans í Reykja- vík föstudaginn 11. jiíní 1943 klukkan 2 e. h, DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbank- ans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1942. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 5. Breyting á samþykktum hlutafélagsins. 6. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrii- stofu bankans frá 7. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bank- ans hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrif- stofu bankans. Reykjavík, 7. maí 1943. f. h. fulltrúaráðsins. Stefán Jóh. Stefánsson. Lárus Fjeldsted. Viðanki við reglur um verðlagningu vara, auglýstar af við- skiptaráðinu 11. marz 1943. I. liður g. orðist þannig: Heimflutningur á sölustað reiknist helmingur upp- skipunarkostnaðar, þegar um er að ræða sekkjavöru hvers konar, þungavöru og vörur, sem uppskipun á er reiknuð eftir rúmmáli. Á öðrum vörum reiknist heim- flutningur hæst sama upphæð og uppskipunarkostnað- urinn rxemur. Kostnaður’ við heimflutning á timbri verður þó ákveðinn af verðlagseftirlitinu í hverju ein- stöku tilfelli. Liður j. (nýr liður): Vextir allt að 1% af yfirfærðri upphæð. Þegar um er að ræða vörur, sem Viðskiptaráð annast innkaup á, skal þó sá vaxtakostnaður, sem heimilt er að reikna, á- kveðinn í hverju einstöku tilfelli. Þegar greiðsla fyrir vörur fer fram gegn innheimtu- skjölum í banka hér má enga vexti reikna. Liður k. (nýr liður): Greidd pakkhúsleiga til skipaafgreiðslu í allt að 10 daga. Þegar vörur liggja lengur í pakkhúsi getur inn- flytjandi samkvæmt umsókn fengið leyfi til þess að reikna pakkhúsleigu fyrir lengri tíma en að ofan grein- ir, enda séu færðar sönnur á það að um óviðráðanleg- ar orsakir sé að ræða. Ákvæði tilkynningar þessarar ganga í gildi frá og með 4. júní 1943. Reykjavík, 2. júní 1943./ í umboði Viðskiptaráðs VERÐLAGSSTJÓRI LANSDTBOÐ Siglufjarðarkaupstaður hefur ákveðið að bjóða út handhafaskuldabréfalán að rupphæð kr. 3.000.000.00 — þrjár milljónir króna — til þess að standast kostnað við virkjun Fljótaár fyrir kaupstaðinn. Lánið er tryggt með 1. veðrétti í Fljótaárvirkjuninni og með ábyrgð ríkis- sjóðs. Útboðsgengi skuldabréfanna er nafnverð. Lánið er afborgunarlaust fyrstu 2 árin, en endurgreiðist síðan með jöfnum ár- legum greiðslum vaxta og afborgana á 23 árum (1946—1968), eftir hlutkesti, sem notarius publicus í Reykjavík íramkvæmir í júlímánuði ár hvert. Gjalddagi útdreginna bréfa er 2. janúar næst á eftir útdrætti, í fyrsta sinn 2. janúar 1946. Vextir af láninu eru 4% p. a. og greiðast gegn afhendingu vaxtamiða á sama gjalddaga og afborganirnar, í fyrsta sinn 2. janúar 1944. Fjárhæðir skuldabréfa verða 5000 kr., 1000 kr. og 500 kr. Geta áskrifendur val- ið á milli skuldabréfa með þessu nafnverði. Lánið er óuppsegjanlegt af hálfu lánveitenda, en lántakandi áskilur sér rétt til að greiða lánið að fullu eða svo mikið af því, er honum þóknast 2. janúar 1954 eða á einhverjum gjalddaga úr því, enda sé það auglýst með minnst 6 mánaða fyr- irvara í Lögbirtingablaðinu og blaði á Siglufirði. Innlausn vaxtamiða og útdreginna bréfa fer fram á skrifstofu bæjargjaldker- ans á Siglufirði og hjá Landsbanka íslands. Siglufirði, 28. maí 1943. f. h. bæjarstjórnar Siglufjarðar Ó. HERTEftVIG, bæjarstjóri Undirritaðir hafa tekið að sér að taka á móti áskriftum að láni Sigluf jarðar- kaupstaðar. Verður byrjað að taka á móti þeim þriðjudaginn 8. júní 1943 og því haldið áfram næstu daga, þangað til sölu skuldabréfanna er lokið. Verði áskriftir meiri samtals en nemur lánsupphæðinni, er áskilinn réttur til að lækka hlutfallslega áskriftarupphæð hvers einstaks. Skuldabréfin, með vaxtamiðum frá 1. júlí 1943, verða væntanlega tilbúin til afhendingar í byrjun júlímánaðar næstkomandi, en tilskilið er, að greiðsla fyrir keypt bréf fari fram 1. júlí 1943, gegn kvittun, er við framvísun gefur rétt til að fá bréfin afhent strax og þau eru tilbúin. Reykjavík og Siglufirði, 4 júní 1943. LANDSBANKI ÍSLANDS BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS i ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. SPARISJÓÐUR SIGLUFJARÐAR SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Brúarfoss fer vestur og norður á mánu- dagskvöld 7. júní. Vörumóttaka til AKUREYR- AR til hádegis í dag og á mánudag til hádegis, til AK- UREYRAR og PATREKS- FJARÐAR. Skipið stoppar við ísafjörð, vegna pósts og farþega. »o<kxxxx>oooo<x>oo<x DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf fisalan Hafnarstræti 16. 1. vélstjóra vantar við síldarverksmiðjuna á Húsavík í sumar. Uppl. hjá Jóni Gunnarssyni- fram- kvæmdastjóra, Hótel Borg. TILKYNNING frá leigugörðum bæjarins Þeir, sem ennþá kynnu að eiga ósettar útsæðiskart- öflur og ekki hafa garðland fyrir þær í sumar, ættu að tala við mig sem fyrst. Nokkrir garðar lausir. Skrifstofan er í atvinnudeild Háskólans. Viðtalstími frá kl. 1—3 virka daga, nema laugardaga. — Sími 5378. RÆKTUNARRÁÐUNAUTUR BÆJARINS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.