Þjóðviljinn - 12.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.06.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur 12. júní 1943 130. tölublað. Bærlnn hefur ehhert tenoil tuFip íliar ríkisslifiniií aí Mln iugginar Hns? Audmenn eíga ad safna ínnsfæðum í amerískum bonkum, en þeír snauðu að ráfa húsvíllfír um göfur höfuðborgarínnar Á fjárhagsáætlun bæjarins vár gert ráð fyrir að verja 3,9 milljónum króna til bygginga á þessu ári. Ráðgert er að reisa íbúðarhús, skóla og fæðingarheimili Þrátt fyrir ítrekaðar málaleitanir borgarstjóra, hefur ríkis- stjórn enn ekki svarað beiðni bæjarins um innflutningsleyfi á byggingarefni. Virðist stjórnin með þessu vera að framfylgja þeirri furðulegu fjármálastefnu, að hindra innflutning nauð- synjavaranna, en stuðla að því að stórgróðamennirnir geti safn- að dollurum. Um hag þeirra, sem húsnæðislausir eru hirðir stjórnin ekki. leyfi fyrir byggingarefni fyrir 584 þús. krónur, komið um borð í Ameríku. Á fundi bæjarráðs, sem hald- inn var í gær, upplýsti borgar- stjóri, að hann hefði skrifað rík- isstjórninni 23. marz og óskað eftir innflutnings og gjaldeyris- Ríkissjóður en ekki bæj- arsjóður [bótaskyldur vegna mistaka í starfi Iððreglumanna Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli því er Lárus Jóhann- esson höfðaði gegn bæjarsjóðí út af meiðslum er hann hlaut af völdum lögreglunnar, Var bæjarsjóður sýknaður, en ríkissjóður dæmdur í skaðabóta- skyldu. Var dómurinn byggður á því að lögreglumenn eru ekki háðir stjórnarvöldum Reykjavíkur, en starf þeirra „þáttur í beit- ingu ríkisvalds". Var ríkissjóður dæmdur til að greiða Lárusi Jóhannessyni 17000 kr. í skaðabætur og 3000 kr. í málskostnað. 11. maí ítrekaði borgarstjóri þessa umsókn bréflega,. Síðan hefur hún verið margítrekuð munnlega, en ekkert svar hefur fengizt. Bærinn á mjög lítið af bygg- ingarefni, er því útilokað að hann geti hafizt handa um nýjar byggingar ef innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fæst ekki. Bæjarráð samþykkti að fela borgarstjóra að ganga ríkt eftir svörum ríkisstjórnarinnar í þessu máli, og gera það sem unnt væri til að fá umbeðin leyfi. Það er furðulegt að stjórnin skuli leyfa sér að gerast þránd- ur í götu þess að bærinn byggi íbúðarhús, skóla og sjúkrahús, þegar loks hef ur tekizt að. f á bæjarstjórnarmeirihlutann til að samþykkja allríflegt fjár- framlag í þessu skyni. Eða var ef til vill fallizt á þessar tillög- ur í trausti þess að ríkisstjórnin mundi hindra framkvæmd 11 - FRflM ¦ 1:1 Á fimmtudagskvöldið fór fram fyrsti leikur íslands- mótsins í knattspyrnu milli K. R. og Fram. íslandsmót í knattspyrnu er einhver mesti íþróttavið- buröur ársins og ábyggilega það mót sem mesta athygli vekur. Mótið sem stendur lengst yfir, fær flesta áhorf- endur. Að öllu þessu athuguðu finnst mér að setnihg þessi. ætti aö fara fram meö tölu- vert hátíðlegum blæ. Sfcundum hefur lúörasveit leikið og hef- ur þaö sett sinn svip á kvöld- ið. Kappliöin hafa staönæmst og heilsað á fyrsta leik. Þaö hefur sín áhrif að eitthvaö sé í kring um setningu þess, og teldi ég það skaöa ef það ætti alveg að leggjast niöur. Framh. á 2. síðu i þeirra,' Hvað sem því líður, þá virðist svo sem hér sé verið að fram- kvæma þá fjármálastefnu, sem Landsbankinn mun aðhyllast, að hindra innflutning sem allra mest, en gefa fjáraflamönnum þess í stað tækifæri til að safna dollurum í Amerískum bönk- um. Sennilega verður svo hús- villta fólkinu bent á innstæð- urnar erlendis, þegar það kem- ur til yfirvaldanna og biður um þak yfir höfuðið, og sagt: „Sjáið hve rík og hamingju- söm þjóð vér erum". Panfeliaría á ualdi Bandamanna Sctulíd eyjarí nnar gafst upp sncmma í gærmorgun ítalska eyvirkið Pantellaria er á valdi Bandamauna. Setu- liðið á eyjunni gafst upþ snemma í gærmorgun og Bandamanna- herlið gekk á land um hádegisbilið. Urðu þá nokkrar skærur, en brátt hafði landgönguliðið allar herstöðvar eyjarinnar á valdi sínu. Uppgjöfin var ákveðin eftir geysiharðar loftárásir Banda- manna, og er þetta fyrsta sinn sem öflugt eyvirki eins og Pan- tellaria hefur verið unnin með árasum úr lofti. Flugsveitir Bandamanna héldu uppi látlausum árásum dag og nótt síðustu dægrin, og eyðilögðu stöðvar fasista eina eftir aðra. Fyrst var aðalflug- höfn eyjarinnar eyðilögð og margar flugvélar á jörðu. Þá var árásum einbeitt að hafnarmann- virkjum og skipum á höfninni, I 09 aðalumræðuefní kennaraþíngs, er haldíð verður hér í bænum, dagana 19.—22, júní Samband íslenzkra barnakennara gengst fyrir almennu kennaraþingi hér í bænum dagana 19.—22. júní. Aðalverkefni þingsins verður tungan og þjóðernið. Verndun íslenzkrar tungu er nú alvarlegt vandamál, ekki aðeins fyrir kennarana, heldur alla þjóðina, vandamál, sem all- ir er láta sig framtíð íslenzku þjóðarinnar nokkru skipta, verða að láta til sín taka. og var skipunum sökkt eða þau stórskemmd. Eftir grimmilegar árásir á höfnina hófu flugsveitir Banda- manna árásir á fallbyssuhreiður fasista, er dreifð voru um alla eyjuna, og þar næst strandvirk- in. Var þaggað niður í virkjum þessum, og þar kom, að setulið- ið átti ekki annars úrkosta en gefast upp. Frá Pantellaríu eru aðeins 100 km. til Sikileyjar, og er taka eyjarinnar talin mikilvægt spor í þá átt að tryggja siglingar Bandamanna um Miðjarðarhaf. Engin málshðfðun út af hvarfi hitaveituefnis Niðurstöður lögreglurann- sókriar þeirrar, sem fram var látin fara út af afhendingu hitaveituefnis til óviðkomandi aðila var, sem kunnugt er, send dómsmálaráöuneytinu. Dómsmálaráðherra hefur nú tilkynnt, að hann fyrir- skipi ekki frekari rannsókn né málshöfðun. Á þinginu flytja í'yrirlestra þeir Einar Arnórsson, kennslu málaráöherra, Jakob Kristins- son, fræðslumálastjóri, Björn Sigí'ússon magister, Sigurður Thorlacius skólastjóri og Ár- sæll Sigurðsson kennari. Þingið verður sett í hálíöa- sal Háskólans að kvöldi hins 19. júní, bar flytur Jakob Kristinsson f ræðslumálast j óri ræðu. Friid, norski o;aÖafull- trúinn, segir fréttir af norsk- um kennurum, ri'.g Thorla- cius skólastjóri rcinnisl Al- þjóöasambands kennara, Har- aldur Björnsson o. fi. flytja leikþátt, Jóhannes úr Kötium les upp, Páll Halldórsson og Jóhann Tryggvason söngkenn- Framhald á 4. síðu. il Eins óg að undanförnu halda íþróttamenn 17. júní hátMF legan með íþróttamóti. Að þessu sinni sjá Ármann, K.R. og Í.R. um hátíðahöld dags- ins. Á fþóttavellinum fer fram keppnin í fjölmörgum íþrótta- greinum sem 7 félög taka þátt í. 17. júní merkið verður selt á götunum til ágóða fyrbr starfsemi íþróttafélaganna, en aðgang- ur að vellinum verður ekki.seldur að þessu sinni. Hátíðahöldin hefjast kl. 2 með því aö hljómsveit Reykja- víkur leikur á Austurvelli. Klukkan 2,30 flytur dr. Björn Þórðarson forsætisráðherra ræðu af svölum Alþingishúss- ins. AÖ ræöu hans lokinni hefst skrúðganga íþrótta- manna í búningaim félaganna suður á íþróttavöll. Staðnæmst verður á leið'- inni við leiði Jóns Sigurðsson- ar meðan forseti i. S. í. legg- ur blómsveig á leiðið. Klukkan þrjú setUr forseti í. S. í. mótið- þátttákendur í því eru þessi 7 félög: í. R., Framhald á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.