Þjóðviljinn - 06.06.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. júní 1943. ÞJOÐVILJINN 3 tHðnnunni **. -j Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Aígreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Sjómðnnadagurínn Dagur sjómannastéttarinnar er í dag. Er það tilviljun, að sjó- mannastéttin ein allra þeirra stétta, er vinna „hörðum hönd- um“, hefur helgað sér dag —1 sjómannadaginn —. Spurning- unni verður að svará neitandi. ,Það er sérstaða hennar í þjóð- félaginu, sem því veldur. Sjómannastéttin er mikilvirk- ust allra stétta við að draga björg í þjóðarbúið. Afkoma þjóð- arinnar er háð afrakstrinum af iðju hennar, í ennþá ríkari mæli, en afrakstrinum af iðju annarra stétta. Starf siómanna er slit- samara og áhættumeira, en starf annarra þjóðfélagsþegna. Flest- ir ganga sjómenn lúnir í land um miðjan aldur, meðan jafn- aldrar þeirra, sem léttari störf stunda, eru enn á bezta skeiði. Allt þetta hefur skapað sjó- mannastéttinni áræði til að helga sér einn dag hvers árs, og það hefur skapað grundvöll fyrir þennan „dag“ í huga þjóð- arinnar. Þjóðin finnur til þakk- lætisskuldarinnar og virðist alls- hugar fegin gjalda hana í eins dags hátíðahöldum. En því ber ekki að leyna, að sjómannastéttin óskar að þessi skuld verði einnig greidd í skírari mynt en hátíðahöldum, og vissulega mun megin þorri allra landsmanna ekki vilja gleyma þeirri greiðslu í fjálg- leik hátíðahaldanna. _ Hver er þá hin skýrari mvnt, sem sjómönnum ber í skulda- greiðslu? Hún heitir öryggi. Á hvern hátt á að skapa stétt- inni öryggi? Til þess þarf margvíslegar ráðstafanir. í fyrsta lagi þarf sjómanna- stéttin menntun. Hún þarf menntun í öllu því, sem að starfi hennar lýtur, og almenna mennt un eins góða og frekast er kost- ur á. Sérmenntun eykur öryggi um líf og limi og tyggir betri árang- ur af störfum stéttarinnar, en hin almenna menntun gerir sjó- mennina hæfari til að mæta ýmsum aðstæðum, sem ekki eru mannbætandi, ef víðsýni og and- lega stórmennsku skortir. Sjó- mannastéttin er hvorki betur né ver menntúð en aðrar stéttir þjóðfélagsins, en krafan um aukna menningu hennar, er þeim mun brýnni, en annarra stétta, sem starf hennar er þýð- ingarmeira í öðru lagi þarf margháttaðar öryggisráðstafanir varðandi út- Konráð Gíslason; Dagur sjómannastéttarinnar í sjötta sinn efna nú sjómenn- irnir til hátíðahalda fyrsta sunnudag júnímánaðar. Dagur- inn hlaut í byrjun nafnið Sjó- mannadagur, en svo var sá dag- ur áður nefndur, er sjómenn til- einkuðu sér til almenns fagnað- ar. Almenningur sýndi degi þess um strax í upphafi fulla velvild og skilning, og hafa honum með hverju ári aukizt vinsæld- ir, og má nú segja, að næstum í sérhverju sjávarþorpi og kaup- stað keppist menn við að auka vegsemd hans. Upphaflega mun hafa verið til þess ætlazt að sja mannadagurinn gæti orðið sem almennastur frídagur sjómanna stéttarinnar, á sama hátt og frídagur verzlunarmanna er búðar- og skrifstofu- fólki, og skyldi hann helgaður minningu íallinna félaga jafn- framt því að fagnað væri störf- um komandi dags. Smám sam- an fékk þó dagurinn aukið verk svið og gildi, hann varð dagur saknaðar og samúðar, dagur fagnaðar og fróðleiks, dagur mannúðar og menningar, dagur reikningsskila. Þar sem lögð eru á vogaskálina verk og fórn- ir sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins annarsvegar, en hinsvegar aðgerðir hins opin- bera til tryggingar fyrir heim- komu þeirra, sem á sjóinn fara, svo og aðhlynningar af... þess hálfu við ástvini þeirra ér láta líf sitt í sjónum. Þótt skemmtanir geti talizt nauðsynlegar til aukinnar við- kynningar, aukins félagsþroska og fróðleiks, þá ætlar sjómanna- stéttin þeim annað og meira þennan dag, en það er, að nota þá skildinga er henni áskotnast til ýmissa menningarstarfa, svo sem sundlaugarbyggingar, minn isvarða yfir horfnar hetjur og síðast en ekki sízt, byggingar dvalarheimilis fyrir aldraða sjó- menn. Allir þéir sem nokkuð þekkja til vita, að engum er eins örðugt og gömlum uppgjafa sjómönn um að afla sér og sínum lífsvið- búnað hverrar fleytu, sem á sjó- inn fer, þó ekki þurfi því að leyna, að engár slíkar ráðstaf- anir megna að fjarlægja hættur með öllu af braut sjómannsins; þeirra starf er og verður áhættu- samara en annarra stétta. í þriðja lagi þarf að skapa sjómönnum öryggi um afkomu, þegar kaftarnir til starfa þrjóta, og öryggi um af komu konu og barna, ef fjörtjón eða heilsu- brestur valda því, að fyrirvinn- an bregðist. Á þessu sviði á þjóðin mest ógert fyrir sjómannastéttina. Vonandi verður sjómannadag- urinn til þess að minna þjóðina rækilega á skyldurnar við sjó- mennina, og til að minna þá á, að standa sameinaðir í barátt- unni fyrir rétti sínum, en réttur þeirra er að þjóðin geri allt, sem auðið er, til að efla öryggi stéttarinnar. urværis á þurru landi. Það er þó ekki svo að skilja, að þeir séu ekki fullkomlega jafn vinnu færir og jafnaldrar þeirra í landi, en vinnan er mjög fjar- skyld, og svo hitt sem mestu ræður, að þeir fá ekki vinnu til jafns við þá, nema vinsemda njóti við. Þá hefur og háttvirt Alþingi komið því svo fyrir með samþykki vinnulöggjafarinnar, að þeir njóta eigi jafnréttis við aðra í þeirri vinnu er mörgum sjómanni myndi bezt henta, svo sem netagerð og járnsmíði og það jafnvel þótt þeir sem af sjónum koma séu lærifeður meistaranna sjálfra. Þá er það eitt enn, sem að vísu á ekkert frekar við ga,mla sjómenn en önnur gamalmenni, en það er að æskan og ellin kref jast hvor um sig sinna sérstöku lífsskilyrða, og þar sem þær búa saman verð ur ætíð sú veikbyggðari að láta undan, óneitanlega til byrði fy- ir báðar, sem verður þeim mun þyngri sem mátturinn er minni eða tengslin nánari. Hugsum okkur t. d. ungt fólk sem langar til að lyfta sér upp að afloknu dagsverki og lifa í glaumi og^ glaðværð langt fram á nótt og heldur máske eigi fyrr til hvílu en gamla fólkið er að því komið að rísa úr rekkju. Mér er nú eigi kunnugt um hvar eða hvernig hið fyrirhug- aða dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn á að vera, þótt mér dylj ist það ekki, að nokkuð mun hafa verið um það hugsað og rætt af hinum ágætu og áhuga- sömu mönnum í sjómannadags- ráðinu. Mér skilst, að staðurinn þurfi fyrst og fremst að liggja að sjó, þar sem eigi er ýkja langt til fiskjar. Þá þarf land- rými að vera stórt, því hugsast gæti að horfið yrði að því ráði að byggja þorp í stað stórhýsis, þar sem gamla fólkið eitt réði lögum og lofum og þar sem hægt væri að hafa á boðstólum hin fjölbreyttustú verkefni, svo að sem flestir geti valið starf við sitt hæfi. Að sjálfsögðu verð ur slíku Grettistaki eigi mjakað með smá skildingum einum sam an, en sameiginlegt átak sjó- mannastéttarinnar ásamt vel- vilja og skilningi almennings í landinu mun fá miklu áorkað. Kennsfubók í knatfspyrnu Otgefendar Jóhannes og Hrölfur, þýðsndi Einar Bjðrnsson. Löggilt kennslubðk enska knattspyrnu sambandsins í fyradag kom út bók, sem heitir Knattspyrnubókin og er kennslubók í knattspyrnu. Gaf enska knattspymusam- bandið hana út og lét semja sem kennslubók fyrir sig, fyr- ir 4 árum, en Valur fékk síð- an leyfi enska sambandsins til að gefa hana út hér, og hafa nu tveir vel þekktir og reyndir knattspyrnumenn úr Val gefið hana út og þriðji j Valsmaðurinn þýtt og búið j undir prentun. Aðalefni bók- arinnar skiptast í 4 kafla., sem eru: 1. Knattleikni, og eru tekin og skýrð öll aöalatriöi knattleikninnar, svo sem hin- ar ýmsu spyrnur, stöövunar- aðferöir, sköllun, knattrekst- ur. í þessum kafla er líka lýst árásum og hindrunum og drengilegum og ódrengilegum leik. Fylgir þessum kafla fjöldi skýringamynda. 2. kafli er um leikmennina, og er hver maöur tekinn og skýrö staða hans með mikilli ná- kvæmni. 3. kafli er um skipu- lag leiksins, mjög ítarlegt og fylgja þeim kafla nokkrar skýringar og afstöðumyndir. 4. kaflinn heitir samstarf og almenn hæfni. og eru í hon- um margar hollar leiðbeining- ar til leikmanna. Síðan koma 3 viðaukar: Til athugunar fyrir þjálfara, út- búnaður og um dómara og línuverði, allt orð í tíma töl- uð bæöi fyrir leikmenn og allan almenning, sem áhuga hefur fyrir knattspyrnu. Knattspyrnumönnum er mikill fengur aö þessari bók. því hún ætti að geta orðiö þjálfurum mikil hjálp og öðr- um sem enga hafa verður hún mikil hjálp, ef þeir taka hvað fyrir sig sem reglulegast. Þessi bók kemur líka i góðar þarfir þar sem knattspyrnukveriö sem í. S. í. gaf út fyrir nokkr- um árum mun nú ófáanlegt, Framh. á 4. síðu. Börnin KONUR í Verkakvennafél. Framsókn eru minntar á, ef þær vinna tímavinnu eftir hádegi á laug- ardögum á tímibilinu frá 1. maí til 30. september, er það í samn- ingum við Vinnuveitendafélag íslands, ríkisstjói’n og Reykja- víkurbæ, að öll vinna sé borguð með helgidagakaupi. • Stjórnin. MUNIÐ Kaffisöluna # Hafnarstræti 16 wX**X*‘***t*’^****Xf**”***»*,X“í‘*X**X**X***,*XM ðstar Frá síðustu áramótum hafa ostar lækkað stór- lega í verði í heildsölu og kostá nú aðeins: 45% kr. 8.45 hvert kíló. 30% kr. 6.30 hvert kíló. Mysuostur kr. 2,86 hvert kíló. Hafið þér athugað þetta? Biðjið um norðlenzku ostana. DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. sem dvelja eiga að Silungapolli í sumar, fara frá Miðbæjarbarnaskólanum kl. 2 á mánudag 7. þ. m. Farangur samtímis. SUM ARD V AL ARNEFND. Hafið þér tekið eftir því, að Tólg ©s mör hefur ekki verið jafn ódýr og nú síðan snemma á árinu 1940. Allt annað feitmeti hefur á sama tímibili stórhækkað í verði. Mör kostar nú Tólg kostar nú kr. 4,00 kg. kr. 4,80 kg. Samband ísl. samvinnufélaga. Sími 1080.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.