Þjóðviljinn - 06.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.06.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagtu' 6. júní 1943. 125. tölubl. Chinhill fúr lil ilMr io ræddi víd hcrforíngja Brcfa og Bandaríkjamanna og dc Gaullc og Gíraud Winston Churchill, íorsætisráðherra Breta, flaug fyrir viku síðan frá Ameríku til Gibraltar og hefur síðan ferðast um Norður-Afríku, og rætt við hershöfðingja Bandamanna. Churchill kom í fyrrinótt heim til Bretlands og voru í för með honum Eden utanríkisráðherra Breta og Alan Brooke for- seti brezka herforingjaráðsins. Eden fór til Gibraltar til móts við Churchill. Þeir fóru flug- leiðis heim og fylgdu orustuflugvélar flugvél þeirra síðasta áfangann. Meðan Churchill dvaldi í Norður-Afríku, átti hann ýtar- legar viðræður við Eisenhower, yfirhershöfðingja Bandamanna, og sat fund hinnar nýju frönsku stjórnarnefndar þeirra de Gaulle og Girauds. Eins og áður, þegar Churchili er á ferðaiagi, var þýzka útvarp- ið búið að flytja ótal fregnir um dvalarstað hans. Síðasta út- gáfan var sú, að Churchill sæti á fundum við Stalín í Moskva. Fasísfínsi Casfillo flúínn úr landí Fregnir frá Argentínu eru enn mjög ruglingslegar sakir strangrar ritskoðunar, en stjóm uppreisnarmanna virðist hafa náð öllum völdum í landinu. Æðstu völdin hafa til bráðahrigða verið falin þremur leið- togum uppreisnarinnar, að því er segir í brezkri fregn, hers- höfðingjunum Ramirez og Rawson og Suero flotaforingja. Herskip það, er Castillo, fyrrverandi forseti, flýði á, kom í gær til hafnar í Uruguay, en lét í haf eftir skamma viðdvöl og er ekki vitað um ákvörðuharstað þess. Það er nú kunnugt, að leið- togar uppeisnarmanna sendu Castillo úrslitakosti, og kröfðust þess að tekin væri stefnubreyt- ing bæði í innanlandsmálum og í utanríkisstefnunni. í innan- landsmálum skyldi tekið upp lýðræðislegra stjórnarfyrir- komulag og út á við stefna með Bandamönnum. Castillo neitaði og fyrirskipaði hernum að verj- ast, en aðeins lítill hluti hans hlýddi, og kom óvíða til bar- daga. . Talið er að 100 menn hafi fall- ið í bardögunum og 300 særzt. Stjórn Castillos hefur verið mjög fasistisk. Snemma já þessu ári var einn helzti verkalýðsleið- togi landsins, Victorio Codovilla, fangelsaður, og hefur verið mikil hreyfing í Suður-Ameríku og Mexíkó að,fá hann lausan, og hafa meðal annars beití sér fyr- ir henni kunnir spánskir stjórn- málamenn, svo sem Barrio og TJribe, sem dvelja nú í Mexíkó. Fjöldi annarra verkalýðsleið- toga og róttækra menntamanna hafa undanfarið setið í fangelsi í Argentínu fyir lýðræðis- og verkalýðsbaráttu. Húsrannsókn og vínfundur Húsrannsókn var ger'ð á bifreið'astöðinni Heklu s. 1 fimmtudagskvöld. Við leítina fundust 15 flösk- ur af áfengi.. Eigendur' víiisins reyndust vera afgreiöslumaöur stöövar- innar og tveir bifreiöastjór- ar. Tveir þeirra hafa játaö aö hafa selt áfengi. Áfengi þetta var wisky, gin og brennivín, og höföu þeir keypt þaö, aö brennivíninu' undanskildu, af hermönnum. Nýr hershöfðingi yfir her Bandamanna á íslandi Yfirstjórn Bandaríkjahers- ins hefur skipt um hershöfð- ingja Bandamannahersins á íslandi. Nýi hershöfðinginn, William S. Key, er kominn hingað til lands, og hefur tek- ið við starfi sínu. Eftirfarandi tilkynning hef- ur borizt frá herstjórninni hér: . „William S. Key, major- j general, sem var áöur yfir- maður lögreglusveita amer- íska .hersins í Evrópu (Bret- landi), er kominn til íslands, þar sem hann mun taka viö yfirstjórn amerísku hersveit- anna við brottför Bonesteel hershöfðingja. Bonesteel hers- höföingi hefur veriö yfirmað- ur hersins á íslandi síðan 16. sept. 1941.“ Framhald á 4. síðu. Jónas frá Hriflu hcfur ordíð: IL las hætfip að sftrifa i Tínann! Hann skrifar hcðan af í Dag, scm vcrður oiálgagn affur^ haldsins í Framsókn í hirðisbréfi sínu, segir Jónas m. a. eftirfarandi um fyrir- hugaðar skriftir sínar: „Eina ráðabreytni ætla ég þó að gera a. m. k. í bili. Eg hef, eins og áður er sagt skrifað allmikið í Tímann undangeng- in 26 ár. En við öll verk verður maður að taka við af manm, kynslóð eftir kynslóð, sá dagur hlýtur að koma, að ég verð ekki sjálfboðaliði við Tímann. Eg hef þessvegna nú með sum- arkomunni hætt að senda Tímanum greinar. Mér finnst senni- legt að sumum samherjum mínum hafi þótt undanfarin 26 ár vera farin að nálgast heila mannsæfi og þyki betur farið að nýir menn komi þar til skjalanna. Nú vill svo vel til að flokk- urinn á völ á mörgum vel ritfærum mönnum í höfuðstaðnum, sem hafa gott af að reyna krafta sína. Eg var líka riðinn við stofnun Dágs á Akureyri eins og Tímans í Reykjavík. Nú eru útgefendur Dags að færa út kvíarnar og hafa fengið marga menn til að vinna við blaðið og gert það mjög fjölbreytt, eft- ir því sem stærð leyfir. Aðstandendur blaðsins hafa óskað eftir, að ég yrði um stund sjálfboðaliði þar og ætla ég að faka því boði. Með þeim hætti vil ég, þótt í litlu sé, jafna metin, að því er vinnu mína snertir, milli þessara blaða.“ Menn skilja fyrr en skellur í tönnunum. Jónas ætlar að gera Dag að málgagni afturhaldsklíkunnar í Framsókn og von- ast til þess að beygja „vinstri mennina“ með því móti. Það reynir nú á þá „vinstri11 menn, hvort þeir ætla að halda áfram því einkennilega formi fyrir „vinstri stefnu“ og „baráttu gegn afturhaldi“ að beygja sig fyrir Jónasi og skrifa í hans anda, í stað þess að þora að standa fast á róttæku samstarfi verka- lýðs og sveitaalþýðu og gera þá upp sakirnar við þá afturhalds- klíku, sem vill kljúfa sveitaalþýðuna frá verkalýðnum, svo auð- menn og afturhald geti deilt og drottnað. Hreínlætisherferd hefst í dag og stendur tíl ýiíníloka Agnar Kofoed-Hansen kvaddi blaðamenn á fund sinn í gær og skýrði frá því, að með deginum í dag hæfist herferð gegn hirðuleysi og sóðalegri umgengni í hænum og stæði hún út allan júnímánuð. Verða nú samdar skýrslur um umgengni og ásigkomulag allra lóða og húseigna í bænum. Eins og öllum bæjarbúum mun kunnugt, er umgengni um fjölda lóða og heil hús hér í bænum mjög sláem, auk sóða- skapar almennings, sem kastar frá sér í hugsunarleysi alls kon- ar rusli á göturnar, að ógleymd- um' ófullkomnum. og opnum sorpílátum. Á hreinlætisvikunni í fyfra fór lögreglan í 2955 stáði til at- hugunar og lagði fram 858 kær- ur út af því, sem húh sá. Yfirleitt brást fólk vel við og árangur hreinlætisvikunnar var góður. Sumum þotti ein hrein- lætisvika of stuttur tími, en þess er að gæta, að hreinlætislög- erglan starfar allt árið. í henni eru Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi, Sigríður Er- lingsdóttir, sem er hjúkrunar- kona að menntun, og Pétur Kristinsson lögregluþjónn. Starfar heilbrigðislögreglan samkvabmt till. heilbrigðis- nefndar í náinni samvinnu við héraðslæknir, en heyrir annars undir stjórn hinnar almennu lögreglu. Er starfssvið hennar bæði umfangsmikið og erfitt. — Kvaðst lögreglustjóri sérstak- lega vilja þakka borgarstjóra fyrir þann skilning, sem hann hefði sýnt í þessu máli. Nú þurfa menn að taka til á lóðum sínum, rífa niður gamlar P’rarrHali') n i níflu Hátíðahold Sjómanna- dagsíns í dag Hátíðahöld sjómanna í dag hefjast með því að sjómenn safnast saman við Stýrimanna- skólann kl. 1 og leggja af stað þaðan kl.-1,30 í hópgöngu út á íþróttavöll. Kl. 2 hefst minningarathöfn og samkoma á íþróttavellinum. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Sigurgeir Sigurðsson biskup minnist drukknáðra sjómanna. Síðan verður þögn í eina mín- útu. — Lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Síðan flytja fulltrúar sjó- manna og útgerðarmanna og siglingamálaráðherra ræðu. A milli ræðanna . veða leikin ís- lenzk lög. — Að því loknu fer fram reipdráttur milli íslenzkra sjómanna. Um kvöldið vei'ða skemmtan- ir á Hótel Borg og í Oddfellow- húsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.