Þjóðviljinn - 09.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.06.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN I DREKAKYN Úrbopglnnl, Næturlæknir er í læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- Utvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr óper- um. 20.30 Útvarpssagan: „Æskuár mín á Grænlandi" eftir Peter Freuc- hen, III (Halldór Stefánsson rithöfundur). 21.00 Hljómplötur: Lög leikin á bíó- NÝJA BlÓ Dularfulla eyjan (South of Tahiti). MARIA MONTEZ. ANDY DEVINE. BRIAN DONLEVY. Sýnd kl. 5, 7 og: 9. ÁSKRIFTARSÍMI Þjóðviíjans er 2184. ► XJARNARSlÓ < Flotinn í höfn (The Fleet’s In) Amerísk söngva- og gaman- mynd DOROTHY LAMOUR WILLIAM HOLDEN EDDIBRACKEN Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 Leikfélag Reykjavíkur ORÐIÐ Sýning annað kvöld kl. 8. SÍÐASTA SINN. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Valur vann Túliníusarbikarinn - sigraði Fram með 6:1 Eftir Pearl E«ck þetta hlaut að vera ein minnsta stúlkan í skólanum. j Pansiao hafði af ráðnum huga komið of snemma. I Hér átti kennslukonan ástkæva að kenna henni leynd- I ardóm talnanna í fyrsta tímanum. Ef hún kæmi , snemma, gæti hún orðið fyrst til að sjá hana. En hún j hafði varla vonað að hún yrði slíkrar hamingju að- j njótandi, að verða eih með henni. Hún varð að nota j tímann til að læra enskuna, sem Miss Freem kenndi. i En nú er hún hafði þetta fagra andlit fast hjá sér, þessa rödd talandi við sig, gat hún ekkert sagt. Hún hélt upp bókinni. Paul Reveres Ride! sagði Maglí fyrirlitlega,, Getur það veriö. Hún tók bókina. Já, sannarlega. Eigið þið að læra þetta? Pansiao kinkaði kolli. Þaö er mjög erfitt, stundi hún upp. Hún varð steinhissa er kennslukonan ástkæra henti bókinni á gólfið. Hvílík ógnarvitleysa, fjarstæða! hrópaöi Maglí. Paul Reveres Ride, á tímum þegar skænihermenn okkar berjast alstaðar hetjubaráttu. Pansiao beygði sig niöur til að taka upp bókina, en Maglí bannaði það- Hún steig á bókina, og stappáði niöur fætinum. Svo tók hún bókina upp og rauk með hana út úr kennslustofunni. Pansiao skalf af ótta. Nú hef ég gert hana reiða, hvíslaði hún. Það kom kökkur í háls henni, hana. lang- aði mest til áð gráta. Það hefði eg þó sízt viljað að henni mislíkaði við mig, hugsaöi hún og vissi hvorki upp né niður. En Majlí fór beint til skrifstofu Miss Freem og óð inn án þess að banka. Miss Freem var að lesa í biblíunni sinni eins og hún gerði á hverjum morgni, en Majlí lét sér það engu skipta, en lagði bókina sem hún hafði tekið af Pansiao ofan á biblíuna. Gólfin í hellunum voru rök og merki eftir skó hennar sáust glöggt á Paul Reveres Ride. Miss Freem hallaði sér aftur á bak og horfði á hana. Á einum mánuði höfðu þær Majlí lent tíu sinnum í hár saman, ef ekki oft- ar. Þær voru á öndverðu máli um alla hluti, og fóru ekki dult með það. Viljið þér líta á! sagði Majlí, án allrar virðingar fyrir yfirboðara sínum. Eg kom að einni stúlkunni þar sem hún var að læra þetta utanbókar! Miss Freem lagaði gleraugun til að sjá hvað það væri. Já, þetta er enskulexían í dag, sagði hún. Þær hafa verið að læra það í hálfan mánuð og Ijúka því í dag. Hversvegna er þeim sett fy'rir svona þvæla? spurði Majlí. Á þessum tímum, mitt í styrjöld sem er margfallt mikil- fenglegri en nokkurt frelsisstríð sem nokkru sinni hefur ; háð verið, látið þér kínverskar stúlkur læra utanað „Reið ; Páls Reveres“. j Miss Freem var orðin stórhneyksluð og hálfsmeyk. Hún j var stundum í vafa um hvort þessi stúlka væri með féttu : ráði. j Það er í námsáætluninni, sagði hún festulega. j Majlí hló, en ákvað svo að beita fortölum. j ÉEeyrið þér nú, Miss Freem. Erum við skyldug að fara j eftir námsáætlun bandarískra kvennaskóla hér uppi í fjöll- j um? Gleymið þér ekki, Miss Freem, hvar við erum. Við j er um 3000 km. inni í landi, í hellum, í felum fyrir sprengj- j um innrásarhers. Við höfum hér hóp kínverskra stúlkna, j sem við eigum að mennta, hver veit til hvers. En þeim er j ekki gagn í þessari menntun. j Hún þreif bókina, reif hana í tvennt, og henti hlutunum j í pappírskörfuna hjá skrifborðinu. yv Verðtollurínn orgel. 21.10 Erindi: För til Miðjarðarhafs (Thorolf Smith). 21.35 Hljómplötur: ítölsk og spán- versk lög. Hvítasuimuför Ferðafélags íslands. Ferðafélagið ráðgerir að fara skemmtiför út á Snæfellsnes eins og undanfarin ár. Farið verður með Laxfoss á laugardaginn kl. 2y2 upp í Borgarnes, ekið þaðan um endi- langa Mýra- og Hnappadalssýslu, Staðarsveitina og alla leið að Hamra endum í Breiðuvik. Það er margt að sjá á þessari leið. Á Hvítasunnudags morgun verður gengið á jökulinn. I þjörtu veðri er dásamlegt útsýni af jökulþúfunum. í>á verður komið að Búðum, Arnarstapa, Lóndröngum og víðar. Tjöld viðleguútþúnað og mat þarf að hafa með sér og skíði þeir sem vilja. Komið heim aftur á mánudagskvöld. Upplýsingar hjá Kristjáni Skagfjörð, Túngötu 5 og farmiðar seldir meðan rúm leyfir til fimmtudagskvölds kl. 6. Trúlofun. Síðastliðin sunnudag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Björnsdóttir kennari og Gísli T. Guðmundsson frá Litlu-Laugum. Happdrættið. Á morgun verður dregið í 4. flokki happdrættisins, og verða þá engir miðar afgreiddir. í dag eru því allrasíðustu forvöð að endurnýja og kaupa miða. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Orð- ið í síðasta sinn annað kvöld. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Norræna félagið heldur skemmti- fund að Hótel Borg annað kvöld fyr- ir meðlimi sína og gesti þeirra. Býð- ur það upp á fjölbreytta skemmti- skrá, eins og sjá má á augl. hér í blaðinu. Anglia heldur fund í kvöld kl. 8,45 að Hótel Borg (gengið inn um norð- urdyr). John Steegman flytur fyrirlestur um enska málaralist frá dögum Gainsborough til þessa dags. Máli sínu til skýringar sýnir hann skugga- myndir. — Að loknum fyrirlestrin- um verður dansað til kl. 1. Fundurinn er aðeins fyrir félags- menn. Dyrunum verður lokað kl. 9.30. Fræðafélag Borgfirðinga er stofn- að var 23. maí s.l., er nú að hefja starfsemi sína. Vegna þess að ekki vannst tími á stofnfundi að skrá- setja alla stofnfélaga og auk þess sem ælta má að margir fleiri vilji verða félagsmenn, eru stofnfélagar og aðrir áminntir um að gefa sig fram sem fyrst hjá ritara félagsins, Guðm. Illugasyni, símar 1650 og 5921. Auk þess liggja frammi áskrift arlistar Bókaverzlun Sigf. Eymunds sonar og í Rakarastofu Sigurðar Ól- afssonar í Eimskip. KAUPIÐ ÞJÖÐVILJANN Þótt illa hafi genglö að fá úrslit í þessu sögulega móti, þá voru þau þó ótvíræð loks þegar þau komu, þar sem Valur vann með 6:1. Þessi leikur var þó jafnari á vell- inum en mörkin benda til, því það var sjaldan um að ræða stöðuga sókn af Vals hálfu. Valur náði mikið betri leik núna en um daginn og lá þaö 1 því að Valur náði sínum stutta samleik sem oft hefur reynzt þeim vel. Það hjálpar svo til að staðsetning- ar, sérstaklega í Fram, voru mjög slæmar sérstaklega bak- varða. En Karl ekki nógu þroskaður sem miðframvörð- ur, þó efnilegur sé, til að hafa innsæi inn í þaö hvað kæmi næst og var því ekki nógu fljótur að valda bakverðina. Það var aftur á móti sterka hliö Sigurðar í Val gagnvart sínum veiku bakvörðum sem báðir voru nýliðar og annar meiddur í ökla. Þetta öryggisleysi verkaði sýnilega á Magnús 1 markinu sem var auk þess örlítið slæmur í hendi. Sæmundur og Ottó unnu mikiö en mikið af því var fyrir gíg, ef þeir gáfu frá sér knött voru spörkin of stór og vont að taka móti þeim fyrir fram- herja og Ottó gerði sig sek- an um of mikla ,„sóló“ og eyðilagði með því, og sama gerði Haukur oft, sem annars á að leika bakvörð. Sem sagti: liðiö samanstóð af 11 einstakl ingum, duglegum og áhuga- sömum, sem varla fundu hvern annan. Valsliðiö féll vel saman. Framlínan sérstaklega, góðar skiptingar og skilningur manna á milli og tækifærin óvenjuega vel notuð og fylgd- ust þeir líka nokkuð vel að í áhlaupum. Þó að í vörninni væru 3 nýliöar, sem allir lofa góðu þó aö byrjunarörðug- leikar séu hjá þeim eins og öðrum, þá virtist það ekki koma aö sök þar sem Fram- arar notuðu ekki næman sam leik heldur stór spörk. Mæddi aö sjálfsögöu mest á Sigurði og Geir sem léku báðir prýöis- vel og jafnt því aö gæta varnarinnar byggðu þeir oft vel upp, aö ógleymdum Her- manni sem hefur sýnt í þess- um leik, að hann er okkar [ öruggasti markvöröur. Snorri Jónsson lék með aö þessu sinni og á hann ef til vill mesta þáttinn í því að sam- eina liðið um léttan og vel skipulagðan leik. Eg efa ekki aö Framarar hafa lært miklð af þessum leik og við eigum eftir að sjá þá í jöfnum leik við Val þegar þeir hafa lagað þessa galla sem hér hefur ver- ið bent á. Mörkin settu: Björgúlfur 3, Albert 1 og Ellert 2. Þess má geta hér að Ellert kviðslitn- aöi í þessum leik og verður því ekki til kappleiks að sinni. Bikarinn var ekki afhent- ur á eftir leik, en Fram mun bjóða keppendum til kaffi síðar. F. Umferðaslys í fyrrakvöld kl. 10 varð um- ferðaslys á vegamótum Lauga nesvegar og Hátúns- Rakust saman bifhjól og fólksbifreið. Maðúrinn á bif- hjólinu meiddist mjög illa á fæti og liggur nú á spítala. Meiöslin voru þó ekki talin lífshættuleg. Framh. af 1. síðu. verðtolls, sem er merki þess hversu mikill hluti innflutnings ins hefur heyrt undir háa toll- flokka, eða verið óþarfa varn- ingur. Má það teljast drjúgur skild- ingur að fá í tolltekjur í ríkis- kassann um 130 þúsund krónur hvern einasta dag, virka sem helga. Enda er afkoma ríkis- sjóðs góð. Hafa tekjurnar farið tæpum fimm milljónum króna fram úr útgjöldum fyrstu þrjá mánuði ársins. Þó er hæsti liður rekstrarútgjalda ríkissjóðs rúm- ar tvær milljónir (af samtals 9.8 millj. kr.) verðlags- og auka- uppbætur! Skuldir ríkissjóðs, sem hann stendur sjálfur straum af, nema í árslok 1942, 35.486 þús. kr„ en auk þess 15.526 þús. kr. sem lán- að hefur verið aftur bönkum og til veðdeildarbréfakaupa. Eign- ir ríkissjóðs umfram skuldir nema 66 millj. kr. Ábyrgðir ríkissjóðs nema í árslok 1941 82.6 millj. kr„ en voru hærri fyrir stríð, eða 86.1 millj. kr. árið 1939.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.